Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Síða 22
22 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN MIÐVIKUDACUR 11.JÚNÍ2003 Styrktarfélagar Svíar í meðferð VILDARVINIR: Ekki er hægt að segja fréttir frá Krýsuvík án þess að minnast á hina ótrú- lega tryggu styrktarfélaga meðferðarheimilisins. Þetta er fóik um allt land, sem ýmist styrkir okkur með mánaðarleg- um framlögum á kortum eða með framlagi einu sinni eða tvisvar á ári og segja má með sanni að margt smátt gerir eitt stórt. Tvisvar hafa þessir aðilar bjargað okkur frá gjaldþroti og segja má að þeir séu hinir eig- inlegu lífgjafar Meðferðarheim- ilisins. HÚRRA FYRIR ÞEIM! Nánast frá upphafi hafa ein- hverjir Svíar verið í meðferð í Krýsuvík. Krýsuvíkursamtökin og Stokkhólmskommúna hafa gert með sér samning um vist- un þeirra alkóhólista sem hafa átt hvað erfiðast með að ná bata þar. Það er þó stefnan að hlutfall sænskra vistmanna verði aldrei hærra en þriðjung- ur þeirra sem í húsinu eru hverju sinni. Nú eru þrír Svíar i meðferð í Krýsuvík á móti sautján íslendingum.Samskipt- in við Svíþjóð hafa verið Krýsu- víkursamtökunum til góðs fag- lega og auk þess borgar sænska ríkið vel með sínum mönnum. Þess vegna hafa þessi samskipti oft verið góður bakhjarl á erfiðum tímum.Til þess hefur verið tekið að marg- ir Svíanna hafa náð ágætum árangri ( meðferð sinni í Krýsu- vík eftir langa og árangurslitla þrautagöngu á heimaslóðum. Víst Víst er það hart en ég veit ekki afhverju ég vil ekki, vil ekki fá að vita né sjá að það er svo margt sem ég skil ekki afhverju ég skil ekki. Steinn K. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs Samstarfvið Krýsuvíkursamtökin - Björn Guðbrandur Jónsson VIÐ KRÝSUVÍKURSKÓLA ER FAGURT UM AÐ LITAST: Gróður fyrir fólk hefur það að meginmarkmiði að græða upp land hér á suðvesturhorninu. Það sem gerir þetta álitlegra en ella er samstarfið við Krýsuvíkursamtökin. Hér í Krýsuvík blasa við verk- efni fyrir samtök eins og Gróður fyrir fóik sem hefur það að meginmarkmiði að græða upp land hér á suð- vesturhorninu. Það sem gerir þetta álitlegra en ella er sam- starfið við Krýsuvíkursam- tökin. Þar vinnum við í þeim anda sem Vigdís Finnbogadóttir, íyrrverandi forseti, lagði svo ríka áherslu á, þ.e. að gróðurvinna og uppgræðsla væru mannbætandi. Oldcur hefur komið saman um að þetta samstarf kæmi sér vel fyrir báða aðila. Við erum smátt og smátt að feta okkur inn á þá braut að starfið við upp- græðsluna sé hluti af meðferðinni. Þátttaka vistmanna í gróðurvinn- unni eykst með hverju ári. Þeir sem hér dvelja geta fylgst með því út um eldhúsgluggann hvernig landið grær upp og það skerpir auga þeirra fyrir umhverfmu. Flákarnir hér fyrir sunnan skól- ann, u.þ.b. 12 hektarar, eru m.a. verkefni okkar. Eitt af áhersluatrið- um og stefnumiðum samtakanna er að nýta úrgangsefni sem falla til, t.d. frá hesthúsunum. Við flytjum hingað 100 til 150 vörubílsfarma af hrossataði til að nota við upp- græðsluna. Þessu dreifum við hér með vélum ásamt tilbúnum áburði og fræi. Með því að nota þessi líf- rænu efni sláum við tvær flugur í einu höggi. Við nýtum úrgangsefni sem annars væru fyrir en verða hjá okkur að gagni við uppgræðsluna. Flákarnir hér fyrir sunn- an skólann, u.þ.b. 12 hektarar, eru m.a. verk- efni okkar. í brekkunni austan við húsið höf- um við verið í samstarfi við Flens- borgarskóla. Nemendur þaðan koma og planta trjám og nota til þess moltu, sem eru umbreyttar, lífrænar leifar. Þetta verkefni not- um við til að þjálfa nemendur í að afla gagna. Þeir eru ekki bara að planta heldur skrá þeir líka ákveðna þætti, s.s. staðsetningu plantnanna, hvaða tegund er um að ræða, hvaða áburð þær fá og hvaða útplöntunaraðferð er notuð. Síðan mæia þeir hvað plantan er há, hve sver hún er o.s.frv. Svo er áformað að þeir komi hingað næstu ár og haldi áfram að gera mælingar á sömu plöntunum. Þessar upplýsingar fara í gagna- grunn í skólanum og í framhaldi af því er hægt að vinna með hugtök eins og kolefnisbindingu og gróð- urhúsaáhrif og setja það í samband við umhverfismál í stærra sam- hengi. í tengslum við þetta verkefni höf- um við velt upp þeirri hugmynd að vistmenn gætu fengið ákveðið hlut- verk. Þeir myndu sjá um veðurat- huganir hér á staðnum, skrá þær niður og efna þar í annan gagna- grunn. Við vitum að allur vöxtur í plönturfkinu er háður veðurfari. Þegar fram í sækir eru til reiðu tveir gagnagrunnar á sama staðnum sem hægt er að keyra saman til að átta sig á samhenginu. Hugsamlega gæti þetta orðið gagnlegur liður 1' þeirri meðferð sem hér fer fram. Vistmenn hafa auk þessa séð um að verja nýgræðinginn fyrir sauðfé sem því miður hefur stundum valdið hér töluverðum skaða. Tölulegar upplýsingar um meðferðina í Krvsi , jvík 2001 EFNI SEM VISTMENN HOFÐU MISTNOTAÐ áfengi kannabis amfetamín kókaín Já 44 29 30 19 Nei 4 19 18 29 Isd e-töflur heróín morfín læknadóp 16 17 15 17 19 32 31 33 31 29 Árið 2001 voru alls 50 manns í meðferð í Krýsuvík. Meðal- dvalartími vistmanna lengist frá ári til árs í Krýsuvík, sem bendir til þess að æ fleiri haldi út að vera í meðferðinni tilsettan tíma og sumir biðja jafnvel um lengri tíma. Af þessum 50 vistmönnum voru 14 konur og 36 karlar. Þetta fólk var á aldrinum 18-55 ára, meðalaldur var 36 ár. Konurnar voru heldur yngri en karlamir, eða 26,5 ára, en karlarnir vom að meðaltali 39,1 árs gamlir. Meðalaldur helst svipaður frá ári til árs, með nokkuð dreifðri aldursblöndu f húsi á hverjum ti'ma. Útskriftir að lokinni 6 mán- aða meðferð vom 11 á árinu, en 3 þessara manna vom ráðnir til hlutastarfa hjá samtökunum eftir útskriftina. Af þeim 50 sem vom í húsi árið 2001 áttu 24 börn, allt frá 1 upp í 7 börn, samtals 59 börn. Engir þeirra bjuggu með börnum sínum, en margir hafa reglulegt samband við börn sín. Af þessu fólki höfðu 11 verið giftir en höfðu skilið, 8 vom trúlofaðir eða í sam- búð, en 31 var ógiftur. Vímuefna- neysla eins og vistmenn í Krýsuvík hafa verið í virðist ekki vera til þess fallin að ýta undir farsælt fjöl- skyldulíf. Af 50 vistmönnum höfðu 30 lokið gmnnskólanámi. Boðið er upp á SIGURLlNA DAVlÐSDÓTTIR, formaður Krýsuvíkursamtakanna. nám í Krýsuvík með aðstoð Menntaskólans í Kópavogi, þar sem allir eiga að stunda einhvers konar nám meðan á dvölinni stendur. Þegar spurt var um vinnu, kom í ljós að 6 manns höfðu verið í vinnu þegar þeir komu, og 8 höfðu haft húsnæði, þar af höfðu ein- hverjir enn haft athvarf heima hjá foreldrum sínum. Aðrir vom at- vinnulausir og á götunni. Margir höfðu oft verið í meðferðum. Með- altalstími í afeitrun var 113 dagar og meðaltalstími í eftirmeðferð var 11 mánuðir samtals. Upplýsingar vom til um neyslu- mynstur 48 vistmanna. Eins og sjá má í Töflu 1 vom langflestir háðir áfengi, en einnig höfðu mjög marg- ir misnotað kannabisefni og am- fetamín. Athygli vekur hve margir telja sig vera háða svonefndu læknadópi, en það em ýmiss konar róandi töflur og svefhtöflur sem læknar ávísa. (sjá töflu) Þegar spurt var hve löngum sam- felldum tíma vistmenn myndu eftir án vímuefna, svömðu þeir allt frá engum tíma upp í 50 mánuði mest, að meðaltali 14 mánuði án vímu- efna allt lífið fram að komu til Krýsuvíkur. Síðasthðin 2 ár mundi fólk eftir mest 13 mánuðum án vímuefna, en minnst engum tíma, að meðaltali 5 mánuðum. Það er því ljóst að vistmenn í Krýsuvik hafa barist langri og harðri baráttu við vímuefnin og em komnir þang- að vegna þess hvernig gengið hefur að undanförnu í þeirri baráttu. Nokkrir vom á skilorði þegar þeir komu til Krýsuvíkur, eða 5 alls. Dóma höfðu hlotið 26 vistmenn og 20 þeirra höfðu setið þá af sér, allt að 18 ár í fangelsi. Margir vistmenn bíða eftir því að mál þeirra verði tekin fyrir meðan á dvöl þeirra stendur. Ef gerð er samantekt sem leiða á í ljós hinn dæmigerða Krýsvíking þá er hann karlmaður, á a.m.k. 1 barn sem ekki dvelur hjá honum, hann hefur hins vegar ekki gifst. Gmnnskólanámi er lokið en ekki neinu framhaldsnámi. Hann hefur fengið dóm og áður hefur hann set- ið af sér dóm, honum hefur ekki tekist að vera án vímuefna svo neinum tíma nemi allt sitt líf og síst Meðaldvalartími vist- manna lengist frá ári til árs í Krýsuvík undanfarin 2 ár. Meðferðir að baki em fjölmargar og hafa lidum eða engum árangri skilað. Hann mis- notar áfengi og sennilega einnig kannabis og amfetamín. Hann hef- ur hvorki að vinnu né húsnæði að að hverfa utan Krýsuvíkur. Senni- legt er að hinn dæmigerði Krýsvík- ingur hafi ekki tekið á einhverjum þáttum lífs síns sem hamla bata hans. Tímalengdin i meðferðinni í Krýsuvík er sett upp þannig að fólk verði helst að taka á því sem stendur í vegi fyrir lífshamingju þess. Þeir sem hverfa úr meðferðinni em oft- ast þeir sem ekki treysta sér til þessa. Sumir koma aftur og gera aðra at- rennu og stundum tekst það þá. Starfsfólkið í Krýsuvík er vel meðvitað um þá fjölmörgu harm- leiki sem em að baki hverjum og einum vistmanni. Reynt er að koma því til skila við fjölskyldur þeirra, sérstaklega þeirra yngri, sem búa jafnvel enn heima, að þar verði einnig að vinna að bata heim- ilisins. Mikið er undir því komið að þetta takist, að fjölskyldan leiti sér aðstoðar ekki síður en vímuefna- neytandinn. Gamlar venjur og samskipti em fljót að festast í sessi aftur að meðferð lokinni ef ekki er reynt að stokka upp í hlutunum og þá er voðinn vís. Meðferðin í Krýsuvík er að festast æ betur í sessi eftir því sem árin líða. Ánægjulegt er að heyra að þegar erlendir fagmenn koma til okkar er það nokkuð samdóma álit þeirra að við séum á réttri leið enda sýnir óformlega mældur árangur að við emm að gera eitthvað rétt. Vonandi tekst okkur í framtíðinni að halda þeirri stefnu sem þegar hefur verið mótuð. Augljóst er að þörfin er fyrir hendi, nú er það okk- ar að uppfylla hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.