Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Side 40
€
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR 550 55 55 Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
1 ÍW- greiðast 7.000 kr. Fullrar nafnleyndar er gætt.
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNl2003
Kjallarar - Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma 550 5035,
sent tölvupóst á netfangið gra@dv.is eða sent bréf til
Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar
með bréfunum á sama póstfang.
Kveisa herjar á liðið
‘ Ekki hægt að tilkynna byrjunarliðið sem mætir Litháum í dag fyrr en um hádegið
Ásgeiri Sigurvinssyni lands-
liðsþjálfara og Loga Ólafs-
syni, aðstoðarmanni hans,
gæti verið vandi á höndum
þegar íslenska landsliðið í
knattspyrnu mætir Litháen í
5. riðli undankeppni Evrópu-
móts landsliða í knattspyrnu
sem hefst klukkan 17 að ís-
lenskum tíma í dag.
Magakveisa stakk sér niður inn-
an hópsins fyrir ferðina og fleiri
♦ veiktust þegar komið var út til
Kaunas. Að sögn Loga Ólafssonar
aðstoðarlandsliðsþjálfara voru þeir
Arni Gautur Arason, Helgi Sigurðs-
son og Jóhannes Karl Guðjónsson
slappir í gær en þeir félagar luku þó
æfingu liðsins. Ivar Ingimarsson og
Lárus Orri Sigurðsson veiktust áður
en haldið var utan en hafa náð sér
góðum.
„Það er deginum ljósara að menn
eru að koma með þessa magakveisu
að heiman. Hún gerir undirbúning-
'Ti inn erfiðari en ella og við vitum ekki
„Við verðum að vona að
ástand leikmanna horfí
til betri vegar enda gríð-
arlega mikilvægur leikur
fram undan"
hver verður næstur. Þess vegna höf-
um við ákveðið að velja byrjunarlið-
ið ekki fyrr en um hádegið í dag. Við
verðum að sjá hvernig inenn vakna í
fyrramálið (í dag) og þá í framhald-
inu getum við farið að stilla upp
liðinu.
Við verðum að vona að ástand
t leikmanna horfi til betri vegar enda
gríðarlega mikilvægur leikur fram
undan," sagði Logi Ólafsson, að-
stoðarþjálfari íslenska landsliðsins í
knattspyrnu, í samtali við DV eftír
æfingu liðsins í gærkvöld.
Leikurinn hefur mikla þýðingu
upp á framhaldið í riðlinum en úrslit
[ i Mjm HF w
SIGRI FAGNAÐ:íslendingarfagna hér sigri á Færeyingum um síðustu helgi.Guðni
Bergsson, fremstur á mynd, leikur sinn 80. landsleik gegn Litháum í kvöld og jafn-
framt sinn síðasta landsleik.
Bein lýsing frá leiknum
gegn Litháum á dv.is
Grafík, liðsuppstilling og uppfærð lýsing
á mínútu fresti.
leikja um liðna helgi hleyptu mikilli
spennu í riðilinn. Islendingar unnu
þá Færeyinga og Þjóðverjar og Skot-
ar skildu jafnir í Glasgow.
Sigur opnaði möguleika
Sigur á Litháum myndi opna fyrir
alla möguleika íslenska liðsins. Á hitt
ber að líta að íslendingar eiga mjög
erfiðan leik fyrir höndum enda hafa
Litháar sterku liði á að skipa og ber
staða þeirra í riðlinum glöggt vitni
um það.
„Þessi leikur og hagstæð úrslit
gæti fyrir marga hluta sakir orðið
vendipunktur í riðlinum. Ef sigur
vinnst í leiknum verður hann eflaust
lengi í minnum hafður. Það em tveir
leikmenn að ná merkum áföngum í
þessum leik. Rúnar Kristínsson er að
leika sinn 100. landsleik og Guðni
Bergsson að leika kveðjuleik og um
„Það er deginum Ijós-
ara að menn eru að
koma með þessa maga-
kveisu að heiman."
leið sinn 80. leik,“ sagði Logi og
bætti við að Guðni ætti við meiðsli
að stríða í nára og baki en vonaðist
eftir að hann yrði klár í slaginn.
jks.sport@dv.is
Leikur íslands og Litháen,
sem fer fram í Kaunas klukkan
17.00 í dag, verður í beinni á
dv.is.
Sú nýbreytni var tekin upp í
leik íslands og Færeyja að lýsa
leiknum beint á Netinu með
grafík, liðsuppstillingu og mín-
útu fyrir mínútu lýsingu. Mælt-
ist lýsingin mjög vel fyrir hjá
notendum dv.is og þess vegna
munum við endurtaka leikinn.
Allar helstu upplýsingar koma á
Netið á rauntfma og uppfærist
lýsingin sjálfkrafa á mínútu
fresti.
Við hvetjum alla sem áhuga
hafa á að fylgjast með leiknum
að fara á www.dv.is og smella á
kynningarborða sem þar er.
Veðrið á morgun
Skýjað og lítils háttar rigning suðaustan- og austanlands. Annars bjartviðri en
likur á síðdegisskúrum. Sums staðar þokubakkar austan tit og á annesjum
norðanlands. Hiti 6 tíll 7 stig, hlýjast vestan til á landinu.
Sólarlag Sólarupprás
I kvöld á morgun
Rvík 23.54 Rvík 03.01
Ak. 24.30 Ak.01.54
Síðdegisflóð Árdegisflóð
Rvík 15.56 Rvik 04.12
Ak. 20.29 Ak. 08.45
Veðriðídag
Veðrið kl. 6 i morgun
Akureyri léttskýjað 8
Reykjavík þokumóða 10
Bolungarvík léttskýjað 10
Egilsstaðir skýjað 7
Stórhöfði skýjað 9
Kaupmannah. skýjað 17
Osló skúr 12
Stokkhólmur 12
Þórshöfn súld 9
London skýjað 15
Barcelona mistur 21
New York skýjað 22
París skýjað 17
Winnipeg heiðskírt 10
SÁstaríwetjandi
og kynörvandi
nuddolía.
^hrity^^rbs
100% náttúruleg
SÉRFRÆÐINGAR í FLUGUVEIÐI
CORTLAND
SPORTVÖRUGERÐIN
SKIPHOLT 5 5628383
Sm áauglýsingar
550
5000