Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Útlönd DV Stríðið í írak Atburðarásin Föstudagur 21. mars 00:37 Bandarísk CH-46 herþyrla ferst í Kúveit og með henni íjögurra manna bandarísk áhöfn og átta breskir hermenn. Enginn komst lífs af. 01:05 Tilkynnt um griðarlega sprengingu í nágrenni olíuborgar- innar Basra, í suðurhluta Iraks. 04:45 Þrjár öflugar sprengingar verða 1 nágrenni olíuborgarinnar Mosul, í norðurhluta íraks. 05:20 Fréttir berast af öflugri mót- spymu liðssveitar íraska hersins rétt handan við landamæri Kúveits. 05:30 Fyrstu írösku hermennimir, sem vitað er um, gefast upp fyrir breskum hermönnum í suðurhluta Iraks, nálægt landamærum Kúveits. 07:39 Fréttir berast af hörðum bar- dögum bandarískra sérsveita og liðs- manna Irakshers í nágrenni olíu- borgarinnar Kirkuk, í norðurhluta íraks. 07:55 Breskar hersveitir ná öllum Faw-skaga, í suðurhluta íraks, á sitt vald en mæta mikilli mótspymu við hafnarborgina Umm Qasr. 08:20 Breski herinn upplýsir að írakar hafi kveikt í allt að þrjátíu ol- íulindum í suðurhluta íraks. 09:30 Tilkynnt að deilur milli banda- rískra og tyrkneskra embættis- manna hafi seinkað opnun tyrk- neskrar lofthelgi fyrir flugi banda- riskra herflugvéla. 10:00 Tilkynnt að íraski herinn veiti bandarískum hersveitum enn mót- spymu í hafnarborginni Umm Qasr. 10:05 Stórar B-52 sprengjuflugvélar hefja sig til flugs frá breskum flug- völlum til loftárása á írak. 10:13 Talsmaður iraska hersins til- kynnir að Saddam Hussein sé ómeiddur og í fullu fjöri. Hann neit- ar því einnig að íraskir hermenn hafi gefist upp fyrir innrásarliði bandamanna. 10:30 Kúveiska vamarmálaráðuneyt- ið tilkynnir að írösk stýriflaug hafi verið skotin niður yfir Kúveit. 10:45 Einn leiðtogi stjómarandstæð- inga í írak segir að hersveitir þeirra hafi handtekið fjölda hermanna hlið- hollan Saddam í nágrenni olíuborg- arinnar Kikuk í Norður-Irak. 11:00 Talsmaður bandaríska hersins segir að hafnarborgin Umm Qasr verði fljótlega á valdi bandamanna. 11:15 írösk fréttastofa tilkynnir að Saddam íraksforseti hafi heitið hverjum þeim hermanni sem hand- tekur liðsmann innrásarhersins eða grandar óvinaflugvél veglegu verð- launafé. 11:45 Bandarísk stjómvöld staðfesta aö bandarískur sjóliði hafi fallið í dag og er hann fyrsti hermaður bandamanna sem fellur í beinum átökum. 14:45 Bandarískir hermenn upp- götva tvo vöruflutningapramma fullhlaðna sprengiefni sem ætlað er til þess að sökkva skipum. Pramminn var stöðvaður rétt áður en hann hélt úr höfn Umm Qasr. 15:00 Bandarískar hersveitir ná til lykilborgarinnar Nasariya á bökk- um Efrat og mæta þar harðri mótspymu. 15:30 Tilkynnt að bandarískar her- sveitir hafa náð tveimur mikil- vægum flugvöllum á sitt vald í vesturhluta íraks. 15:30 Bush Bandaríkjaforseti segir að stríðið sé að skila árangri. 16:10 Chirac Frakklandsforseti segir að Frakkar muni ekki viður- kenna bandarísk/breska stjóm í írak eftir stríð. 16:30 Breski herinn tilkynnir að olíuborgin Basra verði fljótlega hertekin og að hafnarborgin Umm Qasr sé nú á valdi bandamanna. 16:45 Fréttamönnum fyrirskipað að yfirgefa Bagdad. 17:05 Kröftugar loftárásir hefjast á Bagdad með gífurlegu sprengjuregni. Ógnarsóknin hófst með grfurlegu sprengjuregni Bandarískar sprengjuflugvélar af gerðinni B-52 hófu síðdegis í gær öfluga sprengjuárás á Bagdad eftir langt flug frá herflugvöllum í Bret- landi, en fyrstu vélarnar hófu sig þaðan til flugs upp úr klukkan tíu í gærmorgun. Sprengjuregnið var gífurlegt og var öll áhersla lögð á að veikja vamarlínur íraka í útjaðri borgar- innar. írakar svöruðu árásinni með öfl- ugri loftvarnaskothríð en máttu sín lítils gegn háfleygum stálfuglunum. Eftir gifurlegt sprengjuregn frá B- 52 vélunum tók við öflug eldflauga- árás frá sjó, landi og lofti og var um þrjátíu sprengjuflaugum skotið á miðborg Bagdad með skelfilegum af- leiðingum. Eldar kviknuðu víða í borginni en árásin, sem Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, kallar „ógnarsóknina" og boð- uð var í upphafi aðgerða, stóð Donald Rumsfeld Donald Rumsfeld, varnarmála- ráöherra Bandaríkjanna, segir aö íraska stjórnin sé aö liöast í sundur stanslaust í meira en eina og hálfa klukkustund. Einnig vom gerðar loftárásir á borgirnar Kirkuk og Mosel, í norð- urhluta Iraks. Á sama tíma halda aðgerðir áfram á landi og var olíuborgin Basra við það að falla í hendur bandamanna eftir að bandarískum hersveitum hafði tekist að brjótast í gegnum vamir íraka í hafnarborg- inni Umm Qasr í suðausturhluta íraks. Önnur aðgerð var í gangi í ná- grenni borgarinnar Nashriya á bökkum Efrat en taka hennar er lykilatriði í aðgeröunum þar sem leiðin til Bagdad liggur tun borgina yfir borgarbrúna á Efrat. „Við höfum brotið niður alla mót- spymu í Umm Qasr og borgin er al- gjörlega á okkar valdi,“ sagði einn talsmanna bandariska hersins rétt áður en loftárásirnar hófust á Bagdad. Donald Rumsfeld sagði í ávarpi fljótlega eftir loftárásimar að svo virtist sem íraska stjórnin væri að missa tökin í landinu og að fljótlega mætti búast við breyttum viðhorf- um hjá nánustu samstarfsmönnum Saddams. REUTERSMYND Bandamönnum fagnaö. Opnun lofthelgi Tyrklands fnestað Háttsettur Hamas-foringi handtekinn: Hvetja íraka til að beita sjálfsmorðsárásum Tyrknesk stjómvöld frestuðu því í gær að opna lofthelgi sína fyrir flugi bandarískra herflugvéla eftir að deila kom upp í viðræðum þeirra við bandaríska embættismenn. Tyrk- neska þingið hafði áður samþykkt í atkvæðagreiðslu að opna Bandaríkja- mönnum flugleiðina yfir Tyrkland til íraks. „Við gerðum hlé á viðræðunum eft- ir aö upp komu deilur, bæði varðandi lofthelgina og flutning tyrkneskra hermanna yfir landamærin til íraks,“ sagði talsmaður tyrkneska utanríkis- ráðuneytisins í viðtali í gær og bætti við að hann vonaðist til þess að við- ræður gætu haldið áfram í gærkvöld. Deilan snýst um það að Bandaríkja- menn vilja ekki gefa Tyrkjum leyfi til þess að fara með hersveitir inn í írak af ótta við að til átaka komi milli þeirra og Kúrda. Bandaríkjamenn eiga á móti erfitt með að kyngja því að fá ekki leyfi til þess að fylla vélar sínar eldsneyti á herstöðvum sínum í Tyrklandi. ísraelskum hermönnum tókst í gær að hafa hendur í hári Hamas-foringj- ans Raeds Hutris sem sakaður erum að hafa skipulagt fjölda sjálfsmorðs- árása á síðustu mánuðum og árum og þar á meðal árásina á næturklúbbinn í Tel Aviv í júní árið 2001 þar sem meira en tuttugu manns létu lífið. Hutri Vcir handtekinn við húsleit í bænum Qalqilya á Vesturbakkanum eftir að Hamas-samtökin höfðu hvatt íraka til þess að beita sjálfsmorðsárás- um gegn innrásarliði bandamanna. „frakar ættu að nota okkar aðferðir og gyrða sig sprengjubeltum. Það hef- ur reynst okkur vel í baráttunni gegn innrásarliði síonista," sagði Abdel Aziz-al-Rantisi, einn helsti leiðtogi Hamas-samtakanna á Vesturbakkan- um i viðtali við Reuters-fréttastofuna í gær. Hamas-liöar sýna Saddam stuðning Hamas-samtökin hvetja íraka til þess aö beita sjálfsmorösárásum gegn innrásarliöi bandamanna. Blair vottaði þeim látnu virðingu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vottaði í gær bresku her- mönnunum átta, sem fórust í þyrluslysinu í Kúveit í fyrrinótt, virðingu sína og sagði að þeir verð- skulduðu þakklæti og virðingu þjóðarinnar. Blair, sem ávarpaði þjóð sín frá Brussel, þar sem hann var staddur á leiðtogafundi ESB, sagði að atvikið sannaði hættuna sem breskir hermenn stæðu frammi fyrir. „Þetta voru hugrakkir menn sem voru tilbúnir til þess að fórna lífi sínu til heilla fyrir þjóð sína og alla heimsbyggðina,“ sagði Blair. Tveggja iierþyrlna saknað Tveggja smærri herþyrlna í eigu rússneska hersins er saknað í Tsjetsjeníu eftir bardaga við tsje- tsjenska uppreisnarmenn. Aö sögn rússneska vamarmála- ráðuneytisins rofnaði allt samband við þyrlumar í miðjum átökum í fyrradag og höfðu þær ekki fundist i gær þrátt fyrir mikla leit. Mótmælavepkfall f ..^ ' afboðað r Boðað mótmæla- verkfall fimm mús- límskra stjóm- arandstöðuflokka í Pakistan, sem boðað var til vegna stríðsins í írak, var afturkallað í gær vegna lítils áhuga. Umræddir flokkar eru þó ekki af baki dottnir og hafa boðað til „milljón manna“ mótmælagöngu á sunnudag, á þjóðhátíðardegi Pakistana. Verðhpun á olíu Verð á olíu hélt áfrarn að falla á mörkuðum í gær þrátt fyrir að fréttir hefðu borist af því að írakar hefðu kveikt í þrjátíu af 1685 olíu- lindum sínum og er verðfalliö orðið 25% á einni viku. Ástæðan er sögð sú að Sádi-Arabar hafi síðustu daga dælt mun meiri olíu út á markað- inn vegna yfirvofandi stríðs í írak. Átján saknað eftip Tígna-árás Að minnsta kosti átján manns er saknað eftir að árás var gerð á kín- verskan smátogara úti fyrir austur- strönd Sri Lanka í gær. Talið er að liðsmenn tamílsku Tígranna hafi staðið að árásinni á hraðskreiðum byssubátum sínum. Alls 27 manns voru í áhöfn tog- arans og sagði einn þeirra sem af lifðu að meintir Tígrar hefðu um- kringt togarann á hraðbátum sín- um og síðan skotið hann í kaf með sprengjuvörpum. Ráðist á þpjáp hepstöðvap Bandarískar sérsveitir leituðu í gær, annan daginn í röð, að liðs- mönnum al-Qaeda-samtakanna í fjafllendi Suður-Afganistans, í stór- aðgerð sem kölluð er „Valiant- áhlaupið". Á sama tíma og aðgerð- in stóð sem hæst í nágrenni borg- arinnar Kandahar urðu þrjár bandarískar herstöðvar austur af Kandahar fyrir hörðum eldflauga- árásum, þeim öflugustu í langan tíma að sögn talsmanns hersins. Um þúsund hermenn taka þátt í umræddri aðgerð, sem hefur lítinn árangur borið, en þó hafa að minnsta kosti tólf grunaðir liðs- menn al-Qaeda verið handteknir auk nokkurra liðsmanna stríðs- herrans Gulbuddins Hekmatyars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.