Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Helgarblcið JOV 33 Meistaradeildin: Man.Utd mætir meistur- um Real Viöureignin sem flestir knatt- spyrnuáhugamenn óskuðu sér er orðin að veruleika; Manchest- er United mætir núverandi Evr- ópumeisturum Real Madrid í 8- liða úrslitum meistaradeildar- innar en dregið var um hádegis- bilið í gær í höfuðstöðvum Evr- ópska knattspymusambandsins í Sviss. Liðin áttust einnig við í 8-liða úrslitum keppninnar árið 2000 en þá var það Real sem hafði betur; sigraði 3-2 á Old Trafford eftir að fyrri leikurinn hafði endað með markalausu jafntefli. United á því harma að hefna og mun væntanlega leggja allt í sölurnar til að ná fram hefndum. Hinar viðureignirnar í 8-liða úrslitunum eru þó ekki síður magnaðar. Inter Milan tekur á móti Valencia, spútniklið Ajax mun þurfa á öllum sínum kröft- um að halda til að hafa betur gegn AC Milan og Ítalíumeistar- arnir í Juventus munu mæta spænska stórliðinu Barcelona. „Ég sagði fyrir dráttinn að ég vildi mæta Barcelona og því er ég mjög ánægður," sagði Marcelo Lippi, þjálfari Juvent- us, eftir dráttinn í gær. „Við vildum ekki mæta ítölsku liði en Barcelona er frábært lið meö frábæra stuðningsmenn og enn betri heimavöll. Þetta verður stórkostlegt einvígi fyrir evr- ópska knattspyrnu," bætti Lippi síðan við. Einnig hafa verið lögð drög að því hvaða lið mætast í undanúr- slitum. Sigurvegararnir úr viðureign Real og United munu mæta sigurvegunmum í einvígi Ajax og AC Milan. Þá er einnig ákveðið að annaðhvort Inter Milan eða Valencia munu mæta því liði sem ber sigur úr býtum í viðureign Juventus og Barcelona. Þá var einnig dregið í undan- úrslit í Evrópukeppni félagsliða. Skoska liðið Celtic, sem hafði betur gegn Liverpool í barátt- unni um Bretland, dróst gegn sínum óskamótherjum, en liðið tekur á móti Boavista frá Portú- gal. Hin viðureignin verður án nokkurs vafa mjög spennandi en þar eigast við Lazio og Porto. -vig Staöan: Arsenal 30 19 6 5 64-32 63 Man. Utd 30 18 7 5 48-27 61 Newcastle 30 18 4 8 49-34 58 Chelsea 30 14 9 7 52-31 51 Everton 30 14 8 8 38-34 50 Liverpool 30 13 10 7 44-30 49 Blackbum 30 12 10 8 37-32 46 Charlton 30 13 6 11 39-38 45 Southampt. 30 11 10 9 32-30 43 Tottenham 30 12 7 11 43-43 43 Middlesbr. 30 11 8 11 38-34. 41 Man. City 30 12 5 13 4044 41 Fulham 30 10 8 12 35-37 38 Aston Villa 30 10 5 15 31-35 35 Leeds 30 10 4 16 37-42 34 Birmingh. 30 8 8 14 27-42 32 Bolton 30 6 11 13 33-47 29 West Ham 30 6 9 15 32-53 27 West Brom 30 5 6 19 21-46 21 Sunderland 30 4 7 19 19-48 19 Venables sparkað - og Peter Reid ráðinn í stað hans Terry Venables var í gær rekinn úr starfi sínu sem framkvæmdastjóri Leeds United og mun Peter Reid, sem fyrr í vetur varð að víkja fyrir Howard Wilkinson hjá Sunderland, stjórna liðinu það sem eftir lifir leik- tíðar. Fljótlega eftir að brottför Venables var tilkynnt staðhæfði Pet- er Ridsdale, stjórnarformaður Leeds, að ekki yrði ráðinn eftirmaður fyrr en á næsta tímabili og að Eddie Gray, sem er þjálfari hjá liðinu, myndi taka við stjórnartaumum í siðustu átta leikjum timabilsins. Nokkrum klukkustundum seinna var síðan greint frá ráðningu Reids og mun hann hafa skrifað undir samning til loka tímabilsins. Venables hefur átt undir högg að sækja nær allan sinn tíma hjá Leeds og hefur kappinn mátt þola harða gagnrýni frá stuðningsmönnum fé- lagsins. Leeds hefur nú tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og er talið að það hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Peters Reids biður verðugt verk- efni strax í fyrsta leik sínum við stjómvölinn hjá Leeds, en liðið sæk- ir Liverpool heim á morgun. -vig Það hefur verið á brattann að sækja fyrir Terry Venables allt frá þvíað hann var ráðinn til Leeds síðasta sumar. Nú, þeqar lokaspretturinn íúrvalsdeildinni er að hefjast, er hann loksins látinn fara. SKEIFUNNI 11 • SIMI 520 8000 SMIÐJUVEGI 68 • SÍMI 544 8800 BÍLDSHÖFÐA16 ■ SÍMI 577 1300 EYRARVEGI 29 • SÍMI 483 1800 DALSHRAUN113 - SÍMI 555 1019 WWW.Stilling.iS er vegirm er augljóst UismnPlus +50% Fyrir ökumenn sem leggja mikla áherslu á öryggisþáttinn í umferóinni og sækjast eftir mikilli lýsingu. InnnRrlifR rnmmmm mm j m mmmrn mm Tvöföld ending LongerLife perurnar höfóa alveg sértaklega til atvinnubílstjóra, t.d. leigubílstjóra og annarra sem aka mikió. Slíkir ökumenn aka gífurlegar vegalengdir á hverju ári. LongerLife perurnar eiga reyndar alveg sérstakt erindi til íslenskra bíleigenda því hér á landi er ekið meó Ijósum allan daginn. PHILIPS UjósÍMttskm! jPHIUPS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.