Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 49
LAUGARDAGU R 22. MARS 2003
Helqarbladi DV
53
Leikfélag Dalvíkur:
Nýtt íslenskt
leikrit frumsýnt
um helgina
Á laugardag, 22. mars, kl. 21,
framsýnir Leikfélag Dalvíkur leik-
verkiö „Gengið á hælinu“Ýí Ungó á
Dalvík. Verkiö er eftirÝDalvíking-
inn Júlíus Júlíusson og er hann
einnig leikstjóri. Leikendur eruÝ
fjórtán en um 40 manns koma að
sýningunni.
„Gengið á hælinu" gerist á litlu
hæli, þar sem búa sjö vistmenn,
hver öðrum skemmtilegri og litrík-
ari. Lífið hefur leikið þá á afar mis-
munandi hátt en sambúðin gengur
þó nokkuð átakalaust fyrir sig uns
upp kemur staða sem þeir geta eng-
an veginn sætt sig við og einhver
óþefur er af. Þeir reyna að hafa
áhrif á gang mála en spumingin er
hvort þeir standa saman þegar mest
á reynir.
Þetta er broslegur gamanleikur
með dramatískum innskotum.ÝM.a
sjáum við bregða fyrir, gömlum
bónda sem losnar ekki úr sveitinni,
göturóna, ástfóngnum lækni, ótta-
slegnum tvíburasystrum, rafmagns-
aflestrarmanni og ungum fíkli.
Þetta er annað verkið í fullri
lengd sem Júlíus Júlíusson skrifar
fyrir Leikfélag Dalvíkur en síðast-
liðið haust setti LD upp unglinga-
verkið „Kverkatak" sem vakti mikla
athygli. Og nú fyrir stuttu leikstýrði
Júlíus einnig eigin einþáttungi með
atvinnuleikurum í Borgarleikhús-
inu.
Leikfélag Dalvíkur er framsækið
leikfélag og er afar mikilvægur
hlekkur í menningu í sínu byggða-
lagi. Félagið hefur sett upp eitt verk
í fullri lengd á hverju ári í fjölda ára
og sum árin tvö verk ásamt mörgum
minni uppákomum.
Næstu sýningar verða sem hér
segir:
Þriðjudag 25. mars kl 20.30, laug-
ardag 5. apríl kl. 21.00, sunnudag 6.
apríl kl. 17.00, fóstudag 11. apríl kl.
21.00, laugardag 12. apríl kl. 21.00.
- hiá
Hér er stærstur hluti leiklistarfólksins S Dalvík sem stendur að uppsetn-
ingu á verki Júlíusar Júlíussonar, Gengið á hælinu.
DV-MYND HALLDÓR INGI ÁSGEIRSSON
Ásmundur fyrirlcs
Á mánudaginn kl. 12.30 íjallar
Ásmundur Ásmundsson mynd-
listarmaður um eigin verk í
Listaháskóla íslands í Laugar-
nesi, stofu 024.
'Ásmundur (f. 1971) stundaði
nám við Myndlistarskólann á
Akureyri, Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands og School of
Visual Arts í New York þar sem
hann útskrifaðist með meistara-
gráðu 1996. Hann hefur haldið á
annan tug einkasýninga og tekið
þátt í flölda samsýninga. Hann
hefur verið liðtækur í félagsmál-
um og látið gott af sér leiða í
gegnum hvers kyns fjölmiðla og
með skipulagningu sýninga. Ás-
mundur er stjórnarformaður
Nýlistasafhsins.
Sýning Ásmundar, „Steypa“,
prýðir nú hólf og gólf Gaflerí
Hlemms (sjá mynd).
Verkfærastúlkan á fínum kjól
Bandaríska leikkonan Debbe Dunning fór í sitt fínasta púss um helgina þeg-
ar hún kom í 50 ára afmælisveislu sjónvarpsstöövarinnar ABC vestur f
Hollywood. Debbe lék „verkfærastúlkuna“ í vinsælli þáttaröö um handlaginn
heimilisfööur, „Home Improvement", eins og þeirvita sem á horföu.
Salma vill frekar
hund en mann
Leikkonan fagra, Salma Hayek,
segist myndi taka hund fram yfír
elskhuga þyrfti hún að velja á milli.
„Ég reikna með að þaö sé ekkert
verra að eiga hund en elskhuga og
jafnvel enn betra,“ sagði Frida-
stjaman Salma, sem þegar á tvo
hunda og hefur af og til verið að slá
sér upp með leikaranum Edward
Norton.
„Að eiga félaga er ekki endilega
besta leiðin til þess að fmna ástina.
Það er mikilvægara að hafa ein-
hvem sem stendur með manni og
það þarf ekki endilega að vera
elskhugi. Fyrir suma dugar hundur
enda eru þeir oftar þægilegri í um-
gengni heldur en elskhugarnir,“
sagði Salma.
Aðspurð um laustengt sambandið
við Norton sagðist Salma fyrir
löngu hafa uppgötvað það að gifting
væri ekki endilega lykillinn að
hamingjunni.
Bjóðum mjög fullkomin viðskiptahugbúnað á einstaklega góðu verði, hefur
verið í Windows síðan 1994.
• Yfir 400 ánægðir notendur.
• Samþykki fyrir einriti reikninga frá ríkisskattstjóra.
• Fullbúinn hugbúnaður sem hentar öllum stærðum fyrirtækja
Sem dæmi, samsett kerfi sem hentar smærri fyrirtækjum og einyrkjum
Innifalið í verði er:
• Fjárhagsbókhald.
• Lánadrottnar.
• Sölukerfi.
• Viðskiptamannakerfi. l. 1 -
Nú á tilboðsverði 30.800 án vsk
ö) HANSA
llansahugbúnaöur chl.
Hansahugbúnaður ehf. • Ármúli 39 • 108 RVK • Sími: 564-6800 • www.hansaworld.is
4F
EINSTAKAR
FERMINGARGJAFIR Á F
LÁRA
QULL8MIÐUR
tkál(vtrt«itl| 10
101 Itaykjavlk 861-1300
RÁBÆRU verði