Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 He I c) ct rb lci ö JOV 25 DV-mynd GVA Þegar Sigurður undirbýr fram- reiðslu á lambaþrenn- unni sprautar hann grænertu- og kartöflu- maukinu fyrst á diskinn og stingur svo £ það blönduðu smjörsteiktu grænmeti af ýmsum gerðurn. Humarinn er girnilegur nýkominn undan logheitu grillinu í ofnin- uni en áður var hann penslaður með hvítlaukssmjöri og að grillun lokinni má skreyta hann með þurrkaðri steinselju eða öðru lítið af- gerandi kryddi. Hér tyllir Sigurður humrinum ofan á eina lambakjötssneiðina af þremur en á hinum tveimur er hörpufiskur. TOMMASi Viticoltori Rafael 1997 _ VaLPOLICELLA '-ASsico SuPEftlOBÉ Tommasi á ljúfum nótum og Gampo Viejo frá Rioja - er val Sigurðar Bjarkasonar hjá Allied Domeq Það er ekki alltaf hlaupið að því að velja vín með mat, sérstaklega ef réttimir eru samsettir á sama máta og hér til hliðar eða þegar kryddblandan er flókin. Krydd geta haft ólík áhrif á vín, bókstaflega breytt þeim. Gott er að hafa í hug að matur með súru bragði getur mildað súr vín svo þau verða ljúffengari. Aftur á mót getur sætur matur aukið á sýru og beiskju í víni þannig að það virðist þurr- ara og ekki eins ávaxtaríkt. Ef mikið salt er í mat verður vínið bragðminna. Þá getur pipar einnig mildað kröftug vín. En þegar upp er staðið snýst þetta auðvitað um smekk. Það er enginn stóri sannleikur í þessum efnum þó gott sé að hafa eitt og annað í huga til að forðast megi óþægilegar upp- ákomiu-. Ef við beinum sjónum okkar að réttunum hér til hliðar og vínum sem gætu gengið með er ljóst að gesti okkar er svolítill vandi á höndum. Sigurður Bjarkason, viðskiptastjóri léttra vína hjá Allied Domeq, sagði réttinn nefnilega töluvert snúinn þar sem lamb, hörpuskel og humar væru á sama diski. En þar sem lambið virðist allsráðandi í réttinum endaði valið á að mildu og þægilegu rauðvíni, Tommasi Rafael 1999. Tommasi-vínin koma frá Valpolicella-svæðinu á Ítalíu og óhætt að segja að þau hafi hitt landsmenn margar í hjartastað og runnið ljúflega ofan í þá. Þannig þekkja fjölmargir vín eins og Tommasi Soave hvítvín og Tommasi Amarone sem fær 91 stig af 100 mögulegum í nýjasta hefti hins virta tímarits Wine Spectator. Tommasi Rafael er flauelsmjúkt vín en undir- tónninn er nokkuð kryddaður. Og ef vel er að gáð og bragðlaukamir „spenntir" svolítið má jafnvel greina rósapipar. Þetta ítalska gæðavín, Tommasi Rafael 1999, fæst í öllum verslunum ÁTVR og kostar flaskan 1350 krónur. Annað vln ætti að ganga með þessari lambapiparþrennu er spænska vínið | Campo Viejo Reserva 1997. Þetta ágæta vín á rætur að rekja til Rioja á Spáni. Það hentar ákaflega vel með lambakjöti, um það vitna fjölmargir. Hins vegar er spennandi að prófa hvemig humarinn og þá sérstaklega hörpuskelin fara með víninu þegar piparinn er kominn í málið. Það er um að gera að prófa þar sem vín em annars vegar og vera þá alls óhræddur. Campo Viejo Reserva fæst einnig í öllum verslunum ÁTVR og kostar þar 1350 krónur. Umsjón Haukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.