Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 Stjarnan - Fylkin/ÍR 2B-20 Sport i>v Formúla 1 kappaksturinn hefst þann 9. mars næstkomandi og verður fyrsta keppnin haldin í Melbourne í Ástralíu. Liðin æfa nú af kappi fyrir tímabilið og er Michael Schumacher engin undantekning. Pessi mynd er tekin á æfingu í gær en hann náði að snúa bílnum á brautinni og endasentist út í dekkjavegg við brautina. Honum varð þó ekki meint af en hér situr hann á bilnum og bíður eftir að verða sóttur. Reuters Adrfano upp í Giggs Enskir fjölmiðlar greina frá því í gær að Massimo Moratti, stjórnar- formaður Inter Milan, hyggist gera tilboð í Ryan Giggs. Ekki kemur fram hversu hátt tilboðið muni verða en ætlunin er að bjóða Brasil- íumanninn Adriano, sem leikið hef- ur með Parma að undanförnu en er að hluta til í eigu Inter. Moratti hyggst ganga endanlega frá kaupunum á Adriano fyrir um 8 milljónir punda fyrir lok tímabils. Stjómarformaður Man. Utd hefur lýst því yfir að Giggs sé hugsanlega til sölu ef rétt verð fæst fyrir hann en eins og er séu forsvarsmenn liðs- ins að einbeita sér að yfírstandandi timabili. -PS 17 í)BB0HE) ’ ;i 21 18 2 1 592-425 38 22 17 1 4 59(M9135 22 15 4 3 502-419 34 22 12 3 7 487—417 27 22 13 1 8 473-461 27 21 10 2 9 512-481 22 iBV Haukar Stjaman Víkingur Valur FH Grótta/KR 23 10 1 12 487-510 21 Fylkir/ÍR 23 4 0 19 445-596 8 KA/Þór Fram Fylkir/ÍR Mörk/vtti (skot/viti); Hekla Daðadóttir 5 (17/2), Sigurbirna Guöjónsdóttir 4 (6,4 stoðs.), Valgerður Árnadóttir 3 (4), Tinna Jökulsdótt- ir 3 (4), Hulda Karen Guðmunsdóttir 2 (2), Lára Hannesdóttir 2 (4), Bjamey Ólafsdóttir 1 (3). Mörk úr hraöaupplilaupum: 3 (Valgerður 2, Sigurbima). Vítanýting: Skorað flr 0 af 2. Fiskuö vitú Sigurbirna, Tinna. Varin skot/viti (skot á sig): Ema María Ei- ríksdóttir 14/1 (40/2, hélt 7, 35%, 1 víti í stöng). Brottvisanir: 8 mínútur. Best á vellinum: Elísabet Gunnarsdóttir, Stjörn. 0-2, 1-2, 1-5, 2-5, 2-6, 5-8, 7-8, 7-109-12, 11-12, 12-13, (12-14). 12-15, 13-16, 16-16, lfr-18, 22-18, 22-19, 26-19, 26-20 Stjarnan Mörk/viti (skot/viti): Elísabet Gunnarsdótt- ir 11 (11), Jóna Margrét 4/1 (10/2), Margrét Vilhjálmsdóttir 2 (3), Anna Einarsdóttir 2 (3), Amela Hegic 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4/1, 6 stoðs.), Elísa Þórðardóttir 1 (1), Kristín Jóhanna Clausen 1 (2, 6 stoðs.), Hind Hannes- dóttir 1 (3), Svanhildur Þengilsdóttir (2). Mörk úr hradaupphlaupum: 8 (Elísabet 5, Margrét, Kristín Jóhanna, Rakel, Dögg). Vitanýting: Skorað úr 1 af 3. Fiskuö viti: Kristín Jóhanna 2, Elísabet. Varin skot/viti (skot á sig): Helga Dóra Magnúsdóttir 5 (21, hélt 2, 24%, eitt víti í stöng), Jelena Jovanovic 9/1 (13/1, hélt 3, 69%) Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Arnar Sigurjóns- son og Svavar Ólafúr Pétursson (6). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 153. Innkoma Bísabetar sterk Stjömustelpur sigmðu stöllur sínar úr Fylki/ÍR, 26-20, i Essódeild kvenna í handknattleik í Ásgarði í gær. Gestim- ir mætti geysiákveðnir til leiks, komust í 1-5 og Stjömustelpur virk- uðu hálfvankaðar. Þegar rétt tæpar níu mínútur vom liðnar af leiknum var staðan. Gestimir náðu að hanga á frumkvæðinu út allan fyrri hálfleikinn og höfðu tveggja marka forskot í hálf- leik. Þeim hélst svo á þessu forskoti framan af síðari hálfleiknum en Stjöm- unni tókst að jafna i fyrsta sinn í leikn- um þegar rúmar flmm mínútur vom liðnar af hálfleiknum, 16-16. Þær tóku i framhaldinu fmmkvæðið, juku mun- inn jafnt og þétt og það má að miklu leyti þakka Elísabetu og svo bættum vamarleik en honum var breytt og færður framar. Gestimir léku afar vel i fyrri háifleik og framan af þeim seinni en héldu ekki nógu lengi út og liðið réð illa við framliggjandi vöm Stjömurmar í síðari hálfleik. Hekla Daðadóttir lék vel framan af, Sigur- bima Guðjónsdóttir var traust, Tinna Jökulsdóttir var afar áræðin i fyrri háifleik og Ema María Eiríksdóttir lék ágætlega í markinu. Hjá Stjömunni var áðumefnd Elísabet frábær og gerði einfaldlega gæfumuninn að þessu sinni. Jóna Margrét Ragnarsdóttir lék vel í byrjun en síðan fór lítið fyrir henni. Jelena Jovanovic átti góða inn- komu i seinni hálfleik sem og Rakel D. Bragadóttir en sérstaka athygli vöktu frábærar línusendingar hennar sem minntu á engan annan en Magic John- son. -SMS Framkvæmd stórleikja í handbolta og körfu mikið lýti á þessum íþróttagreinum: Enga áhonfendun inn á völlinn - fagnaðarlæti áhorfenda eiga ekkert erindi inn á leikvöllinn á meðal leikmanna og dómara Framkvæmd stórleikja í hand- knattleik og körfuknattleik hefur mörg undanfarin ár vakið athygli mína og eftirtekt og þá í raun fyrir framkvæmdaleysið. Um helgina tók steininn úr þegar upp komu slagsmál á úrslitaleik í bikar- keppni karla í handknattleik, sem ekki aðeins voru í stúkunni, held- ur bárust inn á leikvöllinn sjálfan þar sem leikmenn og forráðamenn sigurliðsins voru að halda upp á nýfenginn titil. Munaði litlu að illa færi þar. Það hefur tíðkast í leikslok að stuðningsmenn liðanna fjölmenni inn á leikvöllinn þar sem þeir ráð- ast í fögnuði sínum að leikmönn- um liða sinna. Það er ekki spurn- ing um hvort heldur hvenær þetta kemur til með að valda slysum, því einn daginn kemur að því að óá- nægður stuðningsmaður ræðst á leikmann, þjálfara eða dómara í öllum látunum og veldur ekki bara viðkomandi skaða heldur íþrótt- inni í heild sinni. Kemur upp í hugann atvik í úrslitakeppninni í handknattleik í Hafnarfirði fyrir nokkru þar sem áhorfendúr fjöl- menntu inn á leikvöllinn þar sem fyrir voru leikmenn og dómarar og einhverjir óprúttnir náðu að koma höndum á dómarapar leiksins. Það er alveg ljóst að auka verður gæslu í kringum leikina, bæði úr- slitaleiki í bikarkeppni og i úrslita- keppninni i handknattleik og koma því þannig fyrir að áhorfend- ur fari ekki inn á leikvöllinn í leikslok. Ef hlutirnir eru skoðaðir þá hefur knattspymunni tekist að að koma í veg fyrir þetta. Eftir úr- slitaleik bikarkeppninnar í knatt- spyrnu á Laugardalsvelli fagna áhorfendur liðum sínum í stúkunni og leikmenn á knatt- spyrnuvellinu. Eftir úrslitaleik Evrópukeppninnar í handknatt- leik, sem fram fór í Svíþjóð í fyrra, voru engir áhorfendur á gólfinu, þrátt fyrir að Svíar væru að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn á heimavelli sínum í Globen. Ástæðan er sú að þetta er einfald- lega bannað og þeir sem reyna að brjóta þessar reglur eru einfald- lega teknir úr umferð. Ef tekst að framkvæma þetta á þessum vett- vangi ætti það einnig að vera hægt á öðrum vettvangi. Þetta verða bæði Handknatt- leikssamband íslands og Körfuknattleiksambandið að taka til athugunar því það verður skil- yrðislaust að koma þessum málum í skikkanlegt horf áður en slys hlýst af. Þetta er mikið lýti á ann- ars stórskemmtilegum íþróttavið- burðum sem úrslitaleikir sem þessir eru. Pjetur Sigurðsson íþróttafréttamaður Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, bjartsýnn á framhaldiö: Tímabil þar sem við verðum betri on betri Gerard Houllier, framkvæmda- stjóri Liverpool, er bjartsýnn á að liðið nái að rífa sig upp úr öldu- dalnum og að það sé nú að sigla inn í tímabil þar sem það verði betra og betra. Saga undanfarinna ára sanni það. Liðið mætir Man. Utd í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar á sunnudag og þar hyggst Houllier snúa þessari þróun við. „Við ætlum að klára þetta tímabil eins og við byrjuðum það. Liverpool leikur í kvöld gegn Auxerre en þetta er síð- ari leikur liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikinn vann Liver- pool, 1-0. Það er nú ljóst aö franski lands- liðsmaðurinn Djibril Cisse verður með en hann gat ekki leikið fyrri leikinn vegna meiðsla. Houllier hræðist ekki þennan snjalla fram- herja. „Við þekkjum vel til hans og vitum allt um hraöa hans og hversu öflugur leikmaður þama er á ferð- inni. Þetta er markaskorari og ávallt hættulegur," sagði hinn franski Gerard Houllier. -PS DiCanío til CelOc? Paulo Di Canio, leikmaður West Ham, hefur lýst því yfir að hann muni yfirgefa félagið eftir tímabilið en þá rennur samning- ur hans út. Þessi yfirlýsing kem- ur eftir að hann var tekinn nauð- ugur af leikvelli gegn WBA á sunnudag. West Ham hefur gefið það út að öðrum félögum sé heimilt að hefja viðræður við leikmanninn en það sé einungis til að uppfylla reglur UEFA þar sem svo stutt sé eftir af samn- ingnum. Það sé enn áhugi hjá fé- laginu að halda í leikmanninn. Nokkur félög hafa lýst áhuga sínum á að fá Di Canio til sín en sá galli er á að þrátt fyrir að hann fari í frjálsri sölu eru launakröfur hans slíkar að hann þykir ekki fýsilegur kostur, enda oröinn 35 ára gamall. Harry Red- knapp, knattspymustjóri Ports- mouth, segist hafa áhuga en lík- legast þykir þó að hann gangi til liðs við sitt gamla félag, Glasgow Celtic. -PS Meistaradeildin: Stærsta tap Juventus á heimavelli Tap Juventus gegn Man. Utd í fyrrakvöld var stærsta tap liðs- ins á heimavelli í Evrópukeppn- inni í knattspymu frá upphafi og er þá ekki verið að tala aðeins um Meistaradeildina heldur öll félagsliðamót Evrópukeppninn- ar. Stærsta tap liðsins áður var 1-3 ósigur gegn Hamborg í októ- ber 2001. Þetta var einnig stærsta tap i Meistaradeildinni og Evrópu- keppni meistaraliða sem er fyrir- rennari Meistaradeildarinnar frá því að Juventus tapaði 4-1 gegn CSKA Sofia í Búlgaríu árið 1961. Juventus er á toppi itölsku deildarinnar með jafnmörg stig og Inter Milan en liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur, gegn Lazio í desember. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.