Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 54
58 Helgct rttlac? 13 V LAUCARDAGUR 5. APRfL 2003 UTBOÐ F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er leitað eftir tilboðum í endurgerð lóðar við leikskólann Arnarborg. Helstu verkþættir eru jarðvegsskipti, lögn á hellum og malbiki, gróðursetning, grasþakning og uppsetning á leiktækjum og smíðavinna | - enn fremur lagning regnvatns- snjóbræðslulagna og lýsing lóðarinnar. Heildarstærð endurgerðrar lóðar 1.850 m2 Helstu magntölur: Grúsarfylling 284m3 Hellulagnir 127 m2 Malbik 464 m2 Grasþakning 564 m2 Gróðursetning 450 m2 Jarðvegslagnir 120 m Snjóbræðsla 370 m Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 8. apríl gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða á sama stað 15. apríl 2003, kl. 11.00. FAS31/3 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í steyptar gangstéttir og ræktun 2003, útboð I. Verkið felst í gerð steyptra gangstétta ásamt ræktun í ýmsum hverfum í austurhluta borgarinnar. Heildarflatarmál gangstétta er u.þ.b. 5.400 m2. Heildarflatarmál ræktunar er u.þ.b. 11.000 m2. Lokaskiladagur verksins er 1. september 2003. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar frá og með 8. apríl nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 15. apríl 2003, kl. 14.00 á sama stað. GAT32 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í gerð malbi- kaðra gangstíga í austanverðri borginni. Verkið nefnist: Gangstígar 2003 - Útboð I Helstu magntölur eru: Flatarmál gangstíga u.þ.b. 8.500 m2. Ræktun u.þ.b. 9.300 m2. Lokaskiladagur verksins er 15. sept. 2003. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar frá og með 8. apríl nk gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða 16. apríl 2003, kl. 11.00 á sama stað. GAT 33 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er leitað eftir tilboðum í utan- hússklæðningu í Bláhömrum 2 og 4. Um er að ræða burðarprófíla, festingar og klæðningu utan á eldra akríl- múrkerfi. Helstu magntölur eru: Stálklæðning, slétt, 2ja og 3ja mm heithúðuð og lituð: 540m2 Bárulöguð alusink-klæðning, lituð: 840m2 Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar frá og með 8. apríl nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða á sama stað 16. apríl 2003, kl. 14.00. FAS34 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í málningarvinnu utanhúss og í porti á Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Helstu verkþættir eru: Nýmálun steyptra veggja: 2900m2 Endurmálun steyptra veggja: 1600m2 Málun klæðninga: 200 m2 Málun glugga: 5500 m Málun hurða: 80 stk Endurmálun þakkanta: 190 m Málun þakflata: 2400 m2 Verktími: Vinna við málun utanhúss skal hefjast eigi síðar en 2. maí 2003. Málun utanhúss skal að fullu lokið eigi síðar 10. júní 2003. Vinna við málun í porti og á þökum skal hefjast eigi fyrr en 1. júní 2003. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 27. júní 2003. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða 22. apríl 2003, kl. 14.00 á sama stað FAS35 F.h. Reykjavíkurhafnar er leitað eftir tilboði í púkkun lands í Kleppsvík, Sundahöfn. Heildarstærð 35.000 m2. Áætlaður verktími 3 mánuðir. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar. Opnun tilboða 16. apríl 2003, kl. 15.00 á sama stað. RVH 36/3 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er leitað eftir tilboðum í endurgerð lóðar við leikskólann Foldakot. [ verkinu felst endurgerð leikskólalóðar. Helstu verkþættir eru jarðveg- sskipti, lögn á hellum og malbiki, gróðursetning, grasþakning og uppsetning á leiktækjum. Enn fremur lagning regnvatns- og snjóbræðslulagna og lýsing lóðarinnar. Heildarstærð endurgerðrar lóðar 3.198 m2 Helstu magntölur: Jarðvegsskipti Hellulagnir Malbik Grasþakning Gróðurbeð Jarðvegslagnir Snjóbræðsla 334m2 160m2 85 m2 823m2 157m2 90m 750m Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar frá og með 8. apríl nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 15. apríl 2003, kl. 15.00 á sama stað. FAS 37/2 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Revkjavík - Sfmi 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang isr^rhus.rvk.is Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjamason Skák í skólum Það hefur verið óvenjulega hljótt á íslenska skáksviðinu að undanförnu. Eftir stóratburði fyrr í vetur er eðlilegt að um hægist um hríð. Þó hafa verið haldin skólaskákmót í vikunni. Skólameistaramót Reykjavíkur, einstaklingskeppni, var haldin og þeir Dagur Arngrímsson, Haga- skóla, og Helgi Brynjarsson, Hlíðaskóla, urðu skólaskákmeist- arar Reykjavíkur í eldri og yngri flokki. Keppendur voru svipaðir að fjölda og undanfarin ár og sú áhersla sem lögð hefur verið á börn og unglinga er ekki enn far- in að skila sér. Þvi miður er ekki mikil skák- starfsemi í flestum skólum á höf- uðborgarsvæðinu, með nokkrum undantekningum þó. Það vantar einhvern aðila til að halda utan um krakkana allan veturinn og fá þá til að taka þátt í alvörumót- um en ekki bara tefla sér til gam- ans í skólanum. Það þarf að skipuleggja þetta starf frá grunni ef árangur á að nást. Það er einnig mikilvægt að fá krakkana til að mæta í skákfélögin reglu- lega og iðka skáklistina undir leiðsögn hæfra skákmanna. Segja má að öll starfsemi sem ekki er samfella í skili litlu nema tíma- bundnum áhuga. Það vantar aflvaka í skákhreyf- ingunni til að fylgja þessu eftir. Það gerist vonandi innan tíðar og víst er að það eru efni til að fylgja skákmálunum eftir en þau á e.t.v. eftir að þróa betur. Nú um helgina fer fram íslandsmót framhaldsskólasveita og teflt verður í húsakynnum TR í Faxa- feni 12. Þeir Stefán Kristjánsson og Ingvar Þ. Jóhannesson, Taflfélag- inu Hróknum, eru nú báðir á skákmótum í Gausdal í Noregi. Stefán teflir í stórmeistaraflokki og Ingvar í alþjóðameistara- flokki. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeim tekst til en teflt er í lokuð- um 12 manna flokkum. Þeir félag- ar gerðu báðir jafntefli í 1. um- ferð - Stefán við Heikki Westerinen stórmeistara frá Finnlandi. Stórmótið í Dos Hermanes á Spáni er nú á lokaskeiði og lýkur því um helgina. Þarna eru tefldar kappskákir með fullum umhugs- unartíma og það er um helming- ur keppenda sem möguleika hef- ur á sigri á mótinu. Heimamað- urinn Vallejo Pons er efstur eftir 7 umferðir og hefur teflt vel. Hann á góða möguleika á að vera með þeim efstu því það eru að- eins 2 umferðir eftir þegar þetta er ritað. Þeir Dreev og Shirov eiga einnig ágæta möguleika - margreyndir á skáksviðinu og með gjörólíkan skákstíl. Rustemov er einn af þessum „nýju“ Rússum sem ég þekki ekki nógu vel til enn þá. Rússinn Epishin er einnig öflugur skák- maður en hann er þó 1 v. á eftir efsta manni. Þessir 6 skákmenn eru í algjörum sérflokki á mót- inu. Yngsta stórmeistara heims, Karjakin, gengur ekki sem skyldi og annaðhvort harðnar hann eða eflist við þessar raunir. Staðan eftir sjö umferðir er þessi: 1. Francisco Vallejo Pons (2629) 5 v. 2-5. Alexey Dreev (2690), Alexei Shirov (2723), Alex- ander Khalifman (2702) og Alex- ander Rustemov (2604) 4,5 v. 6. Vladimir Epishin (2626) 4 v. 7. Miguel Illescas Cordoba (2595) 2,5 v. 8-9. Sergey Karjakin (2547) og Daniel Campora (2505), 2 v. 10. Sergei Tiviakov (2635), 1,5 v. Það er kominn timi til að kynna sér taflmennsku Rustemovs! Hvítt: Miguel Illescas Cordoba (2505) Svart: Alexander Rustemov (2604) Frönsk vörn. Dos Hermanas, Spáni (7), 03.04. 2003. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. Dg4 Rf6 5. Dxg7 Hg8 6. Dh6 c5!? Þetta er allt saman þekkt en þetta afbrigði var vinsælt síðast um 1970. En síðasti leikur Rúss- ans var nýjung - hér var nær undantekningarlaust leikið 6. dxe4. Ekkert er nýtt undir sól- inni! 7. e5? Sennilega var betra að leika hér 7. exd5 exd5 8. a3 og hvitur stendur eitthvað betur. En nú jafnar svartur auðveldlega taf- lið. 7. - cxd4 8. a3 BfB 9. Dxf6 Dxf6 10. exf6 dxc3 11. Re2 Rd7 Eftir miklar sviptingar er nú komið upp endatafl þar sem svartur stendur betur vegna mið- borðspeða sinna. 12. Rxc3 a6 13. Be3 Rxf6 14. Ra4 Rd7 15. 0-0-0 b5 16. Rb6 Hb8 17. Rxc8 Hxc8 Þetta er sérlega lærdómsrík staða þar sem svartur stendur betur þrátt fyrir að hvítur hafi bisk- upaparið í opinni stöðu. Hvítur hefði betur leikið hér 18. g3 og ekki veikt e4-reitinn svona illi- lega. 18. f4 Bc5 19. Bxc5 Rxc5 20. g3 Ke7 21. Be2 f5! 22. Hhgl Re4 23. Hg2 Svarta staðan er greinilega betri: sterkur riddari á e4, hrókar svarts standa betur og svo getur svartur komið kóngi sínuifi í bar- dagann eins og þeir eiga að gera í flestum endatöflum á meðan sá hvíti getur lítið aðhafst. 23. - Kd6 24. Hdgl Hg6 25. Bh5 Hg7 26. Bf3 a5. Hvítur bauð svörtum að þráleika en það er engin ástæða til þess. 27. g4 Hgc7 28. gxf5 exf5 29. Kbl b4 30. a4 Hc4. Það er hægt að sækja þó i enda- tafli sé. Biskup hvíts er mesti vandræðagripur og ekki hægt að skipta upp á honum og riddara svarts vegna þess að þá fær svart- ur samstæð miðborðspeð aftur en peð hvíts eru illa tvístruð um borðið. 31. Bdl Hd4 32. Hg7 Rf2 33. Bh5 Hxf4 34. Hxh7 Re4 35. Be2 Hf2 36. Bd3 Rc5 37. Bb5 Re4 38. Bd3 Ke5 39. h4 b3! Opn- ar línur að hvíta kónginum og svartur ætlar sér í innrás með hrókana. Eftir 40. cxb3 Kd4 hefur svartur töglin og hagldirnar. 40. c3 Hd2 41. Ba6 Þvingar svartan til að leika lag- legum leik. Hvítur má ekki drepa hrókinn vegna mats í borðinu. Og eftir að hrókurinn hörfar tvöfald- ar svartur hrókana á 2. reitaröð- inni og mátar fljótlega. 41. - Hg8 0-1 Seinni skákin er mun líflegri - allavega er hvassara teflt. Hvítt: Alexei Dreev (2690) Svart: Sergei Tiviakov (2635) Drottningarindversk vörn. Dos Hermanas, Spáni. (7), 03.04. 2003 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Bd2 Rd7 8. Rxd5 Bxd5 Þetta hefur verið mikið tískuafbrigði undanfarinn áratug. Ávallt koma fram ný afbrigði eins og vera skal í eins frjórri grein og skákin er. 9. Dc2 c5 10. e4 Bb7 11. d5 exd5 12. exd5 Bd6 13. 0-0-0 0-0 14. Bb5 h6 15. Bc3 Rf6 Svartur fer að verða tilbúinn til að taka peð- ið á d5. En það er auðvelt aö gera við því. 16. Bc6 Hb8 17. h4 Rg4 18. Kbl Bc8 19. Hdel g6 Báðir aðilar hafa verið að myndast við að koma liðsafla sín- um í sókn. En hér lumar hvítur á fallegum og öflugum leik! Og skyndilega er hvítur með mylj- andi sókn. 20. He6! Bxe6 21. dxe6 f5 Þetta er þvingað en hvít- ur getur auðveldlega haldið sókn- inni áfram. 22. h5! gxh5 23. Hxh5 De7 24. Rh4 Dxe6 25. Rxf5 Be5? Svartur hefði átt að reyna 25. Hxf5 en staðan er töpuð vegna op- innar kóngsstöðu svarts. En nú kemur skemmtileg glenna! 26. Bd5! 1-0 Eftir 26. Dxd5 kemur fjölskylduskákin 27. Re7+.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.