Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 2
2 Tveir menn dæmdir í héraösdómi vegná Hafnarstrætismálsins: Tvö og þrjú ár fyrir að bana manni í hrottalegri líkamsárás Leiddur í réttarsal Annar mannanna, sem nú hefur veriö dæmdur í Héraösdómi Reykjavíkur, skýiir sér á bak viö möppu á leiö í réttarsal. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Gunnar Friðrik Frið- riksson, 22 ára, og Baldur Frey Einarsson, 24 ára, í tveggja og þriggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Magnúsar Freys Svein- björnssonar, 22 ára ísfirðings, síð- asta vor. Gunnar fékk tveggja ára dóm en Baldur Freyr þrjú ár. Árásin var gerð fyrir utan veit- ingahúsið Spotlight í Hafnarstræti laugardagsmorguninn 25. maí 2002. Magnús Freyr hlaut m.a. af höfuðkúpubrot og blæðingu inn á heila. Heilaskaðinn var mjög al- varlegur og dró hann til dauða viku síðar, 2. júní 2002. Baldur Freyr var að auki ákærður og dæmdur fyrir tvær aðrar grófar líkamsárásir, þar af aðra lífs- hættulega. Þær áttu sér stað sömu nóttina, 7. apríl 2002, rúmum ein- um og hálfum mánuði fyrir árás- ina í Hafnarstræti. í bæði skiptin skallaði hann fórnarlömbin, í öðru tilvikinu þannig að það hlaut af höfuðkúpubrot og heilablæð- ingu. Sannaö þótti með framburði vitna að sú árás hefði verið tilefn- islaus, þó svo að árásarmaðurinn héldi því fram að hinn hefði átt upptökin og meðal annars gefið sér „fokk-merki“ yfír barborð inni á veitingastaðnum 101 við Vega- mótastíg þar sem atburðurinn varð. í ákæru fyrir líkamsárásina í Hafnarstræti var mönnunum m.a. gefið að sök að hafa slegið Magnús Frey mörg hnefahögg i höfuðiö, veitt honum högg með höfðinu, þ.e. „skallað" hann, og sparkað í höfuð hans með hné. Einnig að hafa margsinnis sparkað af afli í höfuð hans með hné og fæti eftir að hann féll í götuna og Gunnari að hafa sparkað í efri hluta líkama Magnúsar Freys þegar hann reis upp eftir atlögu Baldurs Freys svo að hann féll í götuna á ný. Fram- burður vitna var ekki samhljóða um það hvort sparkið hefði lent á hálsi eða höfði Magnúsar. Engu þótt hægt að slá fóstu um upphaf átakanna en framburður vitna og myndbandsupptaka lög- reglu þótti sanna að árás Baldurs Freys, sem veittist einn að Magn- úsi Frey þangað til Gunnar spark- aði í hann, hefði verið nánast til- efnislaus og sérstaklega hrottaleg. Játning Gunnars og framburður vitna þótti staðfesta að hann hefði sparkað í Magnús Frey. Neituöu báðir Baldur Freyr og Gunnar neit- uðu báðir að hafa orðið valdir að dauða mannsins og héldu þvi hvor um sig fram að hinn hefði veitt manninum þá áverka sem drógu hann til dauða. Með vísan til læknisfræðilegra gagna, álits læknaráðs og vitnisburðar sér- fræðilækna þótti dóminum sann- að að atlögur mannanna, hvors þeirra um sig eða saman, hefðu verið til þess fallnar að valda þeim alvarlegu áverkum sem drógu manninn til dauða. Bæði var taliö að hann hefði getað hlotið heilaskaðann í átökunum við Baldur Frey og einnig þegar hann féll aftur fyrir sig á hnakkann í götuna eftir spark Gunnars. Þar sem ekki var með vissu unnt að greina í sundur afleiðingar af at- lögum þeirra voru báðir taldir bera fulla refsiábyrgð á afleiðing- um gerða sinna. Ekki var þó talið að þeir hefðu haft þann ásetning að myrða manninn heldur hefði gáleysi þeirra valdið dauöa hans. Hvorugur mannanna hefur áður hlotið dóm fyrir refsilagabrot. Mennirnir voru að auki dæmd- ir til að greiða foreldrum fórnar- lambsins eina milljón króna hvor í miskabætur, auk skaðabóta vegna útfararkostnaðar og vegna flugfargjalds. Samtals voru bæt- urnar til foreldranna tæplega 2.360.000 krónur. Kröfu þeirra, að upphæð tæplega 3.280.000 krónur, um skaðabætur vegna tapaðra launa Magnúsar Freys, sem var sjómaður, var vísað frá dómi. Baldur Freyr var að auki dæmdur til greiðslu bóta vegna hinna mál- anna tveggja, rúmlega 500 þúsund króna annars vegar og rúmlega 360 þúsund króna hins vegar. Málskostnaður var einnig felldur á brotamennina. -fln Vbideysi á Raufarhöfn Það voru engar gleðifréttir sem íbúum Raufarhafnar bárust i vik- unni. Öllum starfsmönnum frysti- húss staðarins var sagt upp og að- eins 40% þeirra verða endurráðin. Ákvörðunin kom íbúunum í opna skjöldu og er því meira reiðarslag en ella. Hafþór Sigurðsson, oddviti Raufarhafnarhrepps, segir að nefnd frá ráðuneytunum komi til Raufarhafíiar næsta fímmtudag. Hún muni ræða við sveitarstjóm og svo kunni að fara að haldinn verði borgarafundur um atvinnu- ástandið. Aðhaldsaðgerðir í síldar- verksmiðjunni hafa hins vegar þegar séð dagsins ljós. Forsendur geta þó breyst, t.d. nýjar kröfur um hollustuvemd og umhverfis- mál sem geta kostað mikla fjár- muni. Einnig kunna markaðir fyr- ir mjöl að breytast til hins verra. Sjá nánar Fréttaljós á bls. 14. -GG íslenski keppandinn í Ungfrú alheimi: Frjálslega farið með Hóðbúninginn Nú stendur undirbúningur fyr- ir keppnina „Ungfrú alheimur" sem hæst en hún verður haldin þriðja júní næstkomandi. Kepp- endur reyna allt hvað þeir geta til að vekja athygli á sér og er ís- lenski keppandinn, Manúela Ósk Harðardóttir, engin undantekning þar á. Meðal þess sem aðstand- endur keppninnar hér á landi hafa gert til að kynna Manúelu er að klæða hana í mjög nýstárlega útgáfu af íslenska þjóðbúningnum og er hætt við að áhugamenn um peysufot og upphlut súpi hveljur yfir klæðnaðinum. Á vef keppninnar, sem finna má á slóðinni www.missuniver- se.com, eru keppendur sýndir á sundfótum, kvöldkjólum og svo Fléttaö selskinn Manúela Ósk Haröardóttir ber klæönaöinn vel en hætt er viö aö fáir íslendingar kannist viö aö þarna sé þjóöbúningurinn á ferö. þjóðbúningum. í síðastnefnda myndaflokknum er Manúela klædd í eins konar netabol sem búinn er til úr fléttuðu selskinni og ljóst að þar eru farnar ótroðn- ar slóðir í klæðnaði en keppendur frá nágrannalöndum á borð við Noreg og Svíþjóð eru sýndir í hefðbundnum þjóðbúningum landanna. Elín Gestsdóttir, framkvæmda- stjóri keppninnar, segir að ákveðið hafi verið að fara þessa leið vegna þess að margar aðrar þjóöir fari mjög frjálslega með þjóðbúninga sína. „Þetta er bandarísk keppni og þar sem Kaninn er þekktur fyr- ir að láta bera mikið á sér ákváð- um við að taka þátt í því af fullum krafti. í skandinavískum keppnum höfum við hins vegar notað hefð- bundna búninginn," segir Elín. -KJA LAUGARDAGUR 31. MAl 2003 DV Sjómannadagurinn: Sjómönnum boðið á hnefaleikakeppni I tilefíii af sjómannadeginum, sem haldinn veröur hátíðlegur um land allt nk. sunnudag, hafa aðstandend- ur hnefaleikakeppni, sem fram fer í Laugardalshöllinni kvöldið áður, ákveðið að bjóða sjómönnum að- göngumiða á sérstöku tilboðsverði. í keppninni etja írskir hnefaleika- menn kappi við íslenska hnefaleika- kappa. í tiikynningu frá mótshöldur- um segir að þar sem íslenskir sjó- menn hafi á árum áður verið sverð landsins og skjöldur í þessari íþróttagrein sé við hæfi að bjóða þeim upp á sérkjör, tvo miða á verði eins í svokallaða hvíta stúku en miðar þar kosta 2.000 krónur. -GG Siglt í boði Gunnvarar Það þykja merkileg tíðindi að á hinum sögufræga útgerðarstað, ísa- firði, verða ekki hefðbundin hátíða- höld að þessu sinni í tilefni sjó- mannadagsins. Eini atburðurinn á boðaðri dagskrá var heiðrun aldr- aöra sjómanna sem jafnan hefur far- ið fram í tengslum við sjómanna- messu. Nú hafa stjómendur Hrað- frystihússins Gunnvarar hf. ákveðið ' að bjóða almenningi í skemmtisigl- ingu í dag. Siglt veröur á tveimur skipum, frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 og ísfisktogar- anum Framnesi ÍS 708. -HKr. Sjávarútvegsráðstefna Alþjóðleg ráðstefna um nýtingu sjávarfangs, sem hefur fengið heitið TAFT 2003, verður haldin hérlends 11. til 14. júní nk. Um stórviðburö á þessu sviði er að ræða þar sem á annað hundrað vísindamenn frá Evrópu og Norður-Ameríku, margir heimsþekktir, munu halda fyrir- lestra. -GG POT Bingo 0Bingóleikur DV er nú kominn í fullan gang, en DV mun spila bingó með áskrifendum sínimi í ilt sumar. Bingóspjald fylgdi blaðinu til áskrifenda í gær og birtist önnur talan i DV-bingóinu hér á bls. 2. Bingótölumar munu síðan birtast hvem dag á þessum sama stað í blað- inu. Veglegir ferðavinningar eru í boði fyrir þá sem fá bingó. Bingóleikurinn byrjar með því að spiluð er B-röðin á spjaldinu sem áskrifendur fá með blaðinu sínu. Þegar áskrifandi hefur fengið allar tölumar í B-röðinni á sínu spjaldi hefur hann fengið bingó. -HKr. Stuttar fréttir Fornleifafundur í Bolungarvík Mjög djúp og mikil mannvistar- lög hafa komið í ljós við fomleifa- uppgröft við Tröð í Bolungarvík. Uppgröfturinn er unninn á vegum Náttúrustofu Vestfjarða en verið er að ganga úr skugga um tilvist fornleifa áður en fyrirhugaðar snjóflóðavarnaframkvæmdir hefj- ast þar. - mbl.is greindi frá. Truflanir á SMS-sendingum Truflanir voru í gær á SMS- skeytasendingum hluta viðskipta- vina Og Vodafone. Truflanirnar lýsa sér þannig að 20 til 30% SMS- skeyta viðskiptavina félagsins, sem eru með símanúmer sem byrja á 69 og 66, skila sér ekki til móttakanda Ný veröbólguspá Greiningardeild Kaupþings spáir 0,1% hækkun á vísitölu neyslu- verðs í júní. Verð- bólgan verður þvi vel fyrir neðan verðbólgumarkmið Seðlabanka og segir Kaupþing að fátt virðist geta ógnað stöðugleik- anum um þessar mundir. Særa blygðunarkennd Fréttablaðið hefur ákveðið að hætta að birta auglýsingar frá umboðsaðila Durex-smokka á ís- landi vegna ítrekaðra kvartana lesenda blaðsins. Tilboð opnuö Fimm tilboð bárust í gerð Héð- insfjarðarjarðganga en tilboð voru opnuð í gær. Lægsta boð barst frá NCC as og íslenskum að- alverktökum upp á 6,2 milljarða króna. Kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar gerir ráð fyrir að verkið kosti tæpa 6 milljarða króna. 585 milljóna króna hagnaður Hagnaður af rekstri Síldar- vinnslunnar fyrstu 3 mánuði þessa árs nam 585 milljónum króna. Síldarvinnslan hf. og SR- mjöl hf. voru sameinuð þann 1. janúar síðastliðinn en saman- burðartölur eru ekki settar fram í árshlutareikningi með tölum frá SR-mjöli. Þórbergssetur Samstarfssamningiu- um upp- byggingu og starfsemi Þórbergs- setiu-s á Hala í Suðursveit var undirritaður í upphafi málþings um Þórberg Þórðarson sem fram fór á Hrollaugsstöðum í gær. -áb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.