Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 22
22
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
Skoðun DV
Kosningar fram undan
Konráö Rúnar Friðfinnsson
skrifar:
Kosið verður til Alþingis í
maí í vor. Munurinn nú og
áður er að tveir ilokkar
koma til með að bítast um
völdin, Sjáifstæðisflokkur og
Samfylking. Tíðindum þótti
sæta þegar borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg Sólrún
Gisladóttir, ákvað að standa
upp úr stól sínum til að
glíma við landsmálapólitík-
ina og þáði fimmta sætið á
lista Samfylkingarmanna.
Og Ingibjörgu var stillt upp
sem forsætisráðherraefni
fylkingarinnar. Miðað við
þær vinsældir sem hún naut
sem borgarstjóri Reykvík-
inga og allra landsmanna
má búast við spennandi
kosningum í vor.
Sjálfstæðismenn hamra
mjög á því þessa dagana að
lækka skattana - eftir kosn-
ingarnar, takið eftir því!
Sömu loforð gáfu þeir reynd-
ar fyrir síðustu kosningar
en efndu ekki af einhverri
óskiljanlegri ástæðu. En
núna telja þessir ágætu
menn ráðrúm til skatta-
lækkunar.
Og Vegagerðin fékk aldeil-
is innspýtingu. Nokkrum
milljörðum var veitt til
vega-, brúar- og jarðganga-
gerðar víðs vegar um landið.
Útspil ríkisstjórnarinnar
kom flatt upp á vegagerðar-
menn. Þeir fómuðu höndum
og voru alls ekki tilbúnir að
takast á við svo viðamikið Hér
verk nema að hluta, til að
byrja með.
Og vinir mínir, Austfirðingar,
fengu eitt stykki álver á Reyðar-
fjörð eftir langa og stranga bið.
DV-MYND NJORÐUR HELGASON
Framkvæmdagleöi
er unniö af kappi viö brúargerö yfir ána Klifanda í Mýrdal. Miklir peningar til vegageröar
og góö tíö örva framkvæmdagleðina.
Að vísu segja menn að þetta
skyndilega útspil til Vegagerðar-
innar og samningarnir um álver-
ið tengist ekki kosningunum
fram undan á neinn hátt. Sá
grunur læðist samt að manni.
„Valid er um hægri-
stjórn með óbreytt
ástand og hins vegar
vinstristjórn með
breytt ástand og til-
heyrandi verðbólgu
og glimmer sem hífir
upp laun manna um
stundarsakir..."
í maí mun væntanlega
skýrast hverjir stjóma land-
inu næstu fjögur ár. Valið
er um hægristjórn með
óbreytt ástand og hins vegar
vinstristjórn með breytt
ástand og tilheyrandi verð-
bólgu og glimmer sem hífir
upp laun manna um stund-
arsakir og öryrkjar fá sömu-
leiðis pínku pons sem verð-
bólgan gleypir svo aftur og
rúmlega það í verðhækkun-
um á nauðþurftum fólks.
Sannleikurinn er nefnilega
sá að íslendingar hafa ekki
góða reynslu af vinstri-
stjórnum þegar upp er stað-
ið. Þær hafa ævinlega farið
af stað með miklum lúðra-
blæstri og bægslagangi, svo
er allur vindur úr þeim á
miðri leið og efnt er til
kosninga áður en fjögur ár
eru liðin. Um tíma var ís-
lenska þjóðin meira og
minna í kjörklefanum að
kjósa til Alþingis. Hin síðari
ár hefur ríkt hér meiri stöð-
ugleiki í stjórnmálum en
lengi á undan. Þess vegna
vil ég hvetja menn til að
kjósa að vel ígrunduðu máli. Við
vitum hvað við höfum en ekki
hvað við fáum.
Besta
íslenska
bíómyndin
Biógestur hringdi:
Mér ofbýður vitleysan í Pétri
nokkrum Jónssyni sem skrifaði
í DV í gær um Nóa Albínóa.
Auðvitað á gott blað eins og
DV ekki að taka við svona
óhróðri, gjörsamlega órökstudd-
um, því téður Pétur hefur ekki
séð myndina sem hann er að
níða niður. Myndin fjallar ekki
um klám.
Ég fór á Nóa um helgina í
Háskólabíói og þar var næstum
fullur salur af fólki sem hreifst
mjög af þeim snilldartöktum
sem þar eru á ferðinni. Nói
albínói er kannski með frá-
hrindandi nafn en myndin er
afar snjöll hvar sem á er litið
og athyglisverður er leikur
áhugaleikara.
Ég tek imdir með Víkverja ef
rétt er að hann hafi hvatt
menn til að flykkjast á þessa
kvikmynd. Menn verða ekki
fyrir vonbrigðum.
Eineltl?
Stjórnmálamenn sem fá ekki þaö sem þeir vilja tala um „eineltT. Greinarhöfundur segir aö þarna sé veriö aö geng-
isfella orö og gera lítiö úr þeim sem í raun eiga viö einelti að stríöa. Víöar er um gengisfellingu orða að ræöa.
Barnaklám skal það heita
Ágúst Borgþór
Sverrisson
blaðamaöur
skrifar
„Ég byrjaði að lesa dagblöð og
fylgjast með fréttum í ljósvakamiðl-
um á barnsaldri snemma á 8. ára-
tugnum. Á næsta áratug á eftir
hófst gengisfelling orðanna. Fyrsta
orðið sem féll í valinn var orðið
„mannréttindabrot". Algengustu
mannréttindabrotin sem ég hafði
lesið um fram á 9. áratuginn fólust
í því að fangelsa fólk fyrir að tjá
skoðanir sínar. í kommúnistaríkj-
um voru menn heilaþvegnir fyrir
slíkt eða settir í þrælkunarbúðir. í
fasistaríkjum S-Ameriku voru þeir
pyntaðir með rafmagni. En síðan
fór tegundum mannréttindabrota
ört fjölgandi, sérstaklega hér á
landi, jafnframt því sem þau urðu
sífellt léttvægari, þau gátu t.d. falist
í skertum örorkubótum vegna
óréttlátrar klásúlu I skattalögum og
ýmsu öðru sambærilegu, t.d. skerð-
ingu námslána vegna tekna maka.
Einelti er orð sem illilega verður
fyrir barðinu á gengisfellingu orð-
anna í seinni tíð. Börn sem verða
fyrir einelti í skóla búa við skelfi-
legt andlegt og líkamlegt ofbeldi, út-
skúfun og niðurlægingu. En núorð-
ið verða eineltisfórnarlömbin sífellt
ijölbreyttari, t.d. menn sem ekki fá
þann frama sem þeir eiga skilið í
stjórnmálaflokkum eða stjómmála-
menn og vafasamir viðskiptamenn
sem verða fyrir barðinu á forvitn-
um fjölmiðlum. „Einelti," hrópa
þeir og gera þar með lítið úr þján-
ingum raunverulegra fómarlamba
eineltis.
Nýjasta gengisfellda orðið er
„barnaklám". í hugum flestra er
barnaklám það skelfilega fyrirbæri
þegar böm eru misnotuð kynferðis-
lega, myndir teknar að athæfinu og
þær seldar til að svala fýsn öf-
ugugga. Núna sætir vinsæll grínisti
ákúrum frá ungum hugsjónamanni
fyrir að hafa flutt smekklausan
grínleikþátt í útvarpi (það sem er
smekklegt er yfirleitt ekki mjög
fyndið) um mann sem vill taka
nektarmyndir af syni sínum.
Grínistinn er sakaður um fram-
leiðslu á barnaklámi.
Látum liggja á milli hluta hvað
ásökun unga hugsjónamannsins er
ósvífin í garð grínistans. Hún er
umfram allt móðgun við raunveru-
leg fórnarlömb raunverulegs
barnakláms. í raun verðskuldar
svona málflutningur fordæmingu.
Og það sama gildir um aðra áður-
nefnda gengisfeflingu orða. Gerend-
umir lítilsvirða fómarlömb ofbeld-
is með því að gera þjáningar þeirra
sambærilegar við aumasta hégóma.
Og í þessu tilviki gerir meintur
baráttumaður svívirtra bama lítið
úr þjáningum þeirra. Mér skilst að
hann sé aðeins 25 ára; ég legg tfl að
hann hafi munninn lokaðan næstu
fimm árin. Það gæti reynst nægur
tími til að þroska með sér boðleg-
an málflutning.
Kisa á Hjarðarhaga er týnd
Eltnborg_Skúladóttir hringdi i gær:
„Við erum nýflutt vestur á
Hjarðarhaga 50. Hann kisi okkar,
5 til 6 ára gulbröndóttur og patt-
aralegur högni, er horfinn. Hann
fékk að fara út en hefur ekki skil-
að sér. Sennilega hefur hann far-
ið of langt í burtu og ekki ratað
aftur heim. Við söknum hans
mikið og biðjum góða Vesturbæ-
inga að láta okkur vita ef til hans
sést. Sonur minn bíður eftir
skilaboðum í síma 849-4294.
Liðlegir starfsmenn
Gunnar Stefánsson „sundlaugasjúklingur"
hafði samband:
„Ég hef það fyrir sið að fara í
sund daglega, stundum tvisvar á
dag. Ég er sannkallaður sund-
laugasjúklingur og dagur án
sundlaugarferðar er hálfónýtur.
Ég nýti mér sundlaugarnar í
Reykjavík og í Kópavogi líka -
hef ekkert vanið mig endilega á
eina laug. Mér finnst rétt að
þakka starfsfólki lauganna fyrir
sérlega elskusemi. Þama er yfir-
leitt að störfum hjálpfúst fólk og
kurteist svona almennt. Þó reynir
oft á starfsmenn. Krakkarnir eru
fyrirferðarmiklir og háværir en
ég hef aldrei séð annað en að
starfsmenn hafi lag á að róa þá
háværustu. Það er vel þegar svo
vel tekst til um ráðningu starfs-
manna.
Kára hvað?
Hermann Bjarnason skrifar:
Þegar fréttir voru fluttar á rík-
isstöðinni af fjöldagöngu og sam-
komu virkjanaandstæðinga í
Reykjavík nýlega var þeim gert
undarlega lágt undir höfði. Til-
finning mín er sú að myndir og
umsögn um þennan atburð hefðu
átt að vera fyrst í fréttum. Það
leið og beið og loks kom maður á
skjáinn sem sagði að „hópur“
manna væri ekki búinn aö gefast
upp. Sagt var að um eitt þúsund
manns hefði komið á Austurvöll.
Við sem vorum þar vitum að
fuglatalningamaður nokkur taldi
okkur um 1500, og við teljum að
hann hafi síst verið að ýkja. Sjálf-
sagt hefur hann lagt vísindalegan
heiður sinn
að veði og
talið varlega.
Fundurinn
var afar frið-
samlegur en
sýndi að fjöl-
mörgum
stendur ekki
á sama. Sam-
hljómur fólks var mikill og náði
hæst þegar allir mynduðu keðju
um Alþingishúsið. Þessi stemning
skilaði sér alls ekki í fréttaflutn-
ingi.
Daginn áður hafði verið
sprengt á virkjunarsvæðinu fyrir
austan þannig að grjót og klettar
féllu niður í Jökulsá á Dal og
stífluðu hana. Eitt jökulfljót óvart
stíflað á íslandi!!!
Ekki var fjallað um þetta í
fréttum kl. 19 það kvöldið og verð
ég að segja að ef ég hefði búið við
fljótið neðanvert stæði mér ekki
á sama.
Er einhver blá hönd hér að
verki? Ég hef ekki trúað á hana
fyrr.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Skaftahlíö 24, 105 ReykJavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.