Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 50
54 Helqart>lacf 3Z>"Vr LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Óskarsverðlaunahátíðin: Stærsta ársliátíð Í4 í heimi haldin í | skugga stríðs í skugga stríðs Bandaríkjanna og stuðningsaðila þeirra gegn írak verður 75. óskarsverðlaunahátíðin haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma. Stríðið hefur áhrif á há- tíðina og það sem margir munu sakna er þegar stjörnuskarinn gengur eftir rauða dreglinum inn í hina glæsilegu byggingu en sú ganga verður í styttra lagi að þessu sinni og alveg tekin af í partíunum eftir á. Tískusérfræðingar, sem hafa oröið meira og meira áberandi í sjónvarpsútsendingum, verða að notfæra sér aðrar leiðir til að komast að því hvaða tískuhönn- uður klæðir hverja. Kodak-leikhúsið var sérstaklega byggt með ósk- arsverðlaunahátíðina í huga. í leikhúsinu eru sæti fyr- ir 3400 manns á þrennum svölum. Á svæðinu er hótel sem er ætlað 1500 fjölmiðlamönnum meðan á hátíðinni stendur og danssalurinn þar sem allir safnast saman eftir hátíðina er 12000 fermetrar. Þá er í Kodak-leik- húsinu sérhönnuð aðstaða fyrir fjölmiðla og sviðið og aðstaða fyrir hljómsveitina og inngangar á sviðið allt gert með það í huga aö það sjáist vel í sjónvarpinu enda miklu til kostað í þeim efnum. Er þetta stærsta beina útsending í heiminum ár hvert. Aðeins einstaka útsendingar frá Ólympíuleikunum ná óskarsverð- launahátíðinni að stærð. Það rikir ávallt mikil spenna í kringum óskarsverð- launin og mörgum milljónum dollara er eytt í auglýs- ingar og markaðssetningu og hefur baráttan verið mjög óvægin að þessu sinni. Martin Scorsese hefur lát- ið sér um munn fara að baktjaldamakkið sé ógeðfellt. Sá sem fer ekki varhluta af því er Roman Polanski, en andstæðingar hans hafa komiö á framfæri ýmsum Kodak-leikhúsið i Hollywood Mikil undirbúningsvinna hefur farið frain á síðustu vikum. óhróðri svo ekki sé hætta á að hann fái náðun, en komi hann til Bandaríkjanna fer hann beint í steininn út af gömlu máli sem hann stakk af frá. Þá er nokkur hræðsla í gangi hjá stjómvöldum gagn- vart sumum sem tilnefndir era, en margir eru á móti stríðinu við írak og munu láta skoðun sína í ljós. Michael Moore, sem er mikill andstæðingur stríðsins og er talinn næstum öruggur um að fá óskarinn fyrir heim- ildarmynd sína, Bowling for Columbine, segir að síð- ustu daga hafl hann fundið fyrir mikiili andúð og feng- ið hótanir. Hann segist þó halda sínu striki. Þá er jafn- vel talið aö Richard Gere og Susan Sarandon, sem hafa mótmælt stríðinu opinberlega, láti skoðun sína í ljós en þau eru meðal þeirra sem munu afhenda verðlaunin. Framleiðandi sjónvarpsútsendingarinnar, Gil Gates, og fleiri aðstandendur hátíðarinnar segja að ekkert verði reynt til að koma í veg fyrir að fólk fái að tjá sig, en benda á að hátíðin sé stórhátíð kvikmyndanna, ekki mótmælahátíð. -HK demöntum hverjum það ekki við hæfi að skarta demöntum - látleysið verði í fyrirrúmi. Það er ekki aðeins um hálsinn og á höndum sem flnna má demanta á leikkonum. í fyrra mætti Laura Elena Harring í kjól sem var sniðinn þannig að mikið bar á skónum sem hún var í en þeir voru 1 milljónar dollara virði, að sjálfsögðu skreyttir demöntum. Sá sem hannaði skóna, Stuart Weitzm- an, þorði ekki annað en senda tvo öryggisverði með henni að rauða dreglinum og þeir tóku á móti henni að lokinni afhendingu. „Ég var hræddastur við að einhver þættist missa eitthvað og myndi þrífa í demantana um leið og hann beygði sig.“ Elizabeth Taylor er ein fárra kvikmyndastjarna sem á frægan og verðmætan demant. Demantur hennar, sem Richard Burton gaf henni, er 69 karöt og talinn einn sá fallegasti í heiminum. Árið 1970 bað hún fatahönnuðinn Edith Head að hanna kjól út frá því hvernig demanturinn væri á henni. Endirinn var að hún var í mjög einföldum kjól með V-hálsmáli og tóku allir fyrst eftir demantinum. Þegar Gwyneth Paltrow fékk óskarsverðlaunin árið 1998 skartaði hún mjög fallegri demantaháls- festi sem hún hafði fengið lánaða. Hún þurfti ekki að skila henni. Faðir hennar keypti hana og gaf henni. Öfugt við tískuhönnuði þá gera demantshönnuð- ir og kaupmenn sér litlar vonir um aukna sölu eft- ir óskarsverðlaunahátíðina. Vegna verðsins gera þeir sér vonir um að athyglin beinist að þeim. Því fylgir nokkur áhætta að lána demanta. Kate Hudson fékk lánaðan demantshring fyrir Golden Globe-verðlaunahátíðina 1 janúar. í partíi á eftir missti hún hringinn á gólfið. Hún tók ekki eftir því í fyrstu og segir að þegar hún hafði uppgötvað það hafi eina hugsun hennar verið að hún yrði alla ævi að borga hringinn. Hringurinn fannst sem betur fer fyrir hina ungu leikkonu. -HK Elizabet Taylor og Richard Burton Myndin er tekin í veislu eftir af- hendingu ósk- arsverölaunanna 1978, þegar hún skartaði frægu demantshálsmeni sem Burton gaf henni. Það eru ekki aðeins tískuhönnuðir sem klæða stjörnurnar i finustu fötin á óskarsverðlaunahátíð- inni. Demantskaupmenn og hönnuðir lána afurðir sínar og það glittir í marga verðmæta demanta á hálsum og höndum leikkvenna. Metið í demanta- skarti á Whoopi Goldberg sem var með 71 milljón- ar dollara virði af demöntum á sér þegar hún var kynnir árið 1999. Hún fékk demantana lánaða eins og algengast er. Það fylgir yfirleitt vali á klæðnaði að velja dem- anta og ef benda skal á einhverjar leikkonur sem koma til með að skarta dýrum demöntum á sunnu- dagskvöld þá eru það Nicole Kidman, Renee Zellweger og Catherine Zeta-Jones, en þær eru all- ar mikið fyrir demanta. Stríðið gæti sett strik í reikninginn í þessum flokki og sjálfsagt finnst ein- Tískan stendur jafnfætis heiðrinum Það er ekki aðeins að óskarsverðlaunahátíöin hafi ver- ið að stækka með hverju árinu heldur hefúr á undanfóm- um árum orðið áherslubreyting. Nú er þetta ekki aðeins hátíð þeirra sem heiðurinn hljóta heldur er hátíðin ein mesta árlega tískusýning í sjónvarpi. Það er ekkert lítið sem stærstu tískuhönnuðir í heimi reyna til að fá stjöm- umar til að nota klæðnað sem er merktur þeim. Áhrifm eru svo tvíþætt. Gagnrýnin er mikil þegar tískulöggun- um sem em á hátíðinni mislíkar. Lofsyrðin era einnig stór þegar kjóllinn er flottur. Áður fyrr, þegar kvikmyndastjömumar vora yfirleitt á samningi hjá stóra kvikmyndafyrirtækjunum, þá fengu þær ekki að ráöa í hveiju þær vora. Tískuhönnuð- ir á vegum kvikmyndafyrirtækjanna réðu. í dag era fæst- ar kvikmyndastjömur með fasta samninga og geta því klæðst því sem þær langar tiL Hin 92 ára gamla Gloria Stuart, sem tilnefnd var fyrir leik í Titanic, segist muna eftir að hafa veriö við afhendingu óskarsverðlaunanna 1932: „Þá vora allir karlmenn í smóking og konur í síð- um kjólum sem vora að mestu eins, nema þeir voru í ýmsum litum. í dag er þetta allt annað, sérstaklega hjá konum,“ segir sú gamla sem man tímana tvenna í kvik- myndaheiminum. Það var í byrjun níunda áratugarins sem tískan gerði innrás á óskarsverðlaunahátíðina með skrautklæðum. Allt í einu fóra ljósmyndarar að taka myndir af stjömum í líkamsstærö; ekki aðeins niður að mitti eins og tíðkað- ist áður. Cher fullkomnaði siðan innrásina þegar hún stal hátíðinni með klæðnaði sínum árið 1986. Síðan hef- ur þetta verið óopinber keppni tískuhönnuða. Er allur þessi íjáraustur sem tískan lætur í óskarinn þess virði? „Engin spuming," segir Merle Ginberg, rit- stjóri Womens Wear Daily. „Ef Nicole Kidman klæðist dressi frá Chanel þá á það eftir að auka sölu á Chanel-fót- um og snyrtivörum. Þá hefur liturinn einnig mikið að segja. Kidman var í fólbleiku dressi í fyrra og allt í einu var þessi litur kominn í tísku. Hvað varðar karlmenn þá er smókingurinn enn efstur á vinsældalistanum, en ekki þó svarta slaufan. Hún hefur vikið undan tískunni. Breiddin er einnig orðin meiri í heildina. Sá sem rauf hefðina var Sammy Davis jr. þegar hann mætti árið 1967 í Nehru-jakka. Daniel Day-Lewis tók á móti sínum verðlaunum í frakka sem minnti á tísku um aldamótin 1800 og Robin Williams var í fótum sem hann kallaði Armani Amish þegar hann tók á móti óskamum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.