Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Side 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003
Nágrannavarsla kom í veg fyrir innbrot
Tekinn með fíkniefni
Athugull nágranni í Breiðholtinu
kom í veg fyrir að ungur piltur
kæmist undan með þýfi úr húsi
sem hann braust inn í á hádegi í
gær. Nágranninn sá piltinn fara
inn í húsið og fannst það grun-
samlegt þar sem hann kannað-
ist ekki við hann. Hann hringdi í
húseigandann sem var nýfarinn
til vinnu sinnar og spurði hvort
hann hefði átt von á einhverj-
um. Þegar Ijóst var að svo væri
ekki var hringt í lögregluna. Pilt-
urinn var enn í húsinu þegar
lögreglan kom á staðinn og
hljóp út þegar hann varð henn-
ar var. Á hlaupunum missti hann
tösku með þýfinu en lögreglan
elti hann uppi og handtók hann.
I töskunni voru skartgripir,tölvu-
leikir og peningar sem hann
hafði tekið úr íbúðinni en engar
skemmdir voru á íbúðinni. Málið
er nú í rannsókn hjá lögreglunni
í Reykjavík.
Að sögn nágrannans var það til-
viljun að hann skyldi hafa séð
piltinn þar sem hann var á leið
út þegar hann varð hans var.
Hann sagðist þekkja húseigand-
ann vel og vissi því að þessi pilt-
ur ætti ekki að vera þarna. Hann
sagði að pilturinn hefði gengið
rakleitt inn í húsið skömmu eftir
að húseigandinn hefði yfirgefið
það og svo virtist sem hann
hefði beðið eftir að húsið yrði
mannlaust. Lögreglan sagði að
nágranninn hefði brugðist hár-
rétt við í stöðunni þar sem hann
hefði tilkynnt lögreglunni strax
um grunsamlegar mannaferðir
og látið lögregluna um að góma
innbrotsþjófinn.
Lögreglan á ísafirði handtók
karlmann á fertugsaldri klukk-
an sex í gær en maðurinn var
þá nýkominn með áætlunar-
flugi frá Reykjavík til (safjarðar.
Maðurinn hefur komið við
sögu lögreglunnar vegna fíkni-
efnamisferlis og vöknuðu
grunsemdir um að hann væri
með fíkniefni í fórum sínum.
Við handtökuna fann lögreglan
tæplega 76 grömm af kanna-
bisefnum og tæp 4 grömm af
amfetamíni hjá manninum.
Hann er enn þá í haldi lögregl-
unnar á (safirði, en rannsókn á
fíkniefnamisferli mannsins
stendur nú yfir. ■
Barnaklámsmaðurinn sagður kurteis
Var starfsmaður Tollstjóra
og útvarpsmaður í mörg ár
Vann hjá Fínum miðli og í sumarbúðum KFUM
Maðurinn, sem lögreglan í
Reykjavík handtók í síðustu
viku fyrir að hafa í fórum sín-
um þúsundir mynda af
barnaklámi og öðru klám-
fengnu myndefni, var hand-
tekinn í vinnu sinni hjá Toll-
stjóranum í Reykjavík. Þar
hafði maðurinn starfað í 19 ár
og sagði strax upp vinnu
sinni hjá Tollstjóra þegar upp
komst um athæfi hans.
Maðurinn er 37 ára Reykvíkingur
og hefur verið búsettur í neðra
Breiðholti.
Fyrir um 15 árum var hann rek-
inn úr starfi hjá KFUM sem er með
sumarbúðir fyrir unga drengi. Ekki
hefur verið getið um að hann hafí
þar sýnt tilburði um áreitni, en
uppsögnin er sögð hafa verið vegna
þess að hann þótti lélegur starfs-
maður. Samkvæmt heimildum DV
mun hann þó hafa ráðið sig ári
seinna í öðrum sumarbúðum sam-
takanna. Þá hefur hann einnig
sungið í kirkjukór og hefur sótt um
að komast í þekktan karlakór.
Flann hefur áður mi^st vinnuna
vegna áráttu sinnar að sanka að sér
klámefni í vinnunni. Það var þegar
hann vann á útvarpstöðvum Fíns
miðils, þ.e. Aðalstöðinni, Gullinu,
Matthildi og Steríó. Var hann m.a.
með þátt um Bob Murrey og naut
töluverðra vinsælda. Kvartanir
komu þá frá hlustendum þar sem
manninum var borið á brýn að hafa
tælt drengi í útsendingum. Þá varð
hann líka uppvís að því að sanka að
sér barnaklámi og var honum þá
sagt upp. Málinu var þó ekki vísað
til lögreglu. Vinnufélagi mannsins á
Fínum miðli segir að hann hafi sóst
eftir að passa börn vinkvenna
sinna. Hafi mönnum þá ekki staðið
á sama. Þrátt fyrir þetta var maður-
inn endurráðinn um tíma hjá Fín-
um miðli þegar nýir eigendur
komu að fyrirtækinu.
Vinsæll útvarpsmaður
„Hann hefur verið viðloðandi út-
varpsmennsku alla tíð. Það var svo-
lítið skrýtið að þó menn væru að
finna vafasama hluti í tölvunum
hjá honum í gegnum tíðina, þá er
eins og aldrei hafi verið tekið al-
mennilega á því,“ sagði fyrrverandi
vinnufélagi hans hjá Fínum miðli.
„Þetta er góðlegur, lág-
vaxinn og feitlaginn
gaur og maður sem lík-
legur væri til að vera
ráðinn sem trúður í
barnaafmæli."
„Þetta er góðlegur, lágvaxinn og
feitlaginn gaur og maður sem líkleg-
ur væri til að vera ráðinn sem trúður
í barnaafmæli. Hann var kurteis og
virtist hinn mesti öðlingur.
Manni brá þó þegar fólk fór að
hringja utan úr bæ og spyrja hvort
maður vissi með hvers konar
skrímsli maður ynni með.“ Þessi
vinnufélagi hans segir að ýmsir virð-
ist hafa vitað af þessu og lenti mað-
urinn m.a. í því að vera „barinn í
buff' eins og hann orðaði það. Þá var
ráðist á bílinn hans og hann
skemmdur. hkr@dv.is
SAGÐI UPP HJÁ TOLLSTJÓRA: Maðurinn sem lögreglan handtók vegna barnaklámsmálsins sagði upp störfum sínum hjá
Tollstjóraembættinu í Reykjavík þegar upp um hann komst.
r i 1 ^ i
1 1 || 1 ^
jS j' •* jjíf* % <' »?'*
Reuters vitnarí ónafngreindan bandarískan embættismann:
íhuga að fara með flug-
vélarnar frá Keflavík
HLUTVERKINU HUGSANLEGA LOKIÐ: F-15 orrustuþotur komu fyrst til Keflavíkur
árið 1985.Á árunum 1962-1991 flugu liðsmenn varnarliðsins í veg fyrir rúmlega
3.000 sovéskar herflugvélar umhverfis landið - fleiri en allar aðrar flugsveitir banda-
ríska flughersins samanlagt - en það gerist sárasjaldan núorðið.
Fréttastofa Reuters hafði í
morgun eftir ónafngreindum
bandarískum embættis-
manni að stjórnvöld íhugi að
fara með allar fjórar F-15 orr-
ustuþoturnar frá Keflavík.
í frétt Reuters segir að Banda-
ríkjastjórn vilji fara með vélarnar
burt þar sem langtum minni ógn
stafi af Rússlandi en Sovétríkjunum
sálugu.
Fullyrt er í fréttinni og haft eftir
ónafngreindum bandarískum
embættismanni að George Bush
hafi í bréfi sínu til Davíðs Oddsson-
ar í síðustu viku minnst á orrustu-
þoturnar án þess þó að segja ber-
um orðum að Bandaríkjamenn
vildu flytja þær annað.
Þá hefur Reuters eftir sendiráðu-
nauti hjá Atlantshafsbandalaginu
að Bandaríkjamenn hefðu allt eins
getað horfið með þoturnar frá
Keflavík fyrir áratug; aðeins póli-
tfskar ástæður hefðu komið í veg
fyrir það enda væri ísland orðið
nánast þýðingarlaust í hernaðar-
legu tilliti, eða „strategically on the
edge of nowhere", eins og segir
orðrétt í fréttinni.
Halldór Ásgrímsson hefur sem
kunnugt er sagt að í bréfi Bush til
Davíðs Oddssonar felist að Banda-
ríkjamenn vilji fara nýjar leiðir í
varnarsamstarfi þjóðanna og málið
sé „alvarlegt". Hins vegar sagði
Halldór einnig að ekkert í bréfinu
benti til að Bandaríkjamenn væru
ósammála því mati íslenskra
stjórnvalda að loftvarnir væru
nauðsynlegar íslandi: „Það kemur
ekkert fram í bréfi forsetans sem
bendir til að þeir séu á öðru máli.“
Svarbréf Davíðs Oddssonar til
George Bush Bandaríkjaforseta
verður afhent í Hvíta húsinu í Was-
hington í dag.
olafur@dv.is