Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 HelQcnrbiadi 13 "V 57 Hiö þekkta RS-merki mun verða á fleiri bílum Ford á næst- unni. Ford hefur látiö hafa þaö eftir sér að Fiesta- og Mondeo-út- gáfur séu á leiðinni og verði komnar á markað á næsta ári. Ford vill endurvekja stöðu sína fyrir meira en áratug, þegar bíl- ar eins og Fiesta RS Turbo, Escort RS Turbo og Sierra RS Cosworth réðu götunum. Skip- aður hefur verið sérstakur hönnunarhópur sem kallast Ford Team RS og mun sjá um hönnun nýju bílanna, auk hönn- unar nýs Focus RS þegar arftak- inn kemur á markað á næsta ari. Fyrsti bíllinn til að koma á markað verður Fiesta RS sem byggist á Rallye-tilraunabílnum sem sýndur var í Genf. Sá bíll ætti að vera kominn á markað snemma næsta sumar. Hinar sportlegu ST-útgáfur verða áfram á markaði en verða meiri lúxusbílar. -NG 450 Nlssan 350Z seldust upp á klukkutima! Nissan opnaði fyrir pantanir á nýja 350Z-sportbílnum í Bret- landi í vikunni og hann seldist upp á einni klukkustund, öll 450 stykkin! Þessir heppnu kaup- endur munu fá bílana sína í október en síðan verður bíllinn ekki fáanlegur aftur fyrr en seint á næsta ári. Bíllinn, sem var frumsýndur í endanlegri út- gáfu sinni í Genf, keppir við til dæmis Audi TT og er með 3,5 lítra 276 hestafla vél og aftur- drifi. Að sögn Sigþórs Bragason- ar, sölustjóra Ingvars Helgason- ar hf., stendur til að panta slík- an bíl til landsins í haust. Búast má við blæjuútgáfu á markaði í Evrópu í sumar. -NG Nizzan 350Z var frums ndur Genf. Hann mun keppa vi b la eins og Auti TT, Honda S2000 og Mazda RX8 Snýr Dafliatsu Charade aftup? Daihatsu Charade gæti verið á leiðinni á markað aftur, allavega á sumum markaðssvæðum. Bíll- inn kallast Mira í Japan en Daihatsu mun vera að íhuga að leyfa aftur notkun Charade- k nafiisins á bílnum en það hefur ekki verið notað á bil þaðan síð- ustu árin. Að sögn Eg- ils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, er verið að skoða mál- ið hjá Brimborg og athuga verð, búnað og fleira. „Charade var mjög þekkt nafn hér á sín- um tíma og vorum við ekki alveg sáttir við þá ákvörðun Daihatsu aö hætta með það nafn þannig að við munum skoða það vel hvort við eigum frekar að nota það nafii,“ segir Egill. Bíllinn er með eins lítra þriggja strokka vél, líkt og var í Charade. Hún er orðin 58 hestöfl og þykir sérlega sparneytin - eyðir undir fjór- um lítrum á hundraðið. Hægt verður að fá bílinn bæði sjálfskiptan og beinskiptan. Bíllinn er væntanlegur á markað í sumar og það verður spennandi að sjá hvort þessi eitt sinn vinsæli bíll hér á landi kemur aftur. -NG GM og Hyundai upp, Fopd og Benz níðup Árlega gefa bandarisku neytenda- samtökin út skýrslu um áreiðan- leika bíltegunda þeirra sem seldar eru í Bandaríkjunum. Niðurstöður eru gefnar út í blaði þeirra, „Consu- mer Reports“, og eru unnar upp úr 480.000 svörum frá áskrifendum blaðsins við könnun sem það send- ir út árlega. Mikið mark er tekið á könnuninni og meðmælum Consu- mer Reports og munu allt að 10% kaupenda bíla í Bandaríkjunum ráðfæra sig á einn eða annan hátt við samtökin áður en nýr bíll er keyptur. Að þessu sinni voru það bílaframleiðendurnir Hyundai og General Motors sem hoppuðu upp á listanum meðan þekkt merki, eins og Ford og Mercedes-Benz, lentu neðarlega í könnuninni. Toyota heldur efsta sætinu Toyota varð líkt og áður í efsta sæti könnunar Consumer Reports og af 25 farartækjum Toyota og Lex- us sem blaðið gefur einkunn treyst- ir það sér til að mæla með 20. Merk- ið er þó aðeins á niöurleiö í könn- uninni þar sem það missti tvær til- nefningar sem „besti bíllinn" í sín- um flokki. Honda fékk ásamt lúxus- merkinu Acura 5 bíla sinna valda „besta bUinn“ sem er besti árangur þeirra hingað tU. Mælt var með 10 farartækjum af 14 hjá Honda og GM fékk 13 af 48, sem er besti árangur GM hingað tU. Aðeins 5 af 32 bUum frá Ford fengu meðmæli og voru tveir þeirra ffá Volvo. Mercedes fékk engin meðmæli og varð merk- ið þriðja neðst á lista. Að sögn tals- manns Mercedes Fred HeUer eru spurningarnar í könnuninni óljósar og gera tU dæmis ekki greinarmun á ískri eða skrölti og aUsherjar vél- arbilun. Hann telur einnig að slæm útkoma þeirra geti verið að hluta tU vegna tæknibúnaðar sem að not- endur bUanna kunna ekki að nota. Besti árangur Hyundai Mesti viðsnúningurinn var að mati Consumer Report hjá Hyundai. Fyrir áratug var merkið eitt af þeim verstu en á síðastliðn- um þremur árum hefur áreiðan- leiki bUa þeirra verið upp á við. Að þessu sinni lenti merkið í öðru sæti í könmminni við hlið Honda. Að sögn Atla Viðars Kristinssonar, ábyrgðarstjóra hjá B&L, umboðsað- Ua Hyundai á íslandi, koma þessar niðurstöður ekki á óvart. Ábyrgðir vegna bUana í Hyundai-bUum hafi dregist verulega saman hjá B&L, sér í lagi á undanfömum tveimur tU þremur árum. Telur Atli Viðar að þar sé um verulega fækkun að ræða eða allt að 40 tU 50% eftir teg- undum. Aðrir umboösaðUar hafi svipaða sögu að segja, m.a. í Banda- ríkjunum þar sem kostnaður vegna ábyrgðartjóns hafi lækkað um aUt að 50%. -NG Saeti Teqund Bilanir á 100 bíla 1. Toyota 10 2-3. Honda 11 2-3. Hyundai 11 4. Subaru 13 5. Nissan 15 6-9. BMW 20 6-9. Chrysler 20 6-9. Mazda 20 6-9. VW 20 10. GM 21 11. M-Benz 22 12. Ford 23 Meðaltal ársins 2002 var 18 bilan- ir á hver 100 ökutæki á móti 21 árið Santa Fe er vins 11 jepplingnr fr Hyundai sem selst hefur vel Banda- r kjunum og eflaust sinn tt g ri tkomu ar. Öxulhosur Hjólalegusett Tímareimar Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 poulsen@poulsen.is www.poulsen.is www.design.is ©2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.