Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 29 Fulham ekki á Brúna Ken Bates stjórnarfor- maður Chelsea hefur end- anlega tekið af skarið með að Fulham muni ekki leika heimaleiki sína á heimavelli Chelsea, Stam- ford Bridge, en AI Fayed, eigandi Fulham, hefur farið þess á leit að heima- leikir Fulham fari fram þar. Fulham hefur leikið heimaleiki sina á Loftus Road, heimavelli QPR, í vetur en A1 Fayed er í þann mund að selja lóðina þar sem gamli heimavöll- ur Fulham var og er liðið því heimilislaust og sér ekki fyrir endann á því. -PS Rafpostur: dvsport&dv.is Newcastle á fullri ferð í meistaradeildinni en liðið lagið Leverkusen að velli, 3-1, í annað sinn á einni viku: Shearer með þrennu - Barcelona tapar sínum fyrstu stigum í meistaradeildinni í vetur með jafntefli við Inter Það ríkir mikil spenna í A og B riðlum meistaradeildarinnar og enn er allt opið. Það er aðeins eitt lið sem er úr leik en sigrar Roma og Valencia eru búnir að opna báða riðlana upp á gátt. Barcelona er þó orðið nokkuð öruggt áfram í átta liða úrslitin. Shearer á kostum Það gekk mikið á á heimavelli Newcastle þar sem heimamenn tóku á móti Bayer Leverkusen í A- riðli en heimamenn fóru með sigur af hólmi, 3-1, og þar með er Leverkusen endanlega úr leik í meistaradeildinni. Þetta er í annað sinn á einni viku sem Newcastle vinnur Leverkusen 3-1. Maður þessa leiks hlýtur að teljast Alan Shearer en hann gerði þrennu, öll í sama hálfleiknum. Hann skoraði fyrsta mark Newcastle strax á 5. mínútu og á ll. mínútu bætti hann öðru marki við. Sjö mínútum síðar fengu leikmenn Leverkusen víti sem Shay Given varði frá Oliver Neuville. Leikmenn Newcastle fengu skömmu síðar víti eftir að Ki- eron Dyer var rifinn niður í víta- teignum og úr henni skoraði Alan Shearer og fullkomnaði þrennu sína. í skýjunum Stjama kvöldsins, Alan Shearer, er sannfærður um að liðið geti gert enn betur 1 meistaradeildinni og eigi raunverulega möguleika á að komast upp úr riðlinu. „Við gerð- um okkur erfitt fyrir með því að tapa fyrsta leiknum og enn erfiðara með því að tapa aftur en við eram að rétta úr kútnum. Við þurftum sigur hér í kvöld og unnum hann verðskuldað. Við voram ákveðnir að koma því þannig fyrir að leikur- inn gegn Inter í næstu umferð skipti okkur máli og það er það sem við höfum gert nú. Ég sagði í gær að ég yrði hamingjusamur maður ef ég næði að skora en sérlega ham- ingjusamur ef við ynnum líka. Þetta gekk eftir og ég er í skýjun- um,“ sagði Alan Shearer. Barátta Inter og Newcastle í sama riðli áttust Inter og Barcelona við á heimavelli Inter. Þetta eru fyrstu stigin sem Barcelona tapar í meistaradeildinni í vetur og ellefu leikja sigurganga í deildinni á enda en jafnteflið hjálp- ar hins vegar Inter Milan ekki mik- ið í baráttunni. Leikurinn þótti ekki tilþrifamikill og það var helst að það væra leikmenn Inter sem gerðu alvarlega tilraun til að ná í stigin þrjú. Það stefnir því allt í mikla baráttu á milli Inter og Newcastle um annað sæti í riðlin- um. Fyrirliði Inter Milan, Javier Za- netti, sagði að þetta hefði verið erfitt kvöld hjá leikmönnum liðs- ins. „Þetta var gríðarlega erfiður leikur og leikmenn liðsins gerðu allt sem þeir gátu tfl að vinna sigur á Barcelona. Leikmenn þeirra gerðu allt til að loka öllum svæðum sem gerði okkur erfitt fyrir að sækja. Þetta þýðir hins vegar að það er allt undir í heimaleik okkar gegn Newcastle. Hann ásamt Christian Vieri varð fyrir einhverjum meiðslum í leikn- um en Zanetti gerði lítið úr því. „Það er allt í lagi með Vieri. Hann skorar mörk þegar þau eru hvað mikilvægust," sagði hann og hló. Þaö er allt opiö Það er mikfl spenna i B-riðlinum þar sem öll liðin eiga nú orðið möguleika á að komast upp úr riðl- inum. Arsenal sótti Ajax heim og var leikurinn í rólegri kantinum og virtist sem jafntefli væri ásættan- legur kostur fyrir bæði liðin. Þau áttu hins vegar bæði færi tfl að koma knettinum í netið og meðal annars bjargaði Ashley Cole á marklínu eftir aukaspymu frá leik- manni Ajax. Fyrirliði Arsenal, Patrick Viera, viðurkennir að það sé aflt opið í riðlinum. „Það era sex stig í boði fyrir liðin i riðlinum og framhaldið verður erfitt en við verðum tflbún- ir fyrir leikinn gegn Roma. Það var dálítið pirrandi að fá ekki meira út úr leiknum í kvöld en þetta var mjög erfiður leikur og jafntefli góð- ur kostur fyrir bæði lið, úr því sem komið var. Við fengum tækifæri tO að skora en þeir settu líka pressu á okkur,“ sagði Viera. Hann fékk tvö færi tO að skora en tókst ekki. „Ég hefði átt að gera betur,“ sagði Viera. Of varnarsinnaðir Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, var ekki sáttur viö spilamennsku Ajax. Honum fannst þeir vera fullvamarlega sinnaðir en liðið er þekkt fyrir að vera létt- leikandi og sókndjarft. „Siðari hálf- leikurinn var líkamlega erfiðari fyrir okkur og varð leikurinn bragðlítill. En við reyndum hvað við gátum en þeir lágu svo rosalega tO baka. Svona er knattspyrna, stundum skorar maður tvö tfl þrjú mörk í leik og stundum ekkert,“ sagði Wenger. Óvæntur sigur Roma ítölsku meistaramir í Roma neita að játa sig sigraða í meistara- deOdinni en í gær héldu þeir tO Valencia með þrjú töp í þremur leikjum á bakinu. Með sigrinum heldur Roma enn í vonina um að komast í átta liða úrslit keppninnar þó líkumar séu ekki þeim megin. Það var fyrst og fremst fyrir frá- bæran leik Fransescos Tottis sem sigurinn vannst á heimavelli Val- encia en hann gerði fyrstu tvö mörkin og lagði upp það þriðja. Eins og tölumar segja tO um voru Rómverjar mun sterkari aðil- inn í fyrri hálfleik og ætluðu greini- lega að selja sig dýrt. Eftir að Totti skoraði fyrsta markið á 24. mínútu ætluðu leikmenn Valencia að sækja stíft og freista þess að svara strax en við það veiktust vamir liðsins og fékk það á sig tvö mörk i viðbót á næstu 12 mínútunum. Heimamenn gerðu tilraun til að minnka muninn í síðari hálfleik og fengu tO þess færi en eftir því sem á hálfleikinn leið varð erfiðara fyr- ir sóknarmenn Valencia að komast inn fyrir vöm Roma. -PS E V R 6 P A J IV! E! STARA'DEI LD A-riðill Úrslit Inter-Barcelona.............0-0 Newcastle-Leverkusen........3-1 1-0 Shearer (5.), 2-0 Shearer (11.), Shearer (36. v.), 3-1 Babic (73.), Barcelona 4 Staöan 3 1 0 8-2 10 Inter Milan 4 2 1 1 7-6 7 Newcastle 4 2 0 2 8-9 6 Leverkusen 4 0 0 4 4-8 0 B-riðill úrslit Ajax-Arsenal . 0-0 Valencia Roma . 0-3 0-1 Totti (24.), 0-2 Totti (29.), Emerson (36.), Staðan Arsenal 4 13 0 4-2 6 Ajax 4 13 0 4-3 6 Valencia 4 12 0 1-1 5 Roma 4 10 3 3-4 3 Alan Shearer átti sannkallaðan stórleik með Newcastle, sem lagði Leverkusen að velli í annað sinn á einni viku, en hann gerði þrennu í góðum sigri liðsins. Hér fagnar Ameobi einu marka Shearers í leiknum. Reuters Enski bikarinn: Fulham úrleik Fulham er úr leik í ensku bik- arkeppninni eftir tap gegn Bumley, 3-0, á heimavelli Burnley. Liðin þurftu að eigast við að nýju því þau gerðu jafntefli á heimavelli Fulham, Loftus Road. Þetta er í fyrsta sinn sem Burnley kemst í átta liða úrslit bikarkeppninnar i 20 ár. Fulham vora einum færri allan síðari hálfleikinn eftir aö Davis var rekinn af velli. Þetta er ekki tO að bæta ástandið á Fulham- heimflinu því þar er hálfgert stríðsástand. Liöið á engan heimavöll og Tigana, stjóri liðsins, hefur hótað að hætta ef framtíðin verði ekki tryggð. -PS Stoke-sigur áWalsal Stoke náði sér í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttu ensku 1. defldar- liðanna en Stoke bar sigur út býtum á heimavelli sínum, 1-0. Það var Lee Mills sem gerði sigurmarkið í leiknum á 19. mínútu leiksins. Þeir Brynjar Bjöm Gunnarsson, sem búinn er að taka út eins leiks bann, og Bjami Guðjónsson léku allan leikinn með Stoke en Pétur Marteinsson var ekki í leikmanna- hópi liösins. Pétur á yfir höfði sér leikbann vegna rauðs spjalds sem hann fékk um helgina en Stoke hyggst þó áfrýja þessu spjaldi. Með sigrinum lyfti Stoke sér úr botnsæt- inu og er komið með 28 stig en Sheffield Wednesday er á botninum með 26 stig. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.