Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 11 Skoðun Af ættunum skuluð þér þekkia þá Kjartan Gunnar Kjartansson blaöamaöur Laugardagspistill Nú er svo komið að ef einhver minnist á íslendingabók má nokkum veginn ganga að því vísu að ekki er átt við sagnfræðiritið góða eftir Ara fróða Þorgilsson, sem ritað var um 1130 og geymir sögu þjóðarinnar fyrstu þrjár og hálfa öld hennar. Tvær íslendingabækur Ónei! Sú íslendingabók sem nú er á hvers manns vörum er hreint ekki þessi perla norrænnar sagn- fræði. Hún er allt önnur Ella. Um hana er ekki spurt: „Hefurðu lesið íslendingabókT, heldur „hefurðu farið inn á hana?,“- eða hreinlega: „hefurðu farið á hana?“ íslendinga- bók nútímans verður ekki lesin spjaldanna á milli. Menn fara á hana - því hún er, eins og allir vita, miðlægur tölvugagnagrunnur Frið- riks Skúlasonar og íslenskrar erfða- greiningar um fjölskyldutengsl og framættir núlifandi íslendinga. íslendingabók nútímans er sömu náttúru og sálarlíf manna: Þar les hver um sjáifan sig og sínar ættir, en ekki annarra. Eða eins og skáld- ið sagði um sálarlífið: „Enginn veit hvað undir, annars stakki býr.“ Efasemd um sálarlíf annarra Þessi náttúra sálarlífsins, að eng- inn geti upplifað sálarlíf annarra, aðeins sitt eigið, hefur verið heim- spekingum kærkomið tilefni til að efast um sálarlíf annarra. í aldarað- ir hafa heimspekingar spurt hver annan spuminga á borð við: „Ef ég get ekki upplifað tannpínu, ástar- sorg eða hamingju annarra manna, hvemig get ég þá vitað með vissu að það sem aðrir kalla tannpínu, ástar- sorg eða hamingju, sé á einhvem hátt sambærilegt þeim fyrirbrigð- um sem ég kalla þessum nöfnum? Hvemig get ég yflr höfuð vitað að aðrir hafi raunverulegt sálarlíf eins og ég upplifl, en ekki t.a.m. tilfinn- ingalausa tölvukubba og flókið at- ferlisforrit? Róttækar heimspekilegar efa- semdir geta verið talsvert pirrandi ef menn taka þær alvarlega. Og heimspekingur er einmitt sá maður, sem tekur heimspekilegar efasemd- ir alvarlega. Þess vegna hafa heim- spekingar reynt að eyða þessari sál- arlífsefasemd með misjafnlega skarplegum athugasemdum. Sá sem gerði frægustu atlöguna að efasemd- inni á tuttugustu öld var austur- ríski heimspekingurinn, Ludwig Wittgenstein. Sú atlaga fellst í svo nefndum einkamálsrökum hans, en hún verður ekki tíunduö hér, enda er DV ekki heimspekirit. Efasemd um ættir annarra Hins vegar gætum við stytt okkur stundir með eftirfarandi álitamáli: Segjum sem svo að allar þær ætt- fræðiheimildir sem íslendingabók hin síðari byggir á, myndu glatast, og ekkert yrði eftir um íslenskar ættir, annað en íslendingabókin sjálf - færum við þá að efast um ætt- ir annarra? Spyr sá sem ekki veit. Tveir snillingar Ludwig Wittgenstein, höfundur einkamálsrakanna, og Friðrik Skúlason, „höfundur" íslendinga- bókar, eiga það sameiginlegt að komast glettilega nærri því að vera kallaðir snillingar, Friðrik á sviði tölvuforritunar og Wittgenstein á sviði heimspekinnar. í annan stað settu þeir sér báðir það ofurmann- lega markmið, að leysa, í eitt skipti fyrir öll, allan vanda sinnar fræði- greinar. Það eru einungis snillingar sem sýna af sér slíkt stærilæti, að ekki sé nú talað um tillitsleysið gagnvart kollegunum, að ætla sér að gera þá atvinnulausa á einni nóttu. Með íslendingabók hugðist Frið- rik koma saman á einum stað, öll- um og sem réttustum, upplýsingum um íjölskyldutengsl og framættir ís- lendinga. Endanlegt markmið hans var að leysa öll álitamál íslenskrar ættfræði. Þar með gætu allir gömlu ættfræðikarlamir á Þjóðskjalasafn- inu pakkað saman, farið heim í bil- skúrinn á Grettisgötunni og tekið til við að hnýta net. Wittgenstein og Tractatus Hroki Wittgensteins í garð heim- spekilegra álitamála var sambæri- legur. Hann lærði heimspeki í Cambridge, varð fyrir miklum áhrifum af rökgreiningarheimspeki vinar síns, Bertrands Russells, og skrifaði lítið kver, Tractatus logico- philosophicus, 1921. í Tractatus er ekkert verið að tvínóna við hlutina Ludwig Wittgenstein, höfundur einkamáls- rakanna, og Friðrik Skúlason, „höfundur” ís- lendingabókar, eiga það sameiginlegt að komast glettilega nærrí því að vera kallaðir snillingar, Friðrík á sviði tölvufor- rítunar, og Wittgenstein á sviði heimspekinnar. eða teygja lopann. Ritið er safn grunnyrðinga semaftur skiptast í undirýrðingar. Grunnyrðingarnar eru númeraðar 1. 2.3„ undiryrðing- ar með 1.1.1.2. o.s.frv. og undirund- iryrðingar með 1.1.1., 1.1.2. o.s.frv. Fyrsta grunnyrðingin kversins er eftirfarandi: Heimurinn er allt sem er, hvað sem það nú merkir. í formála að þessu fræga riti seg- ir Wittgenstein af sinni alkunnu hógværð, að hér með hafi hann leyst öll heimspekileg vandamál, fyrr og síðar. - Og Wittgenstein var sjálfum sér samkvæmur. Þegar ritið kom út hætti hann vera heimspek- ingur, hvarf upp í fjallaþorp í Aust- urríki og tók að kenna bömum lest- ur. En efinn lætur ekki að sér hæða, enda frjókom heimspekilegrar hugsunar. Wittgenstein tók að efast, flutti aftur í siðmenninguna, sagöist hafa skjöplast lítillega og tók að hugsa um heimspeki upp á nýtt. Ár- angurinn varð upphafið að málspek- inni eða Oxford-heimspekinni sem síðan tröllreið hugmyndasögu síð- ari hluta tuttugstu aldar, þeim Bertrand Russell, Karli Popper og fleiri heimspekilegum homsteinum til mikillar armæðu. íslendingabók Af þessum samanburði slepptum ber auðvitað að viðurkenna þá stað- reynd að íslendingabók er stór- merkilegt framtak sem á eftir að hafa feikilega mikil áhrif á þróun ís- lenskra ættfræðirannsókna. En mikilvægi framtaksins felst hvorki í því að verkið sé villulaust, né í hinu að þeir sem tóku þaö saman, hafi samviskusamlega stundað þrotlaus- ar, áratuga rannsóknir á ættum þjóðarinnar. Villur og vísindi íslendingabók í núverandi mynd er hreint ekki villulaus. Ég þekki gamla konu sem lenti upp á kant við fóður sinn, löngu látinn, sak- lausan manninn, eftir að hafa kom- ist að því á íslendingabók að hún ætti hálfsystkini, samfeðra, hér og þar, sem hún hafði aldrei heyrt minnst á. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hér var um villur að ræða og því ekkert við látinn mann- inn að sakast. En skeikulleikinn er aukaatriði. Hitt er aðalatriði að íslendingabók er þess eðlis að hún leiðréttist með tímanum. Hún er eins og vísindin: Við getum aldrei sagt að hún sé orð- in villulaus, en við getum sagt að hún verði sífellt réttari með árun- um. „Fáir njóta eldanna Við skulum einnig hafa það hug- fast að íslendingabók er ekki af- rakstur af þrotlausum og samvisku- samlegum, ævilöngum rannsóknum þeirra sem drógu hana saman. Þar koma aörir við sögu sem aldrei er minnst á og ekkert hafa fengið fyrir sinn snúð. Hinn raunverulegi höfundur ís- lendingabókar er ekki jakkafata- klæddur tölvugúru sem ekur um á frnurn jeppa og talar í farsíma. Höf- undur hennar er hinn dæmigerði, óþekkti, íslenski ættfræðingur af gamla skólanvun, feiminn og ófram- færinn sérvitringur sem fer með veggjum, grúskari og meinleysingi, sem aldrei hefur verið við kven- mann kenndur, er neyslugrannur með afbrigðum, brúkar hvorki áfengi né tóbak, býr í bakskúr viö Grettisgötu, selur finum bankastjór- um samantekt á framættum þeirra, tveggja mánaða vinnu, á fimm þús- und krónur, og unir glaður við sitt við grúskið á Þjóðskjalasafninu, frá vöggu til grafar. Hann lifir á kafii og kringlum en gerir sér dagmun á föstudögum með því að fá sér vínar- brauð með kaffinu. Hvort sem ættfræðiköllum líkar það betur eða verr er íslendingabók staðreynd. Ef Friðrik Skúlason hefði ekki tekið hana saman, hefði einhver annar látið gera það. Hún er einfaldlega tímanna tölvutákn. Heimurinn er flókinn Að lokum er vert að spyrja hvort íslendingabók hafi tekist að gera ættfræðikallana atvinnulausa. Svar- ið er nei. Rétt eins og með Wittgen- stein og heimspekina, eigum við miklu lengra í land í þeim efhum en Friðrik Skúlason grunaði í upphafi. Ástæðan er sú að heimurinn, og jafnvel íslensk ættfræði, er miklu flóknari en jafnvel snillingana grun- ar. Þetta má reyndar orða aðeins betur með því að vitna í enn einn heimspekinginn, Þorstein Gylfason, sem segir á einum stað: „Heimur- inn skiptist ekki í háskóladeildir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.