Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 18
HelQarblaö LAUGARDAGUR 31. fVlAÍ 2003 I 8 „Mér fannst fyrst eins og þetta væri hefnd fyrir eitthvað sem ég hefði gert í fyrra lífi „Við i/erðum að halda áfram að lifa“ Sigurlaug 0. Guðmannsdóttir, móðir Rún- ars Björns á Sauðárkróki, hefur fengið að kgnnast áföllum lífsins og segir regnslusögu sína Þaö verður ekki annað sagt en mikið hafi verið lagt á Sigurlaugu Ó. Guðmannsdóttur, tæplega fer- tuga húsmóður á Sauðárkróki, móður Rúnars Björns Þorkelssonar sem slasaðist á nýársnótt á Sauðárkróki og komið hefur nokkuð við sögu í DV að undanförnu. Sigurlaug og hennar maður, Rúnar Pálsson, eiga einnig fjölfatlaðan dreng og Sigur- laug er nú komin langt á leið með sitt fjórða barn en sem betur fer hefur henni gengið vel á meðgöng- unni og er skrifuð inn um miðjan næsta mánuð. - En það er svo skrýtið með það, eins og eflaust margir þekkja, að það er eins og áföllin sæki oft á sömu fjölskyldurnar, eins og Sigurlaug er búin að kynnast og sjálf átti hún ekkert sérlega þægilega æsku. Þegar hún var spurð um slysið á nýársnótt, þegar Rúnar Björn sonur hennar lamaðist, þetta stóra áfall eftir það sem á undan var gengið, sagði hún: „Ég hef ekki viljað tala um það en mér fannst fyrst eins og þetta væri hefnd fyrir eitthvað sem ég hefði gert í fyrra lífi. Annars held ég að maður sé ekki búinn að jafna sig á þessu ennþá, og gerir það kannski aldrei, en verður að læra að lifa með því.“ Sigurlaug segir að Rúnar Björn, sem er lamaður fyrir neðan háls en hefur tekið framförum í þjálf- un á Grensás, sé rosalega duglegur að takast á við þessi örlög sín. „Kapnski er það vegna þess að hann skilur gang málanna líka, hefur orðið vitni að fötlun bróður síns og þeim hæga bata sem þar er. Rúnar Björn veit að það þýðir ekkert að liggja og vorkenna sjálf- um sér, við verðum að halda áfram að lifa. Ég held honum gangi vel miðað við það sem hann hefur. Hann veit að það er margt fólk sem er verr fatlað en hann, höfuðið og heilinn sluppu þó og hann er þakklátur fyrir það.“ Kynntust á sfldinni Sigurlaug kom með Rúnar Björn son sinn til Sauðárkróks í ársbyrjun 1996 þegar hún hóf sam- búð með Rúnari Pálssyni, húsasmið á Sauðár- króki, sem búinn var að koma sér upp fallegu heimili að Fellstúni 8. Aðspurð um fyrstu kynni þeirra Sigurlaugar og Rúnars sagði hún að þau hefðu verið á Síldarævintýrinu á Siglufirði tveim árum áður. Ekki í fyrsta skiptið sem síldin á Siglu- firði hefur leitt hjónaefni saman. „Hérna eignaðist Rúnar Björn strax fullt af vin- um og var svolítið upptekinn af þeim. Hann var dá- lítið einn hérna heima, svolítið út undan þó mað- ur reyndi að hafa það ekki þannig en við vorum mikið burtu frá honum eftir að fatlaði drengurinn fæddist. En hann langaði í systkin en svo var ég svo mikið upptekinn. Hann var ægilega duglegur þegar hann var krakki. Mér fannst hann stundum eins og gamall kall, svona dundari og staðfastur á sínu. Hann dundaði voðalega mikið, var í ýmsu, byrjaði að raða úr kubbum en fékk svo mikinn áhuga á rafmagni og bílum. „Var hann svolítið erfður unglingur? „Ég held hann hafi ekki verið erfiðari en margir / aðrir unglingar. Ég var oft hringjandi til að gá að honum. Vinir hans vissu af því og hann sagði þeim að það sýndi sig að mér þætti vænt um hann og vildi þess vegna vita hvar hann væri. Ég hélt að þetta væri allt að koma, hann hafði róast mikið og var farinn að vera svo mikið heima. Var lítið að drekka, miklu frekar að keyra hina. Hann var bú- inn að kaupa sér gamlan bíl og ætlaði að gera hann úpp. Ég held það hafi mikið verið út af því sem hann var farinn að vera meira heima, hafði þar eitthvað fyrir stafni. Rúnar Bjöm var hérna heima hjá okkur á gamlárskvöld. Við fylgdumst saman Sigurlaug Ó. Guðmannsdóttir á Sauðarkróki hefur þurft á öllum sínum styrk að halda þegar sonur hennar ienti í slvsi sem lainaði liann fyrir lífstíð. Ilún hefur fengið margar hlýjar kveðjur frá vinum og kunningjum auk þess sem efnt liefur verið til söfnunar til styrktar syni hennar. með því þegar flugeldunum var skotið upp og hann var með fatlaða bróður sinn í fanginu hérna úti vel fram á fyrsta tímann. Og svo keyrði ég hann niður í bæ til að hitta vinina. Klukkan hálfsex um morg- uninn er hringt. Það var frá þremur stöðum, sjúkrahúsið, lögreglan og einn vinur hans. Mér datt í fyrstu ekki í hug að þetta væri svona alvar- legt, þó leið mér ansi einkennilega þegar ég kom hingað heim að ná í nauðsynlegustu hluti áður en ég fór með honum suður í sjúkraflugvélinni. Eins og hann væri dáinn „Þegar þetta kom fljótlega í ljós hvernig Rúnar Björn fór út úr slysinu, væri lamaður, þá upplifði ég það fyrst eins og hann væri að hluta til dáinn. Mér var hugsað til þess þegar ég kom heim og sá sjampoglasið hans í sturtunni að hann myndi aldrei gera þetta og hitt aftur.“ En varstu bitur út af því hvemig þetta gerðist? „Nei, eiginlega ekki. Það eru þessi strákalæti sem maður segir, hvort sem þeir eru í kappakstri eða í einhverju öðru. Þeir voru eitthvað að metast um það hver þyrði hæst í ljósastaurnum. Þetta hefði getað komið fyrir einhvern annan en hann var sá óheppni. Ég var einmitt svolítið hrædd um að fólk heföi fordóma gagnvart Rúnari og var svo- lítið smeyk að fara út á meðal fólks eftir að þetta gerðist, að fólk væri kannski eitthvað að tala um þetta í ásökunartón. En það sýndi sig að þessi ótti var ástæðulaus þegar styrktarsamkoman var hald- in um daginn. Og maöur er óskaplega þakklátur öllum þeim fjölmörgu sem komu og lögðu þessu lið á allan hátt. Vinunum hans Rúnars og skemmti- kröftunum, þetta var allt saman frábært. Og allra fallegast fannst okkur þessi frumsömdu lög sem þeir fluttu fyrir Rúnar, Hörður G. Ólafsson og Geirmundur. Það var óskaplega notalegt að finna fyrir þessari miklu samkennd í salnum en glöðust var ég þó þegar Rúnar Björn birtist. Ég var búin að reyna að ná í hann á Grensásdeildinni klukkan hálfsex um daginn en þá sögðu stúlkurnar að hann hefði brugðið sér út fyrir. Ég tók það sem hann væri ennþá að æfa sig á rafmagnshjólastólnum sem hann var að prófa fyrr um daginn. En svo komu þær bara með hann norður, tvær starfsstúlk- ur af deildinni.“ En eru stærstu skrefin að baki hjá Rúnari Birni? „Nei, það verður náttúrlega þónokkurt átak hjá honum þegar hann fer að búa einn. Hann á eftir að fara út í lífið. Honum kvíðir fyrir því að vera einn í höfuðborginni, af þvi allir vinirnir eru hér fyrir norðan. Hann er búinn að sækja um íbúð í sambýli SEM-samtakanna, Samtaka mænuskaddaðra. Reyndar er faðir hans að flytja til landsins. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.