Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 10
10 SKOÐUN LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003
Slysarannsóknir í molum
Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa um banaslys á síðasta ári er áfellis-
dómur yfir vinnubrögðum lögreglunnar. Nefnd-
in gerði athugasemdir við rannsóknarvinnu og
skýrslugerð lögreglunnar í helmingi tilfella eða f
55 málum af 112. Og til að bæta gráu ofan á svart
var í mörgum tilvikum um að ræða sömu atriði
og áður hafa komið fram og nefndin hefúr gert
athugasemdir við. Þrátt fýrir ábendingar nefnd-
arinnar undanfarin ár hefur fátt breyst til betri
vegar í þessum efnum sem er undarlegt þegar lit-
ið er til þess hversu margir láta lífið eða hljóta ör-
kuml í umferðarslysum á ári hverju.
Á síðasta ári urðu 22 banaslys í umferðinni á ís-
landi þar sem alls létust 29 manneskjur. Frá 1998
hefur tala látinna í umferðarslysum ekki farið
undir 20 á hverju ári. Umferðin er þannig ein
helsta ógnunin við líf og heilsu fólks á öllum
aldri. Mannfórnir á vegum landsins hljóta að
kalla á ítarlegar og skilvirkar slysarannsóknir.
Rannsóknarvinna og skýrslugerð lögreglu um
banaslys, þar sem reynt er að svara grundvallar-
spurningum um hvað gerðist, hvenær, hvernig
og hvers vegna, er ein forsenda þess að hægt sé
að koma í veg fyrir mannfórnir. En því fer hins
vegar fjarri ef marka má nefnda skýrslu.
Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi - um líf og
heilsu fólks er að tefla. Miklum fjármunum er eytt
í forvarnir í umferðarmálum af hálfu fýrirtækja
og stofnana. Því er kaldranalegt ef ekki er hægt að
byggja á vönduðum lögregluskýrslum um
banaslys svo forvarnarvinnan skili tilætluðum ár-
angri. Til mikils er að vinna enda fullyrðir Rann-
sóknarnefnd umferðarslysa að ef vandað er til
Miklum fjármunum er eytt í for-
varnir í umferðarmálum afhálfu
fyrirtækja og stofnana. Því er kald-
ranalegt efekki er hægt að byggja
á vönduðum lögregluskýrslum um
banaslys svo forvarnarvinnan skili
tilætluðum árangri.
Trúverðugleiki verkalýðsforystunn-
ar er í húfi. ASÍverður að taka til og
þar duga engin vettlingatök. Fé-
lagsmenn verkalýðshreyfingarinn-
ar eiga annað og betra skilið en
sukk og svínarí með fjármuni sem
þeir hafa trúað örfáum fyrir.
verka megi færa fyrir því rök að við byggjum við
færri banaslys í umferðinni en nú er. Ef vandi lög-
reglunnar er takmarkaðir fjármunir ber stjórn-
völdum skylda til að leysa úr þeim vanda.
Óreiða oq trúverðugleiki
Óreiða, heimilaalaus sjálftaka fjármuna, yfir-
hylmingar og blekkingar eru vandamál sem blasa
nú við Alþýðusambandi fslands. Hvernig forysta
ASÍ tekst á við vandann getur skipt miklu um
framtíð sambandsins.
Virt endurskoðunarfýrirtæki hefur sýnt fram á,
við skoðun á bókhaldi Verkalýðsfélags Akraness,
að Jjar var botnlaus óráðsía og sóun án þess að
ASI lyfti litla fingri. f stað þess að grípa í taumana
hefur forysta ASI brugðist þveröfugt við. Forystan
hefur stutt fýrrverandi varaformann ASI og fyrr-
verandi formann Verkalýðsfélags Akraness með
ráðum og dáð gegn hagsmunum almennra fé-
lagsmanna. Svo langt var gengið að lögfræðingur
félagsins, án umboðs starfsstjórnar, reyndi að
koma í veg fýrir að sannleikurinn yrði gerður op-
inber.
Verkalýðsfélag Akraness er því miður ekki eins-
dæmi í þessum efnum og nægir að benda á
óstjórn í verkalýðsfélaginu Herði í Hvalfirði sem
skilaði ekki ársreikningum í átta ár samfellt og
formaðurinn varð uppvís að fjárdrætti.
Þó að oft sé „aðeins" um hreina óreiðu að ræða
eru líka verulegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi.
Til dæmis eru beinar tekjur verkalýðsfélags á
borð við félagið á Akranesi um 60 milljónir króna
á ári. Þar er um að ræða lögþvinguð félagsgjöld
og mótframlög atvinnurekenda. Fyrir utan þetta
eiga félögin milljarða í ýmiss konar eignum og
sjóðum.
Trúverðugleiki verkalýðsforystunnar er í húfi.
ASÍ verður að taka til og þar duga engin vettlinga-
tök. Félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar eiga
annað og betra skilið en sukk og svínarí með fjár-
muni sem þeir hafa trúað örfáum fýrir.
Er ísland óviðbúið?
VELKOMINN VINUR: Elizabeth Jones, aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu, afhendir islenskum ráðamönnum bréf Bush Bandaríkjaforseta þar sem lýst
er áhuga á að farnar verði nýjar leiðir í varnarsamstarfi.
RITSTJÓRNARBRÉF
ÓlafurTeiturGuðnason
olafur@dv.is
Það er ein af meginskyldum
stjórnvalda í hverju landi að tryggja
öryggi þess og varnir. Þótt þessari
skyldu hafi í hálfa öld verið full-
nægt með tvíhliða varnarsamningi
við Bandaríkin - auk aðildar að Atl-
antshafsbandalaginu - sýna at-
burðir síðustu daga að nauðsynlegt
er að ræða hvort hægt sé að tryggja
varnir landsins með öðmm hætti
en þeim að stóla á erlent varnarlið.
Óbreytt eða ekkert
Sárafáir hafa vakið máls á þess-
um möguleika. Og í þeim hópi hafa
þeir haft sig mest í frammi sem vilja
meina að ekki sé nauðsynlegt að
hafa neinar varnir! Rök þeirra eru í
megindráttum á þann veg að ef ís-
Stjórnvöld segja að nú-
verandi viðbúnaður
Bandaríkjamanna sé
það minnsta sem ís-
lendingar komist af
með. Þetta felur í sér að
ef Bandaríkjamenn
draga úr viðbúnaði sín-
um hvílir sú skylda á ís-
lenskum stjórnvöldum
að bæta það upp með
öðrum hætti.
lensk utanríkispólitík einkennist af
nógu mikilli sanngirni og friðarvilja
verði Island svo vinsælt að enginn
vilji ráðast á það. Það er í sjálfu sér
verðugt markmið að espa ekki aðra
til ófriðar við sig og fyrirbyggja
þannig hugsanleg átök. Þetta sjón-
armið er í raun hliðstætt því að vilja
leggja höfuðáherslu á forvarnir í
stað refsinga. En eins og oft hefur
verið bent á er ekki víst að það sé
skynsamlegt að leggja niður fíkni-
efnalögreglu og tollgæslu þótt for-
varnarstarfið skili góðum árangri.
Allt í góðu
Stjórnvöld hafa því með réttu
talið nauðsynlegt að tryggja varnir
landsins með einhverjum hætti.
Hins vegar virðist alveg hafa verið
stólað á að Bandaríkin sæju um
það um alla fyrirsjáanlega framtíð.
f síðustu greinargerð sem utan-
ríkisráðuneytið lét gera um mat á
öryggis- og varnarmálum landsins
og kom út snemma árs 1999, er ekki
vikið einu orði að þeim möguleika
að Bandaríkjamenn dragi úr her-
afla sínum hér umfram það sem ís-
lendingar geti sætt sig við, hvað þá
að lagt sé til hvernig hugsanlega
mætti bregðast við slíku. (Raunar
er ekki einu sinni útskýrt hvar
mörkin liggi - hver sé lágmarksvið-
búnaður út frá hagsmunum íslend-
inga.)
Fyrir nokkrum vikum hélt Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
erindi á fundi hjá Varðbergi um
hvernig tryggja ætti varnir Islands á
21. öld. Svar hans var að það yrði
hér eftir sem hingað til gert með
aðild að NATO og varnarsamningi
við Bandaríkin. Halldór lýsti við
þetta tækifæri engum efasemdum
um að þetta gæti gengið hindrun-
arlaust eftir.
Ekki pólitík
Margir vilja meina að það hafi
lengi verið ljóst að Bandaríkja-
menn myndu draga enn frekar úr
viðbúnaði sínum og gagnrýna
stjórnvöld fyrir að fljóta sofandi að
feigðarósi. Stjórnvöld vísa á hinn
bóginn í varnarsamninginn og
segjast líta svo á að Bandaríkja-
menn séu skuldbundnir til að taka
tillit til þess hvað fslendingar telji
lágmarksvarnir. Þeir geti ekki skií-
greint einhliða hverjar séu lág-
marksvarnir fslendinga út frá
þröngum hagsmunum Bandaríkj-
anna sjálfra. Samkvæmt þessari
túlkun má segja að samningurinn
feli í sér fullnægjandi tryggingu og
nánast óþarft að velta fyrir sér öðr-
um kostum.
Hvort túlkunin er rétt eða hvort
Bandaríkjamenn lfta öðru vísi á
skal ósagt látið. Það sem vekur hins
vegar athygli er hve hátt sú rök-
semd glymur í umræðunni hér að
ekki sé um tæknilegt úrlausnarefni
að ræða heldur pólitískt, og eins
hve oft er vísað til langvarandi vin-
áttusambands þjóðanna tveggja og
þannig gefið í skyn að Bandaríkja-
menn skuldi okkur þann vinar-
greiða - eftir að íslendingar hafa
fylgt þeim að málum í nánast einu
og öllu um árabil - að halda hér úti
herliði þrátt fyrir að hernaðarsér-
fræðingar telji enga þörf á því!
Þetta er einmitt tæknilegt úr-
lausnarefni. Þetta snýst ekki um að
innheimta vinargreiða. Þarfir ís-
lands í varnarmálum er væntanlega
hægt að meta hlutlægt. Það mat -
sem er tæknilegt, en ekki pólitískt -
hlýtur að ráða því hvaða viðbúnað-
ur skuli vera hér. Annað er fásinna,
eins og í Pentagon sé rekin byggða-
stofnun fyrir ísland.
Þörf umræða
En hve alvarlegt er málið? Halidór
Ásgrímsson segir að ekkert hafi kom-
ið fram í bréfi Bush Bandaríkjafor-
seta til Davíðs Oddssonar sem gefi til
kynna að Bandaríkjamenn séu
ósammála íslendingum um nauðsyn
loftvarna fyrir ísland. Látið er að því
liggja í fjölniiðlum að fölskum frétt-
um um þennan meinta ásetning
Bandaríkjamanna sé lekið í heims-
pressuna af óprúttnum embættis-
mönnum í Washington. í hinu orð-
inu segir utanríkisráðherra hins veg-
ar að málið sé alvarlegt og þingmenn
taka undir það. Heimildarmenn DV
sem til þekkja tala um að hugsanlega
þurfi íslendingar að hugsa vamar-
mál sín alveg upp á nýtt.
Allt er þetta fremur óljóst, en það
breytir engu um það að bréf Bush
hefur hleypt af stað þarfri umræðu.
Hverjar eru lágmarksþarfir íslands í
vamarmálum? Hvers vegna? Hver
hefur skilgreint það? Hvers vegna fer
ekki fram nein umræða um það?
Þurfum við álíka viðbúnað og írar,
Danir, Maltverjar eða Nýsjálending-
ar? Og það sem meira er: Getum við
hugsanlega séð fyrir vömum okkar
sjálf?
Mikilvæg yfirlýsing
Magnús Ámi Magnússon, aðstoð-
arrektor Viðskiptaháskólans á Bif-
röst, lagði til á dögunum að stjóm-
völd nýttu nú tækifærið og stefndu
að því að íslendingar tækju sjálfir að
sér að sjá um landvamir. Sagði hann
sjálfstæði landsins aðeins orðin tóm
ef Islendingar treystu sér ekki til að
sjá sér fyrir lágmarksvömum.
Ekki hefur tekist að hafa uppi á
neinum þingmanni sem tekur undir
sjónarmið Magnúsar Áma. Þó er
hugmynd hans allrar athygli verð. Og
athygli skal vakin á því að mitt f hin-
um óskaplega skorti á yfirlýsingum
og upplýsingum stendur einmitt upp
úr ein yfirlýsing af hálfu íslenskra
stjórnvalda: að núverandi viðbúnað-
ur Bandaríkjamanna sé það minnsta
sem íslendingar komist af með. Þetta
felur í sér að ef Bandaríkjamenn
draga úr viðbúnaði sínum hvrlir sú
skylda á íslenskum stjómvöldum að
bæta það upp með öðrum hætti.
Kannski hafa þeir rétt fyrir sér sem
fullyrða að hægt sé að tryggja varnir
landsins með minni viðbúnaði. En
hitt er alveg ljóst að íslensk stjóm-
völd em því ósammála. Þess vegna
verða þau að bregðast við ef viðbún-
aðurinn minnkar. Þau geta ekki horft
aðgerðalaus upp á að varnir landsins
fari niður fyrir það sem þau telja al-
gjört lágmark.
Ef það er raunvemlega vilji Banda-
ríkjamanna að hverfa með flugher
sinn frá Keflavrkurflugvelli em
stjómvöld því í miklum vanda. Þeim
ber skylda til að tryggja öryggi lands-
ins og varnir. Og hvort sem það verð-
ur í bráð eða lengd ættu íslendingar
að ræða í fullri alvöm hvers vegna
ekki ætti að koma til greina að einni
af fmmskyldum ríkisvaldsins sé
sinnt af þeim sjálfum.