Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 25
25 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003_______________________ DV Tilvera lífiö Blús á Vídalín Áhugamannafélag um blús verður með blúskvöld á Vídalín í kvöld. Þar munu þeir Halldór Bragason (Dóri úr Vinum Dóra) og Guðmundur Péturs- son stilla saman strengi sína í trega- fullum blús. Blúsinn byijar kl. 22. Bíófrumsýningar: Grímuklæddur brettastelpur Kvikmyndagagnrýni ofurhugi og brim- Blue Crush Stelpurnar í Blue Crush lifa fyrir brimbretta- íþróttina. Fimmtudagur í Hinu húsinu Hljómsveitimar sem koma ffam á Fimmtudagsforleik í Hinu húsinu í kvöld eru Innvortis, Molesting mr. Bob, Nögl, Lunchbox og Prank. Tón- leikarnir byrja kl. 20 og það er ókeypis inn og 16 ára aldurstakmark. Hálendisganga frá Hlemmi Kl. 17 verður gengið frá Hlemmi niður Laugaveginn að Austurvelli þar sem myndaður verður hringur utan um Alþingishúsið til að mótmæla virkjunarframkvæmdum. Umhverfismál á alþjöðlegum vettvangi Landvarðafélag íslands stendur íyrir fundi um umhverfismál á al- þjóðlegum vettvangi kl. 20 í Háskóla- byggingunni VR n - stofu 157. Konur og tæknifrjógvun Milli kl. 12 og 13 rabbar Svanborg Sigmarsdóttir stjómmálafræðingur um tæknifrjóvganir í stofu 101 í Lög- bergi, Háskóla íslands. Erindi henn- ar ber yfirskriftina „Hvem er verið að lækna? Konur og tæknifrjóvgun". Bardukha í Kaffileikhúsinu Balzamersveitin Bardukha heldur tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl 21. Tónleikar á Grandrokk Apparat Organ Quartet leikur á tónleikum á Grandrokk í kvöld ásamt Skurken/Prince Valium. Tón- leikarnir hefjast klukkan 23 og það kostar 700 kr. inn. samstundis var við að hann gæðist of- urmannlegum kröftum og snerpu því önnur skilningarvit hafa tekið stökk- breytingum fram á við. Upp frá þessu lifir Murdoch tvöfóldu lífi. Á daginn sinnir hann málum þeirra sem minna mega sín en á nóttinni gerist hann Daredevil - grímuklæddur, kattliðug- ur vökumaður sem fylgist grannt með glæpalýð stórborgarinnar. Það er Ben Afileck sem leikur ofur- hugann. Jennifer Gamer, þekkt úr sjónvarpsseríunni Alias, leikur El- ektru, sem kann einnig ýmislegt fyrir sér þegar kemur að hættum nætur- innar. Colin Farrell og Michael Clarke Duncan leika giæpamenn. Leikstjóri er Mark Steven Johnson og er Daredevil önnur kvikmyndin sem hann leikstýrir. Áður hafði hann gert hina hugljúfú Simon Birch. Blue Crush Hingað til hafa það aðal- lega verið strákar sem í kvikmyndum sýna listir sín- ar á brimbrettum. Nú er komið að stelpunum. Blue Crush fjallar um þijár stelp- ur sem allar stefna að því að verða meistarar í brimbrettaíþrótt- inni. Myndin gerist á Hawaii, þar sem öldurnar em mestar og hæstar. Stutt er í stórmót og vinkonumar þrjár, Anne Marie, Eden og Lena, æfa af miklum krafti og ekkert annað á at- hygli þeirra - þaö er að segja þar til ruðningslið kemur á hótelið þar sem þær búa. Þá er ekki laust við að horm- ónamir taki við af adrenalíninu um stundar sakir og mglast allt æfrnga- kerfið hjá þeim. í hlutverkum stúlknanna em Kate Bosworth, Michelle Rodriguez og Sanoe Lake. Leikstjóri og annar hand- ritshöfúnda er John Stockwell, fyrr- verandi leikari sem hefur snúið við blaðinu og leikstýrði síðast Cr- azy/Beautifúl. Óbærilegur veruleiki Daredevll Ben Affleck leikur Matt Murdock sem er lögfræðingur á daginn og ridd- ari götunnar á nóttunni. Á innfelldu myndinni er Jennifer Garner í hlutverki Elektru Natchios. ■MMMHMOn Háskólabíó - Nói albinói ★★★f Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Gítarleikari með burtfararpróf í kvöld kl. 20 verða burtfarartón- leikar Ómars Guðjónssonar gítarleik- ara af djass- og rokkbraut Tónlistar- skóla FIH. Tónleikamir eru haldnir í sal skólans að Rauðagerði 27. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Helsti viðburður vikunnar í kvik- myndum er sýning á íslensku kvik- myndinni Nóa albínóa eftir Dag Kára Pétursson, en frumsýningin var í gær- kvöld. Tvær kvikmyndir verða frum- sýndar á morgun. Ber þar fyrst að telja fyrstu „stór- mynd“ ársins í Banda- ríkjun- um, Daredevil, sem hefúr náð miklum vinsældum. Kemur hún glæný hing- að en tæpar tvær vik- em síðan hún var frumsýnd vestan- hafs. Þá verður einnig frumsýnd á morg- un unglingamyndin Blue Cmsh sem fiallar um stúlkur sem hafa gaman af brimbrettum. Daredevil Það má með sanni segja að Daredevil komi í kjölfar Spider Man. Um er að ræða ævintýra- mynd sem byggð er á teikni- myndahetju sem Marvel-fyr- irtækið gefúr út, en Spider Man er einnig á vegum þess. Daredevil verður til við slys þegar lögfræðingurinn Matt Murdoch lendir í geisla- virkum úrgangi með þeim af- leiðingum að hann missir sjón- ina. Eitrið hefur einnig já- kvæð áhrifþví Mur- doch verð- „Það er ekkert nema feigð í boll- anum,“ segir slökkviliðsmaður og spámaður í ónefndu sjávarplássi úti á landi við Nóa sem búið er að reka úr skóla og er orðinn aðkrepptur af fiötrum þeim sem binda hann við bæinn þar sem rætur hans liggja. Þessi setning kemur beint í fram- hpldi af því að Nói og vinkona hans íris hafa verið að gantast með þann siö að spá í bolla. Með þessari setn- ingu kemur upp á yfirborðið sá grunur, sem frá upphafi hefur læðst að manni, að grundvailarhugmynd- in að baki gerð Nóa albinóa er ekki að gera skemmtilega og lúmska gamanmynd um bráðgáfaðan ung- ling, sem er á skjön við lífið í pláss- inu þar sem hann býr, dreng sem ætlar sér aö verða lögfræðingur án þess að ganga í skóla, heldur er sag- an dramatísk örlagasaga sem fær þó ekki þá meiningu fyrr en í lokin. Svo er aftur einn stór kostur við Nóa albinóa hvað hún er skemmti- leg, hvað vel tekst að láta vita um sálarástand Nóa á þann hátt að húmorinn tapast aldrei. Þessi sterki undirtónn í sögunni kemur til dæm- is vel fram í atriðinu þegar faðir hans, frábærlega leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni, segist vera búinn að bjarga Nóa um vinnu í kirkju- garði, „gegnum bullandi klíku“. Þar er fyrsta verk Nóa að grafa gröf. Eftir að leiðbeiningar prestsins í gegnum kalltæki um það hvar gröfin eigi að vera mistakast kemur hann á vélsleða á vettvang og segir Nóa að grafa gröf sem sé þriggja metra djúp. Presturinn og grafarinn byija að þrefa um dýptina og eins og samningamönnum sæmir mætast þeir á miðri leið. Viö vitum að Nói er hundóánægöur og ráðvilltur. Samt hefur þetta atriði mikinn húmor sem er grafalvarlegur í orðs- ins fyllstu merkingu. Þannig er nán- ast allur húmorinn í Nóa albinóa, alvarlegur en fyndinn. Vil ég í því sambandi nefna ömmu Nóa, sem Anna Friðriksdóttir túlkar skemmtilega. Húmorinn hjá henni er ekki sagður með bros á vör held- ur kemur út frá því einfalda lífs- munstri sem hún hefur alla tíð lifað. Nói albinói er einnig falleg kvik- mynd. Draumur Nóa og írisar um aö hverfa á brott tengist fiarlægum slóðum. Sá draumur er ekki aðeins í orðum og huga þeirra. Hann er sýnilegur þegar Nói horfir á myndir í gamaldags myndvarpa og sér strendur Hawaii. Stillimyndin sem Nói horfir hvað mest á verður síðan að einstaklega fallegu lokaatriði. Þannig er Nói albinói gefandi hvað varðar efnistök. Húmorinn er einstaklega vel heppnaður, frumleg- ur og sérstæður. Um leið fáum við djúpa innsýn í persónumar sem ekki er hægt að segja að séu ham- ingjusamar. Þær eru bundnar átt- hagafiötrum, flestar viljandi. Sá eini sem reynir að bijótast frá átthögum sínum er Nói og það að hann skuli hafa búið sér til lítið athvarf, þar sem hann hefur getað horfið frá raunveruleikanum, gerir það að verkum að hann heldur lífi og verð- ur um leið laus úr þeim fiötrum sem hafa bundið hann rígfastan. Nói albinói er ekki flókin kvik- mynd, kvikmyndalega séð, en verð- ur að listrænu sjónarspili í einfald- leika sínum. Nói er þungamiöja myndarinnar. Hann er einnig al- binói, sem í raun skiptir engu máli fyrir atburðarásina en gerir persón- una öðmvísi útlits, þannig að Nói sker sig frá öömm bæði andlega og líkamlega. Tómas Lemarques túlkar Nóa af mikilli innlifun og er ein- staklega næmur á hversu Nói er við- kvæmur. Áður hefur verið minnst á Þröst Leó Gunnarsson og Önnu Friðriksdóttur sem bæði eru eftir- minnileg. Til viöbótar má nefna frammistöðu Hjalta Rögnvaldssonar sem enn einu sinni sýnir okkur hver afburðaleikari hann er. Reynsluleysi háir að nokkru leik Emu Hansdóttur en hún geldur fyr- ir það að íris er sú persóna sem er hvað óljósust. Það er oft sagt að þegar vænting- ar eru miklar sé stutt í vonbrigðin. Það er búið aö flytja frægðarsögur af Nóa albinóa á erlendum kvik- myndahátíðum á síðustu vikum þar sem hún hefur hirt sex eftirsótt verðlaun og í framhaldi er búið að selja hana til fiölda landa. Fyrirfram hræðsla um að of mikið hafi verið gert úr gæðum myndarinnar í ís- lenskum fiölmiðlum var óþörf. Nói albinói stóð undir væntingunum sem ég gerði til hennar og vel það. Vil ég meina að hún sé eitthvert merkasta innleggið í íslenska kvik- myndagerð. Dagur Kári Pétursson, sem strax með útskriftarverkefni sínu, Lost Weekend, sýndi að þar var mikið efni á ferðinni, stekkur nú fram sem fullskapaður kvik- myndaleikstjóri og handritshöfund- ur sem hefur næmt auga fyrir marg- breytileika mannlífsins. Leikstjóri og handritshöfundur: Dagur Kári Pétursson. Kvikmyndataka: Rasmus Videbæk. Tónlist: Slowblow. Klipplng: Daniel Dencik. Leikmynd: Jón Steinar Ragnarsson. Búningar: Linda B. Arnar- dóttir og Tanja Dehmel. Hljóö: Pétur Ein- arsson. Lelkarar: Thomas Lemarques, Þröstur Leó Gunnarsson, Elín Hansdóttir, Anna Friöriksdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Þorsteinn Gunnarsson og Pétur Einars- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.