Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 Rafpóstur: dvsport@dv.is - keppni í hverju orði Guðmundur tíl Kranau Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, hefur skrifað undir samning við þýska liðið Kronau/Östringen og mun leika með liðinu á næsta tímabili. Guðmundur, sem er 38 ára gamall og hefur leikið 366 landsleiki fyrir Islands hönd, hefur staðið á milli stanganna hjá ítalska liðinu Conversano undanfarin tvö ár en hefur lítið spilað í vetur. Kronau er efst í sinum riðli í 2. deild og spilar að öllum líkindum í 1. deild að ári. -ósk Úrsllt í nótt: Boston-Miami .............90-62 Pierce 28 (7 frák., 5 stoðs.), Walker 11, Delk 10 - Butler 18, Stepania 10 (11 frák.), Ellis 8 (7 frák.). Philadelphia-Chicago . .. 108-101 Iverson 24 (12 stoð.), Van Horn 20, Thomas 16 (14 frák.) - WiUiams 23 (8 stoðs.), Curry 19, MarshaU 18 (11 frák.). Cleveland-Indiana .......82-103 Davis 27 (8 stoðs.), Boozer 15 (8 frák.), Miles 8 (7 frák.), Ugauskas 8 - Harrington 24 (11 frák.), Bender 21, Artest 15. Detroit-Toronto .........78-89 Bihups 16 (6 stoð.), HamUton 16, Wallace 13 (17 frák.), Robinson 13 (10 frák.) - Carter 18, Lenard 16, Bradley 16 (9 frák.). Washington-Sacramento .. 99-105 Stackhouse 27 (7 stoðs.), Jordan 17, Lue 16 (8 frák.), Brown 16 - Webber 28 (9 frák., 6 stoðs.), Bibby 17, Stojakovic 16. Milwaukee-Houston........106-99 CasseU 20, Kukoc 18, Payton 18 (10 stoðs.) - Posey 20, Francis 17 (8 frák., 6 stoðs.), Mingl5, Mobley 15. Minnesota-Seattle ........91-86 Hudson 31, Gamett 20 (9 frák., 7 stoðs.), Peeler 10 - AUen 19 (7 frák.), Drobnjak 16, Lewis 15. Memphis-San Antonio . . . 87-105 Wright 24 (8 frák.), Person 14, Batistie 14 - Duncan 33 (19 frák.), Rose 18, Parker 16 (6 stoðs.). New Orleans-New Jersey . 106-97 Mashbum 24 (6 frák.), Lynch 19 (6 frák.), Davis 19 (7 stoös.)- Jefferson 24, Kitties 19, Kidd 17 (13 stoðs.). Denver-New York ..........75-83 Howard 20, Camby 15, White 14 - Houston 27, SpreweU 16, Thomas 13. Úrslit í fyrrinótt: Toronto-Detroit ..........85-92 Lenard 21, Carter 20, Alston 11, Bradley 10 (14 frák.) - HamUton 20, WiUiamson 19, BUlups 17, Robinson 16. Indiana-Sacramento.......98-103 J. O’Neal 24 (10 frák.), Artest 23, R. MiUer 15, B. MiUer 10 (11 frák.), Harrington 10 - Stojakovic 26, Webber 22 (14 frák.), Bibby 17, PoUard 13 (16 frák.), B. Jackson 10. Chicago-Seattle..........94-101 Curry 28 (15 frák.), Crawford 25, Marshall 15 (12 frák.), Rose 14 - AUen 26 (13 frák.), Lewis 26, Radmanovic 12, B. Barry 12, James 10. Dallas-New Orleans........95-86 Nowitzki 30 (11 frák.), Nash 17, Najara 11, LaFrentz 11 - Davis 18, Lynch 13, Moiso 12 (11 frák.), Mashbum 10. San Antonio-Orlando .. . 118-105 Duncan 20, Bowen 16, Parker 14, Robinson 14, Rose 14, Jackson 12, GinobUi 11 - McGrady 30 (10 frák.), Gooden 19, Kemp 10. Phoenix-Denver.............95-65 Marion 33, A. Stoudemire 16, Hardaway 12 - HUario 10 (11 frák.), Camby 10, TskitishvUi 10. Portland-Golden State .. . 100-86 D. Anderson 21, WeUs 17, R. WaUace 13, Randolph 12 - Murphy 22 (10 frák.), J. Richardson 18, Arenas 10. LA Clippers-Utah...........89-94 Maggette 23, Piatkowski 18, MiUer 14, Brand 12 (13 írák.) - Malone 25, Harpring 17, Cheaney 16, KirUenko 13, Stockton 12 (10 stoðs.). Framherjarnir Richard Jefferson hjá New Jersey Nets og Tim Duncan hjá San Antonio Spurs vom valdir leikmenn víkunnar 24.-30. mars í NBA-deUdinni. Jefferson, sem var valinn leikmaöur vikunnar í austurdeUdinni, skoraði 26,3 stig og 5,7 fráköst i þremur sigurleikjum New Jersey í vikunni. Duncan, sem var valinn leikmaður vikunnar í vesturdeUdinni, skoraði 29,8 stig og tók 11 frákösti fjórum sigurleikjum San Antonio. -ósk Tap hjá Magdeburg íslendingaliðið Magdeburg tapaði fyrir Nordhom, 40-35, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyr- ir Magdeburg en Stefan Kretzschmar var markahæstur með tíu mörk. Sænski markvörðurinn Peter Gentzel átti stórleik í marki Nordhorn og lagði grunninn að sigri sinna manna. Magdeburg er í þriðja sæti deildar- innar með 37 stig, einu stigi meira en Essen sem er í fjórða sæti. Lemgo er efst með 48 stig og Flensburg er í öðru sæti með 42 stig. -ósk Guðjón njósnar fyrir flston Villa Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn njósnari hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Aston Villa. Guðjón hefur verið án vinnu síðan honum var sagt upp hjá Stoke I mai á síðasta ári en mun fylgjast með leikmönnum víðs vegar um Bretland og Evrópu. Guðjón var meðal áhorfenda á U-21 árs landsleik Skotlands og Islands í Cumbernauld á fóstudaginn og á leik A-liða þjóðanna á Hampden Park á laugardaginn þar sem hann var samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV-Sports að fylgjast með Brynjari Bimi Gunnarssyni, miðju- manni íslenska liðsins, sem er með lausan samning hjá Stoke í vor. -ósk Berti Vogts, þjáifari Skota, þungur á brún eftir tapiö gegn Litháum í gærkvöld, þaö áttunda í tólf leikjum undir hans stjórn. Reuters Ótrúlega lélegur árangur Skota í tólf landsleikjum undir stjórn Berti Vogts: Hlýtur að elska Island - hefur unniö tvo af þremur leikjum sínum sem þjálfari Skota á móti Islandi Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, hlýtur að gráta það að lið hans skuli aðeins leika tvo landsleiki gegn ís- lendingum í fimmta riðli und- ankeppni EM því að það virðist nán- ast vera eina liðið sem á ekki svar við knattfimi skosku leikmannanna þegar skoðaðir eru þeir tólf landsleikir sem Vogts hefur stýrt landsliði Skotlands síðan hann tók við stjórninni snemma árs 2002. 3 sigrar í 12 leikjum Vogts hefur á þessu tímabili stjórn- að liðinu í tólf leikjum. Skoska liðið hefur unnið þrjá, þar af tvo gegn Is- landi, gert eitt jafntefli og tapað átta leikjum. Eini sigur liðsins undir stjóm Vogts fyrir utan sigurleikina gegn íslendingum var gegn Kanada- mönnum fjórum dögum eftir leik ís- lands og Skotlands á Laugardalsvelli í október á síðasta ári. Skoska liðið náði reyndar jafntefli gegn Færeying- um í september en annars hefur hvert tapið rekið annað. I fyrsta leiknum undir stjóm Vogts steinlágu Skotar fyrir Frökkum, 5-0. Næst tóku við töp gegn Nígeríu, Suð- ur-Kóreu og Suður-Afríku, sem öll voru þá á fullu í undirbúningi sínum fyrir HM2002. Danir komu í heim- sókn á Hampden i ágúst á síðasta ári og fóm með sigur af hólmi. Þá kom jafnteflið fræga gegn Færeyingum en þeim tókst síðan að rísa úr öskustónni gegn íslendingum sæflar minningar á Laugardalsvelli og vinna sinn fyrsta leik undir stjóm Vogts. I kjölfarið kom sigurleikur gegn Kanada en tvö töp í vináttuleikjum, gegn Portúgal og írlandi, komu þeim niður á jörðina á nýjan leik. Sjálfs- traustið og trúin kom þó aftur þegar liðið vann íslendinga á Hampden Park á laugardaginn en hvarf jafhóð- um á köldu miðvikudagskvöldi í Kaunas þar sem liðið tapaði illa fyrir Litháum. Tólf leikir, þrír sigrar, eitt jafntefli og átta töp. Ekki glæsilegur árangur þegar á heildina er litið en Berti Vogts getur þvi miður ekki spilað við íslendinga á hverjum degi - þótt hann glaður vildi. 2 sigrar i 10 leikjum Þess ber að geta að á sama tíma hef- ur íslenska landsliðið spilað tíu lands- leiki undir stjóm Atla Eðvaldssonar. Liðið hefur unnið tvo, gegn Andorra og Litháen, gert tvö jafntefli og tapað sex leikjum, þar af fjórum af síðustu fimm. -ósk Sltaq og McGrady leðcmerai mánaðaráis Tracy McGrady, bakvörður Orlando Magic, og Shaquille O’Neal, mið- herji Los Angeles Lakers, voru valdir leikmenn marsmánaðar í NBA- deildinni. McGrady, sem var valinn leikmaður mánaðarins í austurdeildinni, skoraði 36,5 stig, tók 5,7 fráköst og gaf 6,3 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum Orlando í mánuðinum, þar af voru tíu sigurleikir. O’Neal, sem var valinn leikmaður mánaðarins í vesturdeildinni, skor- aði 31,6 stig, tók 11 fráköst og varði 2,88 skot að meðaltali í sextán leikj- um Los Angeles Lakers í mánuðinum en Lakers vann ellefu af þessum sextán leikjum. -ósk Gjö íslensk lið á Spáni Sjö íslensk knattspyrnulið halda til Spánar á laugardaginn þar sem þau munu taka þátt i Canela Cup 2003. Sex lið úr Símadeildinni, KR, Fylkir, FH, Grindavík, ÍA og ÍBV, munu taka þátt í mótinu auk Aftureld- ingar úr 1. deild og úrvalsliðs ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar sem samanstendur af blöndu leikmanna liðanna sjö. Leikið veröur með útsláttarfyrirkomulagi en hvert lið fær þó að minnsta kosti þrjá leiki. Þetta mót fór fyrst fram í fyrra. Þá 'tóku fjögur lið, Grindavik, FH, Fylkir og KR, þátt og stóðu Grindvíkingar uppi sem sigurvegarar. Mótið hefst mánudaginn 7. apríl en þá mætast KR og FH, Fylkir og ÍBV, ÍA og Afturelding og Grindavík og úrvalsliö ÚÚ í 8-liða úrslitum mótsins. Mótinu lýkur fostudaginn 11. apríl en þann dag verður leikið um sæti. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.