Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir [' | Framsóknarflokkurinn ! Sjálfstæöisflokkurinn Frjálslyndi flokkurinn j Samfylkingin [[__Vinstri grænir HHj Óákveönir/svara ekki HVAÐAN KEMUR FYLGI FLOKKANNA? -skoðanakönnun DV DV kannar hvaöan fylgi flokkanna í könnun blaösins kemur: Samfylking seilist í alla flokka Fylgisaukning sú sem Samfylk- ingin hefur fagnað á þessu ári virðist koma úr öllum hinum flokkunum, þó mest frá Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði. Ríflega fimmtungur þeirra sem sögðust hafa kosið Vinstri græna í kosningunum 1999 segjast mundu styðja Samfylkinguna ef kosið væri nú, en tæp 10 prósent þeirra sem sögðust hafa kosið Framsókn og tæp 9 prósent þeirra sem sögð- ust hafa kosið Sjálfstæðisflokk vorið 1999. Þá virðist helmingur fylgis Frjálslyndra hafa runnið yfir til Samfylkingarinnar. í skoðanakönnun DV, sem gerð var á þriðjudagskvöld, var spurt hvaða lista fólk hefði kosið í kosn- ingunum 1999. Niðurstöðurnar eru nánast samhljóða niðurstöð- um kosninganna, frávik eru innan skekkjumarka. Svör við þessari spurningu voru borin saman við svör við hefðbundinni flokka- spurningu í könnun DV, þ.e. hvaða lista fólk mundi kjósa ef þingkosningar færu fram núna. Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar. Niðurstöðurnar má sjá í meðfylgjandi grafi. 30-40 prósent á reiki Ef litið er til tryggðar kjósenda við flokkana virðist hún mest meðal stuðningsfólks Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar en 70 pró- sent þeirra sem sögðust hafa kosið þessa flokka vorið 1999 sögðust mundu styðja þá ef kosið væri nú. Samsvarandi tala er um 60 pró- sent hjá bæði Framsókn og Vinstri grænum. FYjálslyndir búa ekki við sama trygglyndi. Fylgi fjórflokkanna sem er á reiki er því 30-40 prósent, þ.e. fer til annarra flokka síðan í kosningunum 1999 eða að kjósendur hafa ekki gert upp hug sinn ef kosið væri nú. Framsóknarmenn og Vinstri grænir virðast eiga erfiðast með að gera upp hug sinn en ríflega fimmtungur stuðningsmanna hvors flokks um sig vorið 1999 er óákveðinn í afstöðu til flokkana nú eða neitar að svara spurningu þar um. Af þeim sem sögðust hafa kosið Framsóknarflokkinn 1999 sögðust 60,9 prósent mundu kjósa hann ef kosið væri nú, 4,3 prósent Sjálf- stæðisflokkinn, 9,8 prósent Sam- fylkinguna og 3,3 prósent Vinstri græna. Óákveðnir í þessum hópi og þeir sem ekki svara spuming- unni um afstöðu til flokka nú eru 21,7 prósent eða ríflega fimmtung- ur. HaukurLárus Hauksson blaðamaður Skoðanakönnun Meðal þeirra sem kusu Sjálf- stæðisflokkinn vorið 1999 sögðust 3,4 prósent mundu kjósa Fram- sókn ef kosið væri nú, 70,2 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 0,5 prósent Frjálslynda, 8,7 prósent Samfylk- inguna og 1,4 prósent Vinstri græna. Óákveðnir og þeir sem ekki svara eru 15,8 prósent. Meðal þeirra sem kusu Samfylk- inguna fyrir fjórum árum sögðust 2.5 prósent mundu kjósa Fram- sókn nú, 8,3 prósent Sjálfstæðis- flokkinn, enginn Frjálslynda, 70 prósent það sama og síðast og 5 prósent Vinstri græna. 14,2 pró- sent eru óákveðin eða svara ekki spurningu um stuðning við flokka nú. Enginn þeirra sem sögöust hafa kosið Vinstri græna 1999 sögðust mundu styðja Framsókn, Sjálf- stæöisflokk eða Frjálslynda ef kos- ið væri nú. Línurnar eru tiltölu- lega hreinar. Fimmtungur þeirra, 20.5 prósent, sögðust mundu styðja Samfylkinguna og 20,5 sögð- ust óákveðin eða neituðu að svara nokkru um stuðning sinn við flokka ef kosið væri nú. Hreinar línur hjá Vinstri grænum Hlutfallslega margir þeirra sem studdu Vinstri græna 1999 segjast mundu styðja Samfylkingu nú en Ekkert lát er á háu hitastigi á höfuðborgarsvæðinu: Hlýjasti febrúar í fjölda ára - góðar líkur eru á að úrkomumet verði einnig slegið Febrúarmán- uður hefur það sem af er verið óvenjuhlýr í Reykjavík og fara verður allt til árs- ins 1991 til að finna hærri með- alhita í febrúar. Meðalhitinn fyrstu 24 dagana nú í febrúar reyndist vera 1,7 stig en árið 1991 var hann 2,2 stig. Þess má reyndar geta að árið 1994 var meðalhiti fyrstu 24 daga febrúar 1,8 stig, en þegar mánuð- urinn var á enda reyndist meðalhitinn hafa farið nið- ur í 1,0 stig vegna mikils kuldakasts í lok mánaðar. Ekkert bendir til þess að það gerist aftur því sam- kvæmt veöurspá fyrir næstu daga verður áfram hlýtt í veðri og mun hiti hækka enn frekar ef eitthvað er. Það má því vel vera að meðalhitinn fari yfir 2,2 stig. Mesti meðalhiti sem mælst hefur í Reykjavík í febr- úar var árið 1932 eða 5,2 stig og verður að teljast óhugsandi að ná því meti. Hiti og úrkoma vilja gjaman fylgjast að og þeg- ar úrkomutölur í Reykjavík það sem af er mánuði eru skoðaðar stefnir allt í að úrkoma verði ein- hver sú mesta í fjölda ára. Úr- koman fyrstu 24 daga mánaðarins mældist 147 mm í Reykjavík og aft- ur verður að fara til ársins 1991 til að fmna blautari febrúar. Þá var heildarúrkoma mánaðarins alls 170 mm. Spáin fyrir næstu daga segir að vætusamt verði i Reykjavík svo að ef fram heldur sem horfir gæti allt eins ver- ið að úrkomumet verði slegið. Ekki komið sumar „Nei, ég myndi nú ekki fullyrða að það væri að koma vor en það er rétt að febrúar er búinn að vera óvenjuhlýr," segir Hrafn Guð- mundsson, veðurfræðingur hjá Veð- urstofu íslands, spurður um þessi miklu hlýindi undanfarna daga. „Hlýja loftið verður áfram á Suð- ur- og Vesturlandi og það má reikna með því að á láglendi á þeim slóðum geti hiti farið allt upp í níu stig. En þess má geta að það er spáð vætu- sömu veðri og það verður ekki mikið sól,“ segir Hrafn og bætir við að það sem valdi þessum hlýindum sé þessi víðáttumilda hæð sem er yfir Evr- ópu. Hún kemur í veg fyrir að lægð- irnar sem eru nú yfir íslandi fari sína hefðbundnu leið. „Lægðirnar eru bara að dóla við Grænlandsjökul og áhrifin ná greinilega til suður- og vesturstrengs íslands," segir Hrafn. Snjórinn hefur verið af skornum skammti í vetur en spurður hvort vænta megi snævi þakinna gatna á ný segir Hrafn að þaö verði að minnsta kosti ekki í þessari viku. En hvort það muni snjóa aftur í vet- ur sé ómögulegt um að spá. „Ég gæti alveg eins átt jafnmikla möguleika á að vita næstu lottótöl- ur. Það er allt eins víst að marsmán- uður verði mjög kaldur og leiðinleg- ur. Þjóöin á ekki að gera ráð fyrir því að sumarið sé á næstu grösum," segir Hrafn að lokum. -vig HEILOARÚRKOMA í REYKJAVÍK í FEBRÚAR MEÐALHITI í REYKJAVÍK í FEBRÚAR flæðið er ekki hlutfallslega gagn- kvæmt. Ekki nema 5 prósent Sam- fylkingarmanna 1999 gætu hugsað sér að styðja Vinstri græna um þessar mundir. Línurnar eru til- tölulega hreinar hjá stuðnings- mönnum Vinstri grænna 1999. Ef þeir styðja ekki eigin flokk nú eru þeir óákveðnir eða gefa ekki upp hug sinn nú eða styðja Samfylk- inguna. Stuðningsmenn Framsóknar í kosningunum 1999 vilja frekar fara yfir til Samfylkingarinnar en Sjálfstæðisflokksins. Flæði fram- sóknarfólks er ámóta mikið yfir í raðir sjálfstæðismanna og stuðn- ingsmanna Vinstri grænna. Sama er að segja um þá sem studdu Sjálfstæðisflokkinn 1999 en mun færri þeirra styðja reyndar Vinstri græna nú. Þá er forvitni- legt að sjá að stuðningsfólki Sam- fylkingar í kosningunum 1999 hugnast mun frekar að styðja Sjálfstæðisflokkinn en Framsókn ef kosið yrði nú. -hlh DV-MYND ME Kviknaði í Hér kom eldurinn upp í fyrrinótt, í byggingavöruverslun Bláfells. Eldur í verslunarhúsi: Lán í óláni að veður var gott „Ég fór héðan klukkan um eitt í nótt og var rétt kominn heim þegar Neyðarlínan hringdi í mig og þá var kviknað í húsinu, það hefur verið um klukkan tvö. Þegar ég fór úr vinnunni var ekkert athugavert að sjá,“ sagði Höröur G. Helgason raf- verktaki í samtali við DV í gær. Eld- ur kom upp í verslunarhúsnæði Blá- fells að Hafnargötu 7a í Grindavik í fýrrinótt og skemmdist talsvert í versluninni sem boðið hefur upp á byggingarvörur ýmsar. Húsnæðið er fjórskipt verslunar- og iðnaðarhúsnaeði. Hörður er í öðr- um enda hússins en Bláfell i hinum. Milli þeirra eru sólbaðsstofan Ársól og fataverslunin Sirrý. Reykinn lagði eftir þakinu um allt húsið en eld- varnarveggur er á milh fyrirtækj- anna. Hörður sagði að á loftinu fyrir ofan verkstæðið hans væri sót og drulla eftir eldinn og nokkur fnykur í húsnæðinu en verið að loftræsta. Hann sagði það lán í óláni að veður var gott. „Við sluppum mjög vel, að ég held, en maður óttast þó að reykj- arlyktin hafi komist í fótin, en hingað barst ekkert sót, en þetta á allt eftir að koma í ljós,“ sagði Sigríður Þórðar- dóttir, kaupmaður í Sirrý. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.