Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Síða 18
18 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 Lögbrotin Enn á ný stekkur forneskjan upp úr greni sínu og gerir landsmenn forviða. I þessu tilviki stóðu menn inni í matvörubúð á sunnudegi með sultukrukku í hendinni og var gert að hætta innkaupum. Einkennisklæddir lögreglumenn fóru mikinn og ráku viðskiptavini á dyr eins og felmtri slegnar rollur um réttarhlið. Almenn- ingur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og skimaði pírðum augum eftir falinni myndavél. Engar græjur voru í grenndinni, aðeins íslensk alvara á löngu gleymdum hátíðisdegi. fslenskri þjóðkirkju var enginn greiði gerður með uppákomunni sem varð í þjóðlífi lands- manna á hvítasunnudegi. Þvert á móti var hún sýnd í aumkunarverðu ljósi. Kirkjan hefur verið aðhlátursefni margra á síðustu dögum enda fær enginn lengur skilið að fólki sé ekki frjálst að kaupa sér kótilettur á einni af mestu ferða- helgum ársins. Hér verður heldur ekki sakast við almenna lögreglumenn sem einfaldlega voru að fara að fyrirskipunum yfirboðara sinna - og fara að lögum í strangasta skilningi bók- stafsins. í þessu efni hefur löggjafarvaldið gleymt sér. Lögum um helgidaga var reyndar breytt fyrir hálfum áratug en lagabreytingin a tarna gekk á köflum svo skammt að til lítils var að hrófla við lagagreininni. Það er eins og Alþingi vilji ekki styggja kirkjuna enda ríkistrúin algild og sam- band ríkis og kirkju hafið yfir samband ríkis og almennings. Fyrir vikið lýstur kirkju og þjóð stundum saman og standa báðar fast á sínu. í búðinni Matvörurassían á sunnudag er dæmi um að ríki og kirkja lifa á annarri öld en almenningur í landinu. Talsmenn kirkjunnar hafa það sem af er þessari viku reynt að verja gerðir ríkisvaldsins á sunnudag. Þessir talsmenn virðast leggja áherslu á að afturhaldsseminni verði haldið við í hvívetna. Kirkjunnar menn nefna einkum tvennt því máli sínu til stuðnings að loka beri matvörubúðum á „allra helgustu dögum“ landsmanna. Annars vegar að leggja beri áherslu á að launafólk í landinu fái öðru hvoru frið fyrir atvinnurekendum sínum og hins veg- ar að fólki gefist færi á að sækja kirkju sína þeg- ar mest liggur við. Hér stenst hvorugt. Fæstir landsmenn eru að vinna á helgustu dögunum og þeir sem þess þurfa geta komist hjá því. Það ætti reyndar að vera kirkjunni ærin ráðgáta að naumasti hlutur landsmanna virðist sjá eitthvert samhengi á milli trúrækni og kirkjusóknar enda kirkjur á ís- landi að mestu reistar undir tómlæti landans og andans. Og enda þótt hver frídagurinn reki annan á almanakinu virðist það engu skipta fyrir landsmenn í þessu samhengi; frítíminn er notaður til annars en að tylla sér á bekki bók- stafsins. Löggjafinn gerði kirkjunni mikinn greiða með því að laga lög um helgidaga að lífsvenjum íslendinga á nýrri öld. Stutt er frá því að erlend- ir ferðamenn og einstæðingar hér á landi gátu étið það sem úti fraus á jólum og yfir áramót. Stutt er frá því að kirkjan og rfldð réð að mestu lífsvenjum fólks á völdum dögum valdsmanna og beinlínis kvaldi fólk til hlýðni og undirgefni. Þessi tími er blessunarlega liðinn í hugum fólks en enn eimir eftir af honum í samlífi rflds og kirkju. Rök fyrir lokun matvörubúða hurfu með síðustu öld. Sá hlær best sem síðast hlær? KJALLARI GuðniTh. Jóhannesson sagnfræðingúr Fréttir af viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarsamstarf þjóðanna sýna að Bandaríkjamenn ganga nú fram „á einhliða forsendum", svo vitnað sé til orða Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Mestu skiptir að þeir vilja flytja á brott herþotumar fjórar sem hafa verið á Keflavíkurflugvelli undanfar- in ár, og er það þvert á óskir ís- lenskra stjórnvalda um loftvamir á íslandi. Þótt einhver þrautalending náist væntanlega að lokum er Ijóst að ís- lendingar hafa aldrei verið í jafn slæmri samningsstöðu gagnvart Bandaríkjamönnum og nú um stundir. Sú tíð er greinilega iiðin þegar litla Island virtist jafnvel geta vafið heimsveldinu um fingur sér. „Slökkviliðið" Kaflaskiptin urðu auðvitað við endalok kalda stríðsins árið 1991 þegar ógnin úr austri hvarf. Kalda stríðið skóp þá gagnkvæmu hags- muni sem gerðu það að verkum að ísland varð eitt stofnríkja Adants- hafsbandalagsins árið 1949 og samdi svo við Bandarfkin um vamir lands- ins tveimur ámm síðar. Bandaríkja- menn töldu aðUd íslands að banda- laginu bráðnauðsynlega, bæði tU sóknar og vamar í hugsanlegum átökum við Sovétríkin, og þeir töldu óhæft annað en að hér væri herlið að staðaldri. Um leið féllst meirihluti íslensku þjóðarinnar á að landið gæti ekki verið varnarlaust. Tvisvar kom þó fyrir að vinstri stjórnir ákváðu að Bandaríkjaher skyldi hverfa úr landi; fyrst 1956 þegar Hermann Jónasson var forsætisráðherra og svo aftur í tíð rGcisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, 1971-74. f bæði skiptin var horfið frá þeim áformum en þó ekki fyrr en að loknum erfiðum samningaviðræð- um við Bandaríkjamenn. f þeim svömðu þeir til dæmis þeim rökum íslenskra ráðamanna að þfða væri í samskiptum austurs og vesturs á þann hátt að allur væri varinn góður. Þannig líktu samningamenn Banda- ríkjanna vamarliðinu árið 1973 við „slökkvUið" sem yrði að vera til taks þegar nauðsyn krefði. Sérkröfur íslendinga Alltaf var líka augljóst að vegna eigin hemaðarhagsmuna fannst Bandaríkjamönnum að þeir mættu alls ekki við því að missa hemaðar- aðstöðuna á fslandi. Þeir gerðu sér þess vegna grein fyrir þeim fómum sem íslenskir ráðamenn færðu til að tryggja hemaðarhagsmuni Vestur- landa í kalda stríðinu. Ágreiningur um vamarmál klauf fslendinga í tvær fylkingar. Þær deUur vom svo harðar að stjómmálaátök samtím- ans em bamaleikut í samanburði og fráleitt væri að halda því fram að ís- lendingar hafi eingöngu „grætt" á Bandaríkjamönnum. Á hinn bóginn er augljóst að íslenskir ráðamenn gerðu sér grein fyrir þeirri góðu samningsstöðu sem þeir vom í. í varnarliðinu mættu helst ekki vera blökku- menn, hermennirnir þyrftu helst að vera ráðsettir fjölskyldu- menn og þeir skyldu halda sig sem allra mest innan varnar- stöðvarinnar. Bandaríkin þörfnuðust fslands jafn- mUdð og fsland þarfnaðist Banda- ríkjanna, ef ekki meira. íslendingar gátu því sett fram ýmsar sérkröfúr sem Bandarfkjamönnum fannst þeir verða að samþykkja. Þessar kröfur vom af ýmsu tagi: f vamarliðinu mættu helst ekki vera blökkumenn, hermennirnir þyrftu helst að vera ráðsettir fjöl- skyldumenn og þeir skyldu halda sig sem aUra mest innan varnarstöðvar- innar. f efnahagsmálum tókst ís- lendingum að fá hagstæð lán, fyrir- greiðslu og jafnvel peningagjafir. í landhelgismálum héldu Banda- ríkjamenn sig til hlés og beittu Breta stundum þrýstingi vegna þess að „í efnahagsmálum tókst (slendingum að fá hagstæð lán, fyrirgreiðslu og jafnvel peningagjafir. (landhelgismálum héldu Banda- ríkjamenn sig til hlés og beittu Breta stundum þrýstingi." þeir óttuðust að þorskastríðin, sem urðu vegna útfærslu landhelginnar, leiddu til þess að Islendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju herinn á brott. ísland ómissandi Engan skyldi undra að Banda- ríkjamönnum gramdist stundum að þurfa sífellt að verða við óskum fs- lendinga. „Er ísland að kúga af okk- ur fé?" spurðu bandarískir embætt- ismenn til dæmis á sjötta áratugn- um þegar íslensk stjómvöld bentu á að fengju þau ekki láns- eða gjafafé, yrði að sækja það til Sovétríkjanna og fylgi ykist við vinstri öflin í land- inu. Þeir kvörtuðu lfka yfir vanþakk- læti fslendinga því að með vamar- smnningnum við Bandaríkin fengju þeir landvamir fyrir ekki neitt á meðan önnur ríki þyrftu að verja miklu fé í þann útgjaldalið. Öðm hvom veltu menn því fyrir sér vestra hvort íslendingar mættu ekki sigla sinn sjó. Væri ekki hægt að koma upp stöðvum í staðinn í Skotíandi eða Noregi? Því var jafnvel hreyft eitt sinn að nota einhvers konar palla (eins og olíuborpalla) til hervama á Norður-Atlantshafi! En alltaf varð niðurstaðan sú að ísland væri ómissandi og þess nutu ís- lenskir ráðamenn. Einn þeirra bresku embættismanna sem fengu það lítt öfundsverða hlutverk að reyna að semja við íslendinga þegar þeir færðu landhelgina í 50 mílur árið 1972 - á sama tíma og ákveðið hafði verið að herinn skyldi fara - sagði síðar að alltaf væri erfitt að semja við þá sem gengju óhikað eins langt og þeir frekast gætu, án nokk- urs tillits til hins aðilans í viðræðun- um: „Ég man að ég sagði að kæmi ég einhvem tímann aftur til annarrar jarðvistar myndi ég óska mér að verða forsætisráðherra í litíu eyríki eins og íslandi... því þá gæti ég vaf- ið öllum stórveldunum um fingur mér. Ég þyrfti enga ábyrgð að sýna; ég gæti kúgað þau út í ystu æsar og barið í gegn hreint fáránlega samn- inga.“ Kúguðu stórveldið Þeir íslendingar sem vom í eldlín- unni hafa ekki endilega mótmælt þvf að þeir hafi gengið eins langt og þeir gátu í að vemda hagsmuni landsins. „Við notuðum NATO, al- veg undir drep,“ sagði Matthías Jo- hannessen, skáld og ritstjóri Morg- unblaðsins um árabil, í sjónvarps- þætti Árna Snævarr og Vals Ingi- mundarsonar um kalda stríðið hér á landi sem sýndur var fyrir nokkmm ámm: „Kissinger, hann rekur upp ramakvein í minningum sínum út af íslandi og minnist á fsland sem dæmi um það hvemig lftil þjóð gat kúgað stórveldi eins og Bandaríkin. Ég vona bara að það sé rétt!“ Henry Kissinger var þjóðarörygg- isráðgjafi Bandaríkjanna á þeim ámm þegar 50 mílna deilan var f al- gleymingi og vinstri stjómin kvaðst vilja senda herinn úr landi. Á þeim ámm var Donald Rumsfeld, núver- andi varnarmálaráðherra í Wash- ington, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu og þurfti að verja talsverðum tíma í þessi samtvinnuðu vandamál; fisk- veiðideiluna og framtíð varnarliðs- ins á fslandi. Ekki er ólfklegt að hann hafi hugsað svipað til íslendinga og Kissinger gerði, og hvað sem líður þeim gagnkvæmu hagsmunum og fómum, sem tengdust vamarsam- starfi íslands og Bandaríkjanna á tímum kalda stríðsins, má vera að Rumsfeld og aðrir, sem áttu í samn- ingum við íslenska ráðamenn á tím- um kalda stríðsins, hugsi nú með sér að sá hlær best sem síðast hlær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.