Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 34
38
He /c) a rb lct c) X>V LAUGARDAGUR 31. MAÍ2003
F ormaður
Róbert Marshall, fréttamaður á Stöð 2,
var mjleqa kosinn formaður Blaðamanna-
félaqsins. Hann ræðir um hlutverk fjöl-
miðlamanna, samkeppni á fjölmiðlamark-
aði oq fjölmiðla oq stjórnmál.
Þú gafst kost á þér til formennsku í Blaöamannafélag-
inu meö stuttum fyrirvara. Af hverju ákvaöstu skyndilega
aö skella þér í slaginn?
„Ég hafði lengi verið þeirrar skoðunar að Blaða-
mannafélagið þyrfti að vera öflugra þegar kæmi að fag-
legri umræðu og um leið sterkari málsvari blaðamanna.
Helsta markmiðiö er öflug kjarabarátta en Blaðamanna-
felagið er svolítið sérstakt stéttarfélag. Þú sérð ekki
menn í viðskiptum og stjómmálum veitast að rafvirkj-
um, múrurum eða málurum en þetta er það sem okkar
stétt býr við. Blaðamenn á íslandi taka starf sitt afar al-
varlega, virða hlutleysisreglur og leggja sig i líma við að
vemda sinn trúverðugleika. Þess vegna er erfitt fyrir þá
að veija sig þegar að þeim er sótt. Það vill enginn blaða-
maður standa í opinberum deilum við stjómmálamenn;
það dregur úr hæfi þeirra til að fjalla áfram um málið.
Þess vegna er mikilvægt að hafa öflugan málsvara sem
getur tekið slaginn, og ég held að fáir stjómmálamenn
vilji standa í opinberum deilum við Blaðamannafélag ís-
lands. Ég skoraði því á nokkra blaðamenn að bjóða sig
fram undir þessum formerkjum en þeir spurðu aflir:
„Hvers vegna býður þú þig ekki fram?“ Þegar klukku-
tími var í aðaifúnd ákvað ég bara að skella mér í slaginn.
Var orðinn hundfúfl út í þessar liðleskjur sem ég hafði
talað við og uppgötvaöi að ég var í hópi þeirra. Þannig að
frekar en að sitja röflandi á mínum kontór ákvað ég að
fylgja sannfæringu minni og skella mér í þetta. Og hafði
betur.“
„Það gilda allt
önnur lögmál um
stjórnendur
skemmtiþátta,
þeir starfa ekki
við fréttir. Það er
ekkert leyndarmál
að Gísli Martcinn
er varaborgarfull-
trúi Sjálfstæðis-
flokksins. Það
Mildlvæg stétt
Hver finnst þér vera brýnustu verkefnin í þessu starfi?
„Brýnustu verkefnin era, auk framangreinds, að auka
faglegan metnað og stéttarvitund íslenskra blaðamanna.
Með því aukum viö líka kraft felagsins þegar kemur að
kjarabaráttunni. Við þurfum líka að vekja almenning til
umhugsunar um mikilvægi stéttarinnar. Þetta er hægt
að gera með því að halda pressukvöld þar sem við ræð-
um í okkar hópi það sem efst er á baugi hveiju sinni og
hvemig fjölmiðlar hafi tekið á því. Þetta er líka hægt að
gera með sérstökum fagverðlaunum innan stéttarinnar
sem ætiunin er að úthluta í fyrsta sinn næsta vetur. Ég
hef í hyggju að beita mér fyrir aukinni útgáfu á blaðinu
okkar, Blaðamanninum, og vildi gjaman að blaðamenn
tækju meiri þátt í faglegri umræðu á glæsilegum vef okk-
ar press.is sem Birgir Guðmundsson hefur umsjón með.
Þar hefur síðasta stjóm lyft grettistaki en það skortir á
að við nýtum okkur þennan vettvang sem skyldi. Samn-
ingar Blaðamannafelagsins renna út á næsta ári en era
uppsegjanlegir í haust. Samningaráö féiagsins mun á
næstu mánuðum skoða forsendur þeirra.“
Menn verða að vanda sig
býst því enginn
við hlutleysi hjá
honum nema
kannski á laugar-
dagskvöldum og
þá er ætlast til að
hann sé jafn-
skemmtilegur við
alla. Ef það klikk-
ar þá er hann alla
vega sætur.“
Víkjum aöfjölmiðlum og pólitík. Þaö er nokkuö algengt
aö stjórnmálamenn gagnrýni fjölmiðla fyrir pólitíska hlut-
drœgni. Hvaö finnst þér almennt um þá gagnrýni og er
hún alltaf ósanngjörn?
„Já, hún er það. Stjómmálamenn, sem margir hverjir
þekkja vel tilhögun mála hjá fjölmiðlafyrirtækjum, vita
vel að sitthvað er yfirstjóm fyrirtækis og eigendur og
annað er ritstjóm. Eigendur fjölmiðlafyrirtækja vita jafti-
vel að besta leiðin til að selja afúrðir sinna ritstjóma,
fréttimar, er að tryggja sjálfstæði þeirra og þar með trú-
verðugleika. Það horfir enginn á og les enginn fréttir sem
ekki er hægt að treysta. Þessu er því tryggi-
lega haldið aðskildu.
Það er óþolandi hvemig stjómmálamenn
hafa haldið því fram að heilu ritstjómirnar
gangi erinda ákveðinna stjómmálaflokka.
Það er jafh ósanngjamt og það er rangt. Við
íslenskir blaðamenn erum ekki undanskild-
ir gagnrýni, en þá verður gagnrýnin að vera
málefnaleg. Hún verður að snúast um
ákveðnar fréttir og sýna verður fram á að
réttu máli hafi verið haflað. Stjómmála-
menn verða að vanda sig í gagnrýninni og
eigendur og stjómendur fjölmiðlafyrirtækja
verða líka að vanda sig í sinni framgöngu.
Mörkin á milli leiðarasíðna dagblaða og
fréttasíðna eru ef til vifl ekki mjög skýr í
huga almennings og þama þurfa menn að
vanda sig. Leiðarahöfundar kunna að hafa
skoðanir á þvi hvemig málum eigi að vera
Róbert Marshall: „Gagnrýni sem gengur út á að heilu fréttamiðlarnir gangi erinda viðskipta- og stjórnmála-
blokka á ekki rétt á sér vegna þess að hún er röng og hún grefur undan trausti almennings á blaðamanna-
stéttinni í heild. Mér er alveg sama um rausið í Hannesi Iiólmsteini en það er áhyggjuefni þegar forystumenn
stjórnmálaflokka, sem fólk tekur mark á, eru farnir að tala svona."
háttað hér á landi en það er hætt við því að þeir setji sína
blaðamenn í óþægilega stöðu þegar leiðaraskrifarar eru
lentir í harðvítugum ritdeilum við forystumenn stjóm-
málafýlkinga.
Gagnrýni sem gengur út á að heilu fréttamiðlamir
gangi erinda viðskipta- og stjómmálablokka á ekki rétt á
sér vegna þess að hún er röng og hún grefur undan
trausti almennings á blaðamannastéttinni í heild. Mér er
alveg sama um rausið í Hannesi Hólmsteini en það er
áhyggjueftú þegar forystumenn stjómmálaflokka, sem
fólk tekur mark á, era famir að tala svona.“
Fjölmiðlamenn og pólitískar skoðanir
Þaó er ekki hœgt að meina fjölmiölamönnum aö hafa
pólitískar skoöanir en hvar liggja mörkin?
„Hér verður að gera greinarmun á fréttamönnum og
öðrum fjölmiðlamönnum. Flokkspólitískt starf fer ekki
saman við starf fréttamanna, þar er hlutleysi aðalatriðið.
Ég hafði verið blaðamaður í þijú ár þegar ég hóf störf á
fréttastofu Stöðvar 2 árið 1998 og allan þann tíma hafði
ég verið flokksbundinn í Alþýðubandalaginu. Þegar Páll
Magnússon réð mig til starfa sagði hann að það væri
æskilegt að ég væri ekki flokksbundinn þó hann gæti
ekki bannað mér það. Ég var honum sammála og gekk úr
flokknum enda hafði ég ekki tekið þátt í neinu starfi þar
um alllangt skeið. Þessi bakgrunnur minn hefur aldrei
verið leyndarmál og þannig á það að vera. Fólk veit um
þessa „skuggalegu fortíð" mína og ég veit að fólk veit.
Þannig að þetta verður til þess að maður vandar sig bara
meira. Hver maður sem vinnur þetta starf veit það í
hjarta sínu hvar mörkin liggja. Hvenær hann er farin út
fyrir línur hlutleysisins, hvenær hans skoðanir era fam-
ar að skipta meira máli en staðreyndir málsins. Og hver
sá sem hefúr ákveðið að gera þetta starf að sínu ævistarfi
veit að um leið og hann fer út fyrir mörkin þá er hann
búinn að vera í þessu fagi.
Það gilda allt önnur lögmál um stjómendur skemmti-
þátta, þeir starfa ekki við fréttir. Þaö er ekkert leyndar-
mál að Gísli Marteinn er varaborgarfúfltrúi Sjálfstæðis-
flokksins. Það býst því enginn við hlutleysi hjá honum
nema kannski á laugardagskvöldum og þá er ætlast til að
hann sé jafnskemmtilegur við alla. Ef það klikkar þá er
hann alla vega sætur.“
Samkeppni og atvinnufrelsi
Lítum aðeins á samkeppnisstööu fjölmiðla. Þjóöin er
skylduö til aö borga til RÚV, Stöö 2 er meö áskriftargjöld
og Skjár einn er frír. Fréttablaðið er gefið en önnur blöð
eru seld. Hvaöa áhrif hefur þetta?
„Það er erfitt að segja. Forysta Blaðamannafélagsins
vill sjá sem flesta fréttamiðla starfandi hér á landi og ég
held að stjómvöld hljóti að vera sammála. Það er um-
hugsunarefrii hvort núverandi fyrirkomulag stuðli að
þessu. Það er hægt að leiða getum að því að fréttastofa
Skjás Eins væri enn starfandi ef stöðin þyrfti ekki að
keppa við ríkið, sem hefur augljóslega mikla samkeppn-
islega yfirburði í rekstrinum. Það vemdaða rekstrarum-
hverfi sem ríkisfjölmiðill býr við tryggir vissulega að þar
er rekin öflug og góð fréttastofa sem er hið besta mál. Það
getur þó ekki talist eðlilegt að slíkur fjölmiðill sé í harðri
samkeppni um auglýsingar við aðra miðla sem byggja
sinn rekstur að stærstu eða öllu leyti á auglýsingatekj-
um. Leiða má að því líkum að fréttaþjónusta Stöðvar 2
væri enn öflugri ef ekki kæmi til samkeppnin viö ríkið
um auglýsingar. Á fréttastofu rikisútvarpsins vinnur
mjög hæft fólk, sem reyndar ætti að vera í Blaðamanna-
félaginu, en því fólki er enginn greiði gerður með því að
keppinautum sé ratt úr vegi. Atvinnufrelsi er þáttur í því
að hlutleysi fréttamanna sé tryggt, það er, að þeir séu
ekki háðir örfáum fyrirtækjum eða eigendum þeirra um
atvinnu. Það er heldur ekkert réttlæti í því að skattpen-
ingar okkar sem vinnum á „frjálsu" miðlunum séu not-
aðir til að skerða samkeppnisstöðu fyrirtækjanna sem
við störfum hjá.
Hvað dagblöðin varðar þá sýnist mér hugmynd Frétta-
blaðsins vera að ganga upp og engum blöðum um það að
fletta að það er komið til að vera. Því fagna ég og mér
finnst gaman að sjá hvemig samkeppnin hefur eflt DV
sem hefur átt góða spretti að undanfómu. Mér hefur þótt
gott að sjá hvemig ungt fólk hefúr verið að gera sig gild-
andi og gefa út mjög skemmtileg blöð á borð við Undir-
tóna og Orðlaus. Það er gleðieftii að sjá þessa grósku og
það er líka ánægjulegt að blaðamannastarfið virðist ekki
lengur vera starf sem fólk notar sem stoppistöð í stuttan
tima áður en það heldur á önnur mið. Til er að verða
stétt blaðamanna á íslandi sem hefúr fundið sína köllun
og ætlar að gera þetta að sínu ævistarfi og það eykur
þörfina á öflugu Blaðamannafélagi."
Þú ertfréttamaöur á Stöö 2, hvernig kanntu við starfiö?
„Ég hlakka til að fara í vinnuna á hveijum morgni
vegna þess að maður veit aldrei hvar maður endar;
kannski á blaðamannafundi sem markar tímamót í póli-
tíkinni eða á jaðri eldgoss úti á landi. Sigmundur Emir
sagði oft þegar hann stýrði vöktunum á stöðinni og vildi
fá að vita hvemig fiskaðist: „Hvert er þitt framlag til ís-
landssögunnar i dag?“ Það er mikið til í þessu. Það eru
forréttindi að fá að skrásetja söguna meðan hún gerist.
Viðfangsefnin era svo mörg, fjölbreytileikinn óendanleg-
ur. Ég hef mjög einfaldan mælikvarða á hvað séu fréttir;
allt sem fær fólk til að segja: „Ja, héma“. Stundum fær
maður fólk til að segja: „Nei, hver andskotinn!" Þá er
gaman.“ -KB