Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003
l>"Vr
Helgarblað
Colette
John Updike sagði eitt sinn að í hnefaleikahring lífsins
hefðu fæst okkar enst tíu lotur með Colette. Hún var
óhemju litríkur og sjálfstæður persónuleiki. Líf hennar
var afar ævintýraríkt og ekki án erfiöleika en hún var sig-
urvegari í eðli slnu.
Colette hét réttu nafni Sidonie Gabrielle
Claudine og fæddist áriö 1873. Sautján ára göm-
ul kynntist hún Henri Gautier Villars, sem var
fjórtán árum eldri en hún, þekktur rithöfund-
ur og blaðamaður og mikill kvennamaður. Hún
giftist honum og þau fluttu til Parísar. Hann
uppgötvaði rithöfundarhæfileika hennar og
skipaði henni að skrifa skáldsögur sem hann
setti höfundarnafn sitt við og hirti bæði laun
og útgáfurétt. Þetta voru^djarfar sögur í dag-
bókarstíl um ævintýri unglingsstúlkunnar
Claudine. Sögumar slógu rækilega í gegn, urðu
að sviðsverki og alls kyns vörur voru settar á
markað undir nafni Claudine, þar á meðal hatt-
ar, rjómaís, sígarettur, ilmvatn og sælgæti.
Dansari og blaðamaður
Henri var Colette ótrúr og tók á móti ást-
konum sínum á heimili þeirra og ætlaðist til
að Colette sýndi þeim gestrisni. Reyndar fór
einu sinni svo að hjónin féllu fyrir sömu kon-
unni sem svaf hjá þeim báðum. Colette yfirgaf
eiginmann sinn árið 1905 og skildi við hann ári
Bókalisti IVIáls & Menningar
ALLAR BÆKUR
1. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson
2. Islensk speki. Jónas Raqnarsson
3. Ljóðasafn Steins Steinars
4. Ljóð Tómasar Guðmundssonar
5. Af hverju er himininn blár. Ýmsir
6. Iceland. Colin Baxter
7. Spámaðurinn. Kahlil Gibran
8. Bókin um veginn. Lao Tse
9. Gullkorn dagsins. Ólafur H. Árnason valdi
10. Vel mælt. Siqurbjörn Einarsson
SKÁLDVERK
1. Reisubók Guðríðar Símonardóttur.
Steinunn Jóhannesdóttir
2. Mýrin. Arnaldur Indriðason
3. Birtíngur. Voltaire
4. Heimsljós. Halldór Laxness
5. Únglingurinn í skóginum. Halldór Laxness
6. Alkemistinn. Paulo Coehlo
7. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes
8. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason
9. tslandsklukkan. Halldór Laxness
10. Salka Valka. Halldór Laxness
síðar. Um tíma vann hún fyrir sér sem dansari
og beraði brjóst sitt í einni sýningu við mikla
athygli og umtal.
Colette átti í ástarsambandi við konu áður
en hún giftist, tæplega fertug, Henri de Jouven-
el des Ursins, ritstjóra Le matin, sem skildi við
konu sína til að giftast henni. Þau eignuðust
dóttur sem sagði seinna að foreldrar sínir
hefðu vanrækt hana. Hún ólst ekki upp hjá
þeim og stundum leið hálft ár á milli þess að
þau kæmu í heimsókn. „Henni var meinað að
sýna veikleika og lærði aö fara ekki fram á ást.
Henni var kennt að kvarta aldrei undan ein-
angrun og einsemd,“ sagði fjölskylduvinur um
dótturina.
Auk ritstarfa var Colette blaðamaður. Sér-
svið hennar í blaðamennsku voru glæpir en
hún var einnig kvikmynda- og leikhúsgagnrýn-
andi. í fyrri heimsstyrjöldinni skrifaði hún
stríðsfréttir og breytti heimili þeirra hjóna í
spítala og hjúkraði særðum og hlaut að laun-
um heiðursmerki franska hersins.
Ástarsamband með stjúpsyni
Eiginmaður hennar, Henri, átti son af fyrra
hjónabandi, Bertrand, sem Colette varð ást-
fangin af og hann endurgalt tilfinningar henn-
ar. Bertrand var sextán ára og hún var fjörutíu
og sjö ára þegar þau tóku upp ástarsamband.
Þegar hún viðurkenndi sambandið fyrir manni
sínum fór hann fram á skilnað enda sjálfur
kominn með ástkonu. Colette og Bertrand
bjuggu saman en loks kom aö því að Bertrand
kynntist ungri stúlku sem foreldrar hans vildu
að hann kvæntist. Hann sagði Colette frá þess-
um áformum og kvaddi hana. Þegar hann var
að ganga frá húsi hennar kastaði hún til hans
pappírsmiða sem á stóð: „Ég elska þig.“ „Það
hafði Colette aldrei sagt mér sjálf,“ sagði Bern-
ard. Hann sneri aftur til hennar en aðeins
tímabundið. Þau komust að þeirri sameigin-
legu niðurstöðu að samband þeirra væri von-
laust. Bemard átti seinna í ástarsambandi við
blaðamanninn og rithöfundinn Mörtu Gellhorn
sem var ein af eiginkonum Emest Heming-
ways. Marta og Colette voru kynntar og Marta
sagði um hana: „Hún var hræðileg kona. Al-
gjört helvíti. Hún var afbrýðisöm gagnvart
mér. Og Bernard tilbað hana alla ævi. Hann
gerði sér aldrei grein fyrir því þegar hann var
í návist hins illa.“
í leit að eilífri æsku
Um miðjan aldur hljóp Colette í spik enda
var hún matgráðug og veðjaði einu sinni við
vin sinn um að hún gæti borðað fjögur hundr-
uð hnetur milli hádegisverðar og kvöldverðar.
Hún gerði grín að þyngd sinni í bréfum en
virðist hafa tekið hana nærri sér og Bernard
sagði að hún hefði aldrei leyft honum að sjá sig
nakta. Hún gerði mikið til að reyna að við-
halda unglegu útliti, fór í andlitslyftingu sem
var sársaukafull aðgerð á þeim tíma og var
einna fyrst kvenna til að fá sér permanett. Hún
fékk einnig blóðgjöf, gefandinn var ung og lag-
leg stúlka og Colette hélt því fram að blóðgjöf-
in hefði yngt sig upp.
Árið 1935 giftist hún í þriðja sinn Maurice
Goudaket sem var gyðingur. Þau bjuggu sam-
an þar til hún lést. Þegar hún var orðin gömul
og lasburða sá Maurice um að endurnýja
samninga henna erlendis og selja kvikmynda-
réttinn á verkum hennar. „Eg giftist dýrlingi,"
sagði hún vini sínum.
Bersögul skáldkona
Aðalviðfangsefnið í skáldsögum hennar eru
unaður og sársauki ástarinnar og hlutskipti
kvenna í veröld sem er stjórnað af körlum.
Skáldsögur hennar voru á sínum tíma taldar of
djörf lesning fyrir unglingsstúlkur og komust á
bannlista Vatíkansins. Colette skrifaði yfir
fimmtíu skáldsögur og fjöldann allan af smá-
sögum og verk hennar eru nær öll að meira
eða minna leyti sjálfsævisöguleg. Ein frægasta
skáldsaga hennar, Gigi, kom út þegar hún var
72 ára og varð að Broadway-söngleik og síðar
óskarsverðlaunakvikmynd.
Colette var sjálfstæð og sérstæð kona en hún
gaf ekki mikið fyrir kvenréttindabaráttu og
sagði eitt sinn við vin sinn: „Veistu hvað rauð-
sokkurnar eiga skilið? Svipuna og kvennabúr."
„Ég hef átt svo fallegt líf, leitt að ég skyldi
ekki hafa tekið eftir því fyrr,“ sagði hún á elli-
árum. Henni hlotnuðust margvíslegar viður-
kenningar vegna skrifta sinna og var fyrsta
konan sem tók sæti í Goncourt-akademíunni
Colette lést árið 1954, 81 árs. Henni var neit-
að um kaþólska útfor vegna þess að hjónabönd
hennar höfðu ekki verið blessuð af kirkjunni.
Útför hennar var á kostnað ríkisins og þúsund-
ir manna mættu til að votta henni virðingu
sína.
Ofvitinn markaði upphaf
- Ágúst Borgþór Sverrisson segir frá uppáhaldsbókum sínum
„Ofviti Þórbergs markar
upphaf bókmenntaáhuga
míns. Ég las þessa bók fyr-
ir tilviljun þegar ég var á
15. ári og í fyrsta skipti á
ævinni tók ég að velta fyr-
ir mér stílsnilld. Ég gleypti
í mig Þórberg og Laxness
framan af menntaskólaár-
unum en í síðasta bekk í
MR las ég varla annað en
Guðberg og kunni heilu
kaflana af ofurraunsæis-
legum lýsingum á Tanga
utan að.
Um 1990 keypti ég bók-
ina The Stories of
Raymond Carver en í
henni eru þrjú fyrstu smá-
sagnasöfn Carvers. Bókin
er fyrir löngu orðin kápu-
laus og það vantar I hana
síður. Ég veit ekki hvort
mér hefði tekist að hnoða saman þeim smásög-
um sem ég hef skrifað án þess að lesa þessa
bók. Á hinn bóginn finnst
mér að ég hefði aldrei
komist hjá því að lesa Car-
ver, fyrr eða síðar hefði ég
uppgötvað hann. Indriða
G. Þorsteinsson hef ég
marglesið síðustu árin, að-
allega smásögurnar og
skáldsöguna Land og syni.
í seinni tíð stend ég mig að
því að lesa skáldsögur af
skyldurækni og hlakka tO
að klára þær svo ég geti
lesið fleiri smásögur.
Kanadíski smásagnahöf-
undurinn Alice Munro er
snillingur. Hún skrifaði
bestu bókina sína fyrir
tveimur árum, þá orðinn
sjötug. Það er góð tilhugs-
un fyrir lítt þekktan fer-
tugan smásagnahöfund.
Ég sleppi því að nefna
íslenska samtímamenn og kunningja. Þeir
standa sig samt margir vel.“
Dramatískt
uppgjör
The Italian Girl
eftir Iris Murdoch
Iris Murdoch
hlýtur að teljast í
hópi bestu skáld-
kvenna 20. aldar og
sennilega skrifaði
hún aldrei vonda
skáldsögu. Þessi er
ekki ein af hennar
metnaðarfyllstu en samt býsna
góð og sérlega spennandi. Ed-
mund snýr heim eftir lát móður
sinnar og uppgötvar að bróðir
hans og fjölskylda hans lifa tvö-
földu lífi. Mikið fjölskylduupp-
gjör og dramatík - hamingjusam-
legur endir kemur nokkuð á
óvart.
Menningin lifirfyrst og
fremst á snilld.
Halldór Laxness
Bókalisti Eymunds;
ALLAR BÆKUR
1. Synir duftsins.
Arnaldur Indriðason
2. Lögmálin 7 um velgengni.
Deepak Chopra
3. Békin með svörin. Carol Bolt
4. Vel mælt.
Siqurbjörn Einarsson tók saman
5. Ljósbrot.
Símon Jón Jóhannsson tók saman
6. Lífið og tilveran.
Símon Jón Jóhannsson tók saman
7. Af hverju er himinninn blár?
Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn
Vilhjálmsson______________________
8. Islensk samheitaorðabók.
9. Reisubók Guðrúnar Símonar-
dóttur. Steinunn Jóhannesdóttir
10. fslenskur fuglavísir.
Jóhann Óli Hilmarsson
SKÁLDVERK
1. Synir duftsins.
Arnaldur Indriðason
2. Reisubók Guðríðar Símonardótt-
ur. Steinunn Jóhannesdóttir
3. Mýrin. Arnaldur Indriðason
4. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes
5. Steinn Steinarr.
Steinn Steinarr
6. Ljóðasafn Tómasar
Guðmundssonar
7. fslandsklukkan.
Halldór Laxness
8. Kvæði og laust mál.
Jónas Hallqrímsson
9. Hvar sem ég verð.
Inqibjörq Haraldsdóttir
10. Túlípanafallhlífar.
Siqurbjörq Þrastardóttir
BARNABÆKUR
1. Bubbi byggir:
Valti í ógönqum. Diane Redmond
2. Bubbi byggir:
Selma í fótbolta. Diane Redmond
3. Móglí og vinir hans. Walt Disney
4. Herra Fyndinn. Roqer Harqreaves
5. Herra Sterkur. Roqer Harqreaves
Metsölulisti BMM 22. maí - 28. maí 2003
Metsölulisti bókabúöa Eymundssonar 21.-26. maí.