Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 25
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
Helga rblaö I>V
25
■ m
DV-myndir Sigurður Jökull
Úlfar segir kjúklingaréttinn
hér á síðunni frábæran að
því leyti að hann sé góður
jafnt heitur sem kaldur.
Kjúklingarúllan er nánast sú
sama og hann verður með í
matreiðslukeppni á Akureyri
um helgina, nema þar er not-
að kálfakjöt.
í fyllingunni í kjúklingarúllu
Úlfars eru m.a. sólþurrkaðir
tómatar, parmesan-ostur,
ólífur, furuhnetur, kapers,
ætiþistlar og hvítlaukur. Allt
sett í matvinnsluvél og mauk-
að lítillega.
Kjúklingur tekur mjög vel á
móti bragði frá hvers kyns
kryddi sem aftur býður upp á
óendanlegar aðferðir við
matreiðsluna. Sætar kartöflur
passa mjög vel með
kjúklingarúllunni hans Úlfars
en hann leggur leggur hér
síðustu hönd á sæta
kartöflumús.
chAteait de RIOS*
tirvi mKmtxo4t*
2000
i'hAtkai’ «>»■: moít" !
ííiví iNfOi&ottriíNt
\999
Gæðavín á góðu verði
frá Gháteau de Rions
- er val Guðlaugar Baldursdóttur hjá Vínvali
Það má segja að vínin hér til hliðar séu íslensk
í aðra röndina því þau eru gerð af Jóni Ármanns-
syni víngerðarmanni í Bordeaux með dyggri að-
stoð eiginkonu hans, Guðlaugar Baldursdóttur,
sem hér kynnir þessu ágætu vin.
Cháteau de Rions-víngerðin er í hjarta hins
virta vínhéraðs Bordeaux í suðvesturhluta Frakk-
lands. Vínin frá Cháteau de Rions eru fjölbreytt
og ólík að gerð, bera vott um vönduð vinnubrögð
Jóns sem byggir á gömlum og góðum hefðum í
bland við nútimatækni. Vínin hafa gæðastimpil-
inn Appellation díOrigine Controlée, skammstaf-
að AOC. Til að hljóta þá náð veröa vínin að gang-
ast undir strangt eftirlit og prófanir fagmanna.
Cháteau de Rions 1999 Spéciale Réserve er topp-
rauðvín Jóns. í vínið eru sérvaldar Cabernet
Sauvignon og Merlot þrúgur sem fást af öldnum
vínviði sem gefur af sér gæðaþrúgur. Við víngerð-
ina var nostrað og ekkert til sparað til að gera
vínið sem bestu úr garði. Vínið lá og tók út
þroska sinn á eikartunnum af vönduöustu gerð
áður en það var sett á flöskur. Fallegur
dimmrauður hjúpur er yfir víninu og sætkenndur
eikarilmur. Vart veröur einkenna rauðra berja,
kanils og neguls. Eikar- og þrúgukeimur er í góðu
jafnvægi. Vínið fyllir vel í munni en bragðið er
margslungið og blæbrigðaríkt og eftirbragðið
einnig. Þetta er vín sem sver sig sannarlega í ætt
eðalvína frá Bordeaux. Það fellur vel með
kjúklingaréttinum hér að ofan en er einnig frá-
bært með páskalambinu. Þá hentar það vel
með bæði nautakjöti eða önd.
Þetta prýðisgóða rauðvín fæst í ÁTVR og
kostar flaskan 1.580 krónur.
Handbragð Jóns er einnig á hvítvín-
inu að þessu sinni, Cháteau de Rions
2000, Spéciale Réserve. Þrúgur
þessa vandaða hvítvíns, Sauvignon
Blanc og Sémillon, eru valdar af
kostgæfni úr ákveðnum vlngörð-
um Cháteau de Rions. Vínið er sleg-
ið gullnum litblæ, er mjög ilmríkt og
lyktar sterkt af framandi aldinum í
bland við ristaða vanillu. Eikarein-
kenni koma berlega í ljós, enda vínið
láta gerjast og taka út þroska á nýjum
eikartunnum af bestu gerð. Kröftugt og
veigamikið bragðið hefur mikla og góða
fyllingu. Eftirbragð varir lengi. Fyrir
þá sem kjósa fremur hvítvín með ljósu
kjöti er þetta vín tilvalið með kjúkling-
um eða svínakjöti. Þá er það einstak-
lega ljúft með reyktum laxi og flestu
fiskmeti.
Cháteau de Rions 2000, Spéciale
Réserve hvítvín fæst í ÁTVR og kostar
flaskan 1.450 krónur.
Umsjón
Haukur Lárus
Hauksson
V