Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 16
DvHelgarblað
Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson / Finnur Vilhjálmsson
Netfang: polli@dv.is / fin@dv.is
Sími: 550 5896 / 550 5891
Hver girnist
börnin?
Nærmynd af
skrifstofumanninum
sem átti stærsta safn
barnakláms sem
fundist hefur á
íslandi
Bts.iO
Lélegir
bisnessmenn
Fimmta plata maus
kemur út í vikunni.
Meðlimir segja frá
plötunni, peningum
og nýja
skjaldarmerkinu
Bls. 18
Bananar,
súkkulaði og
pönnukökur
Þjóðlegur réttur í
fjölbreyttu samhengi
Bls. 24
Sér ekki eftir jakkafötunum
GLAÐUR MEÐ GRÁSLEPPUNNI: Glsli S. Einarsson segist líta á sjómennskuna sem ágætis leið til að fá útrás. Hann þrælar út líkamanum
til að vega upp sálarangist.
Þingmennskan er ekkert grín. At-
vinna þingmanna er algerlega undir
duttlungum kjósenda komin og ekki
á vísan að róa með stuðning pöpuls-
ins. Þessu komust 12 þingmenn að í
alþingiskosningunum í vor þegar þeir
duttu út af þingi, sumir naumlega.
Einn þeirra var Gísii S. Einarsson sam-
fylkingarmaður. Hann sagði skilið við
skrifborðið í kjölfarið en var ekki
lengi að finna sér annað borð að bisa
við því hann var kominn út á sjó á
trillu sinni, Farsæl AK-30, daginn eftir
kosningar. Hann kveðst afar ósáttur
við niðurstöðu kosninganna en segist
ofgera líkamanum á sjó til að vega
upp sveiflurnar í sálartetrinu.
DV náði sambandi við Gísla í farsímanum
um borð í bátnum að kvöldi þar sem hann
var í þann mund að leggja að sfðustu
baujunni í þeim róðri. Hann var spurður
hvers vegna sjómennskan hefði orðið fyrir
valinu eftir áralanga „þægilega innivinnu"
sem þingmaður.
„Það er nú bara vegna þess að ég keypti
mér bát í fyrra til að hafa sem nokkurs konar
hobbí. Svo til þess að gera eitthvað annað en
hanga heima og gráta ákvað ég að drífa mig
út á sjó og leggja svolítið af grásleppunetum,"
segir Gísli og er strax orðinn einhvern veginn
sjómannslegur í rómnum. Virkar hreinskipt-
inn, karlmannlegur til orðs og æðis og ekkert
að skafa utan af hlutunum. Dálítið rámur,
jafnvel, en kannski spilar þar inn f brakið í
farsímanum. Ekki þorir blaðamaður samt að
spyrja Gísla hvort hann sé með kvef. Kvef er
jú bara fyrir kvartsára landkrabba.
Gísli lýsir aðstæðunum: „Ég er inni á Hval-
firði að dóla mér. Er að vitja um og leggja
baujur. Það er blankalogn og rjómablfða,
yndislegt veður.“
Þrælavinna og heilsubót
Þótt Gísli sé sáttur við veðrið og sjóinn seg-
ist hann samt vera afar ósáttur við niður-
stöðu kosninganna. Óánægja hans var
reyndar aðalástæða þess að hann dreif sig
strax út á sjó, fáum klukkutímum eftir að úr-
slitin lágu fyrir.
„Ef maður er reiður og svekktur verður
maður að hafa eitthvað að skeyta skapi sínu
á. Svo það bitni ekki á þeim sem maður um-
gengst. Það er þrælavinna að vera á grá-
sleppu. Ef sálartetrinu er ofgert þarf maður
að ofgera líkamanum líka til að ailt komist í
jafnvægi. Þetta vita þeir sem á hafa tekið.
Sumir hlaupa eða klífa fjöll en ég nota þessa
aðferð. Ég fæ fyrir saltinu í grautinn í leiðinni
og þarf ekki að skerða biðlaunin mín vegna
þess að þetta er hobbí hjá mér,“ segir Gísli.
Spurður segist hann vera kominn með mikið
sigg í lófana, bólgnar kjúkur og allt heila
klabbið. Hann víkur svo aftur að nýafstöðn-
um kosningum.
„Ég tel mig hafa haft gífúrlegt persónufylgi
í kjördæminu, bæði á Akranesi, Bolungarvík,
fsafirði og víðar. Það skilaði sér fyrir flokkinn
en ekki fyrir mig. Mér finnst það súrt en það
er ekkert við því að segja. Ég tók sjálfur þessa
áhættu þegar ekki var um annað að ræða.
Maður tekur þessu eins og hverju öðru
hundsbiti. Svo er bara að sjá hvort maður bít-
ur frá sér aftur," segir Gísii og ýjar að endur-
komu í stjórnmálin á svipuðum nótum og
Arnold gamli Schwarzenegger - „I’ll be
back.“
„Það var vond tilfinning að detta út af
þingi, mikil vonbrigði. En það vantaði svo
sem ekki mikið upp á. Upphafið að þessu var
uppstillingarformið sem notað var til að velja
á lista Samfylkingarinnar hér í kjördæminu;
allt öðruvísi en annars staðar þar sem próf-
kjör eða flokksval var notað. Alþýðubanda-
lagið var þarna að passa sína pósta eins og ég
benti á á sínum tíma. Menn urðu brjálaðir út
í mig þá en niðurstaðan sýnir að eitthvað hef-
ur það verið nálægt því að vera rétt,“ segir
Gísli sem vakti máls á þessu í DV síðasta
haust.
Eigin herra á eigin skipi
Farsæll AK-30 er hálft fimmta tonn að
þyngd og hefúr grásleppuleyfi og svokallað
krókaaflahámark. Gísli er bæði með vél-
stjórnar- og skipstjórnarréttindi svo hann er
enginn aukvisi á sjónum. Gísli segir flókið að
stunda sjó innan kvótakerfisins, eins og það
er framkvæmt.
„Ég leigi mér svo aflaheimildir. Þetta er dá-
lítið flókið mál að lifa í þessu kerfi og alls kon-
ar hundakúnstir sem þarf að standa í. Ég skal
nefna þér dæmi: Tonnið af þorskinum kostar
til eignar 930 þúsund krónur. Fyrir upplagt
tonn fást ekki nema 140 þúsund. Það tekur
um tíu ár að vinna fyrir tonninu. Leigan er
100 til 110 krónur fyrir kílóið af þorski og það
er svo selt á um 140 krónur. Það er alltof hátt
verð á þessu, okurverð sem sægreifarnir lifa
á. Ég er ekki á móti kvótakerfinu sem slíku -
það verður að stjóma veiðunum - heldur
framkvæmd þess. Það er eins og stjórnvöld
skilji hreint ekki hvað þau em að gera," segir
Gísli og er fremur heitt í hamsi.
Það var vond tilfinning að
detta út afþingi, mikil von-
brigði. Maður tekur þessu eins
og hverju öðru hundsbiti. Svo
er bara að sjá hvort maður
bítur frá sér aftur.
Hafandi verið á sjó í tæpan mánuð er Gísli
spurður að því hvernig hann beri saman
þingmennskuna og sjómennskuna.
„Á sjónum er ég minn eigin herra og ræð á
eigin skipi. f þingmennskunni verður maður
svolítið að haga sér eftir vinnufélögunum og
fylgja flokkslínunni. Ég kann ágætlega við að
ráða mér sjálfur."
Viðbrögð Gísla segja meira en mörg orð
þegar forvitnast er um hvernig hann komi út
varðandi laun eftir að hafa skipt um starf.
Hvort hann sæki gull í greipar Ægis. Hann
einfaldlega hlær mikið og lengi. Segir svo að
töluvert vanti upp á að hann nái sínum fyrri
launum.
„Ef ég stundaði þetta sem atvinnumaður
gæti ég sennilega jafnað þingmannslaunin.
Þetta er bara áhugamennska hjá mér, ég er
ekki á sjónum peninganna vegna. En ég er á
biðlaunum fram f nóvember og er að leggja
niður fyrir mér hvert framhaldið verður."
Jakkafötin kannski aftur út úr skápnum
Aflinn hefur að sögn Gísla verið prýðilegur
frá því hann byrjaði, þótt ekki sé sókn hans
það ötul að hann hafí mikið upp úr krafsinu í
krónum og aurum.
„Ég fer á sjó á fjögurra til sex daga fresti,
oftar þegar veðrið er gott, og fæ svona eina
tunnu, 100 kíló, í túrnum. Fyrir kílóið fæ ég
svo 460 kall eða þar um bil.“
Þegar hér er komið sögu segir Gísli blaða-
manni rólegur í bragði að nú sé hann að
koma að bauju og hann þurfi að fara að draga
síðustu trossuna. Hann skyggnist út og segir
trossuna fulla af þara en innan um þarann
eigi hann von á einhverri grásleppu líka.
Áður en Gísli kippir trossunni um borð
spyr blaðamaður hvort hann sjái eftir jakka-
fötunum.
„Nei. Mér hefur alltaf liðið ágætlega í
jakkafötum en ég átti vinnugalla lfka sem mér
líkar mjög vel enda alinn upp við slíkt og
menntaður járnsmiður. Jakkafötin eru inni í
skáp núna. Það getur vel verið að ég taki þau
fram aftur einhvern tímann.“ fin@dv.is