Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 44
48 Helcfctrhlað DV LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Karl Bretaprins hefur verið að ganga gegnum fersk hneykslismál sem hafa leitt í ljós stórfellt brask með gjafir til prinsins og undarlegt samband lians við nánasta ráðgjafa sinn. Hneyksli í höllinni Náinn aðstoðarmaður Karls Bretaprins er uppuís að þvíað stjórna stórfelldri sölu á qjöfum til prinsins með vitund og vilja hans. Sérstök rannsóknarnefnd setur að- stoðarmanninn af og Karl hefur ekki lenq- ur ráðstöfunarrétt gfir eiqin qjöfum held- ur móðir hans drottninqin. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að vera prins. Jafnvel þótt maður fái prinsessu þá vilja allir prinsar að lokum fá að verða konungar. Það er ekki auðvelt ef mamma prinsins neitar að láta stjómartaumana af hendi. Prinsinn er löngu bú- inn að glata prinsessunni og orðinn miðaldra og ríflega það og verður stöðugt bitrari og verður nú að sætta sig við að glata enn meiri völdum í hendur aldraðrar móður sinnar. Þetta er nokkurn veginn lýsing á hlutskipti Karls Bretaprins. Þessi álappalegi hlédrægi mað- ur meö rauða nefið og útstæðu eyrun virðist aidrei hafa kunnað almennilega við sig í sviðs- ljósinu og hann verður seint kallaður valds- mannslegur þótt hann eigi að erfa konungsríkið. Hann varð eftirlæti bresku þjóðarinnar þegar hann giftist Díönu Spencer og brúðkaup þeirra var einhver mesta skrautsýning á Bretlandseyj- um seinni tíma. Svo fór það allt í vaskinn eins og eflaust flestir lesendur muna. Díana og Karl skildu og hún fóðraði almenning á hörmulegum lýsingum á óhamingjusömu hjónabandi sínu og sögum af ástarsamböndum sínum við hina og þessa starfsmenn hallarinnar, lystarstoli og þján- ingum, svo ekki sé minnst á ástarævintýri Kalla sjálfs við Camillu Parker Bowles sem lítur út eins og hestur í kjól en var samt konan sem Kalli elskaði allan tímann. Þetta varð drottningunni móður hans tilefni til þess að kalla eitt árið Annus horribilis eða hið hræðilega ár því fátt þolir kóngafólk verr en að einkamál þess séu dregin um torg og stræti öll- um til sýnis. Gjafir til sölu Svo dó Díana og Kalli flutti inn til Camillu og allt sýndist þetta svosem ætla að verða nokkuð farsælt. En á dögunum var gerð opinber skýrsla í Bretlandi sem hefur valdið mikilli hneykslan og er gríðarlegur álitshnekkir fyrir prinsinn og það hvernig hans einkamálum var háttað. Skýrsla þessi var gerð af Sir Michael Peat, sér- legum trúnaðarmanni drottningarinnar sjálfrar, og var að nafninu til innanhússrannsókn í St. James-höll þar sem prinsinn hefur alla tíð haft aðsetur sitt. í kjölfarið hefur verið ákveðið að hér eftir séu allar gjafir sem prinsinum berast og teljast opinberar í raun eign drottningarinnar sjálfrar og hann hafi ekki ráðstöfunarrétt yfir þeim. Skuggalegustu niðurstöður skýrslunnar leiddu nefnilega í ljós að helsti trúnaðarmaður prinsins og nánasti ráðgjafi og vinur til margra ára hafði stundað það með skipulegum hætti að selja verð- mætar gjafir sem prinsinum bárust. Andvirðið var ýmist lagt inn á einkareikning prinsins eða virðist hafa verið deilt meðal starfsfólksins í höllinni eftir einhverju undarlegu umbunar- eða mútukerfi. Reynt að kæfa niálið Skýrslan leiðir einnig í ljós að prinsinn hafi ætlað að eiga leynilegan fund með Burrell nokkrum sem var bryti Díönu en hann hafði ver- ið ásakaður um að hafa fjarlægt 300 hluti úr einkaeigu Díönu eftir lát hennar og varðveitt þá á heimili sínu án leyfis. Fundur þeirra Karls og Burrells fór reyndar aldrei fram en var aflýst skömmu áður en Burrell átti að mæta fyrir rétt. Tilgangur fundarins var að fá Burrell til að mæta ekki í réttinum og kæfa þannig málið í heild sinni. Það tókst ekki en tilraunin þykir vítaverð. Frances Fawcett Frances Fawcett einkaráðgjafi prinsins og ná- inn vinur í 20 ár hefur verið neyddur til þess að segja af sér starfi sínu í St. James-höll í kjölfar útgáfu skýrslunnar og mun ekki starfa þar fram- ar. Á síðustu stundu var þó tilkynnt aö hann yrði áfram á launum hjá Karli prins sem sérleg- ur ráðgjafi og skipuleggjandi tómstundastarfs. Frances þessi hefur í bresku blöðunum verið kallaður Frances „The Fence“ Fawcett en í þessu samhengi þýðir „The Fence“ sá sem kemur þýfi í verð en það var einmitt Frances sem sá um sölu á gjöfunum og dreifingu andvirðisins. Skýrslan leiddi einnig í ljós að prinsinn fékk um 800 gjafir á hverju ári. Sem dæmi má nefna úr skýrslunni að penni og úr að verðmæti 9.600 pund, sem prinsinn fékk frá aldavini sínum við hirðina, var selt og andvirðið lagt á reikning hans. Mörg dæmi eru um að gjafir sem lágu í geymslu skemmdust svo þær urðu verðlausar og fjöldi brúðkaupsgjafa Karls og Díönu hafði verið eyðilagður til þess að pláss væri fyrir nýjar gjaf- ir í geymslum hallarinnar. Sir Michael Peat komst að þeirri niðurstöðu að 2.300 gjafir sem borist höfðu á þriggja ára tíma- bili voru ekki nógu vel skráðar í bókhald hallar- innar og sérstök rannsókn sem gerð var á afdrif- um 180 gjafa leiddi í ljós að 19 þeirra fundust ekki og enginn vissi hvað orðið hafði um þær. Það var Frances Fawcett sem annaðist ekki bara sölu á verðmætum gjöfum heldur var hann einnig umsjónarmaður með vali á mörgum gjaf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.