Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Síða 8
8 Fréttir FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 . .. ^ gangseyrir er kl 1.000,- fyrir 14 ara og eldri Dagskrá laugardag: 10:00 Mæting keppenda I 1:00 Pit lokar og æfingar hefjast 13:00 Undanrásir hefjast 14:00 2. umferð íWSA lceland Snocrossinu 16:00 Áætluð mótslok og verðlaunaafhending Við hvetjum alla sem hafa gaman af hraða, spennu og hrikalegum stökkum að koma vel útivistarklædd í Skálafell á laugardag klukkan 13:00 og skemmta sér með okkur í Snocrossinu. Fylgist með á www.snocross.is Stórkostieg Snocrosskynning verður í Skautahöllinni í Laugardal, föstudagskvöldið 4. apríl klukkan 22:00 þar sem fólki gefst kostur á að sjá keppendur, keppnissleða þeirra og allt það sem fylgir Snocrossinu. Aðgangseýrir er enginn á þessa sýningu og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.snocross.is eða í símum 894-2967 og 898-2099 / ; '■ .......... ..S.,L .. : , _________ __ ijJd-iiuu !\u:m m POLRRIS CiLWX (arlsbcfc Greifinn 0 R.SIGMUNDSSON MOTORSPORTS MOTUL Asprent -ÍSSS^ GFeáiomyndir' /^\J/A jÉ AmlHtlmoan -X'/.’/ýy' ZJlggf vrkftl ótmfflrH Akurnesingar fá engar tekjur af lóö Sementsverksmiöjunn ar hf. í dag. Hugmyndir eru því uppi um aö fjarlægja verksmiðjuna og skapa vinnu og tekjur meö endur nýtingu lóðarinnar. Bryggjuhverfi í stað Sementsverksmiðiunnar Lóðin sem Sementsverksmiðj- an á Akranesi stendur á gæti skilað sveitarfélaginu miklum tekjum ef verksmiðjan yrði rifin og í stað hennar byggt upp myndarlegt íbúðarhúsahverfi. Samkvæmt upplýsingum frá Akraneskaupstað hefur bærinn engar beinar tekjur af lóðinni í dag sem látin var af hendi endur- gjaldslaust fyrir hartnær hálfri öld. í stað þess að fá engar tekjur af lóðaleigu gæti bærinn fengið gatnagerðargjöld upp á hundruð milljóna, auk tengdra þjónustu- gjalda, með því að endurnýta svæðið undir ibúðabyggð, eða bryggjuhverfi, samkvæmt fyrir- liggjandi hugmyndum. Auk þess fengi bærinn veltu af starfs- mönnum vegna uppbyggingar svæðisins til margra ára sem gæti numið hundruðum árs- verka. Fjölgun íbúa og umsvif vegna þessa myndu einnig valda margfeldisáhrifum í samfélag- inu. Vart þarf þó að taka fram að þessar nýstárlegu hugmyndir eru alls ekki óumdeildar. Störfum fer fækkandi í dag eru í verksmiðjunni rúm- lega 60 stöðugildi en voru þegar best lét vel á annað hundrað. Störfum í verksmiðjunni hefur því farið stöðugt fækkandi svo ljóst er að tekjur Akraneskaup- staðar vegna hennar hafa verið að dragast saman. Óttast margir að þrátt fyrir að einkavæðingar- nefnd takist að selja verksmiðj- una þá séu dagar hennar senn taldir. Því sé mjög mikilvægt að bæjarfélagið sitji ekki uppi með draugaverksmiöju í miðbænum sem enginn vill bera kostnað af að fjarlægja, líkt og gerðist þegar síldin hvarf á Siglufirði og víðar. Skiptar skoðanir Bæjarráð Akraness hefur lagt ríka áherslu á það í sínum mál- flutningi að við undirbúning á sölu Sementsverksmiðjunnar hf. verði gert ráð fyrir því að re!.stri verksmiðjunnar verði haldið áfram og starfsemi hennar efld. Þar eru menn m.a. að tala um að nýta verksmiðjuna í auknum mæli til fórgunar úrgangsefna. Gagnrýnendur benda á að slík sorpbrennsla í miðbæ Akraness væri mikil tímaskekkja, auk þess sem verksmiðjan er í næsta nágrenni við stórt og öflugt mat- vælafyrirtæki. Nú eru til skoðunar 5 tilboð sem bárust í kaup á verksmiðj- unni og þar á meðal frá hópi undir forystu Gunnars Leifs Stef- ánssonar sem lýst hefur yfir vilja til að rífa verksmiðjuna og nýta lóð hennar undir íbúðabyggð en að starfsemin verði flutt inn á Grundartanga í Hvalfirði. Bent er á að verksmiðjan standi í hjarta bæjarins, á besta stað við höfnina og með tengingu við bað- strönd Akurnesinga á Langa- sandi. Reyna aö endurheimta lóöir í ársreikningi verksmiðjunnar fyrir síðasta ár telja endurskoð- endur Deloitte & Touche hf. að veruleg óvissa sé um möguleika félagsins til áframhaldandi rekstrar. Bæjarráð hefur því greinilega slegið varnagla varð- andi fyrirhugaða sölu verksmiðj- unnar. Komið hefur verið á framfæri því sjónarmiði við eig- anda Sementsverksmiðjunnar að lóðir sem afhentar voru undir reksturinn á sínum tima án end- urgjalds verði að nýju afhentar Akraneskaupstað komi til sölu verksmiðjunnar. Þá verði lóðar- leigusamningur gerður viö kaup- staðinn um afnot fyrirtækisins á því svæði sem verksmiðjan þarf OV-MYNDIR HKR. Úr porti Sementsverksmiðjunnar Tankbíll bíöur þess að flyta sement til kaupenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.