Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 31. MAÍ2003 HelQctrblGÖ H>V 35 .Tfc hreinlega niöur þar sem ég var á hlaupum með kassettutæki fyrir fimleikana," minnist Steinunn. Það var þó ekki fyrr en einu og hálfu ári seinna sem þau byrjuðu v. að vera saman. „Ég fór að taka eftir honum á fótboltaleikjum og þetta þróaðist smám saman hjá okkur úr vinskap yfir í ást,“ seg- ir Steinunn feimnislega og finnst þetta eiginlega vera allt of væm- in saga til þess að birta fyrir al- þjóð. Steinunn segir þau Hauk Inga vera mjög náin og eiga mörg sameiginleg áhugamál og þrátt fyrir að hafa byrjað ung saman þá segir hún að þau hafi fljótlega áttað sig á því að þau vildu gera alvöru úr sambandinu. „Haukur Ingi fékk þriggja ára samning við Liverpool á meðan ég var að klára stúdentinn í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og með þeirri fjarveru hvort frá öðru fundum við fljótlega út að þetta var það sem við vildum,“ segir Steinunn sem tók síðasta árið af stúdentinum utanskóla þar sem hún flutti út til hans. „Maður hafði voðalega gott af því að búa þarna úti, langt frá ættingjum og vinum. Allt í einu varð maður sjálfur að kaupa í matinn og finna út úr hlutunum án þess að geta hlaupið til pabba eftir hjálp," segir Steinunn. Fyrir utan að lesa námsefnið fyrir stúdentinn hélt Steinunn áfram í fimleikunum úti en fór svo fljót- lega í dansnám og varð algjörlega heilluð. „Ég fór í djassballettskóla þarna úti og fann að dansinn átti vel við mig. Fimleikarnir voru góður grunnur fyrir dansinn sem er rosalega skemmtileg og góð hreyfing," segir Steinunn sem hefur verið aö sýna dans víða hér á íslandi. M.a. ferðaðist hún um landið með Bylgjulestinni í fyrra- sumar ásamt tveimur öðrum dönsurum og sýndu þær þrjár dans við uppákomur Bylgjulest- arinnar hringinn í kringum land- ið um helgar. í sumar er Stein- unn hins vegar að vinna sem þjónustufulltrúi í Sparisjóði Keflavíkur en þetta verður þriðja sumarið hennar þar. Annt um heilsuna Það getur enginn sagt annað en Steinunn sé frábær fyrirmynd ungra stúlkna. Auk þess að hafa . útlitið með sér virðist hún hafa afskaplega heilbrigða lífssýn, er metnaðarfull í námi, glaðlynd og hún reykir hvorki né drekkur. „Nei, við Haukur Ingi drekkum hvorugt. Ég hef einhvern veginn bara aldrei þurft á því að halda. Mér finnst ég alveg vera nógu hress að eðlisfari svo ég þarf ekk- ert að fá mér vín til þess að skemmta mér,“ segir Steinunn og bætir við að það trufli hana samt ekkert að fara út að skemmta sér með vinum sem séu að fá sér í glas. „Mér er mjög annt um heils- una. Ég héld aö það sé fátt verra en að vera fangi í eigin líkama. Líkaminn er bara umbúðir utan um sálina og maður verður að fara vel með hvort tveggja." Hún er þó ekkert líkamsræktarfrík og hangir ekki í ræktinni daginn út og inn að lyfta. „Ég hef gaman af því að fara í sund og út að labba en einnig er ég dugleg á hlaupa- brettinu.“ - En hvernig sérðu annars framtíðina fyrir þér? „Ég ætla að klára sjúkra- þjálfann og kannski fara í fram- haldsnám eftir það. Ég er ekkert að drífa mig í að fullorðnast. Þetta kemur bara allt í ljós, það er nógur tími,“ segir þessi brosmilda fegurðardrottning ís- lands að lokum. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.