Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
I>V
Fréttir
Norskir leikarar í stríöi viö Baltasar Kormák:
Hyggjast kasta tertu
í andlit íslendingsins
Baltasar Kormákur er nú stadd-
ur í Noregi vegna frumsýninga
þar í landi á mynd hans, Haflnu, í
næstu viku. í norska blaðinu Ver-
dens Gang birtist nú í vikunni
frétt um deilur norskra leikara
við Baltasar Kormák vegna starfa
þeirra við leiksýninguna „Litlu
hryllingsbúðina“ fyrir tveim
árum sem sett var upp af fyrirtæk-
inu Saga Theater sem tekið hefur
verið til gjaldþrotaskipta. Baltasar
var einn af eigendum þess. Talað
er um það í VG að leikararnir hafi
átt inni samanlagt um 500.000
norskar krónur hjá félaginu.
Baltasar Kormákur sagði í sam-
tali við DV í gær að þarna væri á
ferðinni hrein skemmdarstarf-
semi vegna frumsýningar hans á
Hafinu. Málið sé að Saga Theater
hafí samið við Chat Noir-leikhúsið
í Ósló og það hafí ekki skilað þeim
tekjum sem til stóð vegna inn-
komu Visa-greiöslna. Einnig
hafi leikhúsið eytt miklum pen-
ingum m.a. í auglýsingar sem
ekki hafi verið samþykktar.
Fyrirtæki hans hafi orðið fyrir
miklu tjóni vegna þessa og í
framhaldinu veriö tekið til
gjaldþrotaskipta. Hann segir að
vissulega hefði verið möguleiki
á að lögsækja Chat Noir vegna
þessa en af því hafi ekki orðið.
Þess megi geta að einn þeirra
sem hæst hafa nú, Tom Sterri,
sé m.a. eigandi í þessu norska
leikhúsi. Leikararnir hafi starf-
að sem verktakar og hafi þvi
ekki tryggingu sem venjulegir
launþegar. Baltasar segir að
þegar Saga Theater hafi verið
tekið til gjaldþrotaskipta hafi
hann gert skiptastjóra grein
fyrir skuld norska leikhússins
við félagið. Lögin um gjald-
þrotaskipti séu hins vegar skýr
rÍEMSTOMOEr »1 ER RTtiRtSStHT II
''533
\vlu'jéf. >|hti t lltr I liili'i'li'.lfliiífi;: H.'K i innlH-kvn'.
Kjemltser i pengeki'iingel
a* qaðjo fjpmjvsmszid
{jnbnsai ikvidft vnlt-th uaUiwa ki«om dl kjwbsni*
«0M *i**i/f -Lmi* Sbop mí Kmiw** |<» N«4r f*i «• *r I
4ag kamnw td f«r * c lin ny» úlw
dhwtn.
■
t-*k.
Shívp of Hwtöt**
*v 15 ikuvtpiScn.
d*ru«* wukNktt*
Noea fl h* fin pi>u<ri
fw pt mpwwicn.
tnttts sjutíf ukí ÍMt On
1* %
T«n itftn, ‘jun
c'íhatikí tsg ])u
«•>js QVtt lÖOOOO
kjnwthw
% ^ A
1
_____mrwélmr »a
— <►»» «a*v*>**, Am a*
«1 Mar-i ‘ ‘
- Vi&Jukkf
tnwkmfoi
jx«vtpnx.<Jtn eikr
fvrtstila^ene, ner Tom
32Tjjtífn inntil
______ÍSMÍIÍL
Ur Verdens Gang.
og þegar út í slíkt var komið þá
hafi hann ekki haft aðgang að
málinu lengur. Hann geti því
lítið gert gagnvart þessum leik-
urum. „Mér þykir þó vissulega
leitt að svona skyldi fara,“ sagði
Baltasar Kormákur.
Leikararnir Brede Böe, Tom
Sterri, Guri Schanke og Dag
Vágsás segja í samtali við VG
að þeir hafi átt að fá vel yfir
hundrað þúsund krónur
norskar hver. Þeir hafi hins
vegar ekki fengið krónu,
hvorki fyrir æfingar né sýning-
ar. Vágsás segist vona að þeir
geti lagt steina í götu Baltasars
vegna komu hans til Noregs.
Þarna sé á ferðinni maður sem
ekki standi við sín orð. Þá
muni gamla góða kvikmynda-
bragðið að kasta tertu í andlit
íslendingsins vera á sínum
stað. -HKr.
Bankaræninginn
er ófundinn
Maðurinn sem framdi vopnað
rán í útibúi Sparisjóðs Hafnar-
íjarðar í gærmorgun er enn
ófundinn. Lögregla hefur fengið
fjölmargar vísbendingar er varða
málið og voru nokkrir yfirheyrð-
ir í gær. Það leiddi þó ekki til
handtöku.
Maöurinn ógnaði starfsfólki og
hafði á brott með sér fjármuni úr
skúffu eins gjaldkerans í útibú-
inu. Hann sást hlaupa í átt að
Stakkahrauni þar sem hann
hvarf sjónum.
Maðurinn er talinn vera á þrí-
tugsaldri, lágvaxinn eða um 170
cm á hæð. -aþ
Sjá einnig bls. 12 og 13.
Málefni RSÍ:
Búist við rafmögn-
uðum aðalfundi
FÍR á laugardag
Mikil reiði er nú í röðum raf-
iðnaðarmanna vegna stöðu mála
hjá Rafiðnaðarsambandi íslands
eftir að upplýst var fyrir rétti í
síðustu viku um svartar launa-
greiðslur samfara umræðu um
miklar skuldir sambandsins og
veðsetningar eigna. Samkvæmt
heimildum DV mun nú helst rætt
um tvær leiðir í stöðunni. Ann-
ars vegar að skipt verði út mönn-
um í æðstu stjórnunarstöðum RSÍ
eða hreinlega að stór félög kljúfi
sig frá RSÍ og stofni nýtt sam-
band rafiðnaðarmanna.
Félag íslenskra rafvirkja, FÍR,
mun halda aðalfund sinn á laug-
ardag. Það er stærsta aðildarfélag
RSÍ, með um 1.300 félagsmenn.
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur RSÍ, og Rúnar Backman, gjald-
keri RSÍ, sitja í miðstjórn RSI fyr-
ir tilstyrk FIR. Þeir eru kosnir af
FÍR inn á sambandsstjórnarþing
sem kýs síðan miðstjóm RSI. Bú-
ist er við að tekist verði hart á
um málefni RSÍ á laugardaginn,
ekki síst i ljósi meintra svartra
launagreiðslna. Samkvæmt heim-
ildum DV er hins vegar búið að
byggja valdakerfi RSI upp með
þeim hætti að erfitt getur reynst
að hnika þar til. -HKr.
DVJHYND PJETUR
Nær til milljóna nýrra áheyrenda
Tónlist Sinfóníuhljómsveitar íslands mun framvegis hljóma í vélum Flugleiöa. Sinfónían ásamt lcelandair og írska fyrir-
tækinu Inflight Audio undirrituöu samning þess efnis í gær. Samningurinn þykir mikill áfangi fyrir Sinfóníuhljómsveitina
enda á hún möguleika á aö ná til milljóna nýrra áheyrenda. Sveitin verður með eigin rás í vélunum og veröur skipt um
tónlist á tveggja mánaöa fresti. Efniö veröur sérvaliö af tónleikastjóra Sinfóníunnar. Einnig veröur sérstök mynd-
bandskynning um sveitina spiluö um þorö og fjallaö veröur um efniö í tímaritinu Atlantica. Inflight Audio hefur séö um
tónlist um borö í vélum lcelandair í mörg ár en þeir sjá einnig um tónlist fyrir 70 stærstu flugfélög í heiminum. Dami-
an Fannin, eigandi Inflight Audio, sem sést lengst t.v. á myndinni, sagöi í gær aö hann stefndi á aö koma tónlist Sin-
fóníuhljómsveitarinnar á framfæri til þessara fyrirtækja sem fyrst. Á myndinni sjást auk Fannins þau Siguröur
Helgason, forstjóri Flugleiöa, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiöluleikari og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Ný stjórnmálasamtök stofnuð í dag:
Nýtt afl telur hér rekna minnisvarðapólitík
Ný stjómmálaafl verður til í
dag með stofnun Nýs afls. Guð-
mundur G. Þórarinsson, fyrrver-
andi þingmaður Framsóknar-
flokksins, býður sig fram til for-
manns samtakanna. Þessi stjórn-
málasamtök hafna sérhagsmuna-
tengdri spillingarstefnu stjórn-
valda og krefjast þess að þeirri öf-
ugþróun sem orðið hefur í þjóðfé-
laginu á undanfórnum misserum
verði snúið við.
Samtökin vilja aö á meðan
menn lifa í landi loforðanna verði
umræðunni beint að þeirri stað-
reynd aö ríkisstjórnin hafi ger-
samlega brugðist í að gæta hags-
muna almennings og forgangsröð-
un og áherslurnar í þjóðfélaginu
séu rangar. Þær einkennist miklu
frekar af einhvers konar minnis-
Forystumenn í Nýju afli
Valdimar Jóhannesson, Jón Magnússon og Guömundur G. Þórarinsson en sá
síöastnefndi býöur sig fram til formanns Nýs afls.
varðapólitík heldur en að taka
mið af hagsmunum og lífsham-
ingju fólksins í landinu. Meðal
helstu baráttumála Nýs afls er
lækkun tekjuskatta og sér í lagi á
lægstu laun, komið verði á virkri
samkeppni á fjármagnsmarkaði
og hagsmunir hins almenna borg-
ara verði verndaðir og hindrað að
fámennir hópar geti í krafti sjóða
sem þeir eiga ekki sölsað imdir sig
fjármuni þjóðarinnar, völd hennar
og áhrif. Sett verði lög sem tryggi
réttindi fólks til að kjósa stjómir
lífeyrissjóðanna sem og að velja
sér lífeyrissjóð.
Nýtt afl hyggst bjóða fram lista
í báðum Reykjavíkurkjördæmun-
um, en stefnt er að því að bjóða
fram lista í öllum kjördæmum
landsins. -GG
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Sekt fypir dpeif-
ingu á barnaklámi
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær rúmlega tvítugan
mann til að greiða tvö hundruð
þúsund króna sekt í ríkissjóð en
sæta ella fangelsi í þrjátíu daga
fyrir dreifingu á barnaklámi.
Hann haíði boðið almenningi að-
gang að myndum sem sýndu börn
á kynferðislegan og klámfenginn
hátt á spjallrás á netinu undir
notendanafninu „Mandrake22“.
Einnig var hann dæmdur fyrir að
hafa haft í vörslu sinni tuttugu
og tvær hreyfimyndir í tölvu sem
sýndu börn á kynferðislegan og
klámfenginn hátt.
Maðurinn játaði brot sín bæði
hjá lögreglu og fyrir dómi og að
því virtu þótti refsing hans hæfi-
lega ákveðin framangreind sekt.
-EKÁ
Málverkafölsunarmálið:
Gefa lítið fypip
álit listfpæðinga
Aðalmeðferð í málverkafólsun-
armálinu svokallaða var haldið
áfram í gær. Verjandi Péturs
Þórs Gunnarssonar, fyrrverandi
eiganda Gallerís Borgar, vék í
spurningum sínum að hinum list-
fræðilegu álitsgjöfum ákæru-
valdsins og tengslum þeirra við
málið. Sagði Pétur að þeir væru
allir tengdir málinu á einhvern
hátt þar sem þeir hefðu allir unn-
ið saman annaðhvort á Listasafni
íslands eða á Kjarvalsstöðum.
Þeir hefðu því allir hagsmuni af
tiltekinni niðurstöðu í málinu.
Jón H. Snorrason saksóknari
yfirheyrði Jónas Freydal Þor-
steinsson, en hann var einnig
ákærður ásamt Pétri fyrir faisan-
ir. Jónas neitaði að hafa nokkum
tímann falsað umrædd málverk
og gagnrýndi mjög rannsóknarað-
ferðir lögreglu og álit sérfræðinga
ákæruvaldsins. Benti hann á að
einn af sérfræðingunum sem
hefðu rannsakað myndimar fyrir
ákæruvaldið hefði í raun keypt
nokkrar þeirra á sínum tíma án
þess að sjá nokkuð athugavert
við þær þá. Sagði hann að ekkert
lægi fyrir í málinu sem sannaði
að myndimar væru falsaðar. Að-
eins lægi fyrir álit sérfræðinga
sem hann tæki lítið mark á.
-EKÁ