Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 TILVERA 33 Menn og hestar GLUGGASÝNING: Bjarni Þór, myndlistarmaður frá Akranesi, er listamaður mánaðarins í Gallerí List í Reykjavík.Verk hans eru til sýnis í gluggum gallerísinsfrá 2.—16. júní. Hann sýnir 12 olíuverk sem unnin eru á þessu ári. Þetta eru fígúratlfar mannamyndir og hestamyndir málaðar í björt- um og llflegum litum. Tjá hreyfingar fílsins DANSNÁMSKEIÐ: Haldin verða tvö námskeið fýrir börn í nú- tímadansi.söng og leikrænni tjáningu í Norræna húsinu á næstunni. Þar verður m. a. reynt að tjá hreyfingar fílsins og dag- inn eftir koma börnin fram á stóru norrænu fílasýningunni. Fyrra námskeiðið, fýrir 7-9 ára, er föstudaginn 13.júní, hið síðara erfyrir 10-12 ára þann 19.júní. Trúarleg tónlist GOSPEL: Gospelkór Reykjavík- ur heldurtónleika í Fíladelfíu, Hátúni 2,annað kvöld, 12. júní, kl. 20.Tuttugu og fimm manns syngja í kórnum undir stjórn Óskars Einarssonar.Einnig kemur fram átta manna hljóm- sveit og margir einsöngvarar, m.a. Guðrún Gunnarsdóttir og Páll Rósinkranz.Allurágóði rennur til ABC hjálparstarfs. Samtímalistin í Safni Listaverkasafn þeirra Péturs Ara- sonar og Rögnu Róbertsdóttur, sem heitir einfaldlega Safn, var opnað almenningi um helgina. Þar getur að líta verk eftir íslenska og erlenda samtímalistamenn og bregður íyrir ýmsum stefnum sem voru áberandi á síðustu áratugum tuttugustu aldarinnar. Safn er sam- starfsverkefni Reykjavíkurborgar og Péturs Arasonar, ásamt Rögnu Róbertsdóttur. Markmið þess er meðal annars fræðsla sem fara mun fram á ýmsan hátt. gun@dv.is GESTIR: Stefán, íris L(na, Marta og Sesselja mættu á opnun. SAFNVERÐIR: Eigendurnir Ragna Róbertsdóttir og Pétur Ara- son,ásamt starfsmanni safnsins, Markúsi Þór Andréssyni.Verk- ið fýrir framan þau er eftir Magnús Pálsson sem nú býr f London. DV-myndirTobias T GRJÓT: Verk eftir breska listamanninn Richard Long. JAG-leikari fannst látinn heima Ástralski sjónvarpsleik- arinn Trevor Goddard, sem aðdáendur JAG-syrpunnar þekkja mæta- vel, fannst lát- inn á heimili sínu í Hollywood á sunnudag. Það var unnusta leikarans sem kom að honum látnum f rúminu. Lögreglan segir að hann hafi tekið inn of stóran skammt af lyfjum. Skrifelsi af ýmsu tagi fannst í íbúðinni en ekki er talið að um sjálfsmorðsbréf sé að ræða. „Þar er ekki að finna neitt sem bendir til að Trevor Goddard hafi ætlað að taka eigið líf,“ sagði tals- maður lögreglunnar. Goddard var atvinnuboxari áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann varð íyrst þekktur vestra fyrir að koma fram í sjónvarpsauglýs- ingum. Goddard var 37 ára og lætur eftir sig tvö börn frá fyrra hjónabandi. Jodie langartil aðfara til Hollywood Breska ofur- sætan langa og mjóa, Jodie Kidd, hefur mikinn áhuga á að öðlast frægð og frama vestur í Hollywood þar sem glaumurinn og gleðin er við völd öll kvöld. „Þeir eru margir sem hafa sagt við mig að ég ætti að reyna fyrir mér sem leikkona," segir Jodie í viðtali við breska blaðið Sunday Mirror. „Ég hef fengið tilboð um að leika í kynningarmyndum sem fyrirsæta en ég hef alltaf hafnað því. Ég vil fá almennilegt hlutverk ef ég á að leika í mynd,“ segir blessuð fyrirsætan sem hefúr mælt sér mót við kvik- myndamógúla í von um að eitthvað spennandi og skemmtilegt gerist. HAFMAÐUR R(S ÚR SJÓ: Þessa skemmtilegu Ijósmynd tók Ijósmyndari DV þegar hann var á ferð um Seltjarnarnesið. Þegar hann leit út að Gróttuvitanum sá hann mann rísa úr hafinu. Maðurinn var á sundi og tyllti sér smástund á skerið áður en hann lagðist til sunds aftur. Ekki var sérlega heitt þennan dag og sjórinn langt (frá að vera jafn heitur og við Miðjarðarhafið. Hraustmennið lét það ekki á sig fá og synti hraustlega til baka. DV-myndSiguröur Jökuii Haldið upp á þrítugsafmæli Fellaskóla: Heiður þeim sem hafa kenntfrá upphafi Veðrið lék við starfsfólk, nemend- ur og gesti Fellaskóla þegar haldið var upp á 30 ára afmæli skólans ný- lega. Éftir afmælissöng og hljóð- færaleik kennara voru þær Margrét Jónsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Sesselja Gísladóttir og Valgerður Ei- ríksdóttir heiðraðar sérstaklega en þær hafa allar kennt við skólann frá stofnun hans. Þá færði nýkjörinn formaður Foreldrafélags Fellaskóla, Magnús Óskarsson, skólanum tvö gasgrill að gjöf ffá félaginu og Sel- ect. Orkuveita Reykjavíkur gaf skól- anum þrjá vatnsbrunna sem nú er verið að koma fyrir á þremur stöð- um inni í skólanum. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri lcynnti nýtt ÚTITÓNLEIKAR: Skólahljómsveit Fella- skóla tróð upp en hana skipa þeir Sverr- ir Örn Sverrisson, Þórður Almar Björns- son, Baldur Kristjánsson, Finnur Krist- jánsson og Þórhallur Atlason. blað sem gefið var út í tilefni afmæl- isins og Hólmfríður G. Guðjóns- dóttir aðstoðarskólastjóri kynnti til- lögur í samkeppni sem efnt var tU meðal nemenda, foreldra og starfs- manna um nafn á nýja landnema- spildu Fellaskóla í Hvammsmörk við Hvammsvík. Alls bárust tilnefn- ingar frá 50 aðUum, en 34 mismun- andi nöfn. Vinningshafar voru Bjartur Hafþórsson, 2.IH, og móðir hans Helga Björk Þórisdóttir fyrir nafnið „Fellalundur". Eftir setningarathöfnina var farið í skrúðgöngu um Fellahverfi með Lúðrasveit Árbæjar- og Breiðholts í broddi fylkingar sem LUja Valdi- marsdóttir stjórnaði. Þá var farið í leiki við skólann og loks fengu allir gott að borða. gun@dv.is Suzuki Baieno GLX, 4 d., bsk. Skr. 8/99, ek. 38 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/00, ek. 32 þús. Verð kr. 1180 þús. M-Benz A-140, bsk. Skr. 7/01, ek. 35 þús. Verð kr. 1490 þús. Honda HRV, bsk. Skr. 2/02, ek. 31 þús. Verð kr. 1690 þús. Subaru Forester 2,0 AX, sjsk. Skr. 3/98, ek. 89 þús. Verð kr. 1180 þús. Honda Civic Lsi, sjsk. Skr. 2/97, ek. 110 þús. Verð kr. 640 þús. Opel Astra GL statlon, sjsk. Skr. 4/98, ek. 99 þús. Verð kr. 680 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---■////■------------ SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.