Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 18
78 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Hljómsveitin maus er nýorðin tíu ára og gefur út fimmtu plötu sína, Musick, í næstu viku. Þrír fjórðu sveitarinnar sögðu helgarblaðinu frá plötunni, rokkinu, góðri heimsókn í bjórkjallara í Þýskalandi, nýju og torræðu skjald- armerki sveitarinnar og bókhalds- stöðunni eftir 10 ára starf. Meðan við Biggi söngvari og Eggert bassa- leikari bíðum eftir Palla gítarleikara á efri hæðinni á Kaffibarnum fara þeir smám sam- an að glotta breiðar eftir því sem biðin leng- ist. Loks standast þeir ekki mátið og segja mér að Palli hafi fengið viðurnefnið „das Pottmann" meðan á upptökum plötunnar stóð úti í Þýskalandi vegna tíðra heimsókna sinna á salernið. Danni trommari er sá eini sem vantar. Hann er vant við látinn við skyldustörf á leikskólanum, þar sem hann er deildarstjóri. Virðist vera kjöratvinna ís- lenskra trommara af ungu kynslóðinni að vinna á leikskóla. Kannski er það mótvægi við rokklífernið. Reyndar er það tilfmning mín að leitun sé að stabílli rokkurum en mausurun- um og sést það kannski best á því að allir eru í fastri og fremur borgaralegri vinnu (blaða- maður, fóstra, afgreiðslumaður og starfs- maður í tölvufyrirtækj) og tveir, Eggert og Danni, eru orðnir feður. Danni, deildarstjóri gulu deildar, meira að segja með annað á leiðinni. „Hann er alltaf að ríðandi, maður!“ segir Palli um leið og hann hlammar sér niður hjá okkur. Das Pottmann stimplar sig þannig inn í spjallið en upp úr dúrnum kemur að fleiri í hljómsveitinni eiga sér viðurnefni eftir Þýskalandsreisuna. „Við Danni erum „the Laundry boys",“ við- urkennir Eggert léttur í bragði. Útleggst lík- lega sem þvottastrákarnir á íslensku. „Við vorum búnir að taka upp allan bassa og trommur eftir fimm daga. Það er yfirleitt tek- ið upp fyrst. Svo fer mesti tíminn í að taka upp söng og gítara og allt annað. Við sáum þá bara um þvottinn fyrir hljómsveitina á með- an. Fórum í bæinn og versluðum og svona." Strákarnir segja einn helsta kostinn við að taka upp úti hafa verið þann að þeir skildu einfaldlega lífið eftir heima á meðan. Ekkert truflaði. „Hér heima er alltaf reikningur sem þarf að borga, fjölskylduboð sem þarf að mæta í. Úti þurftum við ekkert að hugsa um þannig og gátum einbeitt okkur fullkomlega að plöt- unni. Ef við vorum ekki að taka upp, þá leidd- ist okkur bara," segir Biggi söngvari og hinir taka undir. Hugmyndin um að taka upp í Þýskalandi varð til fýrir röð af tilviljunum þegar þeir sem seinna urðu upptökustjórarnir á plötunni, Jochen og Marcus, buðu þeim að taka ein- hvern tímann upp með sér ef þeir vildu. Um ári síðar var maus komin til Þýskalands. Danna fýsti í einn rammís- lenskan gamnislag með hnúa- höfuðnuddi og alles. Fyrír val- inu varð Jochen sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Gamnislagur í bjórkjallara Musick er fimmta plata maus. Með nokk- urri einföldun má segja að þeir hafi verið hrá- ir, myrkir og þungir á fyrstu tveim plötunum en síðan nálgast yfirborðið - þó algerlega án þess að verða froða ofan á því - lést eilítið og leyft poppinu að springa út á stöku stað. Sveitin hefur alltaf haft mikil karakterein- kenni og þótt afar þétt með þá Eggert og Danna í kjallaranum en Bigga og Palla reisandi gítarveggi yfir og allt um kring. Að- spurðir við hvaða heygarðshom sveitin sé-á Musick segjast þeir kannski bara vera enn meira maus. „Þetta er nokkuð klár þróun áfram, held ég," segir Eggert. „Við emm mjög ánægðir með hljóminn á plötunni, lögin fá dálítið meira pláss en áður. Við emm kannski ívið rólegri... en samt er þetta enn þá rokk," bæt- ir hann við til öryggis. Járnbentu gítarveggirnir em enn til staðar í tónlistinni en „bara þar sem þeir eiga við", segir Biggi og segir tvö lög á plötunni alger- lega laus við rifna gítara, sem er nýlunda hjá maus. „Það hefur verið mottó hjá okkur að hafa söngkaflana frekar minimah'ska en viðlögin stór og við göngum enn þá lengra með það á þessari plötu," klykkir Palli út. Palli bendir á að strákarnir hafi haft plöt- una tilbúna í höndunum frá því í janúar og þeir séu enn jafnánægðir með hana. Slíkur skortur á bakþönkum er án efa frekar undan- tekning en hitt meðal tónlistarmanna og hlýtur að gefa til kynna að vandað hafi verið til verksins. Því vitað er að Maus er vandvirk og ófeimin við skoða á sér naflann. Strákarnir segja vel hafa gengið að vinna með þýsku upptökustjórunum. Aðeins einn árekstur hafi orðið og hann hafi verið milli tveggja erfiðustu mannanna í hljóðverinu, nefnilega Jochens og Danna trommara. Strákarnir upplýsa svo með glampa í augum að reyndar hafi þeir átt sér netta sögu áður. Fyrsta kvöldið var hljómsveitinni boðið í grillveislu á heimili foreldra Jochens. Það var steikjandi hiti og logn, menn nýskriðnir út úr flugvélum og búnir að róta græjunum frá flugvellinum. Garðurinn var grænn og falleg- ur og pylsurnar feitar. Þjóðverjarnir gerðu þau taktísku mistök að vísa flugþreyttum og þyrstum íslendingunum beinustu leið niður í bjórkjallarann og segja svo bara: bitte. Menn létu ekki segja sér það tvisvar og eftir nokkra hrfð kom upp íslendingurinn í Danna þannig hann fýsti í einn rammíslenskan gamnislag með hnúahöfuðnuddi og alles. Fyrir valinu varð Þjóðverjinn sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og trúði hinum lújómsveitarmeð- limunum seinna fyrir því að hann hefði hreinlega óttast að sín hinsta stund væri upp runnin og hann slyppi ekki lifandi úr klóm trommarans. Um samstarfið við upptökustjórana þýsku segja þeir annars: „Það var meðvituð álcvörðun að fara út og leyfa öðrum dálítið að ráða. Treysta öðrum fyrir stjórninni og ákvörðununum. Þeir komu ferskir að þessum lögum sem við vorum bún- ir að vinna með sum hver alveg frá síðustu plötu, í næstum þrjú ár, og heyrðu þannig ábyggilega margt sem gat verið betra. Ef þeir sögðu okkur að gera eitt frekar en annað þá fórum við oftast eftir því. Þetta var líka í fyrsta sinn sem við unnum með sérstökum upp- tökustjórum á þennan hátt. Hingað til höftim við mest séð um þetta sjálfir, hvaða stefna er tekin í stúdíóinu og framkvæmdina. Við vor- um kannski orðnir dálítið samdauna lögun- um en þau öðluðust svo nýtt líf í höndnum á þeim." Afleiðingin: betri og vandaðri plata, segja strákarnir, sem áttu 30 lög þegar þeir fóru út en skáru tvo þriðju hluta þeirra niður við trog inn á plötuna. Herra Töff Maus er komin í fríðan hóp með íslenska ríkinu, sveitarfélögum og Lions-klúbbum með það að eiga sér sitt eigið skjaldarmerki. Merkið var gert í kringum 10 ára afmæli sveit- arinnar nú í vor, að sögn strákanna var sveit- in eiginlega orðin lítið samfélag og þurfti því sitt eigið merki. Merkið er stílhreint en nokk- uð torrætt svo Biggi er beðinn um túlkun. „Þetta efra er þögn í tónfræði, einn áttunda úr takti. Síðan getur þetta líka verið m. Þetta neðra á að tákna kraft og hávaða. Ég var reyndar spurður að því um daginn hvort þetta væri leikarinn Harold Uoyd." „Þetta eru sólgleraugu og yfirvararskegg," segir Eggert stríðnislega við Bigga sem þver- tekur fyrir það. „Mér sýnist merkið, séð öfugt, einna helst minna mig á herra Töff, ef hann er þá yfirhöfuð til, með sólgleraugu og slétt- greitt niður á enni. Ástæða þess að við höfum merkið fyrir augunum er sú að tveir hljóm- sveitarmeðlimir hafa tekið skrefið til fulls og bókstaflega merkt sig maus. Biggi og Danni hafa tattúverað skjaldarmerkið á líkamann. Biggi skartar því innan á vinstri framhand- leggnum, rétt neðan við úlnlið en Danni á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.