Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
DV
Z STRÍD VID
Atburðarásin í gær
00.25 Aö minnsta kosti sextán
öflugar sprengingar heyrast í miö-
borg Bagdad. Flestar þeirra sprungu
í nágrenni forsetahalla Saddams og
við stjómsýslubyggingar.
00.45 Skoðanakönnun í Argentínu
sýnir að viðhorf fólks til Saddams er
mun jákvæðara en til Bush Banda-
ríkjaforseta. Um 25% gáfu Saddam
atkvæði sitt en um 16% nefndu Bush.
01.40 Bandarískur hermaður skotinn
til bana fyrir mistök af eigin mönn-
um þar sem hann var að kanna
íraskt skriðdrekaflak.
02.35 Bandarísk stjómvöld ákveða
að kanna viðhorf íbúa Bagdad til
bandamanna með því að senda sér-
sveitir inn í borgina til aðstoðar
fólkinu.
02.45 Talsmenn bandaríska hersins
segja að 320 írakar hafl til þessa
fallið í aðgerðunum við hertöku Bag-
dad-flugvallar.
03.30 Stjórnandi aðgerða við Bagdad-
flugvöll segir að bandarískar her-
sveitir hafl náð yflrhöndinni í bar-
daganum um flugvöllinn.
04.00 Báðar deildir bandaríska
þingsins samþykkja 80 milljarða doll-
ara aukafjárveitingu vegna stríðsins
í írak. Ákveðið eymamerkt fjármagn
tii uppbyggingar í írak renni ekki til
franskra, þýskra, rússneskra og sýr-
lenskra fyrirtækja.
04.20 Talsmaður leyniþjónustu
bandaríska hersins segir að banda-
rískar hersveitir hafi náð 80% flug-
vallarins í Bagdad á sitt vald.
05.00 Heimildir segja að írakar ráði
enn yfir aðalsamgönguleiðinni frá
Bagdad-flugvelli til borgarinnar.
06.10 Vestrænir fréttamenn segja að
írakar hafi hafið gagnsókn með
stórskotaliði við Bagdad-flugvöll.
07.10 Naji Sabri, utanríkisráðherra
íraks, segir í viðtali að Saddam
Iraksforseti sé á lífi, við góða heilsu
og hafi fundað með ráðhemim sínum
í fyrradag.
08.17 Breskir hermenn segjast hafa
skotið átta íraska hermenn tU bana í
útjaðri Basra.
08.25 Fulltrúar hjálparstarfs SÞ
koma tU Suður-íraks i fyrsta skipti
eftir að stríðið hófst.
09.30 Al-Sahaf, upplýsingamálaráð-
herra íraks, les yfirlýsingu í íraska
sjónvarpinu sem sögð er frá Saddam
forseta. „Við höfum sigurinn í hendi
okkar,“ sagði i yfirlýsingunni.
10.30 Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sendir írösku þjóðinni
skriflega yfirlýsingu þar sem hann
heitir henni hjálp við uppbygginguna
eftir stríð og að ný stjóm landsins
verðiírösk.
10.50 Talsmaður bandaríska hersins
segir að um 2500 liðsmenn Lýðveld-
isvarðar Saddams hafi í nótt gefist
upp fyrir bandarískri hersveit sem
sótti inn í Bagdad meðfram Tigris-
ánni.
11.34 Tilkynnt að þrír hermenn
bandamanna og ófrísk írösk kona
hafi faUið í sjálfsmorðsárás í fyrra-
dag norð-vestur af Bagdad.
12.54 Háttsettir foringjar í Banda-
ríkjaher tilkynna að fundist hafi þús-
undir kassa sem innihéldu hvitt duft
í glösum og vökva í nágrenni Lati-
fiya skammt suöur af Bagdad.
13.00 Dominique de VUlepin, utan-
ríkisráðherra Frakklands, krefst þess
að SÞ taki þegar við yfirstjóm mála í
írak eftir að bandrísk stjórnvöld neit-
uðu að gera nánari grein fyrir áætl-
unum sínum.
15.15 TUkynnt að mikUI reykur
stígi upp frá olíusvæðunum í ná-
grenni Kirkuk í norðurhluta íraks.
15.25 Fyrsti farmur hjálpargagna á
vegum SÞ kominn tU íraks frá Tyrk-
landi í 23 bUa flutningalest.
16.40 Saddam Hussein íraksforeti
flytur sjónvarpsávarp þar sem hann
hvetur þjóðina tU að beijast gegn
innrásarliðinu sem stefni tU Bagdad.
Saddam Hussein ávarpaöi þjóö sína í íraska sjónvarpinu í gær:
Hvattí íbúa Bagdad tíl
þess að sýna fulla hörku
Saddam Hussein íraksforseti
ávarpaði þjóð sína í íraska sjón-
varpinu í fyrsta skipti í langan tíma
í gær og hvatti íbúa höfuðborgar-
innar Bagdad tU þess að berjast
gegn innrásarliði bandamanna sem
nú sæti um borgina þeirra.
Saddam, sem var klæddur ein-
kennisbúningi hersins, virtist viö
góða heUsu og ekki að sjá að
meiösli háðu honum, en getgátur
voru uppi um það að hann hefði
meiðst eða jafnvel fallið í fyrstu loft-
árásum bandamanna á Bagdad í
upphafi ógnarsóknarinnar fyrir
hálfum mánuði.
„Takið á móti þeim af fullri
hörku og sýnið þeim hvers við er-
um megnug. Sigurinn verður
ykkar,“ sagði Saddam og hvatti
þjóðina tU dáða.
Ekki þykir fulljóst hvar eða
hvenær ávarpið var tekið upp en
Er Saddam á lífi?
Þessi mynd af Saddam Hussein var
birt í íraska sjónvarpinu í gær og
sögö tekin af honum nýlega viö
liöskönnun í Bagdad.
þar sem Saddam vísaði tU aðgerða
bandamanna við Bagdad og aðrar
borgir þykir ljóst að það hefur ver-
ið tekiö upp eftir að herir banda-
manna komust í gegnum vamarlín-
ur íraka fyrir helgina.
Einn talsmanna leyniþjónustu
bandaríska hersins sagði í gær að
þar sem Saddam hefði vitnað í at-
vikið þar sem íraskur bóndi er
sagður hafa skotið niður banda-
ríska Apache-þyrlu með riffli sínum
þann 24. mars sl. hafi hann örugg-
lega sloppið lifandi þegar stór-
árásinni var beint gegn honum og
sonum hans þann 20. mars.
Ávarpið var sýnt rétt eftir að tals-
menn Bandaríkjahers höfðu tU-
kynnt að hersveitir þeirra hefðu
náð fuUum yfírráðum yfir Saddam-
flugveUi í útjaðri Bagdad eftir að
hafa brotist í gegnum varnir íraka í
fyrrinótt.
REUTÍR&MYND
Breskir hermenn á eftirlitssiglingu
Breskir hermenn eru hér á eftirlitssiglingu á Shatt ai-Arab siglingaleiöinni suöur af Basra en í gær var tveggja grunsamlegra
íraskra báta leitaö á siglingaleiöinni eftir aö grunur vaknaöi um aö áhafnirnar væru aö koma fyrir djúpsprengjum.
Þrír hermenn bandamanna og ófrísk
írösk kona létust í sjálfsmorðsárás
Þær fréttir bárust frá írak í gær að
þrír hermenn bandamanna og ófrísk
írösk kona hefðu látið lífið þegar
sjálfsmorðsliði sprengdi sig í loft upp
I bU sínum við eftirlitsstöð banda-
manna norðvestur af höfuöborginni
Bagdad í fyrrakvöld.
Að sögn talsmanns yfirstjórnar
bandaríska hersins, sem aðsetur hef-
ur í Katar, gerðist þetta um sexleytið
í fyrraköld í um tuttugu kílómetra
fjarlægð frá Haditha-stíflunni og um
120 kUómetra frá sýrlensku landa-
mærunum.
„Ófríska konan var farþegi í bUn-
um og þegar hann nam staðar við eft-
irlitsstööina steig hún út úr bílnum og
fór að öskra af hræðslu. Á sama tíma
varð öflug sprenging inni í bUnum og
sprakk hann í loft upp með þeim af-
leiðingum að þrír hermenn, sem nálg-
uðust bUinn, létu lífið auk þess sem
tveir aðrir slösuðust Ula,“ sagði tals-
maðurinn.
Á verði
Hermenn bandamanna óttast mjög
sjálfsmorösárásir íraka.
Konan mun einnig hafa látið lífið
samstundis og sömuleiðis sjálfsmorðs-
liðinn sem ók bílnum en ekki er vitað
hvernig eða hvort konan tengdist
honum.
Þetta gerðist á svæði þar sem fá-
menn hersveit bandamanna fer með
gæslu en sérsveitir Bandaríkjamanna
eru við störf í næsta nágrenni. „Við
lítum á þetta sem örþrifaráð deyjandi
ráðstjómar í írak sem veit að lífdagar
hennar eru senn taldir. Þetta er gott
dæmi um það hvemig þeir fara með
fólkið sitt,“ sagði einn foringja her-
liðsins á staðnum.
Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin
sem gerð er í írak síðan stríðið hófst
en sú fyrri var gerð við bandaríska
eftirlitsstöð í nágrenni borgarinnar
Najaf með þeim afleiðingum að fjórir
bandarískir hermenn létu lífið.
Saddam Hussein íraksforseti heiðr-
aði minningu þessa sjálfsmorðsliða
eftir árásina og færði fjölskyldu hans
væna fjárfúlgu.
írösk stjómvöld hafa síðan hótað
áframhaldandi sjálfsmorösárásum og
hefur það valdið mUdum ótta meðal
hermanna bandamanna.
Blair heitir íröhum aðstoð
Breskir hermenn
munu á næstu dög-
um dreifa tugum
þúsunda dreifim-
iða meðal íbúa
íraks með yfirlýs-
ingu frá Tony Bla-
ir, forsætisráð-
herra Bretlands,
þar sem hann heitir írösku þjóð-
inni aðstoð við uppbyggingu lands-
ins eftir að Saddam hefur verið
hrakinn frá völdum.
Eldur í bílatlutningaskipi
Eldur kom í gær upp í lest lí-
beríska bílaflutningaskipsins Ori-
ental Highway þar sem það var á
siglingu á Ermarsundi með um 500
þýska bUa innanborðs. Skipið var
á leið tU Portúgals frá Þýskalandi
og var statt úti fyrir ströndum
Essex í Bretlandi þegar eldurinn
kom upp.
Breskt björgunarlið aðstoðaði við
slökkvistarfið og gekk það fljótt
fyrir og skemmdust aðeins tólf bU-
ar í eldinum, að sögn talsmanns
slökkvUiðsins í Essex.
Mugabe sakaður um ofsóknir
■ Stjórn Fram-
farastofhunar
Suður-Afriku-
ríkja, SADC,
ákvað i gær að
senda starfshóp
tU Simbabwe tfi
þess aö ramisaka
ásakanir stjómar-
andstöðunnar um
pólitiskt ofbeldi og pyntingar. Hóp-
urinn mun væntanlegur tU lands-
ins í næstu viku og ræðir þar við
forystumenn stjómmálaflokka,
samtaka bænda, mannréttindahópa
og kirkjudeUda.
SADC, sem fer með slíkt eftirlit
meðal Suður-Afríkurikja, hefur
verið ásakað fyrir linkind og um
að beita Mugabe, forseta
Simbabwe, ekki nægUegum þrýst-
ingi vegna meints pólitísks ofbeld-
is.
Fangelsun stjómarandstöðuleið-
togans, Gibsons Sibanda og ásakan-
ir um að honum hafi verið mis-
þyrmt varð tU þess að stjóm SADC
ákvað að rannsaka málið.
Fundu grunsamlegt hvítt duft
Bandaríska herstjómin tUkynnti
í gær að fundist hefðu þúsundir
kassa ftUlir af glerhylkjum með
hvítu óþekktu dufti og vökva í
grunsamlegu húsnæði í nágrenni
Bagdad.
Einnig hafi fundist skjöl á arab-
ísku sem segi frá því hvemig heyja
skuli efnavopnahemað og leiðbein-
ingar um notun atropines sem not-
að er sem mótefni
Mun meiri smithætta
aTalsmaður Al-
þjóða heUbrigðis-
málastofnunarinn-
gær að eftir fyrstu
rannsóknir sér-
fræðinga stofnun-
arinnar í Guang-
dong-héraði í Kína
virtist sem smithætta SARS-
flensunnar væri mun meiri en ætl-
að var í fyrstu.
í fimm tilfeUum af 24, sem sér-
fræðingamir rannsökuðu fyrsta
daginn, hefði komið í ljós að hinir
sjúku hefðu ekki smitast vegna ná-
lægðar við fólk sem bar smitið.
Bush og Blair hittast aftur
Talsmaður
Hvíta hússins
tilkynnti í gær
að þeir Tony
Blair, forsætis-
ráðherra Bret-
lands og George
W. Bush Banda-
ríkjaforseti myndu hittast á fundi á
Norður-írlandi á mánudaginn tU
þess að ræða íraks-málið og dvelja
þar fram á þriðjudag. Þeir hittust
nýlega á sumarsetri Bandaríkjafor-
seta á Camp David.