Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir 9 DV-MYND HKR Línaverksmiöja rís í Þorlákshöfn Feyging ehf. er nú að byggja verksmiðju til línvinnslu í Þorlákshöfn. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi í apríl. send utan til skoðunar og þykja gæð- in á líninu sem úr íslenska hömum fæst jafnvel meiri en tíðkast erlendis. Áformað er að rækta á þessu ári á um 450 hekturum og vonast er til að heild- amppskeran verði um 3000 tonn af hráefni. Verður íslenska línið selt til vefnaðarframleiðslu. Haldinn var fundur um framtíð og stöðu linræktar á íslandi hjá RALA 9. janúar sl., að viðstöddum . landbúnaðarráðherra, formanni landbúnaðamefndar Alþing- is og fjölda áhugamanna um línrækt á íslandi. Kynntu Áslaug Helgadóttir og Jón Guðmundsson grunnrannsóknir sem tengjast línrækt. Þórður Hihnars- son, framkvæmdastjóri Feygingar ehf., og Kristján Eysteinsson verkefn- isstjóri greindu þar frá uppbyggingu feygingarstöðvar í Þorlákshöfn sem nú er verið að reisa. DVMYND GVA Á byggakrlnum Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvatdseyri undir Eyjafjöllum, hyggurgott til glóðarinnar ef ensímframleiðsla til lyfjagerðar veröur að veruleika með ræktun á erföabreyttu korni. úr þessu fást væri sem hægast hægt að flytja með litlum sendiferðabílum áfram til Reykjavíkur. Ástæðan fyrir því að menn velja bygg til slíkrar prótínframleiðslu er sú að byggið vex ekki villt hér í nátt- úrunni. Því þarf ekki að óttast að menn missi tök á prótínframleiðsl- unni og erfðabreytt korn þenji sig yfir móa og mela. Af þessum ástæðum hentar ísland sérlega vel til þessarar framleiðslu þar sem erlendis þekkist víða að bygg geti vaxið villt. Ólafúr telur íslenska kombændur vel í stakk búna til að fara út í slíka framleiðslu í stórum stíl. Þekkingin er til staðar og vélar þó eflaust þurfi að bæta við tækjakosti. Annar þáttur sem gerir þetta hagstætt hér á landi er að hér er nægt ónotað landrými fyrir hendi, ekki síst á Suðurlandi. Þegar hektarinn af slíku landi í Danmörku kostar kannski eina milljón króna þá er verðið hér á sliku landið lítið sem ekkert. Linrækt í stórum stíl Einn angi nýsköpunar hjá kom- ræktarbændum er ræktim á hör. Inni í hörstönglinum er linþráðurinn sem sóst er eftir. Vinnslan felur það í sér að losa hýðishulstrið og bindiefnið af líntrefjunum sem síðan em notaðar á ýmsan hátt, aðallega til vefhaðar í fataiðnaði. Á sl. ári var lín ræktað á 90 hekturum á Suðurlandi og Snæfells- nesi og var meðaluppskera um 7-8 tonn á hektara, heyþurrt. Vom sýni Feygingarverksmiöja í Þorlákshöfn Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Iðntæknistofnun hafa um 8 ára skeið unnið að rannsóknum vegna mögulegrar framleiðslu á líni hérlend- is. Hefúr þess nú verið farið á leit við bændur að þeir rækti hör í sumar á um 300-400 hekturum. Verið er að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn til að vinna línþráðinn úr hörplöntunni. Mun það jafnframt vera fyrsta „feyg- ingar“-verksmiðjan sem reist hefur verið á íslandi og er í eigu Feygingar ehf. Stærsti hluthafinn er Orkuveita Reykjavíkur en meðal annarra eig- enda era sveitarfélagið Ölfus og Eign- arhaldsfélag Suðurlands. Að sögn Kristjáns Eysteinssonar er ráðgert að verksmiðjan komist í gagnið í byijun apríl. Er þar byggt á nýtingu jarð- varma og notkun á heitu vatni við líf- rænt niðurbrot á bindiefnum sem um- lykja línþræðina í hömum. Þetta ferli er kallað feyging. Gefúr þessi aðferö hreinni línþræði en þekkist við hefð- bundna verkun með rotnun á ökrum erlendis. Notkun heits vatns í þessum tilgangi hefur þó verið vel þekkt að- ferð um aldir. Reyndar er verksmiðj- an sjálf reist úr mjög sérstöku bygg- ingarefni sem er einingar úr íslenskri treQasteypu sem framleiddar era á Akranesi. Fundið fé Að sögn Ólafs Eggertssonar er búið að gera tilraunir með hörræktun m.a. á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, þar sem vindálag er að jafnaði mikið. Ræktunin þar hefúr tekist vel og er jafnvel talið að línþráðurinn í hömum verði sterkari í jurtum sem verða að berjast í miklu vindálagi. Ólafúr segir vandalaust að rækta þetta hérlendis og hörrækt falli veí að öðrum land- búnaði. „Þetta er fundið fé ef bændur geta nýtt jarðir sínar með þessum hætti og aukið þar með tekjur sínar. Töluvert fjármagn hefur verið sett í þróunar- vinnu varðandi línframleiðsluna og vænta menn mikils af ræktun á hör í stórum stíl samhhða kornrækt. Farðu úr bænum á góðum bíl frá Avis - Helgarbíllinn þinn 5914000 Hringdu í Avis sími Knarrarvogur 2 - 104 Reykjavík - www.avis.is V/SA AV/S Við gerum betur fundir um pólitísk aðalatriði Næstkomandi fimmtudag, 27. febrúar, hefja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson sameiginlega fundaferð sína um landið undir yfirskriftinni „Vorið framundan - fundir um pólitísk aðalatriði“. Ferðin hefst á Vestfjörðum Fimmtudagur 27. febrúar ísafjörður: Stjórnsýsluhúsið kl. 20:00. Ávörp: Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Föstudagur 28. febrúar Súðavík, Hnífsdalur og Þingeyri: Vinnustaðafúndir. Bolungarvík: Salur verkalýðsfélagsins kl. 20:00. Ávörp: Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Vestfirðingar eru hvattir til að fjötmenna og taka þátt í athyglisverðum umræðum um vorið framundan í íslenskum stjórnmálum. I Samfylkingin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.