Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 32
36 HeIqarblctö 33"V LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 Passaði aldrei inn í Þýska- land Thorsten Henn er si/o mikill Islandsvinur að hann er lönqu fluttur til íslands og hef- ur gefið út Ijósmgndabók um landið bláa. DV talaði við Thorsten um lífsplön, ís- lenskt landslag og náttúru. Þessi mynd er tekin við Tjarnargíg í Lakagígaröðinni. Þessi friðsæli og fagri staður er til vitnis um mestu hamfarir náttúrunnar á fslandi á sögulegum tíma, Skaftárelda. Thorsten Henn er löngu orðinn svo mikill íslendingur að hann er hættur að vera stundvís eins og dæmigerður Þjóðveiji. Hann strunsar inn á Prikið í morgunkaffi 10 mínútum eftir boðaðan tíma laus við ailt „punktlichk- eit“. Thorsten Henn er Ijósmyndari sem lærði iðn sína í Austurríki þótt hann sé fæddur í Liibeck sem er nyrst í Þýskaiandi og það má skilja á honum að hann sakni æskuslóða sinna ekkert sérstaklega. „Mér fannst einhvem veginn eins og ég passaði aldrei inn í Þýskaland. Þar er of margt fólk og of margt fólk sem lifir eftir einhvers konar áætlun fyrir lífið. Það fæðist, ákveður fyrir 18 ára hvað þaö ætlar að læra, veit hvar það mun vinna og mun vinna á sama stað þangað til það er 65 ára og þá fer það á eftirlaun og síðan deyr það 75 ára og þá er það loksins glatt. Þetta fannst mér ekki eft- irsóknarvert líf,“ segir Thorsten eða Þorsteinn eins og það ætti að vera óhætt að kalla hann. Morgunkaffið á Prikinu Thorsten er með íbúð og vinnustofu rétt við Laugaveg, nánar tiltekið rétt hjá Prikinu og þangað er hann vanur „Fögur er hlíöin“ þetta er reyndar ekki Fljótshlíð heldur Stóramörk undir EyjafjöIIuin sem er þó ekki langt frá. að koma í morgunkaffi eins og sést á því að hann fer fram í eldhús til að sækja sér kaffi. Hann flutti frá Þýskalandi 18 ára gamall til Grikk- lands, þaðan til Skotlands og þaðan til Austurríkis, nán- ar tiltekið til Vínarborgar þar sem hann lauk masters- námi i ljósmyndun. Hann stofnaði síðan sitt eigið fyrirtæki í Austurríki og hefur ferðast um allan heim, til Mexíkós, Guatemala, Bandaríkjanna. Hann fékkst aðallega við að framleiða „slides“ sýningar frá hvetju landi til þess að selja í ferða- kynningar. „Ég kom hingað 1996 til þess aö vinna svona mynda- sýningu frá íslandi fyrir austurrískan ferðamarkað. Mér fannst ísland strax mjög æðislegt land, nóg pláss og fátt fólk. Ég sá strax að hér voru ekki síðri tækifæri fyrir ljós- myndara en í Austurríki og fLutti hingað í maí 1998 eftir að hafa verið í stöðugum ferðalögum á milli í tvö ár.“ íslenska af götunni - Hér verður uppihald á samtali voru meðan ég hrósa Thorsten fyrir góða íslenskukunnáttu en samtal okkar fer hindrunarlaust fram á íslensku. Það heyrist glöggt á mæli Thorstens að hann er ekki einn af oss en málfræði- þekking hans heyrist vera lýtalítil og orðaforði yfirgrips- mikill. „Ég einsetti mér strax að tala frekar íslensku í öllum samskiptum en bjarga mér á ensku. Ég hef engan sér- stakan áhuga á tungumálum en hef lært íslensku af göt- unni ef svo má segja. Ég reyndi að fara í íslenskutíma en gafst strax upp. Eftir fyrstu tvö árin hef ég getað bjargað mér alls staðar." - Það sést mjög auðveldlega á bókinni Colours of Iceland að Thorsten hefur ferðast mjög mikið um ísland á tiltölulega fáum árum. Hvemig ferðast hann? „Ég ferðast aðallega á jeppanum og hef þá bækistöð á einum stað og fer síðan gangandi í dagsferðir út frá hon- um. Ég er með ljósmyndabúnað sem vegur 20-25 kíló svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.