Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 40
4-* Helcjarblacf DV LAUCARDAGUR 22. MARS 2003 „í rífluga tuttugu ár liafði pólitíkin sett sterkan svip á líf mitt og ég uppgötvaði að mig hafði alltaf langað til að eiga fleiri líf í þessu stutta lífi sem mér er gefið hér á jörðinni. Ég ákvað því að skapa mér möguleika á nýju lífi í þessu lífi.“ Eftir átta ára þingsetu, fgrst fyrir Þjóð- i/aka og síðan fgrir Samfglkinguna, kveð- ur Svanfríður Jónasdóttir Alþingi íslend- inga og sngrsér að öðrum störfum. Af hverju ákvað hún að hætta? • • áv*.' -•"■'•1 .... ■3l§s ' "v "g| „Ég held að það komi að því í lífi hverrar mann- eskju að hún velti því fyrir sér hvað hún hafi eigin- lega ætláð að gera við sitt líf. Þessi spurning varð á ákveðnum tíma nokkuð ágeng við mig. Ég var komin á miðjan aldur og ýmsar aðstæður í míriu lífi voru þannig að mér fannst fyllsta ástæða til að velta þessu fyrir mér. í ríflega tuttugu ár hafði pólitíkin sett sterkan syip á líf mitt og ég uppgötaði að mig hafði alltaf langað til að eiga fleiri líf í þessu stutta lífi sem mér er gefíð hér á jörðinni. Ég ákvað því að skapa mér möguleika á nýju lífi í þessu lífi. Til að undirbúa það hafði ég samband við minn gamla skóla, Kennara- háskólann, og var þar sem gestanemandi í fyrra. Það gekk vel og var spennandi. Núna er ég í framhalds- námi í stjórnun og ef allt fer að óskum ætla ég að ljúka mastersverkefni næsta vetur.“ Vil njóta tínians Er ekki erfitt aö hœtta núna þegar svona vel gengur hjá Samfylkingunni? „Ég ætla að halda áfram að vinna með Samfylkingunni þótt ég ætli ekki að vera stjórnmálamaður að atvinnu. Stór flokkur eins og Samfylkingin þarf fólk á marga pósta „f og nieð er ég auðvitað að hætta af því að mig langar til að fá betri tíma til að hugsa, lesa og gera ýinislegt sem ég hef þurft að leggja til hliðar á síðustu árum. Mig langar til að njóta tímans betur en ég hef gert. Ég er búin að lifa mjög hratt og það er ganian að gera það um tíma en nú er komið að því að hægja aðeins á og snúa sér að öðru." og til ýmissa verka og ég geri fastlega ráð fyrir að ég haldi áfram að vinna fyrir Samfylkinguna og með Sam- fylkingunni. Mér fmnst afar skemmtilegt hvað flokkur- inn hefur nú mikinn byr og vegna þess er líka að sumu leyti auðveldara að hætta. Ég er þeirrar gerðar að ef ég væri að hætta þegar ekki gengi vel fyndist mér ég vera að hlaupa frá og svíkjast um. En nú er auðvelt að fara úr hlutverki þingmannsins af því að það verða svo margir góðir tilbúnir að taka við og gegna þvi.“ Hvers helduröu aö þú munir sakna mest? „Ég held að ég muni sakna mest þeirrar spennu og ögrunar sem felst í stjórnmálastarfi og sem segja má að ég hafi verið orðin nokkuð háð. En um leið er þetta líka nokkuð sem mig langar til að vinda ofan af. í og með er ég auðvitað að hætta af því að mig langar til að fá betri tíma til að hugsa, lesa og gera ýmislegt sem ég hef þurft að leggja til hliðar á síðustu árum. Mig langar til að njóta tímans betur en ég hef gert. Ég er búin að lifa mjög hratt og það er gaman að gera það um tíma en nú er komið að því að hægja aðeins á og snúa sér að öðru.“ Að færa út landamærin Hvað er þér minnisstœöast úr þínu pólitíska starfi? „Þegar ég lít til baka finnst mér merkilegast, og skipta mestu máli, að hafa verið virkur gerandi í sam- einingarferli jafnaðarmanna, allt frá árinu 1986 þegar ég var oddviti í sameiginlegu framboði á Dalvík og al- veg fram til dagsins í dag. Það eru nokkrar vöröur á þeirri leið. Sú sem ég tel merkasta er stofnun þing- flokks jafnaðarmanna haustið 1996, þegar þingflokkar Þjóðvaka og Alþýðuflokksins voru gerðir að einum og við byrjuðum að vinna undir fyrirsögninni „Samstarf jafnaðarmanna“. Þar hófst sameiningarferlið fyrir al- vöru. Ég tel að það skref skipti mestu máli um það að við eigum í dag þá breiðfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkinguna, sem mörg okkar höfðu látið sig dreyma um svo lengi. Síðar á kjörtímabilinu varð svo til fyrsti þingflokkur Samfykingarinnar þegar nokkr- ir þingmenn Alþýðubandalagsins gengu til liðs við okkur fyrir kosningarnar 1999 og Samfylkingin varð til sem kosningabandalag. Nú, þegar ég er að hætta, er þetta eitt af því sem ég er hvað stoltust af að hafa tekið þátt í og skilað af mér.“ Þaö hefur vakiö athygli aö í stjórnmálaumroeöunni beittir þú þér í málum þar sem konur hafa ekki veriö mjög áberandi, eins og í sjávarútvegsmálum. „Mér hefur alltaf þótt það skipta miklu máli að kon- ur tækju sem víðast þátt og væru sýnilegar. Ég met það þannig að ég hljóti að hafa fært út landamærin í pólitískri umræðu, þannig að það verði auðveldara og sjálfsagðara fyrir aðrar konur að koma inn á þetta svið og taka þátt í umræðunni. Ég vona það að minnsta kosti.“ Þú útilokar þó varla aö snúa aftur á þing? „Ég er búin að læra það að útiloka aldrei neitt í þessu lífi. Það er svo skrýtið að þótt maður reyni sjálfur að leggja línur þá er það nú þannig að maður hefur ekki vald nema á tiltölulega takmörkuðum þátt- um lífsins. Lífið er alltaf að koma aftan að manni með einhverjum hætti og stundum mjög óvæntum. Þannig að ég útiloka ekkert en ég ætla mér ekki aftur á þing.“ Hef áhuga á öllu Hver eru þín helstu áhugamál? „Ég er svo heppin að mér finnst aflt skemmtilegt sem ég geri og fæ áhuga á öllu sem ég byrja að kynna mér. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðfélagsmál- um, hagfræöi og félagsfræði. Ég les mikið og vil gjarn- an geta lesið meira. Ég hef lesið mjög mikið af ljóðum undanfarin ár. í tímaleysinu hefur ekki verið mikill tími fyrir annars konar texta en ljóð sem fanga til- finninguna og augnablikið og maður getur notið án þess að vera með bókina á rúmstokknum vikum sam- an, eins og vifl henda ef maður ætlar aö lesa stærri skáldsögur en skýrslurnar bíða vegna vinnunnar." Mér finnst gaman að elda mat og gefa fólki að borða. Ég held að það sé ömmuarfurinn minn, því að amma Svanfríður var matráðskona og setti upp eld- hús og seldi mat víða. Ég held að ég fái útrás fyrir sköpunarþörf í gegnum matreiðsluna og ég sýni vin- um mínum ást mína með því að bjóða þeim í mat og gefa þeim gott að borða. En í rauninni hef ég áhuga á öllu af því að mér finnst lífið spennandi og áhugavert. Mig langar líka til að hlusta meira á tónlist. Ég fer mikið á tónleika og á eftir að hlusta á mikið af tón- list. Ég á mikið af tónlist, rétt eins og ég á stafla af ólesnum bókum sem ég á eftir að njóta. Ég hef verið þátttakandi í tónlist, til dæmis með því að syngja í kórum. Núna er ég að syngja með Söngfélaginu sunn- an heiða, þar sem félagar eru Svarfdælingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu sem geta ekki hætt að syngja þótt þeir hafi flutt suður. Við erum núna um helgina að fara að frumflytja Stemmur sem Gunnsteinn Ólafs- son hefur samið og verðum með forsöngvara og kvæöamann með okkur, á Svarfdælskum marsi fyrir norðan." Heiniamaður alls staðar Þú býró í Reykjavík og átt hús á Dalvík. Ertu meiri sveitamanneskja en borgarmanneskja eöa öfugt? „Mörður Árnason hélt á sínum tíma afskaplega fal- lega ræðu í fertugsafmælinu mínu og sagði þar að ég væri heimamaður alls staðar. Það er hægt að vera heimamaður alls staðar en hafa samt á tilfinningunni að maður eigi hvergi heima. Fyrst eftir að ég byrjaði að eiga tvö heimili, á Dalvík og í Reykjavík, fannst mér ég hvergi eiga heima en smám saman áttaði ég mig á því að það eru fullkomin forréttindi að geta búið á báðum stöðum. Ég ætla að gera það áfram og njóta þess besta, bæði úr minni svarfdælsku byggð, sem er svo rík af menningu og góðu mannlífi, og fjöl- breytileikans í Reykjavík, sem er dásamleg borg.“ -KB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.