Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 2
Stuttar fréttir
urskoðun og á meðan geta ríkis-
stofhanir keypt farseðla þar sem
besta verðið býðst og eru dæmi
um tugþúsunda króna sparnað á
hvern farseðil. Textavarpið
greindi frá. -Kip
Haldið tii haga
Með meirihluta
í umfjöllun um skoðanakönnun
blaðsins á bls. 10 í gær læddist sú
villa inn í textann að ríkisstjóm-
in héldi ekki meirihluta sínum á
Alþingi. Það er hins vegar rangt
þar sem stjórnarflokkarnir fá
samtals 32 þingmenn af 63 sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar-
innar, hafa því eins manns meiri-
hluta. -hlh
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
Fréttir
DV
Samfylkingin kynnir stefnuskrá sína á vorþingi:
DV MYND EÖL
HJón á vorþlngi
Ingibjörg Sólrún segir aö vor sé í lofti, bæöi í náttúrunni og pólitíkinni. Og í
vor standi samfylkingarfólk andspænis sögulegu tækifæri sem sé miklu
stærra en flestir geri sérgrein fyrir. Þaö sé sögulegt hlutverk pess aö landa
þeim sigri sem flokkurinn standi frammi fyrir.
Samfylkingin ætlar að hækka
skattleysismörk og bamabætur;
lækka virðisaukaskatt af matvælum
og öðrum vörum í lægra skattþrepi
um helming, eða niður í 7%; verja
þremur milljörðum króna til hækk-
unar barnabóta; verja þremur millj-
örðum til að koma á afkomutrygg-
ingu fyrir lífeyrisþega og lágtekju-
fólk; fella niður stimpil- og þinglýs-
ingargjöld vegna húsnæðiskaupa;
byggja og kaupa 2.400 leiguíbúöir;
auka fjárfestingar í mannauði og
menntun um þrjá milijarða og taka
upp viðræður við hagsmunasamtök
um endurskoðun á skatta-, bóta- og
almannatryggingakerfmu með það
að markmiði að lækka enn frekar
skattbyrði.
Stigiö á bremsuna
Þetta er meöal þess sem fram
kom í stefnuræðu Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, talsmanns
Samfylkingarinnar, við setningu
vorþings flokksins í gær og
drögum að stefnuáherslum flokks-
ins sem lögð hafa verið fram.
í ræðu sinni sagði Ingibjörg
Sólrún að það hlyti að sæta
tíðindum að „stjórnarflokkar stígi
á bensíngjöf í útgjaldaloforðum
fyrir kosningar en stjórnarand-
stöðuflokkur á bremsuna.“
Hún sagði að um 10 þúsund ein-
staklingar byggju við fátækt hér á
landi og minnti á biðlista eftir
heilbrigðisþjónustu og félagslegu
húsnæði. Þetta væri ekki það sem
fólk vildi: „Fólk hefur hjartað á
réttum stað; leiðin að því liggur
ekki í gegnum budduna eins og
sjálfstæðismenn virðast sannfærð-
ir um. Samábyrgð væri grundvöll-
ur tillagna Samfylkingarinnar.
Áhrif breytinganna
Persónuafsláttur verður hækkað-
ur um ríflega 4 þúsund krónur á
mánuði, eða um 50 þúsund krónur á
ári, samkvæmt drögunum. Það
kostar ríflega 9 milljarða króna á ári.
Fyrri áfangi hækkunarinnar á að
koma til framkvæmda um næstu ára-
mót en síðari áfangi í tengslum við
endurskoðun skattkerfisins.
í drögum að stefnuskrá segir að
hækkun barnabóta muni skila
barnafjölskyldum í landinu að með-
altali um 75 þúsund krónum á ári.
Boðað er að fjórðungur af endur-
greiðslu námslána verði frádráttar-
bær frá skatti i sjö ár eftir að námi
lýkur og nái breytingin til sextán
þúsund einstaklinga og fjölskyldna.
Niðurfelling gjalda vegna húsnæðis-
kaupa lækki útgjöld lántakenda á
meðalíbúð um 200 þúsund krónur.
Menntun og jafnrétti
Ingibjörg Sólrún sagöi að reynslan
sýndi að þegar menntunarstig þjóða
hækkaði um 1% gæti það leitt til 3%
hagvaxtar en talsverðar brotalamir
væru á menntakerfinu. Samfylking-
in boðar því að fjárfestingar í
mannauði og menntun verði aukin
um þrjá milljaröa.
Þá sagðist hún staðráðin í að beita
sér af sama afli fyrir jafnrétti kynj-
anna í störfum og launum hjá ríkinu
og hún hefði gert hjá Reykjavíkur-
borg. Hún myndi meðal annars
kanna tafarlaust kynbundinn launa-
mun hjá ríkinu og minnka hann um
helming.
Undir lok ræðu sinnar sagði Ingi-
björg Sólrún að vald Sjálfstæðis-
flokksins væri alls staðar undirliggj-
andi og löngu væri tímabært að jafn-
oki hans yrði til. Kannanir sýndu að
Samfylkingin ætti ein flokka góða
möguleika á því: „Það er langt síðan
betra tækifæri hefur gefist til að
marka þáttaskil í alþingiskosning-
um.“ -ÓTG
Framkvæmdum flýtt
Á eitt hund-
raðasta fundi
bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar
var staðfest
samþykkt bæj-
arráðs að ljúka
framkvæmdum við þegar byggða
áfanga í grunnskólunum í Nes-
kaupstað og á Eskifirði. Mbl.
greindi frá.
Styrkir félagasamtök
Umhverfisráð-
herra hefur af-
greitt styrkum-
sóknir frá frjáls-
um félagasamtök-
um á umhverfis-
sviði. Veittir voru almennir
rekstrarstyrkir að upphæö 4,7
milljónir króna og 2,7 milljónir til
verkefna á vegum félagasamtaka.
Visir.is greindi frá.
Leki í bát
Leki kom að netabátnum Áma
Óla KE þegar hann var á landleið
í gær. Skipverjar óskuðu eftir aö-
stoð Slökkviliðs Sandgerðis og var
sjó dælt úr vélarrúmi og lest ér
báturinn lagðist að bryggju. Mbl
greindi frá.
Skjálftahrina í Bláfjöllum
Hrina smærri jaröskjálfta hófst
um fimmleytið í gærmorgun á
skíðasvæði höfuðborgarbúa viö
Bláfjallaskála. Skjálftamir mæld-
Noröurljós:
Verið að semja um
endurfjármögnun
Á fundi hjá Norðurljósum í gær-
morgun var kynnt vinna sem nú er í
gangi varðandi endurfjármögnun fé-
lagsins við breska banka auk hluta-
fjáraukningar. Að sögn Ragnars Birg-
issonar, aðstoðarforstjóra Norður-
ljósa, er vonast til aö þessari endur-
fjármögnun verði lokið eigi síðar en í
maí.
„Við áttum mjög gott ár í fyrra miö-
að viö aðstæður. Við sendum árs-
reikninga okkai’ til Kauphallar ís-
lands um daginn. Þar kemur fram að
tekjur okkar jukust um 11% sem er
um hálfur milljarður króna. Framlegð
eykst líka um 50% eða rúmlega það.
Þá er nettóhagnaður upp á 283 millj-
ónir króna eftir skatta. Heildarskuld-
ir okkar hafa lækkað um 2,1 millj-
arð.“
Ragnar segir að endurfjármögnun
fyrirtækisins miöist við heildarpakk-
ann. Inni í því sé aukning hlutafjár
og endurfiármögnun núverandi lána.
Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu
hvaða aðilar það eru sem koma inn
með nýtt fé í fyrirtækið.
-HKr.
DVJilYND E.ÖL
Fékk óvæntan glaöning
Birgitta Rún Birgisdóttir, 18 ára Keflavíkurmær, fékk óvæntan glaöning frá DV í gær en þá var henni afhent 14
tommu sjónvarp frá Sjónvarpsmiöstööinni ásamt þriggja mánaöa áskrift aö DV. Þaö er Kittý Guömundsdóttir, starfs-
maöur í þjónustuveri DV, sem afhendir henni vinninginn. Birgitta var meöal áhorfenda á kappleik Keflavíkur og KR á
miövikudagskvöld og var svo heppin aö hringur var dreginn um hana á myndinni. Lesendur DV mega eiga von á slík-
um glaöningi enda eru Ijósmyndarar blaösins víöförlir og aldrei aö vita hver veröur næstur. Þaö borgar sig aö fylgjast
meö. Á innfelldu myndinni sést Birgitta í hópi stuöningsmanna Keflavíkurliösins.
HVA... 3YÐUR
ENGINN BETUR?
ust um tvö stig á Richter sam-
kvæmt sjálfvirkum mælum.
Farseðlakaup í uppnámi
Tilboð lágfargjaldafélaga hafa
sett rammasamning ríkisins um
farseðlakaup í uppnám. Samning-
urinn um kaup ríkisins er í end-
Skattalækkanir og
aukin framlög í menntun
Evróvisjón:
Birgitta
talin líkleg
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva verður haldin í Riga
í Lettlandi þann 24. maí næst-
komandi og spekingar innan tón-
listargeirans ytra eru þegar farn-
ir að birta spár yfir hvaða lög
eru líkleg til árangurs. Norskir
vefmiðlar eru meðal þeirra sem
hafa þegar tekið að spá í spilin
og fær Birgitta Haukdal, kepp-
andi okkar íslendinga, ágæta
dóma hjá frændum sínum. Lagið
sem Birgitta flytur, Open Your
Heart, er sagt vera kraftmikið,
skemmtilegt og líklegt til árang-
urs, auk þess sem fögrum orðum
er farið um söngkonuna sjálfa.
Norðmennimir binda líka tals-
verðar vonir við sitt eigið fram-
lag, hjartaknúsarann Jostein
Hasselgard. Pilturinn sá hefur
notið talsverðra vinsælda heima
fyrir siöan lagið sem hann mun
flytja í Lettlandi, I’m Not Afraid
to Move On, var fyrst sett í spil-
un. Framlög Þýskalands, Tyrk-
lands og írlands eru einnig nefnd
til sögunnar yfir þau lög sem lík-
leg eru til sigurs. -áb
Snjókrosskeppni aflýst
Þriðja umferð íslandsmótsins í
DV-Sport snjókrossinu, sem fram
átti að fara í Skálafelli í dag, 5.
apríl, hefur verið aflýst vegna
veðurútlits. Að sögn Marinós
Sveinssonar keppnisstjóra er von-
ast til að þriðja umferð verði
keyrð í Skálafelli laugardaginn
12. apríl samkvæmt dagskrá. All-
ar upplýsingar um það verður að
finna á www.snocross.is. Einnig
fellur vegna þessa niður snjó-
krosssýningin sem átti að verða í
Skautahöllinni í Laugardal föstu-
dagskvöld 4. apríl vegna þessa.