Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Side 15
I- MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 FRÉTTIR 15 Mikill áhugi á Hillary BÓKSALA: Bók Hillary Clinton, fyrrum forsetafrúar Bandaríkj- anna, seldist í 200.000 eintök- um á fyrsta degi. Forsvars- menn útgefanda bókarinnar, Simon & Schuster, voru svo ánægðir með viðtökurnar á mánudaginn að þegar voru pöntuð 300.000 eintök í viðbót við þær 1.000.000 bækur sem voru prentaðar í fyrsta upplagi. Þar á bæ vonast menn til að bókin verði sú söluhæsta á ár- inu í flokki bóka sem ekki telj- ast skáldsögur. Allt virðist einmitt stefna í það, því bókin hefur selst á svipuðum hraða og vinsælustu skáldsögur. Sér- fræðingar benda á að bók Hill- ary sé miklu vinsælli en endur- minningar Reagans fyrrum for- seta og Nancy, konu hans. Þurfa ekki að trúa á Guð DANMÖRK: Helmingur Dana sem tóku þátt í skoðanakönn- un sögðu að prestar þurfi ekki að trúa á Guð heldur sé nóg fyrir þá að trúa á náungakær- leik. Þar með virðist sem annar hver Dani standi með prestin- um Thorkild Grosboll sem ný- lega var vísað úr embætti fyrir að gefa það út að hann tryði ekki á Guð. Grosboll á það á hættu að verða alfarið rekinn úr starfi ef hann dregur ekki yfirlýsingu sína til baka. Skoðanir á þessu máli eru mjög skiptar í Dan- mörku.Á meðan margir kirkj- unnar menn segja að trúin snú- ist óumdeilanlega um að Guð sé til segja aðrir að efi prestsins sé einungis til marks um að hann sé mannlegur. FLUGSKEYTAÁRAS Á GAZA: Mikill mannfjöldi safnaðist saman við brunnið flak bif- reiðar háttsetts leiðtoga harðlínusamtakanna Hamas sem (sraelar reyndu að drepa ( flugskeytaárás í gær. Leiðtoginn særðist lítillega í árásinni en tveir týndu lífi. ísraelar gagnrýndir fyrir morðtilraun ísraelsk stjórnvöld hafa sætt ámæli húsbænda í Hvíta hús- inu fyrir tilraunina til að koma háttsettum leiðtoga harðlínu- samtakanna Hamas fyrir katt- arnef í gærmorgun. Banda- ríkjamenn telja að tilræðið gæti orðið til að torvelda til- raunir til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. ísraelsk herþyrla gerði flugskeyta- árás á bfl Abduls-Aziz al-Rantissis á Gaza en honum tókst að forða sér á síðustu stundu. Al-Rantissi særðist lítillega í árásinni en tveir létust. Liðsmenn Hamas hétu þegar í stað að ná fram hefndum tyrir árásina. Brottflutningur gæti stoppað Ef Hamas-liðar gera alvöru úr hótunum sínum kynni svo að fara að ísraelar stöðvuðu brottflutning ólöglegra landtökumanna af palest- ínsku landi, eins og svokallaður Vegvísir að friði kveður á um. Bandarísk stjórnvöld hafa lagst á deilendur að fallast á friðaráætlun- ina sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og Rússlands. George W. Bush Bandaríkjaforseti hét því eftir árásina í gær að hvika STAÐREYNDIR UM AL-RANTISSI (sraelsher reyndi í gær að myrða Abdel-Aziz al-Rantissi, háttsettan leiðtoga Hamas. Al-Rantissi, sem er 55 ára, fædd- ist nærri því sem nú er bærinn Ashkelon í (srael en flúði til Gaza með fjölskyldu sinni i striðinu sem leiddi til stofnunar (sraels- rfkis 1948. Al-Rantissi tók þátt í stofnun skæruliðasamtakanna Hamas ár- ið 1987. Al-Rantissi er barnalæknir, menntaður í Egyptalandi. Hann hefur verið helsti talsmaður Hamas og síðustu daga hefur hann verið í sviðsljósinu eftir að samtökin höfnuðu áskorunum palestfnsku heimastjórnarinnar um að láta af vopnaðri baráttu. hvergi í tilraunum sínum til að koma á friði. Hann sagði þó að árás- in kynni að veikja stöðu Mah- mouds Abbas, hófsams forsætisráð- herra palestínsku heimastjórnar- innar, sem vill að harðlínumenn láti af sprengju- og skotárásum sínum í ísrael. Boðum komið áfram „Ég hef áhyggjur af því að árásirn- ar geri leiðtogum Palestínumanna erfíðara fyrir um að berjast gegn hryðjuverkamönnum. Ég tel heldur ekki að árásin þjóni öryggishags- munum ísraels," sagði Bush Banda- ríkjaforseti. Bush fyrirskipaði æðstu ráðgjöf- um sínum að koma þessum boðum tafarlaust til palestínskra og ísrael- skra embættismanna og þrýsta á þá að fara í einu og öllu eftir Vegvísin- um. Þar segir að deilendur verði að gera ákveðnar tilslakanir áður en að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna komi árið 2005. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði að árásin myndi flækja tilraunir Abbas til að uppræta of- beldisverk. Óeirðir í Frakklandi Allsherjarverkföll og mót- mæli vegna breytinga á líf- eyriskerfum í Frakklandi leiddu til uppþota fyrir utan franska þingið í gær. Útlit er fyrir að ástandið verði betra í dag en það gæti versnað aft- urá morgun. Samgöngur gengu nokkuð greiðlega fyrir sig í morgun, þó umferð í stærstu borgum Frakk- Iands væri þung vegna verkfall- anna vegna þess að hluti starfs- manna almenningssamgöngufyr- irtækja mætti ekki til vinnu í dag. Þetta gæti þó einungis verið tíma- bundið ástand þar sem fjögur stór verkalýðsfélög hvöttu fólk til að mótmæla aftur á morgun. Mótmælin leiddu til uppþota í gær fyrir utan franska þingið þegar Jean-Pierre Raffarin forsætisráð- herra kynnti frumvarpið um breyt- ÓEIRÐIR: Lögreglan í Frakklandi þurfti að berjast við mótmælendur fyrir utan franska þingið f gær. ingu á lífeyrissjóðskerfínu. Seinna um kvöldið ruddust um það bil 350 mótmælendur inn í Óperuna og trufluðu flutning á „Cosi Fan Tutti" eftir Mozart. Áður höfðu tugir þúsunda geng- ið um götur Parísar og annarra borga til að krefjast þess að hlust- að yrði á kröfur verkalýðsfélaga sem vilja ekki sætta sig við að verkafólk þurfi að vinna fleiri ár af ævi sinni til að eiga rétt á fullum lífeyri. Mótmælin leiddu til uppþota í gær fyrir ut- an franska þingið þeg- ar Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra kynnti frumvarpið um breytingu á lífeyris- sjóðskerfinu. MENNTASKOLINN VIÐ SUND Menntaskólinn við Sund Málabraut: Náttúrufræðibraut: www.msund.is Innritun nýnema stendur yfir í skólanum frá kl. 8-19, dagana 10. og 11. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.