Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 DV Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 74 þús Verð kr. 1290 þús. Suzuki Sidekfck JX, 5 d., bsk. Daewoo Lanos SX bsk. Skr. 10/98, ek. 78 þús. Verð kr. Baleno GLX, 4 d., Skr. 7/97, ek. 46 þús. Verð kr. 690 þús. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Swift GLX, 5 d., bsk. Skr. 11/96, ek. 67 þús. Verð kr. 450 þús. Hyundai Accent GLS, bsk. Skr. 7/98, ek. 45 þús. Verð kr. 550 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr. 12/99, ek. 27 þús. Verð kr. 690 þús. Hyundai Accent1,5, bsk. Skr. 9/98, ek. 67 þús. Verð kr. 490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////----V;.;; . SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, símí 568-5100 Fréttir Árborg kaupir flugvallarlandiö á Selfossi: Framtíð vallarins er tryggð Bæjarráö Árborgar hefur ákveöið að nýta sér forkaupsrétt að því landi í nágrenni Selfoss þar sem flugvöllur bæjarins er. Sem kunnugt er keyptu Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða og Fossmenn landið sl. vetur af bændum í Sandvíkurhverfi og hafa haft uppi áætlanir um að nýta það undir byggingarlóðir. Af því verður þó ekki, miðað við afstöðu bæjar- ráðs. Eflum starfsemina „Ég er afskaplega ánægður með þessa ákvörðun og tel að með þessu sé framtíð flugvallarins tryggð," segir Sigurður Karlsson, en hann er meðal þeirra liðs- manna Flugklúbbs Selfoss sem harðast hafa barist í þessu máli. Hann segist raunar trúa því að með vandaðri skipulagsvinnu megi tryggja ágætt sambýli við byggðina á Selfossi sem hefur ver- ið að teygja sig lengra til suðurs, það er í átt að flugvellinum. „Jafnframt sé ég fyrir mér að við getum eflt starfsemina á flug- vellinum, en þar hafa ýmsar hug- myndir verið uppi,“ segir Sigurð- ur. Tryggja forræði Flugvallarlandið sem Sveitarfé- UV-IVIIINU Rugvöllur og fögnuður Bærinn kaupir flugvallarlandiö og tryggir framtiö vallarins. „Ég er afskaplega ánægður, “ segir Sigurður Karlsson, lagið Árborg kaupir er alls 40 hektarar að stærð og fyrir það greiðir bærinn um 40 milljónir króna skv. heimildum DV. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku, þar sem kaupin voru samþykkt, kom fram að ekki hefði verið ákveðið á hvern hátt umrætt landsvæði yrði nýtt. Hins vegar sé nauðsynlegt að tryggja forræöi og ákvörðunarvald á spUdum sem þessari, þar sem hún sé í jaðri vaxandi byggðar og því viðbúið að þar verði skipulagt til frekari nýtingar í næstu framtíð. -sbs Mlðlar afhenda Umhyggju fé Miðlarnir Þórhallur og Valgeröur héldu fyrir skemmstu skyggnilýsingar fyrir bíósýningu í Sambíóunum. Ágóðinn, sem safnaöist, var síðan afhentur Um- hyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, viö sérstaka athöfn í gær. Þetta er í þriðja skipti sem Sambíóin taka höndum saman með miðlunum til þess að styrkja gott málefni. Alls safnaðist ein milljón króna á sýningunum tveimur sem haldnar voru á Akureyri og í Reykjavík. Hagræðing í kjölfar sameiningar Mjallar og Friggjar: Uppsagnir hjá Mjöll-Frigg Um 15 til 20 starfsmönnum hjá MjöU-Frigg verður sagt upp í fram- haldi af sameiningu fyrirtækjanna MjaUar og Friggjar um miðjan mánuðinn. Tæplega 50 manns starfa hjá hinu sameinaða fyrir- tæki en ætlunin er að þeir verði um 30 að hagræðingu lokinni. Starfsstöðvar fyrirtækjanna voru áður fjórar, tvær á höfuð- borgarsvæðinu og tvær á Akur- eyri, en ætlunin er að þeim verði fækkaö um eina á hvorum stað. MjöU-Frigg framleiðir aUs kyns hreinlætisvörur. Dótturfyrirtæki þess, sem eru nokkur talsins, fást við hreinlætisþjónustu og munu starfa óbreytt áfram. Bæjarstjórinn á Húsavík: Launin hækka um 20% Bæjarstjórn Húsavíkur hefur endumýjað ráðningarsamning við Reinhard Reynisson bæjarstjóra og gildir nýr samningur út núver- andi kjörtímabil bæjarstjórnar. Laun bæjarstjóra hækka úr 495 þúsund krónum í 595 þúsund krón- ur, eða um 20%, og eru eftir þá breytingu, sem gUdir frá 1. janúar 2003, talin sambærUeg því sem ger- ist hjá sveitarfélögum af þessari stærð. Á ráðningartímanum taka iaunin breytingum samkvæmt launavísitölu sem gefm er út af Hagstofu íslands en í eldri samn- ingi tóku þau breytingum sam- kvæmt launatöflu Starfsmannafé- lags Húsavíkurbæjar. -GG Kópavogsbær gagnrýnir afskipti af lóöaúthlutun í Vatnsendalandi: Atyrðir félagsmalaráðuneytiö Vegna úr- skurðar félags- málaráðuneytis- ins nýverið, varðandi úthlut- anir byggingar- lóða í Vatnsenda- landi í Kópavogi, telur Kópavogs- bær að meðferð kærumálsins hafi frá byrjun verið afar ómarkviss á vettvangi ráðuneytisins. Þannig rugli ráðu- neytið í byrjun saman heimildum sínum til almenns eftirlits með sveitarstjómum og heimildum til að taka til meðferðar stjómsýslu- kærar í einstökum málum. Þurft hafi ábendingar frá Kópavogskaup- stað til að laga þennan annmarka á málsmeðferð ráðuneytisins. í samþykkt Kópavogsbæjar segir m.a.: „Ráðuneytið hafði aldrei í þessu máli heimild til að taka kæruna til meðferðar af þeirri ein- foldu ástæðu, að aldrei kom til greina að svipta þá sem úthlutað fengu byggingarrétti þeim rétti, eins og kröfur kæranda gerðu ráð fyrir. Kemur þetta í ijós í niður- stöðu úrskurðarins, því þar er ekki talið unnt að taka kröfur kærand- ans til greina þrátt fyrir að ráöu- neytið telji að réttur hafi verið á honum brotinn. Er réttur þessara lóðarhafa talinn standa í vegi fyrir því. Er svo að sjá sem ráðuneytið telji sér heimilt að beita úrskurðar- valdi í því skyni að láta mönnum í té lögfræðiálit sem enga þýðingu hefur í lögskiptum þeirra við hinn kærða. Þessi málsmeðferð fær ekki staðist. Vilji félagsmálaráðuneytið koma frám athugasemdum við stjómsýslu á vegum sveitarfélags verður það að gerast á grundvelli almenns eftirlitsvalds en ekki í kærumálum einstakra aðila. Á umsóknareyðublöðum bæjar- ins kom skýrt fram, aö hver um- sækjandi skyldi bara sækja um eina tiltekna lóð en mátti tiltaka tvær lóðir til vara. Kærandinn í kærumálinu fór ekki eftir þessu. Reyndi hann þannig að gera sinn hlut betri en annarra umsækjenda, eins og reyndar er viðurkennt í úr- skurði ráðuneytisins. Leiðbeining- ar bæjarins um þetta komu fram með skýrum hætti á sjálfu eyðu- blaðinu. Það er hreinasta fjarstæða sem segir í úrskurði ráðuneytisins að þetta hafi ekki verið skýrt þar. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því, að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Á þessi meginregla meðal annars stoð sína í því, að sveitar- stjórnir sækja umboð sitt beint til kjósenda ekki síður en handhafar frámkvæmdarvalds ríkisins. Þaö er mikill misskilningur sem virðist vera ráðandi í félagsmálaráðuneyt- inu, að ráðuneytið hafi heimild til afskipta af stjómsýslu sveitarfélag- anna á þann hátt sem fram kemur í forsendum úrskurðar ráðuneytis- ins. Kópavogskaupstaður óskar eft- ir góðri samvinnu við ráöuneytið. Bærinn mun hins vegar ekki sætta sig við afskipti ráðuneytisins af stjórnsýslu sinni umfram þær heimildir sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum. Er látin í ljósi ósk um að þessi samskipti geti far- ið fram í framtíðinni án þess að leita þurfi til almennra dómstóla vegna þeirra." Sigurður Geirdal bæjarstjóri seg- ir að viðkomandi umsækjandi hafi ekki fylgt reglum um umsóknir þar sem segir að sækja eigi um eina lóð sem fyrsta valkost en síðan tvær lóðir til vara. Hann hafi sótt um 36 lóðir og því verið erfitt að átta sig á hans vilja. Hann hafl ekki fengið neina úthlutun, en sér detti helst í hug að maðurinn hafi haldið að dregið yrði um lóðimar og því hafi umsóknimar verið svo margar sem raun beri vitni. Viðkomandi maður hafi einnig sótt um lóðir í Mosfells- bæ og Garðabæ og notað sömu að- ferðir þar, en enga úthlutun fengið. Hann kæri einnig úthlutunina í þeim byggðarlögum. -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.