Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 29
28 Helqarblað 33 "V LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 tímavél Steindór Andersen var venju- lequr trillukarl þegar hann kgnntist göldrum rímnanna. Nú, þrettán árum síðar, er „Það má segja að þetta hafi fylgst að, sérstaklega fyrir þann misskilning að ríniur og rapp séu nánir ættingjar. Þetta er skemmtileg- ur misskilningur sem ég hef ekki mótmælt fram að þessu. Það þarf hins vegar talsvert til að halda áfram ineð slíkar kenningar. Fyrir það fyrsta inega menn aldrei hafa lesið eða séð rímur hvað textann varðar og verða þar að auki að hafa sér- staklega lélegt tón- eyra.“ Ertu í þessum rímnaheimi allan sólarhringinn? „Já, aö minnsta kosti núna. Þessa dagana hef ég verið aö eltast við vísnaefni vegna útgáfu á gömlum hljóöritunum rímnalaga sem Kvæðamannafélagið Ið- unn lét vinna á árunum 1935-36. Þetta var á þeim tíma tekið upp á svokallaðar silfurplötur sem þá var algerlega ný tækni til slíkra verka. Aðrir hafa unnið að því að skrifa nótur að lögunum. Það er ekki einfalt mál og misjafnar skoðanir uppi um hvernig eigi að fara að þar sem lögin eru misjafnlega kveðin og radd- irnar óljósar." Það eru væntanlega fáar nótnaútskriftir til af stemmunum? „Yfirleitt er það svo. Séra Bjarni Þorsteinsson skrif- aði auðvitað upp talsvert af rímnalögum í sinni miklu bók, íslensk þjóðlög, sem kom út í Kaupmannahöfn á árunum 1906-09. Eitt og annað hefur einnig veriö skrifað niður síðan, gjarnan í fræðilegu samhengi. Samt sem áður hafa alltaf heyrst þær raddir að ekki væri hægt að skrifa nótur fyrir rímnalögin. Smári Ólason hefur skrifaö nótur að gömlu passíusálmalög- unum sem er jafnvel erfiðara viðureignar en rímna- kveðskapurinn, eftir því sem hann sjálfur segir, þótt þaö sé svipaðrar ættar.“ En voru rímur nokkuð uppgötvaðar sem tónlist fyrr en á síðustu árum? „Jújú, menn hafa svo sem alltaf talað um rímur sem tónlist þótt hún hafi verið allsérstæð. Alltaf hef- ur verið reynt að tala um að rímurnar liggi mitt á milli söngs og talaðs máls, sem er rétt á vissan hátt þótt þær hljóti alltaf að liggja nær söngnum þar sem þær eru tónaðar. Menn hafa viljað gera skýran grein- armun á því að kveöa og syngja og hafa þeir verið gagnrýndir sem gerast of söngvinir í rímnahefðinni. Þeir sem höfðu góða tilfinningu fyrir tónlist, sungu vel og kváöu, voru gjarnan litnir hornauga fyrir að kveða of fallega. Það þótti ekki par fínt. í þennan flokk má setja menn eins og Sigurbjörn K. Stefánsson og Jóhann Garðar Jóhannsson sem að mínu mati voru afburða merkilegir kvæðamenn, en falleg rödd þeirra ruglaði menn í ríminu." Kannast einhver við nafnið Eleseus? En hvernig kynntistu rímunum? Var mikið kveðið á þínu heimili? hann formaður Kvæða- mannafélagsins Iðunnar, hefur unnið með Sigur Rós, Hilmari Erni Hilmarssgni, Buzbg og Lúðrasveit Regkja- víkur, auk þess sem Naxos- útgáfan er að gefa út disk með flutningi hans á íslensk- um rímum. I viðtali við Helg- arblað DV ræðir Steindór um galdur rímnanna, raddarinn- ar og röð óheppilegra tilvilj- ana. „Nei, það var alls ekki mikið kveðið á mínu heim- ili. Ég frétti reyndar fyrir fáum árum að afi minn hefði kveðið fyrir mig þegar ég var smábarn; róið með mig á hné sér og kveðið. Ég var hins vegar heimagangur hjá vini mínum Lárusi Grímssyni og systkinum hans og þar var kveðið og er enn því móð- ir hans, Magnea Halldórsdóttir, er enn í Kvæða- mannafélaginu Iðunni og heiðursfélagi þar.“ Þú ert alinn upp í Reykjavík. „Já, í Þingholtunum." Varstu ungur þegar þú byrjaðir að velta fyrir þér rímunum? „Það var í raun ekki fyrr en fyrir þrettán árum.“ Og hvað varð til þess? „Það er flókin saga aö segja frá því. Stundum er það spurning í hvora áttina maður gengur þegar maður fer út úr húsinu sínu. Kynni mín af rímunum er ein samfelld draugasaga. Eiginlega var þetta þannig að eftir að áhugi minn leitaði í þessa átt má segja að sama hafi verið hvert ég fór, ævinlega hitti ég fólk sem á einhvern hátt hafði sérstakt gildi hvað varðaði það sem á eftir fór. Þannig var að ég var aö velta fyr- ir mér nafni gamals manns sem var með mér á sjó. Nafn hans var Eleseus og ég vildi komast aö uppruna nafnsins og fljótlega færði leitin mig inn í Rímur af Eleseusi spámanni. Þá langaði mig að vita hvernig rímur væru kveðnar. Að öðru leyti hafði ég ekki velt fyrir mér rímnahefðinni þótt ég hefði alltaf haft áhuga á vísum og vísnagerð, án þess þó aö hafa nokkurn tíma getað sjálfur hnoðað saman vísu. Hins vegar reyndist mér auðveldara að setja saman vísur efir að hafa lesið haug af rímum.“ Varstu mikill söngmaður? „Nei, aldrei. Ekki þannig. Á fermingaraldri gaulaði ég eitthvað og þurfti náttúrlega að stofna hljómsveit. Við vorum aöallega tveir í því þjóðlagabandi, ég og Lárus Grímsson. Við tróðum upp á elliheimilum og Kleppi til að hafa eitthvað að gera en aðallega var þetta til gamans og reynslu fyrir okkur sjálfa. Við náðum hápunktinum þegar við komum fram á þjóð- lagakvöldi hjá Ómari Valdimarssyni í Tónabæ." Þannig að sá ferill hefur ekki orðið langur? „Nei, þetta var bara fíkt í okkur drengjunum og varð aldrei meira. Þegar viö Lárus dunduðum við tónlistina var ég tónskáldið. Eftir á að hyggja voru þaö rímnalög sem ég samdi. Það er dularfull niðurstaða." Skemmtilegur misskilningur Er ekki rímnakveðskapurinn, hrynjandi hans og kveðandi, nokkuö séríslenskur? „Jú, algjörlega. Hvergi annars staðar í heiminum finnst slíkur kveðskapur núna þótt mögulegt sé að hann hafí fundist annars staðar fyrr á öldum. Það er þó ekki alveg ljóst.“ Taktur og hrynjandi eru náttúruleg fyrirbæri. Heldurðu að rímurnar og einkenni þeirra tengist að- stæðum á eyjunni íslandi? „Já, frumgerð tónlistar hlýtur alltaf að taka mið af „Það cr gaman að leika sér mcð það í huganum að þcgar maður kveður rímnastcmmu frá sautjándu öld er verið að endurtaka jafnvel 300 ára gamla hugsun. Þetta er hin eiginlega tímavél. Og í þessari túnlist licfur niaður engan stuðning af hljóðfærum, bara röddina og textann,“ segir Steindór Andersen kvæða- maður. DV-myndir Ilari aðstæðunum sem hún verður til í. Menn sækja í þá sjóði sem umhverfið býður.“ Á sama tíma og fólk á meginlandi Evrópu þekkti fjölskipaðar hljómsveitir var kvæðamaðurinn eins manns hljómsveit þar sem kom saman í einum munni taktur og laglína. „Já. Það er gaman að leika sér með það í huganum að þegar maður kveður rímnastemmu frá sautjándu öld er verið að endurtaka jafnvel 300 ára gamla hugs- un. Þetta er hin eiginlega timavél. Og í þessari tónlist hefur maður engan stuðning af hljóðfærum, bara röddina og textann." Rímið og hrynjandin hefur risið aftur við vakningu í kringum rapp og rímur sem virðast hafa endurnýj- ast í samneytinu við rappið. „Það má segja að þetta hafi fylgst að, sérstaklega fyrir þann misskilning að rímur og rapp séu nánir ættingjar. Þetta er skemmtilegur misskilningur sem ég hef ekki mótmælt fram að þessu. Það þarf hins veg- ar talsvert til að halda áfram með slíkar kenningar. Fyrir það fyrsta mega menn aldrei hafa lesið eða séð rímur hvað textann varðar og veröa þar aö auki að hafa sérstaklega lélegt tóneyra. Þaö er rím í hvoru tveggja en þaö er líka rím í kvæðum Hallgríms Pét- urssonar og Jónasar HaUgrímssonar. Svo má líka segja að Jónas, Hallgrímur og Sigurður Breiðfjörð hafi allir átt bága daga í Kaupmannahöfn sem jafn- gildi amerískra borgarbarna í dag. Þaö er ekkert mál að búa til kenningar en tónlist rappsins og rímnanna er algjörlega óskyld nema kannski að því leyti að LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 HeIqorbloö DV 29 bæði rappið og rímurnar eiga sér uppruna í hljóð- færalausu umhverfi." „Það sem helst hann varast vann...“ Þegar þú varst að leita að uppruna nafnsins Eles- eusar fyrir þrettán árum hefur varla hvarflað að þér að þú myndir eiga samstarf við þekktustu hljómsveit landsins, Sigur Rós, og tónskáldið Hilmar Örn Hilm- arsson? „Og Lúðrasveit Reykjavíkur og Buzby? Nei, ég get alveg sagt þér það að slíkt hvarflaði ekki að mér enda hef ég aldrei haft slíka drauma. Ég hef alltaf óttast mest að það sem ég tæki mér fyrir hendur vekti ein- hverja athygli. „Það sem helst hann varast vann, varö þó að koma yfir hann,“ segir í Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar, líkt og niðurstaðan hefur orðið hjá helstu spekingum veraldarinnar eins og Aldous Huxley og Lao Tse. Lögmál Murphys gerir líka ráö fyrir því að allt fari úrskeiðis sem getur farið úrskeið- is. Sannleikurinn er sá að árið 1996 nennti enginn „Gamalt fólk íKvæðamannafélaqinu Iðunni hefursagt við mig að þvífinnist það hafa hitt afa sinn fgrir þeqar éq kveð. Það er sjálfsagt eitthvað írödd- inni hjá mér sem fellur rétt og hljómar eðlileqa samanborið við það sem þetta fólk þekkir. Kannski það sé hófleqa mikil viskfdrgkkja sem veldur þessu.“ lengur að vera formaður í Kvæðamannafélaginu Ið- unni þannig að ég ákvað að taka það aö mér, eftir að allir hinir höfðu verið beðnir, í þeim fróma tilgangi að láta þetta félag ekki enda sína daga vegna leti og áhugaleysis. Ég hugsaði með mér að það væri slæmt ef félagið vekti einhverja athygli með mig í farar- broddi og ætlaði mér að bíða eftir því að einhver verðugur birtist og tæki við formannsembættinu. Ég var hins vegar ekki fyrr búinn að taka við sprotanum en það ruddust á mig allir fjölmiðlarnir. Það er greinilega stórhættulegt að óttast.“ Þetta hefur sem sagt verið fyrir röð óheppilegra tO- viljana? „Ekkert annað.“ Og nú er þetta þitt aðalstarf? „Allavega þessa mánuðina. Maður stendur alltaf í einhverjum snúningum og þótt þetta sé kannski ekki full vinna þá slítur það í sundur alla dagskrá hjá manni. Það er ekki hægt að stunda eðlilega vinnu ef maður hefur lofað sér stöðugt út og suður um bæinn. Það er ómögulegt að stunda róðra á trillu nema vera algerlega bundinn því og liggja yfir veðurspánni og vera alltaf tilbúinn að fara í róður. Þeir sem ekki gera það eru miklu betur settir ef þeir einfaldlega fá sér aðra vinnu.“ Þú hefur verið sjómaður að aðalstarfi? „Jájá, ég hef verið það.“ Og átt trillu? „Já, en það hefur komið sér illa að róa ekki.“ Hvað er langt síðan þú fórst síðast á sjóinn? „Ja (hann hlær), ætli það séu ekki orðin tvö ár síð- an ég fór á sjóinn." Þess í stað hefurðu skellt þér í tónleikaferðir með Sigur Rós og annað smálegt... „Já, þær eru víða vertíðirnar.“ Þijóskur í samningum Það stendur til að gefa út rímnakveðskap þinn hjá Naxos-útgáfunni. „Já, ég held að diskurinn komi út í júní.“ Hvernig kom það til? „Útgáfan hafði samband við Stofnun Árna Magnús- sonar í leit að manni sem iðkaði rímnakveðskap. Naxos hafði stofnað heimstónlistardeild og fyrsta verkefnið var að gefa út íslenskar rímur. Það tafðist nokkuð, sérstaklega vegna minnar þrjósku í samning- um við þá.“ Fer þetta ekki að heita heimsfrægð? „Það var kominn tími til þess að þessi sérstaka tón- listarstefna, rímumar, yrði gerð opinber þannig að heimurinn fengi að njóta þeirra. Við höfum legið alltof lengi á þessu; ekki þó eins og ormar á guili, heldur frekar vegna þess að við skömmuðumst okkar fyrir kveöskapinn og tónlistina sem hefur þótt frekar ófín við hliðina á „alvöru söng“. Eru það frumelement rímnatónlistarinnar sem heilla fólk? „Maður getur leyft sér að halda að það sé þessi sammannlega frumgerð í tónlist sem heilli. Þar sem ekki er hægt að styðjast við hljóðfæri verða menn að nota röddina og skapa laglínu eftir þeim hugmyndum sem umhverfið gefur þeim. í rímnakveðskapnum finna menn þá fjársjóði sem einmitt byggjast á þessu.“ Hóflega inikil vislíídn'ldvja Hefurðu einhvern tíma lært söng? „Nei, aldrei lært neitt.“ Hefurðu hlúð eitthvað að röddinni? „Nei, og aldrei hugsaö um það. Gamalt fólk í Kvæðamannafélaginu Iðunni hefur sagt við mig aö því finnist það hafa hitt afa sinn fyrir þegar ég kveð. Það er sjálfsagt eitthvað í röddinni hjá mér sem fell- ur rétt og hljómar eðlilega samanborið við það sem þetta fólk þekkir. Kannski það sé hóflega mikil viskídrykkja sem veldur þessu.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.