Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 11 Skoðun mm 1 H 1 1111 ■ !. ........_ • Köttur án landamæra Gulbröndóttur köttur nágranna míns heldur til í mínum garði, mænir á fuglana mina og étur þá kannski, hver veit. Ég sé ekki betur en hann viti aUt um fjölskyldulíf sólskríkjunnar sem á sér hreiður í einni öspinni. Hann ætlar sér án efa að éta bömin í þeirri fjölskyldu þeg- ar þau hefja flugæfmgar, gott ef ekki foreldrana líka. Hann er að sönnu með bjöllu en ég er ekki viss um að það dugi. Kötturinn fer það gætUega í rannsóknum sínum. Köttur þessi hefur gert sig heima- kominn án þess að hafa tU þess nokkurn rétt. Hann situr á öskutunnulokinu mínu, ekki loki húsbónda síns þótt það sé alveg eins og mitt. Þótt sú framkoma fari í taugamar á mér skU ég aUs ekki af hverju hann nennir að hanga þama. Ekki nær hann í físksporð úr minni tunnu. Krakkamir okkar stræka á að borða fisk. Við, foreldramyndim- ar, höfum látið þetta yfir okkur ganga og borðum því heldur ekki fisk, nema gefist það færi að við séu ein heima. Það er sjaldan. Vera kann að Brandi þessum þyki bara gott að sitja á öskutunn- unni minni. Þar er skjólgott og oft hlýtt þegar sólin skín. Auk þess hef- ur hann þokkalega sýn yfir veiði- lendur frá tunnunni. Augljóst er af öUu háttemi kattarins að hann er skynsamur i betra lagi. Á mínu húddi Kattarafstyrmið er í rauninni besta grey, vel húsvanið og blíðlynt að sjá, nema þegar veiðieðlið tekur völdin. Vandinn er aðeins sá að þessi bröndótti nágranni virðir eng- in landamæri, svo undarlegt sem það er. Hann læðist um hverfið á nóttu sem degi, er þó minnst heima hjá sér. Þótt hann þvælist þetta um götuna endar hann yfirleitt heima hjá okkur. Hann heimsækir okkur í tima og ótíma án þess að við gerum neitt í því að hæna hann að okkur, jafnvel sýnum honum fálæti. Það er eins og hann kunni ekki að bregðast við móðgunum. Við hleypum honum aUs ekki inn í húsið og fjarri lagi að við gefum honum. Það bregst þó varla að kötturinn er ýmist á tröppunum þegar ég kem út á morgna, undir bUnum eða jafn- vel uppi á húddinu. Oft hef ég séð sporin eftir hann á bílnum, á toppn- um en einkum vélarhlífinni. Hann sest á hana um leið og ég er kominn inn, veit og finnur að hún er heit. Hann fær því yl í kroppinn á minn kostnað. Það merkUega er að ég hef aldrei séð hann á húddinu á bU granna míns, eiganda Brands. Nú er það ekki svo að minn bUl sé með finni vélarhlíf en bUl granna míns. Hann á bU góðrar gerðar með vél sem án efa hitar hlífina svo henta myndi afturenda kattar. • Treg samskipti Ég er seinþreyttur tU vandræða og læt köttinn því að mestu af- skiptalausan. Ég kýs heldur ekki að taka málið upp við granna minn, eiganda kattarins. ÖU sú fjölskylda er hin mætasta og sambúðin getur ekki betri verið. Það er því fráleitt að einn köttur geti komiö þar upp á miUi. Ég neita því þó ekki að ég hvæsi stundum á köttinn gerist hann of nærgönguU við fugla him- insins. Ég veit innra með mér að kötturinn fer aðeins eftir eðli sínu en ég held með þeim fiðruðu. Meðan ég kem vömum við mun ég hrekja hann frá tittlingum og þröstum, svo ekki sé minnst á veikburða af- kvæmi þeirra sem eru að komast á legg i trénu mína þessa dagana. Það er einmitt þetta sem er svo sérstakt við Brand. í lífi hans eru engin landamœri. Þess vegna kemur fyrir að hann verður uppáþrengjandi um of. Það hefur meira að segja borið við að ég hafi reynt að rœða þetta atriði við hann þegar tóm hefur gefist að morgni dags og við bara einir á vettvangi. Samskipti okkar eru ekki aðeins bundin við hvæs. Ég fer snemma tU vinnu. Því er það yfirleitt svo að við erum einir á ferð árla á morgnana, Brandur og ég. Hann heUsar ekki þegar ég kem út, nennir raunar varla að hreyfa sig. Ekki veit ég hvort hann lítur á mig sem vin sinn eða kunningja en svo mikið er víst að hann er ekki hræddur við mig. Það er helst að ég bandi tU hans heldur harkalega ef hann er enn á húddinu þegar ég kem út. Fyrir kemur að hann er undir bUnum mínum án þess að ég viti það. Þegar ég set í gang tekur hann við sér, skýst undan vagninum en lítur um leið tU mín með hálfgerðri fyrirlitn- ingu vegna þess að ég leyíði mér að raska ró hans. Það er svo merkUegt að köttur þessi finnur sér nætur- skjól undir bilnum mínum. Engu virðist breyta þótt bUl nágranna míns veiti ekki síður skjól fyrir roki og rigningu. Vond samningsstaða Það er einmitt þetta sem er svo sérstakt viö Brand. í lífi hans eru engin landamæri. Þess vegna kem- ur fyrir að hann verður uppáþrengj- andi um of. Það hefur meira að segja borið við að ég hafi reynt að ræða þetta atriði við hann þegar tóm hefur gefist að morgni dags og við bara einir á vettvangi. Ég hef góðfúslega bent Brandi á að húsið mitt, og raunar bUskúrinn líka, eru númer 9. Öskutunnan er meira að segja með sama númeri. Hlaupi kötturinn ekki á brott, hafandi feng- ið þessar upplýsingar, bendi ég hon- um á hús granna míns og húsnúm- er, sem er aUt annað en mitt, og bið hann vinsamlegast að hunskast þangaö. Það ber engan árangur enda veit ég satt að segja ekki hvort maður getur beðið kött að hunskast eitthvert. Þótt skepnan sé aUa jafna skynsöm að sjá virðist skilningur- inn enginn þegar ég tek þetta upp í tvíhliða viðræðum. Samningsstaða mín er því vond. Brandur hefur meira úthald en ég og kann öU trikkin. Með lagi hefur hann náð yfirhöndinni í samskipt- um okkar. Hann ræöur yfir garðin- um, öUu umhverfi bUskúrsins, not- ar bUinn minn ýmist tU að skýla sér eða hreinlega situr á honum. Síðast en ekki síst hefur hann tekið öU völd hvað varðar öskutunnuna. Evrópusinni Brandur hefur alþjóðahyggjuna nefnUega að leiðarljósi. Hann er ekki sami íhaldsseggurinn og ég. AUa mína tíð hef ég reynt að vemda mitt, byggja múra og sitja einn að mínu en láta aðra um sitt. Slíkt háttalag hentar Brandi ekki. Hann viU brjóta niður múra, opna svæði og eyða landamæmm. Hann viU éta fugla mín megin, henti það honum, en hefur um leið engar áhyggjur af því þótt ég fari í garðinn hans og hafi mína hentisemi. Ef lýsa ætti Brandi í einu orði mætti segja að hann væri Evrópusinni. Hann hegð- ar sér eins og skipstjóri á spænsk- um togara sem nýtir sér sameigin- lega sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins og vUar ekki fyrir sér að troUa aUt dautt og lifandi fjarri ströndum síns lands. Brandur og hans líkar munu á endanum hafa betur en ég gefst ekki upp baráttulaust. TU skemmri tíma litið mun ég að minnsta kosti beita öUum ráðum tU að vemda það sem viðkvæmast er í mínum garði þessa stundina, unga sólskríkjunnar. Það er frekar að ég gefi eftir um- ráðin yfir öskutunnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.