Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 17 Skoðun Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Rltstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hóf er á hverju best Kaupauki til starfsmanns sem stendur sig vel í starfi er í senn já- kvæður og eðlilegur, hvort heldur er til æðsta stjórnanda, millistjórnanda eða almenns starfsmanns. Þetta er rétt að hafa í huga í þeirri miklu um- ræðu sem skapast hefur í kjölfar upp- lýsinga um tugmilljóna króna kaupauka Sigurðar Einarssonar, forstjóra Kaupþings. í þeim efnum gildir hins vegar hið fornkveðna að hóf er á hverju best. Afstaða manna til málsins mótast af því hve kaupauki forstjór- ans var hár, 58 milljónir króna vegna mikils vaxtar fyrirtækis- ins og hagnaðaraukningar. Þessi afstaða mælist vel í skoðanakönnun DV sem birt er í blaðinu í dag. Þar kemur fram að yfirgnæfandi meirihluta kjós- enda, 84 af hundraði, finnst kaupaukar íslenskra forstjóra vera of háir. Sama afstaða hefur komið fram hjá stjórnmálamönnum, eins og m.a. sést í frétt blaðsins í dag, þar sem haft er eftir Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra í útvarpsviðtali að eitthvert hóf verði að vera í kaupaukagreiðslum sem þessum. Þótt Guðmund- ur Hauksson, formaður stjórnar Kaupþings banka, hafi fátt við kaupaukagreiðslur til forstjórans að athuga, og segi þær i sam- ræmi við það sem gerist erlendis, er það einmitt íslenskur raun- veruleiki og íslenskt umhverfi sem ræður undrun fólks á því hve kaupaukinn er hár. Upplýsingar um slika kaupauka hafa ekki legið á lausu en vegna eignaraðildar Kaupþings banka að sænskum banka, sem skráður er á hlutabréfamarkaði þar, var fyrirtækinu skylt að upplýsa um kaupauka forstjórans. Slikt er jákvætt og nýjar regl- ur Kauphallar íslands eru á sömu nótum. Samkvæmt þeim ber fyrirtækjum sem skráð eru á Aðallista, Vaxtarlista, sem og Til- boðsmarkaði Kauphallarinnar, að birta ítarlegar upplýsingar um launakjör stjórnarmanna og æðstu stjórnenda í skráningar- lýsingum og ársreikningum. Eins ber að birta ítarlegar upplýs- ingar um kaupréttarsamninga og sambærilega samninga æðstu stjórnenda. Sama á við um hlutafjáreign stjórnenda og óvenju- lega ráðningar- eða starfslokasamninga æðstu stjórnenda og samninga um lífeyrisréttindi umfram það sem venjulegt er. Þessar upplýsingar eru í þágu hluthafa og fjárfesta og auka traust og trúverðugleika. Hófstillt kaupaukakerfi er af hinu góða. Þá fá menn greitt í samræmi við afköst, hugvit og árangur. Vetrarhátíð í Reykjavík Viðamikil Vetrarhátíð hefst í Reykjavík í kvöld og stendur fram á sunnudag. Borgarbúar og gestir þeirra eiga á þeim tíma í vændum mikið sjónarspil og margháttaðar uppákomur, „upplifun fyrir augu og eyru“, eins og Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, orðar það. Þetta er í annað sinn sem Vetrarhátíð er haldin í höfuðborginni, há- tiö sem ætluð er fólki á öllum aldri, atburður sem gleður fólk og glæðir borgina lífi. Ekki er að efa að þúsundir manna munu njóta þess sem í boði er, hvort heldur er regnbogabrú yfir Reykjavíkurtjörn, verð- launaverk Ilmar Kristjánsdóttur þar sem ljósberar bera ljós úr Tjarnarhólmanum í hús, útibíó á Ingólfstorgi, glitrandi vatn í El- liðaárdalnum eða fjölmargt annað, innanhúss jafnt sem utan. Menningarnótt í Reykjavík hefur lukkast með afbrigðum vel. Ágústnóttin sú, í tengslum við afmæli höfuðborgarinnar, er orð- in ómissandi þáttur í borgarlífinu. Þar miðla listamenn. Kaup- menn og veitingamenn þjóna. Borgararnir njóta, sýna sig og sjá aðra. Vetrarhátíðin er af sama meiði, hátíð sem brýtur upp hvunndaginn og auðgar andann. Það er vel. Jónas Haraldsson Álver á íslandi sitja ekki viö sama borö. Álverið í Straumsvík geldur þess að hafa verið fyrst á vettvang, eins og formaður iðnað- arnefndar komst að orði á Alþingi í gær; nýju álveri Alcoa bjóðast miklu hagstæðari kjör. Þessi mis- munun var harðlega gagnrýnd á Alþingi í gær. Ýmislegt hendir þó til að breytinga sé að vænta. Ólíkir skattar Álverið í Straumsvík greiðir 33% tekjuskatt samkvæmt samningi sem gerður var 1995. í eldri samn- ingi var prósentan 45-55% og var meginreglan sú að skatturinn var færöur til samræmis við almennt skatthlutfall fyrirtækja í landinu á hverjum tíma. Álverið á Grundar- tanga greiðir 33% tekjuskatt og þótti ágætt á sínum tíma, enda var almennt skatthlutfall fyrirtækja 38% þegar samið var. Nú hefur hins vegar tekjuskattur fyrirtækja verið lækkaður í 18%. Til stendur að bjóða Alcoa að greiöa 18% skatt en stjórnvöld ganga skrefmu lengra: Samkvæmt frumvarpi iðnaðarráðherra á Alcoa að njóta þess ef almenn tekjuskattsprósenta lækkar síðar meir en fær hins vegar tryggingu fyrir því að það muni aldrei þurfa að greiða hærri pró- sentu en 18%, jafnvel þótt almennt skatthlutfall fyrirtækja í landinu hækki síðar meir. Fleira misræmi Misræmið er víðar. Til dæmis greiðir Alcan mun hærri stimpil- gjöld en hin álverin tvö. Og það má nýta rekstrartap til frádráttar frá tekjuskatti í fimm ár en Norðurál í átta ár og Alcoa að lágmarki í níu ár. Þá stendur til að gefa Alcoa tryggingu fyrir því að aldrei verði lögð á það gjöld vegna losunar á úr- gangi, en Alcan og Norðurál hafa ekki slíka tryggingu. Fjölmargir aðrir þættir eru mis- jafnir og ekki allir Alcan í óhag; fyrirtækið er til dæmis undanþegiö fasteignagjöldum ólíkt Norðuráli og Alcoa. Næstum hálfur milljarður Þegar skattgreiðslur álversins í Straumsvík eru skoðaðar sem hlut- fall af rekstrarlegum hagnaði fyrir skatta kemur í ljós, að hlutfallið var um 31% í fyrra og 27% árið áður. Ef hlutfallið hefði verið 18% eins og gildir um önnur fyrirtæki - og gilda mun um álver Alcoa - hefði Alcan greitt 630 milljónir í skatta í stað 1.100 milljóna. Sparn- aðurinn hefði samkvæmt þessu numið 470 milljónum króna! Hafa ber í huga að skattar af hagnaði segja ekki alla söguna. Alcan og Norðurál njóta góðra kjara á ýmsum öðrum sviðum og Alcan áætlar sjálft að fyrirtækið myndi gróflega áætlað spara eitt- hvað á fjórða hundrað milljóna með þvi að ganga inn í samning hliðstæöan þeim sem stendur til að bjóða Alcoa. Álver Norðuráls á Grundartanga er ekki enn farið að greiða tekju- skatta þar sem uppsafnað rekstrar- tap vegur enn upp á móti hagnað- inum. Hagnaður Norðuráls var tæpar 11 milljónir dollara í fyrra samkvæmt óendurskoðuðu upp- gjöri eða tæpar 800 milljónir króna samkvæmt núverandi gengi. Það er því ljóst að 18% skatthlutfall myndi spara fyrirtækinu tugi, jafnvel hundruö miiljóna þegar það byrjar að greiöa tekjuskatt. Alcan vill semja Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Alcan á íslandi, segir aö fyrirtækið vilji ná fram breyting- um á kjörum sínum en að heldur hægt hafi gengið að fá stjórnvöld að samningaborðinu. „Okkur finnst eðlilegt að fyrirtæki sem eru algjörlega sambærileg að öllu leyti njóti sömu kjara,“ segir Hrannar. Stjórnvöld hafí hins vegar til þessa viljað setja samningaviðræður í samhengi við fyrirhugaða stækkun álversins. Samkvæmt því sitji Alc- an í súpunni ef svo mætti segja á meðan álverið er ekki stækkað. Reyndar hefur Alcan alltaf þann kost að ganga út úr sérsamningi sínum við ríkið og inn í hið al- menna skattaumhverfl. Blasir ekki við að nýta þennan möguleika? - Hrannar segir að fyrirtækið vilji fara varlega í það enda sýni reynsl- an að hin almenna skattprósenta sé breytingum háð. Ekki sé langt síð- an hún hafi verið 50%. Fyrirtæk- inu bjóöist ekki trygging fýrir 18% þaki líkt og stendur til að bjóða Alcoa. Norðurál fær 18% Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Norö- uráls, segir að verið sé að ganga frá nýjum viöauka við samning fyrir- tækisins við stjórnvöld. „Þar er tekið á mörgum atriðum, meðal annars fasteignagjöldum. Skattprósentan er eitt af því sem tekið er á og hún er færð úr 33% niður í 18%,“ segir Ragnar. Hann býst við að frumvarp um þessar breytingar verði lagt fram á Al- þingi á þessu þingi. Þingmenn mótmæla Norðurál virðist því vera um það bil að ná fram leið- Til stendur að bjóða Alcoa mun hagstæðari skattaleg kjör en Alcan nýtur. For- svarsmenn álversins í Straumsvík áœtla að fyr- irtœkið hefði sparað á fjórða hundrað milljóna króna í fyrra ef því hefðu boðist sambærileg kjör. Þessi mismunun var harð- lega gagnrýnd á Alþingi í gær og vísbendingar eru um að breytinga sé að vænta. réttingu sinna mála, jafnvel innan nokkurra daga eða vikna. Og Hjálmar Árnason formaður iðnaðarnefndar virtist hafa góðar fréttir að færa Alcan þegar hann mælti fyrir áliti meirihluta nefnd- arinnar á Alþingi í gær og sagði: „í nefndaráliti meirihluta er lögö áhersla á að stjómvöld gangi sem fyrst í að skapa sambærileg skil- yrði fyrir fyrirtæki sem starfa á sama sviði. Samningar við þessi þrjú fyrirtæki eru ólíkir og við telj- um eðlilegt að semja við Norðurál og Alcan og skapa sem líkast um- hverfi fyrir þessi fyrirtæki." í sjálfu nefndarálitinu segir hins vegar að samninga eigi að taka upp við fyrirtækin í tengslum við fyrir- hugaða stækkun þeirra, en ekki endilega „sem fyrst“ eins og Hjálm- ar orðaði það í ræðu sinni. Þingmenn Samfylkingarinnar mótmæltu líka ójafnræðinu á Al- þingi í gær: „Það er fullkomlega SKATTAR SEM HLUTFALL AF HAGNAÐI FYRIR SKATTA - miöaö viö rekstrarlegt uppgjör í ársreikningi óeðlilegt að fyrirtæki á sama sviði skuli búa hvert við sitt skattaum- hverfið allt eftir aðstæðum þegar samið er,“ sagði Svanfríður Jónas- dóttir en bætti við að stefna bæri að því, að ekki þyrfti að bjóða er- lendum fyrirtækjum sérsamninga: „Markmiðið hlýtur að vera að öll- um fyrirtækjum í landinu sé boöið upp á ásættanlegt skattalegt um- hverfi þannig að ekki þurfi að semja sérstaklega um frávik þegar laða á fyrirtæki til landsins." Ráðherra varkár Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við DV í gær að hún hefði rætt við forsvars- menn Alcan um endurskoðun á samningi fyrirtækisins en engar formlegar viðræður væru hafnar. Valgerður leggur áherslu á að mál- ið sé flóknara en svo að það snúist aðeins um tekjuskattsprósentu. Og hún vill ekkert segja um það hvort stjómvöld séu reiðubúin að bjóða Alcan tryggingu fyrir því að tekju- skattur verði ekki hærri en 18% um alla framtíð, líkt og kveðið er á um í frumvarpi um álver í Reyðar- firði. Sandkora Frétt í lagi Umræður um fyr- irhugað álver í Reyðarfirði stóðu á Alþingi frá því í gærmorgun til klukkan hálftvö í nótt. Mörgum þótti frétt Sjón- varpsins um umræðurnar gefa dá- lítið einhæfa mynd af þeim. Sagði þar frá því að Hjálmar Árnason hefði lýst helstu kostum þess að reisa álverið. Þá hefði Svanfríður Jónasdóttir lýst yflr stuðningi Samfylkingarinnar við málið en þó lýst efasemdum um ýmsa þætti þess. Síðan voru sýndir kaflar úr þremur ræðum: Fyrstur á skjáinn var Ögmundur Jónasson, Vinstri- sandkorn@dv.is grænum, sem sagði að hér væri um að ræða umdeildustu stóriðjuframkvæmd íslandssögunnar. Næst var Þuríður Backman, Vinstri- grænum, sem sagði að vegna Kárahnjúkavirkjunar myndu landsvæöi sem væru ein- stök í heiminum glatast um alla framtíð. Og loks var sýnt frá ræðu Árna Steinars Jóhannssonar, Vinstri-grænum, sem lagði til að málinu yrði vísað frá og tekið fyr- ir næsta mál á dagskrá. Og hon- um varð að ósk sinni, því um leið og hann sleppti orðinu var frétt- inni vísað frá og tekin fyrir næsta frétt... Ummæli Ekki hrifin „Um kvöldið horfði ég á fróðlega mynd Ómars Ragn- arssonar um þjóð- garða og virkjanir. í heildina fannst mér myndin áróð- ur gegn Kára- hnjúkavirkjun, miðað við hvernig efnistökin voru. T.d. var sagt að skilyrði mín hefðu minnkað orku virkjunarinnar um 2% en rétt tala er 4%. Síðan var al- röng mynd gefin af mögulegum að- gerðum til að hefta fok úr lóninu." Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra í netdagbók sinni. Teknir í nefið „Forstjóri Kaupþings á sjálfsagt skilið að eiga fyrir Scdti í grautinn. Minnisstæðastur er hann þó fyrir einna verst rekna lífeyrissjóð lands- ins, Einingu. Vandamálum Kaupþings var sóp- að yfir í Einingu á kostnað sjóðfélaga. Þykir slíkt vafalaust greindarleg fjármálastefna í samræmi við nú- tímasiðferði í viðskiptum. Athyglis- vert er, að mikið af herfangi for- stjórans var ekki fengið með hagn- aði af rekstri, heldur með sölu eigna fyrirtækisins. Formaður verzlunarmannafélagsins og aðrir meövitundarlitlir stjómarmenn Kaupþings hafa heldur betur látið taka sig í nefið.“ Jónas Kristjánsson á vef sínum. Hæstiréttur, refsimat og ofbeldisbrot Kjallari Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræöi Athyglisvert hefur veriö að fylgjast með viðbrögð- um í samfélaginu við hæstaréttardóminum um tveggja ára fangelsisdóm Árna Johnsens. Sumir telja dóminn of þungan og að hann sé of þungur í samanburði við dóma fyrir mörg ofbeldisbrot. Þetta eru skOjanleg viðbrögð. Ofbeldisbrot stefna lifi okkar og heilsu í hættu meðan auðgunar- brotin snerta eingöngu forgengi- lega hluti sem ætíð er hægt að endurheimta meðan því er ekki alltaf að heilsa með líf okkar og limi. Að ýmsu þarf þó að hyggja í þessu samhengi. Persónulegir harmleikir Ef við miðum refsimatið við þá viðleitni að koma í veg fyrir afbrot megum viö ekki gleyma því að mörg ofbeldisbrot eru persónuleg- ir harmleikir framin í hita augna- bliksins án mikillar fyrirhyggju. Sum auðgunarbrot eru aftur á móti fyrir fram hugsuð þar sem sérfræðikunnátta eða starfsað- staða er hagnýtt til að féfletta sam- borgarana, oft um stórar fjárhæð- ir, og því eðlilegt að viðurlögin taki mið af þessum ásetningi. í þessu samhengi er dómurinn yfir Árna Johnsen alls ekki fráleit- ur þar sem trúnaðarstarf er nýtt í eigin þágu, brotin standa yfir í talsverðan tíma og brotavilji virð- ist einbeittur. Áhrif refsinga Við megum þó ekki einblína á nauðvörn samfélagsins, þungar refsingar í baráttunni við afbrot. Rannsóknir sýna að jafnvel stór- hertar refsingar hafa almennt ekki meira en tímabundin áhrif í mesta lagi á tíðni brota. Ástæð- urnar eru margþættar og markast að hluta til af brotunum sjálfum, eins og umræða okkar um ofbeld- isbrotin hérna að ofan sýnir, svo og af brotamönnunum sjálfum. Ef viðkomandi er t.a.m. tengdur lífemi afbrota hefur það sýnt sig að draga úr vamaðaráhrifum við- urlaga. Á sama hátt kemur í ljós aö ef brotamaður er lítt eða ekki tengdur heimi afbrota eykst fæl- ingarmáttur refsinga. Tilgangur refsinga er þó ekki bara að koma í veg fyrir afbrot heldur fela refs- ingar einnig í sér andúð samfé- lagsins á athæfinu og makleg málagjöld. Kynferðisbrot Vægir dómar fyrir kynferðis- brot gegn börnum hafa verið nefndir í þessu samhengi og þær miklu þjáningar sem brot af þessu tagi valda fórnarlamb- inu. Auðvelt er að taka undir þetta og einnig það sjónarmið að herða þurfi refsingar til að uppræta slíkan óftjgnuð. Refsilöggjöfin tekur þó til- tölulega hart á brotum af því tagi og dómar hafa verið að þyngjast að undanförnu þó þeir hafi lengi miöast við lægri mörk refsirammans. Það er því varla þörf á hækkun efri refsi- marka nema sem táknrænni vísbendingu til dómstóla um að þyngja dóma enn frekar. Refsiþyngd ekki vandinn Refsiþyngd hefur þó ekki ver- ið helsti vandinn í þessum málaflokki. Mál af þessu tagi hafa því miður lengi viðgengist í okkar samfélagi en hafa kom- ið meira upp á yfirborðið á síð- ustu árum. Ýmislegt bendir til að þolendur kynferðisbrota hafi átt erfitt uppdráttar með að leita réttar síns innan réttar- kerfisins sem birtist m.a. í þvi að tiltölulega lítill hluti mála sem kemur upp í samfélaginu endar með sakfellingu yfir ger- anda. „Réttarvörslukerfið gegnir þó afar mikilvœgu hlutverki varðandi uppljóstrun brota, skilvirka málsmeðferð og yfirvegað refsimat í samrœmi við eðli afbrota. “ Hertar refsingar munu ekki breyta þessari mynd. Jafnvel er möguleiki á að sifjaspell verði síð- ur kært ef vitað er að brotin leiða til langrar fangelsis- vistar yfir fjölskyldu- föður eða forráða- manni. Bæta málsmeðferð Fremur en að ein- blína á að herða refs- ingar eins og fyrirliggj- andi frumvarp á -Al- þingi gerir ráð fyrir væri nær aö huga meira að málsmeðferð- inni sjálfri og meðferð- arúrræðum enda sýnir sig að margir brota- menn hafa sjálfir verið beittir kynferðislegri misnotkun í æsku. Meðferð á þeim sem leita á börn hefur borið árangur, sérstaklega gagnvart yngra brota- fólki, og því brýnt að leita leiða af því tagi. Ekki síður verðum við að koma til móts við þolendur brotanna og ekki aðeins aðstoða þá við að ná fram rétti sín- um heldur einnig fé- lagslegri og sálrænni reisn sinni. Réttar- vörslukerfið gegnir þó afar mikilvægu hlut- verki varðandi upp- ljóstrun brota, skil- virka málsmeðferð og yfirvegað refsimat í samræmi við eðli afbrota.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.