Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 Skoðun DV Háseta vantar á 250 tonna dragnátabát! Ár 1940 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 „Línurit þetta hefur nú veriö sent til 22 náttúruverndarsamtaka vítt og breitt um heiminn. „Frjálsar krókaveiðar frá fjöruborði og út að 40 mílum, fyrir báta upp að 10 metrum. Allur afli verði fullunninn innanlands svo sem kostur er og sendur ferskur út með flugi. - ísland verði stórveldi í matvælaiðnaði." Hvaö segir svona auglýsing okkur? Hún segir: Hryðjuverkin eru komin upp í fjörur. Dragnóta- bátur sem er 250 tonn er aflmeiri en bresku togaramir sem Guö- mundur Kjærnested rak út fyrir 200 mílurnar. Nútímadragnót er einfaldlega troll. Fyrir hverju barðist Axel V. Tulinius alþingis- maðm-? Að botnvörpungar yrðu aldrei leyfðir á íslandsmiðum. Af hverju gýs upp fiskveiði þegar hlé verður á rányrkjunni, svo sem á stríðsárunum? Já, og allir muna hvað fiskigengd glæddist þegar Smuguveiðarnar stóðu sem hæst. Af hverju hefir aflaaukning orðið hjá Færeyingum? Af því að þar eru togveiðar bannaðar á grunnslóð, svo og er sóknardaga- kerfi fyrir stærri skip í Færeyj- um. Einmitt það sem koma þarf við ísland ef menn vilja bæta hag- kerfið. Aukning á kolakvóta Hvað þýðir hún? Meiri notkun á fjörutrolli, meiri skemmdir á grunnslóðinni. Minni möguleikar á því að nýliðun beri árangur. Meiri fjárfesting í skipum sem heyra brátt sögunni til því þessi gífurlegu náttúruspjöll sem unn- in eru á íslandsmiðum verða brátt stöðvuð með þrýstingi utan- lands frá. Þessi orð á að taka al- varlega. Rödd sannfæringarinnar Það þarf aðeins raunsæi til að sjá það sem er að gerast á land- grunni íslands. Það er verið í bókstaflegri merkingu að leggja það í rúst með „þungavinnuvél- um“. Hér eru ekki lengur stimd- aðar fiskveiðar. Nei, það er rányrkja. Og ekki nóg með það heldur er verið að umturna aílri lífkeðjunni í heild meö allt of mikilli uppsjávarrányrkju. Hér er ég að benda á mjög alvarlega hluti sem kunna að varða allt mannkyn. Svangur umheimurinn hrópar: Hingað og ekki lengra. Ég upplýsi það hér og nú að meðfylgjandi línurit eru komin til 22 náttúru- vemdarsamtaka vítt og breitt um heiminn. Ef vinnubrögð okkar gagnvart náttúrunni þola ekki dagsljósið þá er eitthvað að. Það er gjarnan rætt um takmarkaðar náttúruauðlindir. Af hverju er þá farið svona með þær? Af hverju er þá unnið að því að afhenda þær fáum út- völdum til einkanota? Innheimt- um auðlind okkar - nú eða aldrei. Það eru innan við 90 dagar til stefnu. Kosið um mannréttindi Við horfum ekki upp á þetta lengur. Spurningin er: Hvaða stjórnmálaafl treystir sér til að beita sér fyrir því að innheimta fiskimiðin sem stolið var frá al- menningi I nafni laga? Ekki kem- ur til greina að þýfinu verði skil- að með niðurtalningu. Hver vill til dæmis kaupa af mér Þjóð- minjasafnið og Þjóðarbókhlöð- una? Myndi ég fá að skila þeim i gersemum í áfóngum ef ég gæti á annað borð selt? Þess vegna bretta menn ein- faldlega upp ermar og róa ef ekk- ert verður aðhafst af viti. Útgerðina á að aðskilja í stór- skipaflota og smærri skip og báta. Stærri skipin, úthafsflotinn, skulu út fyrir 100 milur í fyrsta áfanga. Dragnót skal aflögð. Plat- an hans Arthúrs verði endurnýj- uð og gerð ófolsk og látin snúast allan sólarhringinn. Frjálsar krókaveiðar frá fjöruborði og út að 40 mílum, fyrir báta upp að 10 metrum. Allur afli verði fullunn- inn innanlands svo sem kostur er og sendur ferskin- út með flugi. - ísland verði stórveldi matvæla- iönaðar. Rangfærslup í leiðana DV Opinberu klámleikhúsin Björg Siguröardóttir skrifar: Það virðist sem ýmis afbrigði súludans sé orðinn fastur liður í sýningum leikhúsanna og eru þau þó öll á opinberu framfæri að mestu leyti. Ég hef ekki heyrt andstæðinga súlustað- anna og kvennafræðarana um vesöld hinnar misþyrmdu konu minnast neitt á sýningar þess- ar sem vaða uppi í opinberu klámleikhúsunum eins og ég vil kalla þessa staði. Ég sá þó lesendabréf í DV nýlega þar sem m.a. var gerð atlaga að striplingum í berrassa leikriti einu á fjölum Þjóðleikhússins. Og núna má lesa lofsamlega leikdóma um „hjartaför" ís- lenska dansflokksins í Borgar- leikhúsinu. Þar gefur víst á að líta: kroppana í vímuástandi, uppi af hver öðrum í einni greddu, vímu og dýrslegri grimmd eins og það er svo fim- lega orðað. En meira af kynlífs- menningu, takk. Og fyrirfram þökk fýrir næstu „sýningar" á kostnað okkar skattborgaranna á nýjustu súlustöðum Tahlíu. Dansatriöi úr „Stingrey" - vímuástand kroþpanna? Pétur Árni Jónsson skrifar: Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV, ritaði leiðara um síð- ustu helgi þar sem hann endurseg- ir misskilninginn - öllu heldur rangfærslurnar - úr frétt Krist- jáns Más Unnarssonar sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtud. í síðustu viku. Sigmund- ur Emir kannar augsýnilega ekki hvort eitthvað sé til í því sem fréttamaður Stöðvar 2 hélt fram um þróun barnabóta á þessu kjör- tímabili. Þess í stað grípur hann fegins hendi þetta tækifæri sem hann telur sig skyndilega hafa til að höggva í pólitíska andstæðinga sína, ríkisstjórnina. I.KJ. skrifar:__________________________ Lesandi ritar í blaðið mánudag- inn 17. febrúar og hneykslast á þeirri rosaupphæð sem ríkis- stjómin ætlar að moka í menning- arhús á landsbyggðinni. Engin furða þótt honum blöskri. Það er gömul árátta hjá ráðamönnum aö halda að það að byggja hús utan um allt og ekkert sé það sem helst komi menningu og listum að gagni. Það er því meira en rétt að hneykslast á þessari ákvörðun. Hins vegar er það líklega mis- skilningur hjá bréfritara að gera því skóna að fólk úr menningar- og listageiranum sé endilega him- inglatt yfir svona fjáraustri. Það er alls staðar til nóg af húsum. Svona byggingaræði er bara til að skapa iðnaðarverktökum vinnu og Ritstjórinn segir ríkisstjómina hafa hækkað skatta þegar hann má vita að hún hefur lækkað þá, ólíkt því sem pólitískir samherjar hans í Reykjavík hafa gert. Alvar- legust er þó kannski sú rang- færsla sem Sigmundur Ernir hef- ur eftir frétt Stöðvar 2, að barna- bætur hafi lækkað „að raungildi“ og miðar þar við bæturnar sem „hlutfall af landsframleiðslu“. Bamabætur sem hlutfall af lands- framleiðslu hefur hins vegar enga merkingu, skiptir barnafólk engu máli og hefur ekkert með raun- gildið að gera. Samanburður við neysluverðsvísitölu hefur aftur á móti þýðingu og snýst um raun- gildi og á þann mælikvarða hafa Það er því meira en rétt að hneykslast á þessari ákvörðun.“ snýst í raun ekki um annaö. Ef þessi ríkisstjórn vildi gera vel við listir og menningu væri peningur lagður í grasrótarstarfsemi verka- fólksins í víngarði listanna þar sem hugmyndirnar blómstra, eru atvinnuskapandi og gætu orðið þjóðarbúinu til tekjuaukningar væri betur staðið að málrnn. Það er t.d. nokkuð víst að við erum að missa af heilmiklum aur- um meðan ríkið skattpínir t.d. ís- lenskan tónlistariðnað, en hefur enn ekki rænu á að koma á fót út- flutningssjóöi íslenskrar tónlistar sem styðja myndi einstaklinga, þær barnabætur sem ríkið greiðir hækkað verulega. Á kjörtímabil- inu hafa bamabætur hækkað nær tvöfalt á við vísitöluna, sem segir öllum sem vilja fara rétt með að bamabætur hafa aukist, en ekki minnkað frá því fyrir síðustu kosningar. Út frá röngum samanburði og vegna misskilnings lét Sigmundur Ernir mjög að því liggja í leiðara sínum - sagði það nánast hreint út - að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu svikið loforð sín frá því fyrir síð- ustu kosningar. Ef ritstjórinn er ekki orðinn þeim mun meiri leigupenni stjórnarandstöðunnar hlýtur hann að leiðrétta þessa missögn snarlega. hópa og útgáfur til að koma ís- lenskum verkmn á framfæri er- lendis. Eftirspurnin er þegar fyrir hendi. Samt er ekki verið að tala mn annað en helming virðisauka- skattsins, sem þessi iðnaður eða listgrein veltir sem rynni í slíkan sjóð. Þetta er svo lítil upphæð að það er líklega þess vegna að stjórnmálamönnum finnst fyrir neðan virðingu sína að tala um þetta, hvað þá meira. Skemmtilegra er að slá um sig með tölum sem eru svo fáránlega háar að fólk trúir ekki sínum eig- in eyrum. Eflaust vantar nýtt leik- hús á Akureyri en að öðru leyti er nóg af ágætum og lítt notuðum samkomuhúsum um allt land. Það er bara stundum svolítið erfitt að nýta þau, t.d. til tónleikahalds. - Einmitt sökum skattpíningar. Mennhigaphús á landsbyggðinni Sammælst um ofurlaun Jón Gíslason skrifar; Mér heyrist að þeir sem spurðir eru um 70 milljóna laun Kaupþings- mannsins séu farnir að sammælast um að þetta sé „bara þróunin hér“. Nema forsætisráðherraefn- in Davíð og Ingi- björg Sólrún. Þau segja þessa þró- un ófæra og óæskilega. Formaður VR segir t.d. að þessi laun séu ekki í ætt við þau sem hér gildi á vinnumarkaði - en samningar skuli jú standa, og við séum bara að færast inn í hina alþjóðlegu hringrás þar sem menn eru að tala um hærri tölur. Hann vonast þó til að þessi laun skili sér til fleiri en forstjóranna. Já, hvemig er það, er nú ekki kominn timi til að forystu- sveit verkalýðsfélaganna taki sér tak og hafi þetta til marks: Skæra stjörnu Kaupþingsmannsins á himni sem setur á stað skriðu kröfu um launahækkanir sem skili sér fljótt til íslenskra launþega. Dæmalaus smekkleysa Atli Rúnar Halldórsson skrifar: Undirritaður varð kjaftstopp og rúmlega það við að lesa meinta fjölmiðlarýni eftir blaðamann á DV á bls. 68 í helgarblaðinu 22. febrú- ar. Sá lýsir velþóknun sinni á vinnuslysi viö Kárahnjúka á dög- unum, en er að vísu pínulítið von- svikinn yfir að „reyndar var bara um eitt riíbeinsbrot að ræða“. Ger- ir sér samt nokkrar vonir um fleiri slys (og þá væntanlega alvarlegri) við virkjunarframkvæmdir þar eystra í framtíðinni „ef álfar og landvættir taka sig saman“. Ég ætla ekki blaðamanninum að vera jafnilla innrættur og skrifin benda til, heldur kýs að trúa því að þessi dæmalausa smekkleysa sé frum- hlaup greinarhöfundar eða einstæð útgáfa af aulafyndni. En svo er bara allt eins líklegt að viðkom- andi iðrist einskis, gangi glaður til vinnu sinnar að morgni mánudags og bíði spenntur eftir fleiri slysum eystra til að skrifa á landvættina. Eða hvað? Siguröur Einarsson. Sigurður Sigurftsson skrifar: Sl. sunnudag hafa áreiðan- lega margir horft á sjón- varpsþátt Ómars Ragnars- sonar, Á meðan land byggist. Þátt mn virkj- anir og þjóð- garða í Banda- ríkjunum og í Noregi og sam- spil þeirra við náttúru landsins. Og í framhaldinu um hugmyndir af svipuðum toga norðan Vatnajökuls. Allt var þetta byggt á heimsóknum Ómars yfir tvo tugi þjóðgarða og tólf virkjanir erlendis á ferðum hans og heimild- um um þessi mál öll. Þátturinn var einstaklega fræðandi og skemmti- legm- að venju þegar Ómar á í hlut. Það verður þó að segja, að það var eins og þátturinn skiptist í tvö hom; annars vegar frábært samspil virkjana og landslags, t.d. í Ameríku, þar sem allt virtist í hinu besta standi - og svo hins vegar ömurleikann hér heima, þar sem eiginlega allt virtist því til for- áttu að reisa virkjanir í óbyggðun- um. Neikvæðnin hér heima leyndi sér ekki. Manni flaug í hug brot úr lagatexta: „Þeir vakna bara í býtið í sjálfskaparvítið" DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Úr þjóögarða- þætti Omars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.