Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 32
32
Helqarblad DV
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003
Skjótt skipast...
Vindarnir blása úr ýmsum áttum í veröld
knattspyrnunnar. Ekki er langt síöan Arsenal átti
greiða leið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, jafn-
aði enskt met með því að ná í 8-liða úrslit bikarkeppn-
innar í 23. skipti í sögunni auk þess sem liðið var með
átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. En
nú, aðeins tveimur vikum síðar, er staðan önnur. Liðið
er meiðslum hrjáö og hafa stuðningsmenn félagsins
upplifað vonbrigði á vonbrigði ofan, hvort sem litiö er
til Evrópu eða Englands.
Meistarabaráttan í Englandi er nú galopin og allt get-
ur gerst. Forysta Arsenal er ekki nema tvö stig þegar
átta umferðir eru eftir og bæði Manchester United og
Newcastle hafa verið á fljúgandi siglingu upp á síðkast-
ið. Það er því ekki úr vegi að spá í leiki helgarinnar en
á dagskránni eru viðureignir sem vel má hugsa sér að
gætu skipt sköpum að endingu í maí þegar langri og
strangri keppninni lýkur.
Nær Arsenal fram hefndum?
Leikmenn Arsenal eiga sennilega enga ósk heitari en
að ná fram hefndum gegn Everton í dag, en magnað
mark undrabarnsins Wayne Ronney, sem batt enda á 30
leikja sigurgöngu Arsenal fyrr í vetur, er sennilega enn
mörgum í fersku minni. Hann varð með því yngsti leik-
maðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni frá upp-
hafi.
Arsenal er fjarri því að geta stillt upp sínu sterkasta
liði. Fyrirliðinn Patrick Viera og varnarmennirnir
Martin Keown, Sol Campbell og Ashley Cole hafa allir
þegar verið útilokaðir frá þátttöku vegna meiðsla og fátt
bendir til þess að markvörðurinn David Seaman geti
leikið sinn 1000. leik á ferlinum. Liöið á auk þess erfið-
an útileik fyrir höndum á þriðjudag gegn Chelsea í 8-
liða úrslitum FA-bikarkeppninnar.
En það fer ekki á milli mála að David Moyes, knatt-
spyrnustjóri Everton, hefur unnið kraftaverk með lið
sitt. Leikmennirnir vilja ólmir halda áfram að koma á
óvart, eins og þeir hafa reyndar verið að gera allt tíma-
bilið, en áður en keppnistímabilið hófst hafa ábyggilega
fáir spekúlantar veðjað á að Everton væri í bullandi
meistaradeildarbaráttu á þessum tímapunkti.
Nær United toppsætinu?
Fyrst leikur Arsenal og Everton fer ekki fram fyrr en
á sunnudaginn á Manchester United góða möguleika á
að ná toppsætinu, í að minnsta kosti einn sólarhring
eða svo. Ef það tekst verður það í fyrsta skipti síðan 24.
mars á síðasta ári sem United trónir á toppnum. Liðið
hefur ekki enn tapað deildarleik á árinu en það var
Middlesbrough sem síðast bar sigurorð af United annan
í jólum.
David Beckham og Ruud Van Nistelroy koma að nýju
inn í lið United en fyrirliðinn Roy Keane og Juan
Sebastian Veron eru enn meiddir. Fulham verður án
hægri bakvarðar síns, Steve Finnan, en hann er að öll-
um líkindum með brákað rifbein. Þá mun Mike Taylor
standa á milli stanganna að nýju eftir að hafa tekið út
eins leiks bann um síðustu helgi.
Skemmtun á St. James’ Park
Eftir aö hafa unnið Arsenal sannfærandi um síðustu
helgi í sínum fjórða sigurleik i röð mæta leikmenn
Blackburn vafalaust kokhraustir til leiks í Newcastle í
dag. En það sem af er keppnistímabilinu hafa félög ekki
uppskorið mikið úr heimsóknum sínum á St. James’
Park. Frá því 11. september sl., þegar Leeds gerði góða
ferð og sigraði 0-2, hefur Newcastle unnið 13 leiki og
gert eitt jafntefli á heimavelli sínum, og þess má geta að
jafnteflið gegn Arsenal kom fyrir ekki löngu siðan.
Spænsku risarnir í Barcelona bundu enda á ævintýri
Bobby Robson og félaga í Meistaradeildinni á miðviku-
daginn var og geta leikmenn Newcastle nú einbeitt sér
að fullu í deildinni. Félagið á enn möguleika á titlinum
en til þess að sá möguleiki gangi því ekki úr greipum
má liðið helst ekki við því að tapa stigum.
Leikmenn liðanna áttu ekki erfitt með að finna leið-
ina að netmöskvunum í fyrri leik liðanna í haust. Þá
sigraði Blackburn í frábærum knattspyrnuleik, 5-2.
Þarna mætast tvö af allra skemmtilegustu sóknarliðum
deildarinnar svo ekki er von á neinu öðru en frábærri
skemmtun.
Zola í nýju hlutverki
Á Stamford Brigde í London fá Eiður Smári Guðjohn-
sen og félagar hans í Chelsea lið Manchester City í
heimsókn. Chelsea er sem stendur í 4. sæti deildarinn-
ar og vilja leikmennirnir væntanlega ekki sleppa takinu
á því sæti þar sem það er það síðasta sem gefur þátt-
tökurétt í Meistaradeild Evrópu að ári. Manchester City
siglir hins vegar lygnan sjó um miðja deild og hefur í
raun að engu að keppa.
Claudio Ranieri, þjálfari Chelsea, kom mikið á óvart
með liðsuppstillingu sinni um síðustu helgi en þá lék
hann 3-5-2 leikkerfi í stað hins hefðbundna 4^4-2. Þá lét
hann ítalann knáa Gianfranco Zola leika í frjálsri stöðu
rétt fyrir aftan þá Eið Smára og Jimmy Floyd Hassel-
bank sem voru í fremstu víglínu. Þessi breyting kom vel
út og spilaði Chelsea einkar vel gegn Birmingham. Eng-
inn lék þó betur en Zola, sem líkaði greinilega vel að
leika lausum hala. Líklegt er talið að einhverjir fasta-
menn verði hvíldir um helgina þar sem fram undan er
seinni leikurinn við Arsenal í undanúrslitum enska
bikarsins á þriðjudaginn.
Hjá Manchester City eru vonir bundnar við að Robbie
Fowler haldi uppteknum hætti frá því um síðustu helgi,
en þá náði kappinn loks að opna markareikning sinn
hjá félaginu eftir að hafa komið frá Leeds fyrir
nokkrum vikum. En City hefur ekki enn sigrað á úti-
velli á þessu ári og í síðustu ferðalögunum hefur liðið
aðeins hlotið tvö stig af tólf mögulegum.
Stjama Juninho skín skært
Brasilíski landsliðsmaðurinn Juninho hefur hleypt
nýju blóði í sóknarleik Middlesbrough síðan hann steig
upp úr erfiðuð hnémeiðslum ekki fyrir löngu. Liöið hef-
ur ekki tapað i fimm leikjum í röð og virka leikmenn
liðsins gífurlega samstilltir um þessar mundir, hvort
sem um er að ræða í sókn eða vörn. Þetta góða gengi
gerir það að verkum að hátt settir menn innan félagsins
eygja nú vonir um að liðið nái hugsanlega að næla sér
í Evrópusæti.
Það er Charlton sem kemur í heimsókn á Riverside
um helgina með tap í síðustu tveimur leikjum á bakinu.
Um síðustu helgi tapaði liðið heima gegn Newcastle en
í vikunni þar á undan laut liðið í lægra haldi fyrir
meisturum Arsenal. En fimm sigurleikir í röð þar á
undan sýna það og sanna að Charlton er á fljúgandi sigl-
ingu og á liðið enn góða möguleika á Evrópusæti. Það
verður því væntanlega barist til allra síðasta blóðdropa
í viðureign þessara liða um helgina.
Erfiður fyrsti leikur hjá Reid
Peter Reid ræðst ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur í sínum fyrsta leik með Leeds. Lið hans ferðast
til Anfield Road í Liverpool og vonast Reid ábyggilega
til þess að Gerard Hollier og hans menn veröi ekki bún-
ir að ná sér eftir tapið gegn Celtic á fimmtudaginn.
Nokkuð víst er að Senegalinn El-Hadji Diouf kemur inn
i lið Liverpool á ný en hann lék ekki í seinni leiknum
gegn Celtic. Eftirmaður hans á fimmtudaginn, Vladimir
Smicer, lék hörmulega og nokkuð ljóst þykir að hann
verður ekki í byrjunarliðinu gegn Leeds.
Skýrast málin á botninum?
Ekki má gleyma liðunum í neðri hluta deildarinnar
en þar verða nokkrir lykilleikir háðir um helgina. Það
verður án efa hart barist þegar Birmingham og West
Brom eigast við. Það er að duga eða drepast fyrir West
Brom en nú, þegar átta leikir eru til loka leiktíðarinn-
ar í Englandi, er liðið í næstneðsta sæti, átta stigum frá
því að komast úr fallsæti. Tap í síðustu fjórum leikjum
í röð getur hins vegar ekki verið gott fyrir sjálfstraust-
ið og verður Birmingham að teljast líklegra til sigurs
eftir ágætisgengi undanfarnar vikur.
Ekki síður mikilvægur slagur verður á Upton Park
þegar Sunderland freistar þess að ná í stig gegn Hömr-
unum í West Ham. Fari svo að Bolton, með Guðna
Bergsson í broddi fylkingar, tapi gegn Tottenham á
sunnudaginn mun West Ham komast úr fallsæti í fyrsta
skipti í langan tíma, svo framarlega sem sigur næst
gegn botnliði Sunderland. Bolton er hins vegar á góðu
róli og hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikj-
um. -vig