Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Síða 2
2 FRtTTIR MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003
DV Bingó
Tveir hafa þegar
tilkynnt bingó á B-
röðina og er þeim
leik því lokið. Nú
leikum við I-röðina
og hér til hliðar birtist
þriðja talan í þeim leik.
Spilað á verður á bingóspjald
DV í allt sumar og veglegir ferða-
vinningar í boði. Samhliða því að
einstakar raðir eru spilaðar er allt
spjaldið spilað. Ferð með
Iceland Express er í boði fyrir
bingó á I-röðina en vikuferð til
Portúgals með Terra Nova Sól í
boði fyrir allt spjaldið.
Braust inn í skip
Héraðsdómur Vestfjarða
hefur dæmt 25 ára mann í
eins mánaðar skilorðsbundið
fangelsi fyrir þjófnað. Maður-
inn játaði fyrir dómi að hafa
brotist inn í fiskiskipið Þorlák
ÍS-15 á síðasta ári þar sem það
lá við festar í Bolungarvíkur-
höfn og stolið þaðan úr vist-
arverum skipverja fimm út-
varpstækjum með geislaspil-
urum af gerðinni Alpine. Mað-
urinn hefur áður hlotið refs-
ingu en árið 1997 var hann
dæmur í 15 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir líkams-
árás. Honum var einnig gert
að greiða 80 þúsund krónur í
skaðaþætur og allan sakar-
kostnaðinn, þar með talda 35
þúsund króna þóknun verj-
anda síns.
Hvalreki
Björgvin Hreinsson og synir
hans Björgvin og Eiríkur fengu
sex tonna hnúfubak í netið
rétt utan viðTangarrif í gær.
Feðgarnir voru á sex tonna
Sómabát og hvalurinn því
svipaður að þyngd og bátur-
inn. Að sögn Björgvins mæld-
ist hvalurinn rétt tæpir níu
metra á lengd.
DV-mynd Bjarki Björgúlfsson
Samanburður á afbrotum í Reykjavík og öðrum borgum:
EFNI BLAÐSINS
Herstöðin kostar sitt
- innlendar fréttir bls. 4
Davíð skrifar Bush
- innlendar fréttir bls. 6
Skammur skóli
lögreglumanna
- úttekt og viðtöl bls. 8-9
Hafa bjargað ríflega
300 mannslífum
- úttekt bls. 10-11
Bráðalungnabólgan og
efnahagur heimsins
- heimsljós bls. 12-13
Troðningur á Mars
- erlendar fréttir bls. 14 og 15
Goðsagnasmiðir
- menning bls. 16-17
Rólegt í Laxá í Kjós
- DV-sport bls. 39
Kveisa í landsliðínu
- DV-sport bak
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Adalritstjóri: Óli Björn KSrason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar,
smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahliö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550
5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar:
auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins
! stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá
eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Tiltölulega öruggt
að búa í Reykjavík
VASKIR MENN A VETTVANGI: Víkingasveitin þarf sjaldan að bera vopn sín á
almannafæri enda er tíðni líkamsmeiðinga og stórglæpa í lægri kantinum hér á
landi miðað við margar borgir (nágrannalöndum.
Borgarfræðasetur hefur tekið
saman skýrslu um saman-
burð á tíðni tilkynntra af-
brota í Reykjavík og í öðrum
borgum á Vesturlöndum. Nið-
urstöður skýrslunnar sýna
m.a. að tíðni líkamsmeiðinga
í Reykjavík er heldur í lægri
kantinum miðað við hinar
borgirnar á meðan tilkynnt
umferðarlagabrot eru mun
fleiri í Reykjavík en annars
staðar á Norðurlöndum.
í skýrslunni var borin saman
tíðni tilkynntra afbrota á einu ári á
tímabilinu 1996-2001 en með til-
kynntum afbrotum er átt við þau
öll þau afbrot sem lögreglan veit
um. Rannsóknir hafa þó sýnt að að-
eins um helmingur afbrota sé til-
kynntur til lögreglunnar. Saman-
burður var gerður við sjö borgir á
Norðurlöndum og yfir sjötíu bresk-
ar og bandarískar borgir sem höfðu
flestar svipaðan ibúafjölda og
Reykjavík.
Niðurstöður saman-
tektarinnar sýna að
ekki er mikil fylgni á
milli íbúafjölda og tíðni
lögbrota.
Samkvæmt niðurstöðum skýrsl-
unnar er tíðni tilkynntra brota í
Reykjavík almennt í meðaltali eða
lág miðað við aðrar Norðurlanda-
borgir en þó vekur athygli að til-
kynnt umferðarlagabrot í Reykjavík
eru mun fleiri en annars staðar á
Norðurlöndunum. Þá er tíðni til-
kynntra kynferðisbrota í Reykjavík
heldur há miðað við samanbornar
Norðurlandaborgir og í hærri kant-
inum miðað við enskar borgir. Hins
vegar er nauðgunartíðni í Reykjavík
lág miðað við samanbornar banda-
rískar borgir. Ekki er hægt að ráða
af skýrslunni hvers vegna tíðni kyn-
ferðisbrota er svo há í Reykjavík
sem raun ber vitni, hvort það sé
vegna þess að fleiri kynferðisbrot
séu þar framin eða vegna þess að
fleiri slík brot séu tilkynnt til lög-
reglunnar.
Tíðni tilkynntra líkams-
meiðinga í Reykjavík er
ílægri kantinum miðað
við samanbornar ensk-
ar borgir, undir meðal-
lagi miðað við banda-
rískar borgir og í með-
allagi miðað við Norð-
urlandaborgir.
Tíðni ffkniefnabrota í Reykjavík
er frekar lág miðað við aðrar borgir
og mun lægri en í flestum Norður-
landaborgunum. Fíkniefnabrot eru
hins vegar yfirleitt ekki tilkynnt til
lögreglunnar og því var miðað við
þau fíkniefnabrot sem lögreglan
vissi um. Þá er tíðni tilkynntra lík-
amsmeiðinga í Reykjavík undir eða
í meðallagi samanborið við hinar
borgirnar.
Ekki er mikið tilkynnt um rán og
manndráp í Reykjavík miðað við
samanbornar borgir en þó eru fleiri
manndráp tilkynnt á hverja 100
þúsund íbúa í Reykjavík en í Ála-
borg, Róm, Kaupmannahöfn,
Lissabon og í Vínarborg. Tíðni til-
kynntra þjófnaða í Reykjavík er í
meðallagi, sem og tíðni innbrota.
Tíðni tilkynntra lfkamsmeiðinga,
kynferðisbrota og fíkniefnabrota í
Reykjavík hækkaði umtalsvert á
tímabilinu 1989-2000 á meðan
tíðni tilkynntra manndrápa hélst
nokkuð svipuð á því tímabili.
í skýrslunni er þó vakin athygli á
því að mikil umræða um einstaka
afbrotaflokka geti aukið kraftinn í
baráttunni gegn þeim á margan
hátt, innan lögreglunnar og í sam-
félaginu í heild. Þetta geti síðan
leitt til þess að aukning verði á til-
kynningum þó svo að ekki sé um
raunverulega aukningu á brotum
að ræða. Þannig geti t.d. aukið lög-
reglueftirlit með umferðinni end-
urspeglast beint í hærri tíðni um-
ferðarlagabrota.
Niðurstöður samantektarinnar
sýna að ekki sé mikil fylgni á milli
íbúafjölda og tíðni lögbrota. Margir
telja að afbrot séu algengari í stærri
borgum, ekki síst alvarleg brot eins
og manndráp og ofbeldisfull rán en
staðreyndin virðist hins vegar vera
önnur. Alvarleg afbrot eru hlutfalls-
lega svipuð að umfangi í minni
borgum og í þeim stærri og í sum-
um tilvikum eru þau jafnvel al-
gengari í fámennari borgum. Þetta
þýðir að Reykvíkingar geta ekki gef-
ið sér að hlutfallsleg tíðni afbrota sé
minni í Reykjavík vegna smæðar
hennar.
Samanlögð tíðni líkamsmeiðinga, kynferðisbrota, manndrápa,
þjófnaða, nytjastulda og fíkniefnabrota
Tilkynnt kynferðisbrot á hverja 100.000 ibúa
Umferðarlagabrot á hverja 100.000 íbúa
Meðaltal
Stokkhólmur
Reykjavlk
Gautaborg
Ósló
Kaupmannahöfn
Álaborg
Helsinki
Tampere
120
100
60
90
120
150
Reykjavlk
Helsinki
Tampere
Álaborg
Ósló
Gautaborg
rma
6.185
5.000
10.000
15.000
20.000
25.000