Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 ID'V’ Stóöu ekki viö sltt ísraelsk stjórnvöld stóðu ekki við gefin fyrírheit um að sleppa úr hatdi um eitt hundrað palestínskum föng- um, í kjölfar vel heppnaðs fundar. ísraelar fresta því að láta fanga lausa ísraelsk yfirvöld hafa slegið því á frest að leysa palestínska fanga úr haldi. Til stóð að þeim yrði sleppt í gær en að sögn tals- manns ísraelska landvamaráðu- neytisins verður málið tekið til endurskoðunar um helgina. ísraelar ætluðu aö sýna lit eftir vel heppnaðan fund Ariels Shar- ons forsætisráðherra með Mah- moud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, á fimmtudag og sleppa um eitt hundrað fongum. Talsmaðurinn sagði að ekki yrði nein breyting á fyrirhuguð- um tilslökunum í garð Palestínu- manna sem vilja fara inn í ísrael og ganga nýjar reglur í gildi í kvöld, eins og ætlað var. Vmnuveitendur tilbúnir að veita undanþágu Vinnuveitendasamtök Færeyja eru reiðubúin til viðræðna um að opna aftur olíu- og heildsölu á eyjunum ef neyðarástand skapast, þótt þau hafi látið loka þeim fyrr í vikunni. Verkfall annarra en opinberra starfsmanna hefur nú staðið í þrjár vikur og hefur reynst erfitt um vik fyrir almenn- ing að fá bensín og oliu. Jan Mortensen hjá samtökum atvinnurekenda segir við fær- eyska dagblaðið Sosialurin að vinnuveitendur séu tilbúnir að ræða undanþágur fyrir til dæmis sjúkrahús og elliheimili, sambýli og aðrar stofnanir, svo sem sjúkra- og slökkvilið. Kamal Kharrazi Utanríkisráðherra sendi Bandaríkja- mönnum tóninn í gær. Al-Qaeda í íran tengist ekki árásum í Riyadh írönsk stjómvöld vísuðu í gær á bug ásökunum ráðamanna í Washington um að al-Qaeda-liðar í íran tengdust sjálfsmorðsárás- unum í Riyadh, höfuðborg Sádi- Arabíu, í síðasta mánuði. Þá sögðu íranar að Bandaríkjamenn væru að tapa stríðinu við samtök Osama bin Ladens. Kamal Kharrazi, utanríkisráð- herra írans, sagði að yfirvöld hefðu handtekið hundruð grun- aðra liðsmanna al-Qaeda frá því Bandaríkin fóm í stríð í Afganistan. Þá hefði annar hópur manna verið handsamaður áður en árásirnar vora gerðar í Ri- yadh. Þar fómst 34 menn, þar af átta Bandaríkjamenn. Þjóðarleiðtogar í af mæl- isveislu í Pétursborg Vladimír Pútín Rússlandsfor- seti var í sannkölluðu hátíðar- skapi í gær þegar hann tók á móti fjölda erlendra þjóðaleiðtoga sem komnir em til Pétursborgar til að taka þátt í hátíðahöldum vegna 300 ára afmælis þessarar fyrrum höfuðborgar Rússlands. „Við höfum gert allt sem í okk- ar valdi stendur til að ykkur, í þessum vinahópi, finnist þið vera eins og heima hjá ykkur, í orðsins fyllstu merkingu," sagði Pútín við leiðtoga rúmlega 40 fyrrum Sov- étlýðvelda sem mættu fyrstir til veislunnar. Skömmu síðar komu þeir Jacques Chirac Frakklandsforseti, Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Gerhard Schröder Þýskalandskanslari. George W. Bush Bandaríkjaforseti er vænt- anlegur í dag, laugardag. Allir þessir menn voru í lykilhlutverki í deilunum um Íraksstríðið og lög- REUTERSMYND Pútín hittir listamenn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafði í ýmsu að snúast í Pétursborg í gær, í tilefni 300 ára afmælis borg- arínnar. Hann hitti meöal annars unga listamenn í kastala í borginni. mæti þess innan Öryggisráðs Sameinuðú þjóðanna. Veisluhöldin í Pétursborg standa í þrjá daga og marka upp- haf vikulangra fundahalda leiö- toga margra helstu þjóða heims og segja fréttaskýrendur að mörg ár séu síðan jafnmikil fundahöld þjóðarleiðtoga hafi verið. Pétursborg skartar sínu feg- ursta um þessar mundir, enda hafa rússnesk stjómvöld varið um 1,5 milljörðum dollara til að hún mætti endurheimta eitthvað af sínum fyrri glæsileik. Hellirign- ing var þó í gær þegar Pútín tók á móti gestum sínum nærri risa- stórri styttu af bronsknapanum. Sú stytta var reist til heiðurs Pétri mikla keisara, stofnanda Péturs- borgar. Bæði Bush og Blair vilja nota fundina í Pétursborg til að bæta stirð samskiptin við helstu and- stæðinga stríðsins í írak. REUTERSMYND Byrgt fyrir verslunarglugga Kaupmenn í Genf í Sviss hafa margir látið byrgja glugga verslana sinna af ótta við að allt verði brotið og bramlað þeg- ar andstæðingar hnattvæðingarinnar fara að mótmæla leiðtogafundi svokallaðs G8 hóps. Fundurinn hefst um helgina í franska smábænum Évian, ekki langt frá svissnesku landamærunum. Mikil öryggisgæsla er vegna fundarins. Grunuðum ijöUamopðingja síta sleppt fyrir misgáning írak Stuttar fréttír Walesa styður aðild að ESB Lech Walesa, fyrrum forseti Pól- lands og leiðtogi andófsmanna í Samstöðu, lýsti yf- ir stuðningi sínum viö aðild Póllands að Evrópusam- bandinu í blaða- viðtali í gær. Hið sama gerði gamall óvinur hans, Wojichev Jaruzelski hershöfðingi sem setti herlög til að brjóta lýðræðishreyf- ingu Walesa á bak aftur. Varaö við sauðfé á vegum Formaður færeysku bændasam- takanna hefur hvatt ökumenn í Færeyjum til að aka varlega á þjóðvegum landsins um þessar mundir vegna lausagöngu sauð- Qár og hættunnar sem fylgir því að ær og lömb hennar eru ekki sömu megin vegarins. Hjúkka í rannsókn Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa sett hjúkrunarkonu í Ottawa í einangrun vegna gruns um að hún hafi smitast af bráðalungna- bólgu. Óttast er að sjúkdómurinn hafi breiðst út frá Toronto. Komið í veg fyrir stórárás Litlu munaði að íraska hemum tækist að gera árás á höfuðstöðv- ar innrásarliðsins á fyrstu dögum stríðsins. Að sögn CNN grandaði bandarísk flaug íraskri flaug á leið að skotmarkinu. Besta sæðið úr myndarlegum Spænskir vísindamenn hafa komist að raun um að myndar- legir karlar framleiði besta sæðið og að myndarlegar konur virðist hafa fallega rödd. Blair ræðst á efasemdarmenn Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sakaði efasemdarmenn um ágæti Evrópu- sambandsins í gær um að dreifa fáránlegum sögum um nýtt uppkast að stjórnarskrá ESB til þess að hræða breskan almenning. Blair sagði jafnframt að andstaða við ESB væri úrelt ranghugmynd. Vilja fangelsa bandamanninn Italskur saksóknari fór fram á það í gær að náinn vinur og bandamaður Silvios Berlusconis forsætisráðherra yrði dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir spillingu, í máli þar sem Berlusconi situr sjálfur á sakamannabekknum. Atvinnuleysið vex hjá Chirac Atvinnuleysi jókst í Frakklandi í síðasta mánuði og varð það til að auka enn á áhyggjur manna af veiku efnahagslífi landsins. Fyrrum íraskur embættismað- ur, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir drápum á þúsundum sítamúslíma eftir Persaflóastríöið 1991, var leystur úr haldi banda- rískra hermanna í írak fyrir skömmu, fyrir misgáning. Mohammad Jawad al-Neifus var handtekinn nærri bænum al-Ma- hawil, suður af Bagdad. Ekkert misjafnt um manninn kom í ljós þegar hermenn grennsluðust fyrir um hann og var honum því sleppt. Al-Neifus liggur undir grun um að vera viðriðinn fjöldagröf sem fannst í al-Mahawil í síðasta mán- uði. Þar voru lík allt að fimmtán þúsund manna. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, sem hafa gefið út REUTERSMYND Fangans gætt Bandarískur hermaður gætir fanga í írak. Ekki er langt siðan grunuðum fjöldamoröingja var sleppt óvart. skýrslu um atburðina í al-Ma- hawil, sögðu að ætla mætti að lausn al-Neifus myndi vekja reiði almennings í bænum sem taka ekki of mikið mark á heitstreng- ingum Bandaríkjamanna um að koma lögum yfir ódæðismennina. Stjómvöld í Bretlandi, Frakk- landi og Þýskalandi fóru fram á það við Sameinuðu þjóðirnar í gær að þær hröðuðu heimflutn- ingi þúsunda landflótta íraka í Evrópu með því að bjóða þeim fé og annað sem mætti verða til þess að fá þá til að fara heim. Breski innanríkisráðherrann varaði við því að ef flóttamenn vildu ekki fara sjálfviljugir heim gæti reynst nauðsynlegt að flytja þá nauðuga. Svíar loka sendiráði Svíar hafa lokað sendiráði sínu í Kenía eftir að þeim barst hótun um hryöjuverk, að sögn sænsks embættismanns. Tvær löggur sprengdar Tveir lögregluþjónar létu lífið og sá þriðji særðist alvarlega í sprengjutilræöi á norðanverðum Spáni í gær. Yfirvöld kenndu ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska, þegar um tilræðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.