Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 34
34 H&lQarblað 13 "V" LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Samsæri hamingj - unnar Fólk er mestalla ævina að eltast við að uppfylla hamingjustaðla samfélagsins en staðalímyndin er grannur, heilsuhraustur einstaklingur með fallega fjölskyldu, fína menntun og góð laun. Ekki tekst öllum að uppfylla öll þessi skilyrði og þess eru dæmi að þótt flest sé til staðar ílífi fólks sem ætti að framkalla freyðandi hamingju er raunin oft önnur. Ó, hve hamingjusamir eru hinir dauðu, sögðu dætur Tróju, þær er eftir lifðu, í kvæði Friedrichs von Schiller, Sigurhátíðinni. Þetta var ekki i fyrsta skipti sem þessi hugsun var færð í orð - og ekki það síöasta. Hamingjan hef- ur verið manninum hugleikin frá því hann fékk tima til að hugsa út í aðstæður sínar. Halda mætti að á Vesturlöndum nútímans ætti hamingja fólks að vera tryggð. Aðstæður flestra ættu að vera góður jarðvegur fyrir hamingjuríkt líf. Neysluheimurinn gengur út á það að sann- færa fólk um að það geti keypt sér hamingju og að grasið sé grænna annars staðar. Þannig kemst hreyfing á hagkerfið og þannig aukast tekjur annarra. Gaman að því. Undanfarin ár hefur staðið lengsta hagvaxtar- skeiö sögunnar samkvæmt því sem heyrist í fréttatímum. Samt sem áður bendir margt til þess að menn liggi ekki í manngerðum sköflum og slefi af hamingju og hafa sérfræðingar lagst í sérstakar rannsóknir á því hvort peningar geti skapað mönnum hamingju. Hamingjuauglýsingar Leit mannsins að sjálfum sér er ekki lengur í gegnum æðri mátt sem sumir nefna guð heldur verður hann að finna sjálfan sig í gegnum ham- ingjuna. Og lokatakmarkið er að finna hamingj- una. Leiðin að takmarkinu er sem sagt sú sama og takmarkið sjálft. Til að finna hamingjuna verður maðurinn að vera hamingjusamur og til að verða hamingjusamur verður hann að hafa fundið hamingjuna. Þessi leit er ekki bundin við ákveðið svæði á miðhálendinu. Og það er ekki laust við að fólki berist stöðugar vísbendingar um hvar hamingj- una sé að finna. Alls kyns samsæriskenningar hafa komið fram um afdrif hamingjunnar. Þess- ar kenningar eru síðan auglýstar stanslaust. Hamingjan er fólgin í því að eiga góðan bíl, rétta húsbúnaðinn, réttu fötin og réttu græjurnar. Hamingjan er fólgin í því að stunda kynlíf af miklum móð en misjafnt er hvort menn mæla með kynlífi með einum nánum einstaklingi eða fjölþreifnum nuddurum. Svo er súkkulaði líka gott fyrir sálarlífið. Og meðan ég man: ég veit hver myrti Geirfinn. Þessi skilaboð berast okkur stanslaust. Þetta hlýtur þá að vera allt í lagi. Menn hafa bent á að ekki megi rugla saman hamingju og ánægju. Þegar auglýsingar lofi ham- ingju séu þær í raun að benda fólki á leið til að verða ánægt. Það er bara miklu skemmtilegra að vera hamingjusamur en ánægður. Ég meina; maður getur orðið ánægður þegar maður kems vestur í bæ án þess að lenda á rauðu ljósi. Það gerir mann samt ekki hamingjusaman. Albert og hamingjan „Mér hefur aldrei fundist vellíðan og hamingja vera lokatakmarkið. Ég hallast jafnvel að því að „Mér hefur aldrei fundist vellíðan og hamingja vera lokatakmarkið. Ég hallast jafnvel að því að jafna slík mórölsk takmörk við metnað svíns.“ Eitthvað á þessa leið mælti Albert Einstein. Leitin að hamingjunni getur líka gert fólk mjög óhamingjusamt. Það getur uefnilega verið pirrandi að finna ekki það sem maður leitar að og pirrað fólk er ekki sérlega hamingjusamt. Það er samt ekki talið að Albert Einstein hafi verið óhamingju- samur. Hann var bara ekkert að bögga sig á þessu. jafna slík mórölsk takmörk við metnað svíns.“ Eitthvað á þessa leið mælti Albert Einstein. Leit- in að hamingjunni getur líka gert fólk mjög óhamingjusamt. Það getur nefnilega verið pirr- andi að finna ekki það sem maður leitar að og pirrað fólk er ekki sérlega hamingjusamt. Það er samt ekki talið að Albert Einstein hafi verið óhamingjusamur. Hann var bara ekkert að bögga sig á þessu. Honum leið ágætlega án þess að vera að leita að hamingjunni. Auðveldara líf og skemmtilegra Margir hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort hægt sé að kaupa sér hamingju. Eru Bill Gates, Michael Jackson og fyrrverandi forstjóri Kaup- þings hamingjusamari en litla stúlkan með eld- spýturnar? Þetta hefur auðvitað verið rannsakað þótt þeir fyrrnefndu hafi eflaust ekki tekið þátt í rannsókninni. Richard Easterlin, prófessor við University of Southern California, hefur gert rannsóknir sem sýna fram á að forstjórar með 5 milljóna mánaöarlaun eru ekkert hamingjusam- ari nú en þeir voru þegar þeir höfðu milljón á mánuði. Samt sem áður heldur Easterlin því fram að fylgni sé með tekjum og hamingju. Pen- ingar auki einfaldlega öryggi fólks og geri þvi líf- ið auðveldara - og skemmtilegra. Það er einnig líklegt að fólk sé hamingjusamara hafi það menntað sig. Og Easterlin bendir á að það sé ekki hægt að sanna hamingju fólks heldur sé nóg að því finnist það vera hamingjusamt. Hamingjan innan seilingar? Ef samhengi tekna og hamingju væri svona einfalt væri lífið mjög einfalt og hamingjan myndi aukast eftir því sem aldurinn og tekjurn- ar hækkuðu. Easterlin segir því ekki svo farið. Hann heldur því fram að í lífi fólks sé einhver hamingjufasi, þ.e. að á ákveðnum tíma lífsins sé ákveðið hvert hamingjumeðaltalið verði. Sam- kvæmt þessu getur maður verið viss um að ef ná- granni manns var ríkur og hamingjusamur árið 1990 þá er hann það að öllum líkindum enn þá. Ef hann er þá ekki fluttur í Bryggjuhverfið. Vonin um að hamingjan sé innan seilingar er því fjarri manni nú en við upphaf þessarar greinar. Og enn versnar það því samkvæmt rannsóknum Easterlins er lífshamingjan ákvörð- uð á menntaskólaárunum. Þá er hópurinn sem fólk tilheyrir nokkuð sammála um lífsstíl - óháð fjárhag fjölskyldnanna. Þeir sem ekki halda áfram upp í háskóla eru þó líklegir til að byrja starfsferil sinn óhamingjusamari en hinir og það sem verra er, þeir eru enn óhamingjusamari þeg- ar honum lýkur. Bölvun frægðarinnar Aðrar rannsóknir ganga á svig við niðurstöður Easterlins. Ekki er ýkja langt síðan International Herald Tribune sagði frá rann- sóknum vísindamanna sem telja ekki hægt að kaupa hamingjuna. Ekki er það einungis svo að peningar geti ekki veitt manni hamingju heldur virðast þeir heldur koma í veg fyrir það en hitt. Fólk sem gengst upp i því að sanka að sér fé virð- ist samkvæmt rannsóknum þjást af mikilli streitu, kvíða og þunglyndi, auk þess að líða yf- irleitt frekar illa. Ef fólk er upptekið af því að græða sem mest og spara sem mest getur farið svo að það glati hamingjunni. Þeim sem þrá frægð og frama farnast heldur ekki eins vel andlega og þeim sem láta sér duga að mynda sterk tilfinningatengsl, eru sér betur meðvitandi um sjálfa sig eða gefa sig alla í störf fyrir samfélagið. Það er óæskilegt að vera fagur, frægur og fjáður. Fólk sem er mjög upptekið af því að vera fagurt, frægt og fjáð er ekki einung- is þunglyndara en annað fólk heldur á það frek- ar við hegðunarvanda og líkamlega kvilla að stríða en þeir sem lausir eru við f-in þrjú. Samkvæmt rannsóknunum gildir þetta um alla þjóðflokka og hvaða aldur sem er. Einnig virðist litlu máli skipta hve mikið fólk fær í laun. Auð- æfi, sem slík, hafa ekki mannskemmandi áhrif heldur það að vera alltaf að hugsa um þessi sömu auðæfi. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.