Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 32
32 Helgcirblað 33"V LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 Enski boltinn fer á fulla ferð að nýju um helgina eft- ir hléð sem gert var vegna landsleikja í undankeppni EM. Manchester United hefur ekki sagt sitt síðasta orð í titilslagnum og er liðið ekki nema tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Þá er ekki hægt að útiloka Newcastle sem hefur verið á miklu skriði að undan- tbmu og er aðeins fimm stigum á eftir Arsenal. Af þess- um þremur liðum er það Newcastle sem á auðveldasta leikjaplanið eftir, ef svo má segja. Eftir leikinn gegn Manchester United, sem fram fer um næstu helgi, eru mótherjar Newcastle í síðustu umferðunum eingöngu lið í neðri hluta deildarinnar. Arsenal og Manchester mætast síðan iimbyrðis að tveimur vikum liðnum í leik sem gæti ráðið úrslitum. Það er því ljóst að allt getur gerst á lokasprettinum. Sannkallaður stórleikur Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er án nokk- urs vafa viðureign Manchester United og Liverpool sem fram fer á Old Trafford í Manchester um hádegisbilið í dag. Þeir síðamefndu hafa haft gott tak á heimamönn- um síðustu ár og hafa aðeins tapað einu sinni fyrir Manchester United í síðustu átta skipti sem þessi lið hafa att kappi. Þessi eini leikur var fyrri deildarleikur liðanna á Anfield sem fór fram í nóvember sl. Þar var það framherjinn Diego Forlan sem reyndist hetja dags- ins eftir að hafa skorað bæði mörkin í 2-1 sigri United. Sá dagur var ekki jafngóður fyrir markvörð Liverpool, Jersey Dudek, en bæði þessi mörk mátti skrifa á reikn- ing Pólverjans. En þó er skemmst að minnast úrslitaleiks þessara liða í deildabikarnum nú ekki alls fyrir löngu þar sem Liverpool, og þá sér í lagi Dudek, sem varði eins og ber- serkur, náði fram hefndum og sigraði, 2-0. Leikmenn United eru líklegast ólmir í að hefna ófaranna síðan á Þúsaldarvellinum en til að Liverpool eigi möguleika á sæti i meistaradeild Evrópu á næsta ári má liðið ekki verða fyrir fleiri skakkaföllum. Leikmenn United hafa gert mikið að því að fagna inörkum undanfarið en í dag mætir liðið einni sterkustu vörn Bretlandseyja. Manehester hreinlega verður að vinna leikinn til að eiga möguleika á titlinum. Erum of aftarlega Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur verið gagnrýndur fyrir að spiia „varfærnislegan" fótbolta þar sem mesta áherslan er lögð á sterkan vamarleik og snarpar skyndisóknir. Svo virðist sem ekki séu allir sammála Frakkanum því Micheal Owen sagði nú í vikunni að það væri kominn tími tii að næsta skref Liverpool yrði fram á við, í bókstaflegri merkingu. „Viö verðum að færa okkur framar á völlinn. Varnarlega erum við mjög góð- ir en til að komast í hóp þeirra allra bestu verðum viö að batna sóknarlega. Tímabilið í ár hefur reynst vera skref aftur á bak miðað við síðustu ár en við leikmennimir erum staðráðnir í að snúa dæminu við. Ég hef mikla trú á að okkur takist það að lokum,“ sagði Owen. Bæði lið sakna lyldlmanna Óvíst er um þátttöku Micheals Owens í leiknum í dag þar sem hann hlaut þungt högg á bakið í leiknum gegn Tyrkjum í undankeppni EM á miðvikudaginn. Það verður skarð fyrir skildi hjá Liverpool verði Owen ekki orðinn leikfær. „Ég fékk þungt högg á bakið í fyrri hálfleik og stífnaði allur upp. Ég hefði sennilega átt að fara strax út af en vildi reyna að halda áfram. Ég féll síðan á bakið í síðari hálfleik og þá var von- laust fyrir mig að halda áfram,“ sagði Owen sem fór loks út af á 57. mínútu. Hann sagði að þetta væri í fyrsta skipti Mikið inun mæða á hinuni pólska markverði Liverpool, Jerzey Dudek, um hclgina.Bæði sem hann hefði orðið fyrir bakmeiðsl- mörk Mauehester í fyrri leik liðanna á lcitíðinni má skrifa á kostnað liaiis. úm á ferlinum. „Það verður bara að koma í ljós United vill toppsætið Leikmenn Manchester fengu að kynnast þeirri til- fmningu sem fylgir því að sitja á toppi deiidarinnar fyrir tveimur vikum. Þá trónaði liðið á toppnum í sól- arhring eöa þar um bil vegna þess að Arsenal átti ekki leik fyrr en sólarhring seinna. Það var í fyrsta skipti í nákvæmlega ár sem United nær toppsætinu og vilja leikmenn liðsins að ölium líkindum upplifa það aftur. Þeir eiga möguleika á því, sökum þess að leikurinn gegn Liverpool byrjar um hádegsibilið á meðan Arsenal keppir ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Heimamenn í United eru ósigraðir í síðustu 11 deiidarleikjum, hafa unnið níu leiki og gert tvö jafntefli frá því að liðið beið lægri hlut fyrir Middles- brough á annan í jólum. Liverpool virð- ast einnig smám saman vera að ná sér á strik að nýju eftir einkar magurt skeið þar á undan. Það hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og aðeins tapað einum leik af síðustu níu. hvort ég verð búinn að jafna mig fyrir leikinn gegn United. Þegar maður fær högg á fótinn tekur það oftast nokkra daga að jafna sig en þarna fékk ég sams konar högg á bakið. Ég hef ekki hugmynd um hvað það tekur langan tíma að jafna sig,“ sagði Owen á fimmtudaginn. Líklegastur tO að leysa Owen af, verði hann ekki búinn að ná sér í tíma, er Tékkinn Milan Baros en hann var einn besti maðurinn á vellinum þegar Tékkar völtuðu yfir Austurríki, 4-0, á miðvikudaginn. Stephane Henchoz er enn frá vegna meiðsla en Frakkinn ungi, Djimni Traore, mun leysa hann af hólmi og leika við hlið Sami Hyypia í hjarta vamarinnar. Fjarvera fyrirliðans Roys Keane og Argentínumanns- ins Juans Sebastians Veron síðustu vikurnar hefur ekki haft þau áhrif á spilamennsku Manchester-liðsins sem spekúlantar bjuggust við. Þvert á móti er liðið að spila sinn besta bolta þessa stundina það sem af er ár- inu. Þó er víst að Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United, vill geta notið krafta þessara tveggja gríðarlega sterku leikmanna á lokasprettinum. Keane er þegar orðinn leikfær og Veron er einnig á góðum batavegi. Það er því allt eins hugsanlegt að þeir báðir verði í leik- mannahópnum um helgina. Stærsti leikur ársins Phil Neville, varnarmaður United, segir viðureignir Manchester og Liverpool vera þær stærstu á hverju tímabili. „Ef eingöngu er litið á fjandskapinn á miili lið- anna þá verður þetta aö teljast stærsti leikur ársins. Ef undan er skilinn leikurinn í nóvember þá höfum við ekki verið að ná okkur á strik gegn þeim og viö verðum að spila betur til að ná í þrjú stig á morgun (í dag),“ seg- ir Neville og bætir við að ef United vinni alla leiki sem eftir eru á tímabilinu muni þeir vinna titilinn. „Það hýtur að vera markmið okkar, svo að við höfum ekki einu sinni efni á að gera jafntefli," segir Neville. Fyrri leikir skipta engu Jersey Dudek, markvörður Liverpool, breyttist úr skúrk í hetju eftir úrslitaleik deildabikarsins í mars. Þar lék hann eins og sá sem valdið hefði og bætti fyrir hörmulega frammistöðu sína í deildarleik liðanna á An- field í nóvember, þar sem skrifa mátti bæði mörk Diego Forlans á hans reikning. „Ég held að úrslitaleikurinn í deildabikarnum muni ekki hafa nein áhrif á ieikinn á laugardaginn. Ég ætla alla vega ekki að hugsa neitt um hann. Sá dagur var frá- bær fyrir mig og Liverpool en hann er hluti af fortíð- inni,“ segir Dudek og ítrekar aö þetta hafi hann einnig gert fyrir bikarúrslitaleikinn með góðum árangri. „Ég veit að ég átti vondan dag í fyrri leiknum á Anfield en fyrir úrslitaleikinn í bikarnum ákvað ég að útiloka þann leik aigjörlega úr huga mínum. Það sama mun verða upp á teningnum á morgun (í dag),“ segir Dudek að lokum. -vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.