Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 23
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003
HeIqqrblað DV
23
... eitthvað fyrir þig?
Loksins, loksins segja líklega
margar konur vegna þeirra
fregna a& MAC-förðunarvör-
urnar munu nú fljótlega fást
á Islandi. Vörurnar munu frá
og með maí verða fáanlegar
í snyrtivörudeild Debenhams
í Smáralind og samkvæmt
upplýsingum DV munu þær
fá gott pláss. Merki þetta,
sem verið hefur á markaðn-
um siðan 1985, hefur lengi
verið í miklu uppáhaldi hjá
förðunarfræðingum og nota förðunarfræðingar sjónvarpsþáttanna „Sex and the
city", „Friends" og „Will and Grace" t.d. MAC-vörur við förðun leikaranna. MAC
er nú fáanlegt i meira en 44 löndum en fyrirtækið markaðssetur förðunarvörur sín-
ar sem vörur fyrir alla kyn-
þætti, allan aldur og fyrir
bæði kynin. Fyrirtækið hefur
einnig látið að sér kveða í
góðgerðarmálum og hefurt.d.
siðan 1994 verið með sérstak-
an „Aids-fund", sjóð sem styð-
ur eyðnisjúka. MAC-vörurnar
hafa hlotið góða dóma víða
um heim og hafa margoft hlot-
ið verðlaun glanstimaritanna
þegar verið er að velja bestu
förðunarvörurnar.
MAC væntanlegt til íslands
30 ára gömul getnaöarvörn:
Reiknivél fyrir tíðahringinn
Blaðamanni DV barst upp i hend-
urnar þetta undratæki sem gengur
undir nafninu „C.D. Indicator". Ekki
er vitað með vissu hversu gamalt
þetta tæki er en það er þó allavega
30 ára. Tæki þetta er svokölluð
tímareiknivél og þjónar hún þeim til-
gangi að reikna út örugga daga
tíðahringsins. Eigandi tiðareiknivél-
arinnar getur með einu handtaki
stillt tækið á dagsetninguna þegar
tiðir byrja og samstundis sjást þeir
dagar sem frjóvgun er möguleg. All-
ar konur með tímalengd milli 21og
38 daga á tíðahringnum geta notað
þetta tæki sem er frá Sviss. Ekki veit
blaðamaður til þess að þessi gerð
af tíðareiknivél sé seld í verslunum
en ekki er ólíklegt að tæki sem þetta
leynist í skúffum víða um landið.
Ryðf ríar skrúfur
og festingar
ArmúU 17, ÍOB HeiMnA
sIml, 533 1534 fax. 5EB 0499
..það sem
fagmaðurinn
notar!
w w w. i S 0
Kjóladagar hjá
Sissu tískuhúsi
Ný sending af kjólum
20% afsláttur
21. og 22. mars
(st.36-52)
issa tískuhús
Hvesfisgötu 52, sfmi 562 5110.
MSSÍS'MJJL litAfC
ÞJÁLFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR
Margir íþróttamenn hafa greint frá
þráhyggju sinni í mat og ofsahræðslu við
að fitna og öfgakenndri neyslu hægðalyfja
til að hafa stjórn á þyngd sinni. Dæmi um
íþróttamenn sem eru í mikilli áhættu á að
verða fórnarlöm átröskunar og ofþjálfunar
eru ballettdansarar, fimleikafólk, sundfólk
og langhlauparar.
íþróttamenn sem missa vöðvamassa
standa verr að vígi því vöðvatap hefur
neikvæð áhrif á líkamlega getu. Breytingar
sem verða á hormónaflæði og tap á
næringarefnum úr líkamanum hafa meðal
annars þau áhrif að bein veikjast og rýrna
og brot verða algeng. Þynning beina er
sérstaklega áberandi hjá íþróttakonum sem
hafa misst úr blæðingar vegna ofþjálfunar.
Staðreyndin er sú að vannæring, tap á
beinmassa og stopular blæðingar eru þrjú
helstu sameiginlegu vandamálin sem hrjá
ofþjálfaðar íþróttakonur.
Reglubundin hófleg þjálfun gerir okkur
gott en ofþjálfun, ekki síst ef hún helst í
hendur við orkusnautt mataræði, brýtur
líkamann niður og flýtir fyrir öldrun hans.
Vörumst allt offors!
MATSEÐILL DAGSINS
Dagur 36
Morgunverður: Weetabix 2 stk
Ávaxtasúrmjólk 2,5 dl
Kíví 1 stk.
Hádegisverður: Púrrulaukssúpa (t.d. Toro) 3 dl
Brauð 1 sneið
Lifrarkæfa 1 msk.
Miðdegisverður: Mjólkurkex 2 stk.
Fjörmjólk 1 glas
Mandarínur 2 stk.
Kvöldverður: Svínakótelettur, steiktar 150 g
Kartöflur 3 ''eggstórar
Salat, blandað 100 g +
Piparsósa *dl
"Bluss" 2 dl
Kvöldhressing: Karamellubúðingur 2 dl
Rjómi, þeyttur 2 msk.
Lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) eru eflaust ýktustu form
átröskunarsjúkdóma og eiga sér ekki langa sögu innan læknisfræðinnar. í dag eru rúm
300 ár sfðan lystarstol var fyrst skilgreint en rétt um 120 ár síðan sjúkdómnum var gefið
nafn, en það var ekki fyrr en árið 1979 að lotugræðgi var fyrst greind sem sérstakur
læknisfræðilegur kvilli. Svo virðist sem tíðni þessara sjúkdóma haldist í hendur við
þjóðfélagslega velmegun - því meiri sem velmegunin er þeim mun fleiri verða þeim
að bráð.
Nú til dags er grannt holdarfar dásamað (sérstaklega þegar um kvenfólk er að ræða)
og grannholda stúlkur settar á stall sem tákn fyrir hina fullkomnu fmynd kvenlegs i
yndisþokka eins og sjá má f tísku- og líkamsræktarblöðum og í fegurðarsamkeppnum.
Margir muna eftir unglingastjörnunni Twiggy sem á sjöunda áratugnum var fyrirmynd
margra stúlkna um vestrænan heim. Twiggy, sem var mjög horuð,
er talin hafa þjáðst af lystarstoli en vaxtarlag hennar varð fyrirmynd
margra ungra stúlkna sem neyttu allra ráða til að líkjast átrúnaðargoði
sínu sem mest.
Á sama hátt og offita getur haft neikvæð áhrif á líkamsstarfsemi og |
heilbrigði getur mjög magurt holdarfar leitt til ýmissa kvilla, eins
og vannæringar og röskunar á eðlilegum tíðum kvenna. Hér sannast
hið fornkveðna: Hinn gullni meðalvegur er vandrataður!
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
HReyrmG