Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 22
22 Helgarblacf 30 "V LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 ... kíkt í snyrtibudduna Glossý varalitur J„Mamma hefur lengi verið aðdándi Dior- ' varanna og ég hef svona smám saman verið að kaupa mér meira og meira af þeim. Þessi brúni 'aralitur heitir Addict og er númer 454. Það besta við ín er að maður þarf engan varlitablýant með honum mn rennur ekkert út fyrir þó hann sé glossý. Maður i einu sinni spegil til þess að setja hann á sig.“ Dior sldn nr. 200 „Ég hef aldrei notað meik fyrr en ég kynntist þessu meiki frá Dior og það var viss frelsun. Það er mjög þunnt og náttúrulegt, freknurnar á manni sjást alveg í gegn. Ég fékk prufu af þvi úti í búð, féll alveg fyr- ir því og hef notað það í svona mánuð.“ Maskari fyrir löng augnhár „Ég hef alltaf verið með mjög löng augnhár og þurft að nota maskara einfaldlega til þess að koma i veg fyr- ir að augnhárin flækist saman. Ég hef notað maskara frá Lanóme í 15 ár og fundist hann æði. Nú er ég hins vegar nýbúin að skipta yfir í Maxi Meyes frá Dior og er mjög ánægð með hann. Ég hef alltaf verið hrifin af augnskuggunum frá Dior en þeir tolla vel á manni, hrynja ekki og dreifast vel, þannig mér fannst óhætt að prófa líka maskarann frá þeim.“ Glitrandi bleikur ldnnalitur „Ég ætlaði eiginlega að kaupa mér sólarpúður þegar mér var bent á þennan kinnalit og þá skellti ég mér á hann í staðinn. Hann heitir Lose powder blush nr. 835 frá Dior. Hann gefur frísklegt og fallegt útlit, áiferðm er eins og púður og hann er smá glitr- andi. Orb stardust frá Loréal „Vinkona mín gaf mér þennan lit fyrir nokkrum árum þegar hún kom frá Ameríku. Ég kláraði hann upp, en það var í fyrsta skipti sem ég klára einhverja snyrti- vöru. Ég keypti mér litinn aftur þegar ég fór til Kanada en hann er ófánlegur hér á landi. Þessi litur er blanda af gráum, brúnum og silfurgylltum og maður er alltaf flottur með hann. Ekki spillir heldur hversu fljót- legt það er að setja hann á sig.“ Iman Bowie er 48 ára fyrirsæta sem prýðir auglýsingalierferð H&M um þessar mundir. Venjulega hefur tísku- fvrirtækið verið með mun yngri konur sem fvrirsætur í lierferðum sínum. Sönqkonan Guðbjörq Maqnúsdóttir seq- ist alltaf mála siq ístíl við fatnaðinn sem hún klæðist oq er þvísnqrtibudda hennar mjöq litrík, bæði hvað varðar varaliti oq auqnskuqqa. Guðbjörq sqnqur þessa daq- ana í Eurovision-sqninqunni á Broadwaq þarsem farið er qfir þekktustu vinninqs- löqin fEurovisionkeppninni auk þess sem nokkur íslensk löq fqlqja. Mikill annatími er annars fram undan hjá Guðbjörqu því að ófá brúðhjónin hafa falast eftir sönq hennar fbrúðkaup sfn ísumar. Konur á besta aldri eru að verða vinsælli módel en verið hefur. Tískufqr- irtækin virðast vera að átta siq á þvíað það eru eldri konursem eiqa hvað mesta peninqa til þess að eqða í föt oq qlinqur. Reqna þau þvíað höfða til þessa hóps með fqrirsætum sem eru á þeirra eiqin aldri f stað þess að dressa upp kornunqar stelpur sem varla eru orðnar kqnþroska. Fullvaxta fvrirsætur Ekki er langt siðan tískubransinn hljóp á eftir ung- lingsstúlkum í leit að hrukkulausu útliti. Þessar fyrir- sætur hafa margar varla verið orðnar kynþroska þeg- ar þær hafa verið málaöar og dressaðar upp fyrir „catwalkið". Þessi þróun virðist nú vera að breytast því i ár má sjá fleiri tiskuherferðir þar sem eldri fyr- irsætur leika aðalhlutverkið. Það virðist því með öðr- um orðum vera orðið leyfilegt að verða miðaldra og eldast. Gömul módel grafin upp Norska Dagbladet fjallaði nýlega um þessa þróun og þar er sagt að tískufyrirtækin vilji reyna að höfða meira til eldri kvenna með eldri fyrirsætum - því það eru eldri konur sem eiga meiri peninga en þær yngri til þess að eyða í fót og útlit. Það má segja að þessi þró- un hafi byrjað í fyrra þegar tískuhúsin í Mílanó og París grófu upp gömul módel frá sjöunda og áttunda áratugnum og notuðu í sýningar sínar. Tískuvörufyr- irtækið Hennes&Maurits hefur einnig gefið tóninn í þessari þróun en það notaði 59 ára gamla konu, Lauren Hutton, sem fyrirsætu í auglýsingaherferð sína og vorstúlkan hjá þeim í ár er engin önnur en Iman Bowie sem er að verða 48 ára. Margir muna eft- ir henni frá áttunda áratugnum en þá var hún á há- tindi frægðar sinnar. Nú hefur H&M togað hana fram í dagsljósið á ný og prýðir hún auglýsingaspjöld keðj- unnar þetta vorið. Fulltrúar síns aldurshöps? Gaultier er eitt af þeim tískuhúsum sem hafa reynd- ar notað eldri fyrirsætur í mörg ár. Dolce & Gabbana hefur einnig verið með eldri fyrirsætur og dró einmitt nýlega konu að nafni Cindy Joseph upp á svið, en hún hefur starfað sem fórðunarfræðingur í 20 ár. Reyndar má segja að flestar þessar eldri fyrirsætur séu ekki akkúrat raunverulegir fulltrúar síns aldurshóps að út- liti, eins og sést bara með Iman sem lítur ekki beint út fyrir að vera 48 ára. Signy Fardal, ritstjóri Elle í Nor- egi, segir í viðtali við Dagbladet að venjulega liti fyr- irsætur yfirhöfuð ekki út fyrir að vera á þeim aldri sem þær eru á. Hún setur spurningarmerki við það hversu lengi þetta muni vara en bendir jafnframt á að konur á fertugsaldri séu nú mun unglegri en fertugar konur fyrir 20 árum. -snæ Fleiri tískufyrirtæki hafa horfið frá því að nota óþroskaðar stelpur í auglýsingum sínum og nota í staðinn fullorðnar konur sem fvrirsætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.