Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Side 69
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
Helgctrblací
73
Sigtryggur Bjarnason
landpóstur, Steindal, Tjörnesi, Suður-Þingeyjarsýslu, er 70 ára í dag
Sigtryggur Bjarnason landpóstur,
St’eindal, Tjörnesi, Suður-Þingeyjarsýslu,
er sjötugur í dag.
Starfsferill
Sigtryggur fæddist á Húsavík en ólst
upp í foðurgarði í Syðri-Tungu á
Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann
byrjaði, sem títt var í þá tíð, að vinna
strax og geta var til. Aðeins átta ára var
hann farinn að bera upp kol með föður
sínum úr Hringversnámum og níu ára
fylgdi hann honum til viðhaldsstarfa á
símalínunni yfir Tunguheiði. Honum
var þá ætlað að bera hluta útbúnaðarins,
a.m.k. ferðasímann. Var hann með í
þessum 'viðgerðarferðum, sem að
sjálfsögðu voru farnar gangandi, fram á
fullorðinsár eða þangað til síminn yfir
heiðina var aflagður.
Sigtryggur gekk í barnaskólann í
sveitinni, sem var þá farskóli, en
farskóli var á Tjörnesi fram yfir 1970.
Veturinn 1950, þegar Sigtryggur var á
átjánda árinu, var hann hjá Jóni
Þorbergssyni á Laxamýri og fékk þar
tilsögn í sauðfjárrækt en Jón var lærður
í þeim fræðum í Skotlandi. Sigtryggur
hóf síðan sjálfstæðan búskap í
Tungugerði á Tjörnesi og stofnaði
nýbýlið Steindal. Þar byggði hann allt
upp frá grunni og braut mikið land til
ræktunar. Hann vann þó alltaf allmikið utan búsins,
gerði út eigin bát til hrognkelsaveiða í rúm fjörutíu
ár og reri til fiskjar á sumrin eftir því sem tími
vannst til. Á haustin vann hann í sláturhúsi KÞ og
síðan var vinna við uppskipun og margt fleira.
Sigtryggur hefur einnig verið landpóstur í fjörutíu
og fimm ár og er enn að færa sveitungum sínum
póstinn. Að öðru leyti er hann hættur launavinnu og
einnig búskap ef frá er talið að heyja og hafa hesta í
hagagöngu. Hann býr enn á jörð sinni í Steindal og þó
ekki sé bústofninn finnur hann sér alltaf nóg til að
hafa fyrir stafni.
Fjölskylda
Sigtryggur kvæntist 1955 Guðnýju Stefánsdóttur, f.
9.4. 1934, d. 11.5. 1977, húsfreyju og bónda. Hún var
dóttir Stefáns Tómassonar bónda og Fjólu
Hólmgeirsdóttur húsfreyju.
Börn Sigtryggs og Guðnýjar eru Stefán Bjarni
Sigtryggsson, f. 2.5. 1956, pökkunarstjóri, búsettur á
Húsavík, kvæntur Lilju Jónsdóttur fiskverkakonu og
eru börn þeirra Guðný og Jón Gunnar en dóttir hans
er Lilja Björg; Ingibjörg Sigtryggsdóttir, f. 11.5. 1957,
sjúkraliði, búsett á ísafirði, gift Atla Rúnari
Stefánssyni flugvirkja; Fjóla Sigrún Sigtryggsdóttir, f.
5.4. 1963, aðstoðarmaður í Póstdreifingu, búsett í
Kópavogi, sambýlismaður hennar er Guðmundur
Aðalsteinsson vélsmiður og er sonur þeirra Johan
Jan-Erik Viljakainen. Hún er einmitt fertug í dag;
Emil Jón Sigtryggsson, f. 9.12. 1967, tæknifræðingur,
búsettur í Norður-Dakota í Bandarikjunum, kvæntur
Louise Sigtryggsson hjúkrunarfræðingi.
Systkini Sigtryggs eru Þorsteinn Bjarnason, f. 18.3.
1932, búsettur á Húsavík; Elísabet Anna Bjarnadóttir,
f. 27.8. 1937, húsfreyja á Mánárbakka á Tjömesi;
Jóhanna Björg Bjarnadóttir, f. 27.3.1939, d. 2000; Árný
Bjarnadóttir, f. 1.1. 1944, ræstitæknir, búsett á
Akureyri; Ingibjörg Jóhanna Bjarnadóttir, f. 1934, d.
1935; Ingvar Bjarnason, d. í bernsku.
Foreldrar Sigtryggs: Bjarni Þorsteinsson, f. 16.12.
1895, d. 18.3. 1977, bóndi í Syðri-Tungu á Tjörnesi og
eftirlitsmaður Landsíma íslands, og Emilía
Sigtryggsdóttir, f. 23.8. 1898, d. 4.5.1985, húsfreyja.
Höfuóstafir nr. 73
Einhvern tíma snemma á tuttugustu öldinni fékk
tóbakskaupmaður í Reykjavík, sem hét R.P. Levi,
einhvern ónefndan hagyrðing til að setja saman fyr-
ir sig auglýsingu. Hún leit þannig út:
Reyktu, tyggöu, taktu nef í
tóbakiö meó sœldarþef í.
Svo aó þig ei komi kveff,
kauptu tóbakiö hjá Leví. \
Þetta var áður en tóbaksauglýsingar voru bannað-
ar.
Símon Dalaskáld hefur að líkindum verið með
hraðkvæðustu mönnum sem uppi hafa verið. Um
hann orti Matthías Jochumsson:
•c.;
<
Guðrún Sigríður Bjarnadóttir
fyrrv. húsfreyja og organisti í Lækjamóti í Fáskrúðsfirði er 90 ára í dag
Nú er Símonfallinn frá,
frœga skáldiö Dala.
Stuölafótum fór hann á
fljótar en aórir tala.
Guðrún Sigríður Bjarnadóttir, Hlíðargötu 62, Fá-
skrúðsfirði, er níræð í dag.
Starfsferill
Guðrún Sigríður fæddist á Ósmel i Reyöarfirði en
ólst upp í Berunesi og síðan í Skálavík í Fáskrúðsfirði
en þangað flutti hún með foreldrum sínum 1922. Hún
fór snemma að vinna fyrir sér, réð sig í vist m.a. í
Reykjavík, á Sauðanesi á Langanesi og Kolfreyjustað í
Fáskrúðsfirði.
Guðrún lærði á orgel, fyrst hjá Láru Pálsdóttur og
siðar Páli ísólfssyni. Hún var aðeins 15 ára er hún hóf
að leika á orgel við messur í Fáskrúðsfjarðarkirkju.
Hún var síðan oranisti við þá kirkju í fimmtíu ár og
auk þess sóknarnefndarformaður til margra ára.
Guðrún stofnaði, ásamt eiginmanni sínum, nýbýlið
Lækjamót í Fáskrúðsfirði 1936 þar sem þau voru síðan
búsett. Hún flutti til Hafnarfjarðar 1986 en hefur síð-
ustu tvö árin dvalið á hjúkrunarheimilinu Uppsölum
á Fáskrúðsfírði.
Fjölskylda
Guðrún giftist 26.10. 1935 Hirti Guðmundssyni, f.
12.8.1907, d. 6.9.1986, bónda. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Jónasson, bóndi á Austurhóli í Hornafirði, og
Guðbjörg Sigurðardóttir, húsfreyja í Austurhóli, siðar
Ámagerði í Fáskrúðsfirði.
Sr. Á. Geroge
fyrrv. skólastjóri Landakotsskóla
Sr. Á. George, fyrrv. skólastjóri Landakotsskóla, Há-
vallagötu 16, er sjötíu og fimm ára í dag.
StarfsferiU
Sr. Georg fæddist i Wylré í Hollandi og ólst þar upp.
Hann stundaði nám við menntaskólann í Schimmert,
stundaði undirbúningsnám fyrir klausturheit við
klausturskólann í Meerssen, stundaði nám i heim-
speki og guðfræði í háskólann í Oirschot og var vígð-
ur til prests 11.3. 1956.
Georg var sendur til íslands í nóvember 1956 og hef-
ur verið búsettur hér síðan.
Börn Guðrúnar og Hjart-
ar eru Ragnheiður,
f. 21.3. 1936; Guðbjörg, f.
29.3. 1937; Sigríður,
f. 29.3. 1937, d. 5.8. 1993;
Lára, f. 15.7. 1938; Aðalbjörg
Hrefna, f. 27.6. 1940, d. 19.2.
1941; Aðalbjörg,
f. 18.7. 1942; Valdís, f. 10.5.
1946, d. 25.8. 1999.
Þá ólu þau upp fjögur
fósturbörn.
Albróðir Guðrúnar: Finn-
ur Bjarnason, f. 22.2. 1909, d. 4.2 .1993.
Hálfbræður Guðrúnar, samfeðra: Rögnvaldur
Bjarnason, f. 3.1. 1932, d. 26.11. 2002; Birgir Bjarnason,
f. 22.9. 1935, d. 1957.
Foreldrar Guðrúnar voru Bjarni Sigurðsson, bóndi
og útvegsmaður í Skálavík i Fáskrúðsfirði, og Ragn-
heiður Finnsdóttir Malmquist húsfreyja.
Ætt
Bjarni var sonur Sigurðar Þorsteinssonar, bónda á
Berunesi við Reyðarfjörð, og Guðrúnar Bjarnadóttur.
Ragnheiður var dóttir Finns Malmquist Jóhannes-
sonar, bónda og útgerðarmanns i Starmýri í Álftafirði,
og Sigríðar Guðmundsdóttur.
Sr Georg var kennari við
Landakotsskóla í Reykjavík
1958-62 og skólastjóri skól-
ans 1962-98. Þá hefur hann
verið staðgengill kaþólska
biskupsins í Reykjavik frá
1968.
Fjölskylda
Foreldrar Sr. Georges
voru Leonardus George, f.
1890, d. 1967, og k.h., Ger-
trud George-Bertrand, f. 1888, d. 1984.
í tilefni afmælisins tekur sr. George á móti gestum
í Prestahúsinu, Hávallagötu 16, Reykjavík, í dag, laug-
ardaginn 5.4., milli kl. 14.30 og 16.30.
Þegar greidd voru atkvæði um það í Kaupmanna-
höfn hvort afhenda skyldi íslensk handrit úr Árna-
safni til íslands féllu atkvæði eins og Jón Helgason
i Hafnarfirði greinir frá í skemmtilegri vísu:
Afhendingu inntu bót
110.
Þrjóskir snerust þar í mót
39.
Á hagyrðingamóti á Selfossi í desember sl. var
stjórnin í höndum Ómars Ragnarssonar. í palladóm-
um Ólafs Stefánssonar um þátttakendur á þessu
móti segir um Ómar:
Ómar stjórnar óöar flœði
Árborgar í sveit.
Yrkir sjálfur ágœt kvœöi,
alþjóö þetta veit.
Kappinn varla kann sér lœti,
keikurfettir bak.
Úti í salnum ymur kœti
og ákaft lófatak.
Næsta vísa er eftir Rögnvald Þórðarson:
Fann ég eigi oröin þá,
er ég segja vildi.
Varö þó feginn eftir á
aö ég þegja skyldi.
Þegar fréttir bárust af nýafstöðnum landsfundi
jjálfstæðisflokksins orti Hjálmar Freysteinsson:
Undrun mín er endalaus
alltaf fœrist skörin,
dauöar lýs mér detta úr haus;
Davíö endurkjörinn!!
Guðbrandur Guðbrandsson bætti við:
Er nú loksins orðalaus
Akureyrarfirinn.
Því yfirgefa Hjálmars haus
helstu gæludýrin.
Umsjón
%